Morgunblaðið - 24.04.1957, Blaðsíða 2
M nn crnvrtr ssttn
MiSvíkud. 24. apríl 1957.
IVlik.il hátíðahöld á vegum
Sumargjafar á morgun
Barnasamkomur í flesfum samkomusföðum
borgarinnar.
FRÉTTAMENN áttu í gssr viðtal við stjórn Barnavinafélagsins
Sumargjafar, en félagið stendur, eins og venja er til, fyrir
miklum hátíðahöldum á morgun, sumardaginn fyrsta, fyrir börn.
í dag og á morgun verða merki seld á götunum, einnig barna-
bókin Sólskin, sem Guðmuhdur Þorláksson, kennari, hefur tekið
saman efni í, barnadagsblaðið „Sumardagurinn fyrsti", og fán-
ar handa börnum. Allur ágóði af þessari sölu rennur í húsbygg-
ingarsjóð félagsins, en í naesta mánuði verður hafizt handa um
byggingu nýs barnaheimílis við Fornhaga. Er í ráði að flytja í
það heimili starfsemi Tjarnarborgar.
í hinu nýja bamaheimili, sem
er byggt eftir nýjustu tízku verða
þrjár dagheimilaeiningar hver
fyrir 20 börn og tvísettur leik-
skóli. Verður byrjað að grafa fyr-
ir húsinu í næsta mánuði. Nýs
barnaheimilis er nú mikil þörf
hér, þar sem dagheimili og leik-
skólar hafa ekki fullnægt eftir-
spum síðastliðin fimm ár, en á
þeim árum hefur húsrúm fyrir
slíka starfsemi ekki fjölgað. Nú
eru á sjöunda hundrað börn stöð-
ugt á dagheimilum og leikskólum
félagsins. Leikskólar eru á sex
stöðum starfandi og dagheimili á
fjórum.
HÁTÍÐAHÖLDIN Á MORGUN
Hátíðahöldin á morgun hefjast
með skrúðgöngu barna frá Aust-
urbæjarskólanum og Melaskólan
um að Lækjartorgi kl. 12,45. —
Fjórar lúðrasveitir leika fyrir
göngunni, þar af tvær drengja-
lúðrasveitir, sem nú í fyrsta sinn
leika opinberlega. kl. 1,30 nema
skrúðgöngurnar staðar í Lækjar-
götu, en þar flytur leikkonan
Anna Stína Þórarinsdóttir „sum-
arkveðju til íslenzkra barna“,
sem er kvæði eftir séra Sigurð
Einarsson í Holti. Auk þess leika
og syngja börnin þar nokkur lög.
Bíll veltur á
Bölungarvíkur-
vegi
ÍSAFIRÐI, 23. apríl. — Umferða-
slys varð á Bolungarvíkurvegi á
laugardaginn var. Fólksbíll, í-124
sem var að koma utan úr Bol-
ungarvík, lenti út af veginum er
hann var kominn inn að svo-
nefndri Miðhlíð. Valt bíllinn nið-
ur í fjöru, mun hafa farið tvær
veltur. Skemmdist yfirbyggingin
svo að hún er talin gerónýt. —
Tveir menn voru í bílnum, Stur-
laugur Jóhannsson sem ók, og
farþeginn, Kristján Bjamason og
meiddist hann lítilsháttar á höfði.
— J.
INNISKEMMTANHl
Inniskemmtanir verða í Tjam-
arbíói, Austurbæjarbíói, Laugar-
ásbiói, Trípólíbíói, Góðtemplara-
húsinu, Iðnó. Hálogalandi,
AFHENDINGARSTAÐIR
Baraadagsblaðið og Sólskin verð-
ur afgreitt til sölubarna frá kl.
1 e. h. í dag og frá kl. 9 f. h.
á morgun, á eftirtöldum stöðum:
Vesturborg, Drafnarborg, and-
dyri Melaskólans, Brákarborg,
Steinahlíð, Grænuborg, Baróns-
borg, Laufásborg, Listamanna-
skálanum, skála við Útvegsbank-
ann, skála við Sundlaugar, skála
í Bústaðahverfi við Hólmgarð 32.
Merkin og fánarnir verða af-
greiddir á sömu stöðum í dag frá
kl. 4 síðd. og kl. 9 á morgun. —
Börnin, sem selja fá 10% sölu-
laun þ.e.a.s., ef þau selja fyrir
1000 kr. og auk þess verður sölu-
börnunum boðið á kvikmynda-
sýningu, væntanlega fyrsta laug-
ardag í sumri. Einnig verða verð
laun veitt fyrir framúrskarandi
dugnað.
