Morgunblaðið - 04.04.1957, Page 12
12
MORGUIS'BLAÐIÐ
Fimmtudagur 4. apríl 1957
Tveir aí sókuailtikmönnum Hassloch skjóta af línu. T. h. er Korn anjiar tveggja landsiiósmanna liösin:
Kepptu fyrir Þýzkolund í Evrépi
keppni — Komu hinguð I boði ÍR
Ei\t bezfffi handbnattleikslið Þjóðverjn hér
Á SUNNUDAGINN kemur hingað til landsins þekkt þýzkt hand-
■í*■ knattleikslið. Kemur lið þetta á vegum íþróttafélags Reykja-
víkur, dvelur hér í 10 daga og leikur að minnsta kosti 4 kvöld.
Allir leikirnir verða að Hálogalandi. Hinn fyrsti verður n.k. þriðju-
dag og þá leika ÍR-ingar við Þjóðverjana.
★ LEIKIRNIR
Annar leikur Þjóðverjanna
verður fimmtudaginn 11. apríl,
við Reykjavíkunirval, en það lið
velur danski handknattleiksþjálf-
arinn Axel Kolste ásamt tveim-
ur öðrum. Sunnudaginn 14. apríl
verður efnt til „skyndimóts" að
Hálogalandi. Taka þátt í því 3
félög auk Þjóðverjanna, en leik-
tíminn í hverjum leik verður
2x15 mín. Þriðjudaginn 16. apríl
leika Þjóðverjarnir við tslands-
meistara Fimleikafél. 'Hafnar-
fjarðar, en utan halda þeir 17.
apríl.
Þjóðverjarnir sem hingað koma
verða 10—11 leikmenn, auk far-
arstjóra og dómara. Fararstjór-
irm heitir Perrey og er víðkunn-
ur fyrir störf að handknattleiks-
málum. Hann er mjög góður
þjálfari og var m .a. þjálfari
sœnska landsliðsins um eitt skeið.
Nýtur hann mikils álits. Þá kem-
ur og með þeim dómari, Lambio
að nafni. Hann er alþjóðadómari,
er frá Saarhéraðinu og ætti koma
hans að vera ísl. dómurum kær-
koxnin.
★ STERKT I.ID
Hið þýzka lið kennir sig við
heimabæ sinn, Hassloch í Suð-
vestur-Þýzkalandi. Lið þetta nýt-
ur mikils álits í Þýzkalandi og
eru Þjóðverjar þó engir aukvis-
ar í handknattleik. Hassloch var
valið til þess að leika fyrir Þýzka
land í keppninni um Evrópu-
bikarinn. í þeirri keppni vann
liðið Liege frá Belgíu, en tapaði
í annarri umferð fyrir liði París-
ar með 2 marka mun. Sú keppni
er útsláttarkeppni.
Liðið hefur 10 sinnum frá
stríðslokum unnið meistaratitil
Suðvestur-Þýzkalands. Það er
útikeppni 11 manna. í innanhúss-
keppni hefir það í 7 skipti af
8 sem lieppni hefur farið fram
eftir stríð komizt í 6-liða úrslit,
en aldrei hreppt Þýzkalandstitil-
inn. í ár töpuðu þeir með 10:9
fyrir Gcppingen, en það lið er
Þýzkalandsmeistari.
hefur 2 síðustu landsleiki Þýzka-
lands og Korn, sem var með í
þeim síðasta.
★ SPENNANDI KEPPNI
Keppnin í ýmsum greinum
verður áreiðanlega tvísýn og
hröð. Má þar til nefna 200 m
skriðsund karla, þar sem mætast
Helgi Sigurðsson og Pétur Krist-
jánsson, sem eiga íslandsmetið
2:19,0 saman ásamt Ara Guð-
mundssyni, og auk þeirra eru
svo með þeir Gylfi Guðmunds-
son og Guðm. Gíslason. Sem sagt:
„toppmaður" á hverri braut. Þá
verður hörð keppni um „Sindra-
bikarinn", en Þorgeir Ólafsson
líklegastur til sigurs. í baksundi
karla verður keppnin fyrst og
fremst milli félaganna Guðm.
Gíslasonar, methafa og Ólafs
Guðmundssonar. í drengjasund-
unum, 100 m bringusundi og 50
m skriðsundi, er þátttaka mikil
og tvísýnt um úrslit í bringu-
sundinu. Þá er líklegt að telpu-
metið og íslandsmetið í 50 m
bringusundi „fjúki“ við átök
Ágústu og Sigríðar Sigurbjörns-
Hassloch leikur „typiskan"
Mið-Evrópuhandknattleik. Þeir
eru mjög harðir og það verðvu-
sennilega erfitt fyrir ísl. dóm-
arana að dæma leikina, því þeir
túlka reglur að einhverju leyti
á annan veg en hér er gert. En
hér er um gott lið að ræða og
koma þess verður lærdómsrík.
dóttur. Loks er svo boðsund 4x50
m bringusund, þar sem ómögu-
legt er að spá um úrslit.
