Morgunblaðið - 24.04.1957, Qupperneq 12
12
MORGVNBLAÐIÐ
MiSvikud. 24. aprfl 1957.
Marteinn Þorsteinsson
áttræður
í>EGAR rætt er um merka at-
hafnamenn, minnist ég ávallt
Marteins Þorsteinssonar, kaup-
manns og útgerðarmanns frá
Búðum i Fáskrúðsfirði. Það þótti
á þroskaárum hans mikill fengur
ef duglegir athafnamenn settust
að í sveitum landsins og höfðu
forustu um umbætur og veittu
atvinnu, sem þá var mikill skort-
ur á. Við sjávarsíðuna voru þá
aðalverkefnin, sem ráðist var í,
útgerð og kaupmennska. Þótti
Þá vel, ef þessir tveir þættir at-
hafnanna studdu hvor annan. Á
tilraunir til þessara framfara,
litu menn þá með augum vel-
vildar. Þá var ekki risin hér á
landi sú alda, sem fól í sér hatur
til athafnamannanna og það áiit,
að þeir væru hættulegir athafna-
lífi landsins, en útgerðarmenn-
irnir, sem færðu björg í bú úr
sjónum, væru einnig varhuga-
verðir arðræningjar.
Marteinn Þorsteinsson er fædd
ur að Stafafelli í Lóni 23. apríl
1877, Marteinssonar, bónda að
Svínhólum i sömu sveit. Móðir
hans hét Jóhanna Ófeigsdóttir.
Má rekja ætt hans til presta og
annarra merkismanna. Þorsteinn
faðir hans, fluttist skömmu
seinna að litlu og kostafáu koti,
Steinaborg á Berufjarðarströnd.
Þar ólst Marteinn upp. Þegar
hann kom út á morgnana, blasti
við augum hans fagur fjallahring-
ur, frá Lónsheiði til eystri
strandar Berufjarðar. í því víð-
sýni bar mest á sérkennilegu og
fögru fjalli, Búlandstindi. Munu
hrifin augu hins unga manns oft
hafa hvílt á þeim tignartindi, og
lyft undir stórhug hans.
Faðir Marteins var hygginn
búsýslumaður og glöggskyggn á
það, að nytja til hlýtar öll gæði
hinnar kostarýru litlu jarðar og
var talinn einn af merkustu
bændum sveitar sinnar, fram-
takssamur, áræðinn og íhugull
athafnamaður. Þessa kosti ásamt
skapfestu föðursins, erfði Mart-
einn sonur hans.
Ungur fór Marteinn í búnaðar-
skólann í Ólafsdal og naut þar
kennslu og þess, sem mest var
í varið, áhrifa hins víðkunna og
hugumstóra framfara og ágætis-
manns, Torfa skólastjóra. Seinna
komu þau áhrif í ljós í öllu starfi
nemendanna á Iangri og viðburða
ríkri ævi, þó eigi yrði hann land-
bóndi. Athafnaþráin og hagsýnar
gáfur hans, ásamt stórhug, beind-
ust í aðra átt. Að búnaðarprófi
loknu, árið 1906, varð hann um
tfana barnakennari í Berunes-
hreppi, en gerðist þá útgerðar-
maður og formaður á árabát. Síð-
an stundaði hann útgerð, ásamt
öðrum störfum í hálfa öld. Jafn-
framt vann hann að verzlunar-
störfum hjá Örum & Wulf í
15 ár.
Árið 1920 stofnaði hann íirmað
Marteinn Þorsteinsson & Co. á
Búðum í Fáskrúðsfirði. Stýrði
hann því, ásamt útgerð, með frá-
bærri hagsýni, reglusemi og skap
festu. Stofnfé var mjög af skorn-
um skamti, og þar af leiddi örðug
leika í fyrstu. En þá var það
annað, sem hjálpaði. Hið fagra
útlit stofnandans og drengileg
framkoma, ásamt glaðværð og
skapfestu, hrifu bæði erlenda og
innlenda menn, sem hann leitaði
lána hjá og skilvísi hans og reglu
semi varð seinna viðbrugðið.
Annars var hann hlédrægur og
hafði sig lítið í frammi. Það varð
að neyða hann til þess að taka
við trúnaðarstörfum og forustu.
Á þann hátt varð hann hrepps—
nefndarmaður í 15 ár og gjald-
keri og formaður tveggja félaga,
búnaðarfélags og sparisjóðs
Fáskrúðsfjarðar frá stofnun
þeirra, þar til hann flutti til
Reykjavíkur, fyrir skömmu. Þá
hafði hann með höndum bókasölu
um langt skeið og var einn af
stofnendum Slysavarnafélags fs-
lands. Einnig var hann í Sölu-
sambandi ísl. fiskframleiðenda.
Þó mun ýmislegt af trúnaðar-
störfum hans ótalið. Þau hafði
hann öll með höndum, ásamt um-
fangsmiklum störfum, sem for-
maður verzlunarfyrirtækis og út-
gerðar.
Kvæntur var Marteinn Rósu
Þorsteinsdóttur, ágætri konu, sem
hann harmar mjög. Eignuðust
þau fjögur mannvænleg börn.
Auk þess ólu þau upp 2 munað-
arlaus börn.
Mér þótti hlýða að kynna, að
nokkru, þennan aldna sæmdar-
mann, sem nú prýðir höfuðstað
landsins, um leið og sumir aðr-
ir íslendingar, með erlendum
hugsjónum og hugsunarhætti,
vinna opinberlega að hnignun
hans og jafnvel fjárhagshruni.