AÐGÖNGUMIDAR
AÐ SKEMMTUNUNUM
Aðgöngumiðar að öllum skemmt-
ununum verða seldir fyrir börn
og fullorðna í Listamannaskálan-
um kl. 5—7 í dag og 10—12 á
morgun.
Schweitzer varar við
kjarnorkutilraunum
LONDON, 23. apríl: — í dag var
lesið í Oslóarútvarpinu bréf frá
dr. Albert Schweitzer til þjóða
heims þar sem hann varaði við
áhrifum af frekari tilraunum með
kjarnorkusprengjur. Var bréfið
lesið á mörgum tungumálum.
Kvað hann mannkyninu mikil
hætta búin af frekari tilraunum
Drengir íirnia lík
í hrauni
FUNDIZT hefur lík Baldvins
Skaftasonar húsvarðar, sem hvarf
hinn 19. janúar sl. Fannst það á
föstudaginn langa í hraunjaðrin-
um suðvestur af Vífilsstöðum, í
hraunskúta. Fundu það drengir
úr Kópavogi, er þar voru á ferð.
Hinn 19. janúar sl. fór Baldvin
úr strætisvagni suður við Fífu-
hvammsveg í Kópavogi. Síðdegis
þennan gerði stórhríð með miklum
skafrenningi. Eftir að upplýst var
að Baldvin hafði ekki komið fram,
er hann fór úr strætisvagninum,
var talið að hann myndi hafa ætl-
að að ganga suður að Vífilsstöð-
um, en hann var kunnugur á þess-
ari ^eið. Hafði iðulega farið gang-
andi milli Kópavogs og Vífils-
staða, en þar var hann um nokk-
urt 'keið sjúklingur.
Leit var gerð en mjög erfitt var
(að fást við hana, því að þá var
mikil fönn yfir öllu. Einnig var
leitað strax og snjó tók upp, en
hún bar ekki árangur.
ESKIRIRÐI, 22. apríl. — Víðir
SU landaði sl. laugardag 30 tonn
um af slægðum fiski, eftir 4 daga
útivist við Ingólfshöfða.
—Gunnar.
HÖFN í Homafirði, 20. apríl. —
Homafjarðarbátar, sem eru sex
á þessari vertíð, fóru 79 sjóferð-
ir fyrri hluta aprílmánaðar. Sam-
anlagt aflamagn þeirra í þessum
veiðiferðum var tæplega 1141
tonn, eða um 14,4 tonn að meðal-
tali á bát í róðri.
— Gunnar.
SIGLUFIRÐI, 23. apríl: — Bæj-
artogarinn Elliði kom í dag af
veiðum með um 200 lestir af fiski
sem fer til frystihúsanna hér og
í herzlu. Ingvar Guðjónsson los-
aði hér á laugardaginn fyrir
páska alls 16 lestir. Hafði hann
leitað fisks á stóru svæði, allt
frá Sléttu vestur fyrir Horn en
allsstaðar var sama aflatregðan.
Línubátar fengu sáralítinn afla er
þeir réru fyrir hátíðarnar. í dag
eru þeir í róðri en ekki hefir
frétzt um afla þeirra. Hér var
leiðindaveður af norðaustan báða
páskadagana með talsverðri snjó
komu. í dag er ágætis veður og
tekur fljótt upp þann snjó sem
fallið hefir. — Guðjón.
HAFNARFIRÐI: — Ágætur afli
hefir verið hjá netabátunum und
anfarið. Á laugardaginn fyrir
páska var t.d. uppgripaafli og
komu 12 bátar inn aðfaranótt
páskadags með um 308 lestir. Ár-
sæll Sigurðson hafði þá mestan
afla eða 68 lestir eftir 4 daga
en Fróðaklettur hafði 28 lestir
eftir 2 daga. í gær kom Fákur
með 57 lestir eftir 3 daga. Bát-
arnir voru allir á sjó í gær. —
Röðull kom af veiðum í gær með
um 70 lestir af saltfiski og 80 af
nýju. — G. E.
með kjarnorkuvopn. Hin geysla-
virku efni, sem mynduðust við
kjarnorkusprengingu hefðu ekki
einungis brunaáhrif í loftinu.