Guðmundur Gíslason ÍR
keppir í fjórum greinum
Valur og Afturelding
skildu jöfn. IR vann Fram
AÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ var íslandsmótinu í handknattleik
áfram haldið að Hálogalandi. Fóru þá fram 2 leikir i meistara-
ilokki karla og auk þess leikur í 3. flokki milli FH og ÍR (B-liða).
FH vann með 19 gegn 9.
Sundmót KR í kvöld
SUNDMÓT KR fer fram í Sundhöllinni í kvöld. Þar verður keppt
í 9 sundgreinum og eru þátttakendur frá 7 félögum og héraðs-
samböndum. Á mótinu er keppt um tvo verðlaunagripi, „Flugfreyju-
tikarinn" í 100 m skriðsundi kvenna og „Sindrabikarinn" í 100 m
bringusundi karla. Þá er til gamans „eggjasund". Hverjir keppa er
leyndarmál þar til á mótinu.
★ I LANDSLIÐINU
Hassloch fær tíðar heimsóknir,
enda á liðið eigið íþróttahús með
20x40 m vallarstæði. Nýlega
vann það lið Prag, sem er nánast
landslið. Þá vann það og sænska
liðið frá Lund, en það er ofar-
lega í „Allsvenskan“. í liði Hass-
loch eru tveir menn úr þýzka
landsliðinu, þeir Stahler er leikið
★ FRAMFARIR
í HVERJUM LEIK
Leikur Vals og Aftureldingar
var frá upphafi jafn. Þó voru það
Aftureldingarmenn sem höfðu
frumkvæðið í leiknum og tvisvar
þriggja marka forskot. Þeir höfðu
tvö mörk yfir er nokkrar mínút-
ur voru eftir af leik, en vegna
kæruleysislegra sendinga tókst
Valsmönnum að klófesta knött-
inn og tryggja jafntefli, 21 :21.
Lið Aftureldingar hefur tekið
framförum með hverjum leik.
Styrkur liðsins felst í vörn, en
þeir eiga líka á að skipa snögg-
um skotmönnum. í leik, skipt-
ingu hans og uppbyggingu. ber
Helgi Jónsson af, en minna verð-
Framh. á bls. 15
— Húsnæðismáliii
Framh. af bls. 9
unðanförnum tveimur árum
hefur fleiri íbúðum verið lok-
ið en nokkru sinni fyrr. Árið
1955 var tala nýrra íbúða 1225
og 1956 reyndist hún allmiklu
hærri, eða 1439. Það hefur
með öðrum orðum tekizt að
byggja mun fleiri íbúðir en
þurft hefði samkv. áætliun hús
næðismálanefndar 1954, sem
þó gerði ráð fyrir allmiklum
byggingum til útrýnringar
heilsuspillandi húsnæðis. Er
lítill vafi á því, að hinn mikli
Tjöldi nýrra íbúða hefur þeg-
ir dregið úr húsnæðisskortin
ím hér í Reykjavík, og sjást
bess merki í auknu framboði
leiguhúsnæðis“.
ÁRANGURINN í
REYKJAVÍK
Hver er árangurinn í bygging-
armálunum í Reykjavík?
Eftirfarandi yfirlit sýnir hversu
lokið hefir verið við byggingu
margra íbúða árlega í Reykjavík
undanfarin ár:
Árið 1951 : 282 íbúðir
— 1952 : 329 —
— 1953 : 349 —
— 1954 : 487 —
— 1955 : 564 —
— 1956 : 705 —
Þessi stöðUga og öra aukning
talar sínu máli — og er síðustu
árin miklu meiri en fólksfjölg-
uninni svarar, enda lagt kapp á
að útrýma heilsuspillandi íbúð-
um.
Bæjarstjórn Reykjavíkur sam-
þykkti 17. nóv. 1955 tillögur
Sjálfstæðismanna um að bærinn
hefði forgöngu um byggingu 600
íbúða á næstu 4—5 árum í þeim
tilgangi að útrýma herskálaíbúð-
um og stuðla jafnframt að því
að bæta úr brýnustu húsnæðis-
þörf annarra, sem verst eru sett-
ir í þessum efnum.
Að framkvæmd þessarar
byggingaráætlunar hefir ver-
ið unnið af miklum áhuga.
Standa sakir þannig í dag,
að nú þegar eru alls fokheld-
ar og langt á veg komnar 123
íbúðir.