Efnin mundu setjast á jörðina og
eitra þannig allan mat Þá bæri
að athuga, að ekki einungis núlif-
andi kynslóð væri hætta búin af
hinum geislavirku efnum, því að
þau mundu og hafa áhrif á erfða-
eiginleika mannsins.
Sagði Schweitzer, að enn hefðu
stórveldin ekki komizt að einu
samkomulagi um bann við kjarn-
orkutilraunum, enda þótt almenn
ingur í Bretlandi, Bandaríkjun-
um og Rússlandi óski einskis
fremur en að slíku banni verði
komið á.
Fór á milli fram-
og afturhjólanna
LAUST fyrir hádegi í gær varð
barn undir jeppabíl á Rauðarár-
stíg. Var hér um að ræða 4 ára
telpu. Slapp hún með heilahrist-
ing og skrámur á höfði. Telpan
hafði hlaupið út af gangstéttinni
út á götuna og varð þar fyrir
jeppabíl, — féll barnið í götuna
og fór á milli fram og afturhjóla
og lá lMt m. fyrir aftan bílinn
er hann nam staðar.
Gerðist þetta við húsið Rauðar-
árstíg 32. Rannsóknarlögreglan
óskar að hafa tal af þeim er
kynnu að hafa orðið sjónarvott-
ar að þessu slysi.
Borgward-bílimn fallegi, eftir slysið á Grindavíkurvegi.
(Ljósm. Boði),
Bifreiðaslys við Grindavík
Fimm manns slasast
Á FÖSTUDAGINN langa varð
bifreiðaslys skammt frá Grinda-
vík, á þjóðveginum þar. Bifreið
úr Reykjavík fór þar út af veg-
inum og slösuðust allir farþeg-
arnir, og tveir svo ílla, að flytja
varð þá í sjúkrahúsið í Keflavík.
Nánari tildrög voru sem hér seg-
ir. Bifreiðin, sem er alveg ný
Borgward stationbifreið (Happ-
drættisbifreið DAS), var stödd
um tvo km fyrir ofan Grindavík.
Þar hefir veginum verið breytt,
hann gerður breiður og greiðfær
en á honum er kröpp og slæm
beygja og hefir hann ekki verið
breikkaður í beygjunni. Bifreiðin
fór út af í beygjunni. Tvennt sat
fram í, maður og kona og skár-
ust þau bæði ílla, í andliti og
víðar og hafa þau legið í sjúkra-
húsinu í Keflavík. Liggur konan
þar enn, en maðurinn fór af
sjúkrahúsinu í gær. Aðrir far-
þegar slösuðust og nokkuð og
var gert að sárum þeirra á sjúkra
húsinu.
A þessum sama stað hafa
nokkrum sinnum áður orðið slys,
og fór þar m.a. út af bifreið
með fjölda verkamanna á leið í
vinnu. Er staðurinn hinn hættu-
legasti þar sem vegurinn þar hef-
ir ekki verið breikkaður og hef-
ir það tvímælalaust átt sinn þátt
í því að slysið varð.
Rokkhljómleikar S.Í.B.S,
Crombie kemur um mánaðarmótin
EINS og kunnugt er verða
haldnir all nýstárlegir tónleikar
á vegum S.Í.B.S. um næstkom-
andi mánaðamót. Kbma þar fram
fjölmargir skemmtikraftar, þar á
meðal hin kornunga söngstjarna
Helena Eyjólfsdóttir, sem hefur
getið sér mjög gott orð fyrir söng
sinn nú að undanförnu. Hún söng
m.a. nýlega í Þriðjudagsþættin-
um. Þá leikur nýr kvintett
undir stjórn Gunnars Ormslev,
en hann er fleztum góðkiuinur
fyrir leik sinn, jafn hér sem
erlendis. Gunnar lék á annað
ár með hinni kunnu hljómsveit
Simons Brehm í Svíþjóð. — Síð-
ast en ekki sízt verður til skemmt
unar leikur Rock’n’Roll kóngs
Breta og hljómsveitar hans.Hann
nefnist Tony Crombie. Tony og
hljómsveit hans hafa vakið mik-
ið umtal í Evrópu og ef marka
má blaðaummæli er hljómsveit-
in ein sú bezta, sem völ er á
um þessar mundir. Yerður gaman
að sjá, hvernig íslenzkir ungling-
Helztu íréttir síðustu daga:
Á- Brezkir kommúnistar héldu
þing og upplýstu, að flokkurinn
tapaði óðum fylgi. Mikið var
deilt á þinginu — og urðu þeir
allháværir, er vildu hætta allri
tjónkun við Kreml. Einn hátt-
settur flokksmeðlimur, nýkom-
inn úr Rússlandsför, sagði lífið
í Rússlandi hræðilegt.
★ „Hong Kong Times“ segir, að
kínverskir kommúnistar hafi nú
fengið birgðir kjarnorkusprengja
frá Rússum.
Ferðafrelsi útlendinga í Ráð
stjórnarríkjunum hefur verið
takmarkað mjög.
■fc- Rússar sprengdu eina kjarn-
orkusprengju í vikunni sem íeið,
en síðan í september 1949 hafa
Rússar sprengt hart nær 50 kjarn
orkusprengjur.
■jk í París hefur borið nokkuð á
hermdarverkum, sem framin eru
af N-Afríkumönnum. Hefur
franska lögreglan látið til skarar
skríða til þess að uppræta óald-
arflokkana, því að svo var kom-
ið, að lífshætta var tarin að vera
á ferð í sumum hverfum borgar-
innar að næturlagi.
Á Yfir helgina stöðvuðust sam-
göngur í París að miklu leyti
vegna verkfalla. Ástandið er nú
að færast í eðlilegt horf.
Ár Hinn nýskipaði yfirmaður
jórdanska hersins, Ali El-Hayy-
ari, er flúinn til Sýrlands. Sagði
hann ástæðuna fyrir flóttanum
vera þá, að Hussein konungur
væri undir áhrifum erlendra
ríkja.
Mnður drukknai
HAFNARFIRÐI: — ÞaS sviplega
slys varð síðastliðinn laugardag,
að ungan mann, Sighvat Guð-
mundsson, sem ættaður er frá
Stykkishólmi, tók út af vélbátn-
um Fróðakletti þar sem hann
var að veiðum. Vildi þetta til
um kvöldið og varð manninum
ekki náð. Sighvatur heitinn var
22 ára, ókvæntur, en átti foreldra
á Iífi. — G.E.
ar bregðast við, er þeir heyra leik
þeirra félaga.
Forsala aðgöngumiða hefst í
dag í Vesturveri, Aðalstræti.
- Wfaite hershöfðtogi
Framh. af bls. 1.
LANDAFRÆÐI OG VÍSINDI
Það eru tvö atriði sem liggja
til grundvallar þessari hörðu
baráttu: landafræði og vísindi.
Hið fyrra gerir ísland, scm er
hornsteinninn í hvelfingum
Norður-Atlantshafsins, að stað
sem er þýðingarmikill bæði til
varna og árása.
Hitt atriðið, vísindin, hefur f
för með sér nýtízku langdrægar
eldflaugar sem hæft geta helztu
iðnaðarmiðstöðvar Rússlands —
og Norður-Ameríku.
ÖFLUGT VIRKI
Hingað til höfum við verið
hlutskarpari. A íslandi er hinn
víðáttumikli Keflavíkur-flugvöll-
ur með 3000 bandarískum flug-
mönnum og hermönnum og nýj-
ustu tegundum af þotum.
Með þessari herstöð hafa her-
foringjar Atlantshafsbandalags-
ins öflugt vígi, sem hrundið getur
öllum árásum Rússa, löngu áður
en þeir ná markmiðum sínum.
Jafnframt verndar hún sigl-
ingaleiðir Atlantshafsins og er
nauðsynleg birgðastöð fyrir flug-
vélar og annan útbúnað sem
fluttur er til að efla varnir Ev-
rópu.
UMMÆLI WHITES
Utstöðvarnar í norðri geta reitt
sig á Keflavík sem vel útbúna
birgðastöð. Eins og yfirmaðurinn
í Keflavík, John White hershöfð-
ingi, segir, þá er augljóst að
„bæði austur og vestur munu
óhjákvæmilega sæk jast mjög eftir
ir yfirráðum á tslandi, ef til styrj
aldar kemur. Sá aðilinn, sem hef-
ur þau núna, hefur í höndum öfl-
ugt tæki sem hvetur aðra til var-
úðar og nægir til að hindra flest-
ar fyrirætlanir óvinarins“.“
1 niðurlagi greinar sinnar fer
Gordon mörgum orðum um inn-
anlandsástandið á íslandi og var-
ar við hinum stórauknu og hættu
legu áhrifum kommúnista á í»-
lenzk málefni.