Á þessu ári er ráðgert, að
eftirtaldar íbúðir verði fok
heldar:
í raðhúsum við Ás-
garð ............. 45 íbúðir
í fjölbýlishúsum
við Gnoðavog 96 —
í raðhúsum við
Skipasund ........ 100 —
Á árinu 1958 verða
fokheldar:
í raðhúsum við
Skipasund ......... 40 —
í fjölbýlishúsum
við Skipasund .. 100 —
í fjölbýlishúsum
við Grensásveg .. 96
Samtals 477 íbúðir
Að viðbættum
þeim íbúðum, sem
þegar eru taldar
fokheldar....... 123 íbúðir
Alls 600 íbúðir
Reykjavíkurbær hefir varið
gífurlega miklu fé til þessara
framkvæmda, sennilega nálægt
25 millj. kr. Og í fjárhagsáætlun
bæjarins fyrir 1957 er áætlað
10 millj. kr. til þessara fram-
kvæmda.
Hér hefir heillavænleg þróun
átt sér stað, og mundi mikil ó-
gæfa, ef hún þyrfti að dragast
úr hömlu framvegis eða stöðv-
ast.
LEIÐIR TIL ÚRBÓTA
Ég hefi fyrir löngu vakið at-
hygli á, að veigamesta atriðið í
sambandi við byggingarmálin
nú er að stuðla að því, að sem
fyrst sé hægt að ljúka þeim
mörgu íbúðum, sem nú eru í
smíðum og mestu húsnæðisvand-
ræðin væru þar með leyst.
Til þess að svo megi verða
kemur einkum til álita:
1. Ríkissjóður hefði átt að veita
í ár og framvegis árleg fram-
lög til veðlánakerfisins og út-
rýmingar heilsuspillandi
íbúða. Við afgreiðslu fjárlaga
þessa árs lögðum við Gunnar
Thoroddsen, borgarstjóri, til
að framlag ríkissjóðs yrði
hækkað um 10 millj. kr.
2. Við Sjólfstæðismenn á Al-
þingi höfum lagt til, að notuð
verði heimild laganna frá 1955
um húsnæðismálastjórn o. fl.
til erlendrar lántöku til þess
að flýta þessum áfanga.
3. Kappkostað verði að fá þær
peningastofnanir, sem enn
hafa ekki lagt fé af mörkum
til hins almenna veðlánakerfis,
til að gerast beinn eða óbeinn
aðili að því. Hér er m. a. um
að ræða innlánsdeildir kaup-
félaganna, sem ég veit ekki
til, að lagt hafi þessu máli
lið — en hafa, sbr. áður til-
vitnaða töflu, aukið innlög sín
á undanförnum 5 árum um 76
millj. kr.
4. Loks ber að vænta þess, að
bankarnir geti, eins og áður,
lagt veðlánakerfinu fé, en til
þess eru þeir reiðubúnir, ef úr
rætist með sparifjármyndun-
ina.
5. Samhliða framangreindu
ætti húsnæðismálastjórn, eins
og lög gera ráð fyrir, að hafa
forgöngu um ráðstafanir til að
lækka byggingarkostnað og
að byggt verði sem hentugast
húsnæði, svo að sem bezt nýt-
ist það fé, sem til þessara mála
er varið.
SparifjúankningÍB
st undifstaða lónsfjármálanna
Að lokum vil ég enn árétta og
endurtaka: Sparifjáraukningin
í landinu er undirstaða hag-
stæðrar þróunar í lánsfjármél-
um til íbúðabygginga sem ann-
arrar fjárfestingar og hliðstæðra
framkvæmda.
Á árunum eftir 1950 voru j
mjög litlar breytingar á vísi-
tölu framfærslukostnaðar.
Hún hækkaði aðeins um 9 stig
frá 1951 til 1954.
Sóiskin og hlýindi
SIGLUFIRÐI, 2. apríl — Undan-
farna daga hefur verið hér ágætis
veður, sólskin og hlýindi. Hefur
snjór mikið sjatnað og hafa all-
ar helztu götur bæjarins verið
ruddar, svo nú er bílfært víðast.
—Guðjón.
Sparifjáraukningin sagði til
sín — eins og vorboði í efna-
hagslífinu. Allt sparifé lands-
manna, í bönkum, sparisjóð-
um og innlánsdeildum, var um
625 millj. kr. 1950, en á ár-
unum þar á eftir jókst það
með undraverðum hætti, eða
upp í 1273 millj. kr. í árslok
1955. Er þetta rösklega tvö-
földun sparifjárins á 6 ára
timabili.
Þetta er og verður grund-
völlur lánsfjár til húsbygg-
inga landsmanna — mikill eða
Iítill — eftir því hvernig á er
haldið. Úr erfiðleikum má
bæta í bili með erlendu láns-
fé — en grundvöllurinn er inn
lend fjársöfnun — spariféð —
sem safnast saman, ef treysta
má gjaldmiðlinum — krón-
unni — jafnvæginu í efnahags
lífinu