En Marteinn Þorsteinsson, vann
ávalt af heilum hug að heill þess
staðar, þar sem hann átti heima.
Og vafalaust er hann einn af
þeim heilbrigðu mönnum, sem
skilur það mikilvægi, sem höfuð-
staðurinn er fyrir sérhvert þjóð-
félag.
Ég bið guð að blessa þennan
áttræða vin minn.
Bjarni Sigurðsson.
Afgreiðslustarf
Piltur eða stúlka óskast í fataverzlun. —
Tilb. sendist Mbl. fyrir mánaðamót
merkt: „Lipur —5469u.
Rafmótor
100 hesta slípihringja rafmótor 2800 snún-
inga 220 volta, óskast til kaups.
Síldar & Fiskimjölsverksmiðjan
Kletti
Vanur og áreiðanlegur
Verzlunarst}órí
óskast í kjöt- og nýlenduvöruverzlun. Listhafendur
leggi nöfn sín inn á afgr. Mbl. merkt: „5480“.
Halastjörnni 09 heimsendir
Fyrr á öldum hræddust menn fyrirbrigðið.
OALASTJÖRNUR eru það nátt
úrufyrirbæri, sem menn hafa
um aldir haft mestan beyg
af. Ætíð vöktu þær upp hræðslu
við heimsendi og hvers kyns óár-
an og óhöpp voru talin fylgja
þeim.
Þannig skrifaði t.d. Oddur Ei-
riksson í Fitjaannál 1680, þegar
Halleys-halastjarnan birtist sem
i oftar:
— Ari Arnalds
Framhald af bls. 6.
sínum málum. En þeim sáttmála
má hvor aðili um sig segja upp.
Fundurinn mótmælir allri sátt-
málsgerð, sem skemmra fer. og
telur þá eigi annað fyrir höndum
en skilnað landanna, ef eigi nást
slíkir sanmingar, sem nefndir
voru“.
„Uppsagnarrétturinn er merg-
urinn máisins".
„Stefnumáli Landvarnarmanna,
personal-union. eða skilnaði,
höfðu þeir einir barizt fyrir, allt
til Þjóðfundar þessa. Með sam-
þykkt Þjóðfundarins margfaldað-
ist sá hópur íslendinga, sem settu
sér að markmiði stefnu Land-
varnarmanna um sjálfstæðiskröf-
urnar. Nú bættust við: ísafoldar-
raenn, Þjóðólfsmenn, Þjóðvilja-
menn, Fjallkonumenn og fylgj-
endur blaðsins Norðurland. Þess-
ir allir höfðu, með samþykkt
Þjóðfundarins, tekið höndum
saman um fastákveðnar kröfur
fyrir þjóðarinnar hönd, sem ekki
skyldi víkja frá.“
Frásögn sinni um Landvarnar-
menn lýkur Ari þannig í Minn-
ingum sínum:
„Mættu nútíma og framtíðar
kynslóðir verða ekki síðri Land-
varnarmönnum í því að sameina
íslendinga um að vera jafnan á
verði um andlegt og fjárhagslegt
sjálfstæði' þjóðar og einstakl-
inga.“
Landvarnarmenn og þeir sem
höfðu tekið höndum saman
við þá á þjóðfundinum 1907 voru
eftir það nefndir einu nafni Sjálf-
stæðismenn.
★ ★
í hinum sögulegu kosningum
um sambandslaga-„uppkastið“
1908 átti Ari þess kost, að vera í
kjöri í Barðastrandarsýslu, en þar
áttu Landvarnarmenn mikið fylgi
og Ari öflugan frændstyrk. Var
kosning hans talin þar örugg og
framboðið fastákveðið. En ör.
uggt kjördæmi vantaði til þess
að bjóða Björn Jónsson ritstjóra
fram, helzta bandamann Land-
vamarmanna í andstöðunni við
„uppkastið". Bauðst Ari þá til
þess að hætta við framboðið, ef
Björn vildi koma í sinn stað og
•/arð það að ráði.
Síðar var ákveðið, að Ari
skyldi boðinn fram í Stranda-
sýslu, en framboð þar talið von-
laust gegn Guðjóni Guðlaugssyni,
:em verið hafði þingmaður kjör-
dæmisins í 15 ár, búsettur í kjör-
dæminu og vinsæll. Þó fóru leik-
ar svo, eftir harða baráttu, að
Ari var kjörinn þingmaður
Strandamanna í þessum kosn-
ingum.
í næstu þingkosningum árið
1911 féll Ari með tveggja atkv.
mun, vegna þess að bátur með
níu kjósendum hans varð að
hleypa í var undan veðri og
kjósendurnir komust ekki á kjör.
stað og sjálfum var honum neit-
að um leyfi til þess að fara norð-
ur í kjördæmið fyrir kosningar
frá störfum sínum í stjórnarráð-
inu.
Ekki gaf Ari oftar kost á sér
íil þingsetu og hætti hann að
mestu afskiptum af stjórnmálum
árið 1912.
í endurminningum sínum seg-
ir hann: „Ég minnist þess ekki,
að í minni tið hafi föðurlands-
ástin náð fastari tökum á hug
alþjóðar en við alþingiskosning-
arnar 1908“. Slíkt hið sama hafa
mælt margir fleiri merkir menn.
Barátta Landvarnarmanna á
fyrsta tug aldarinnar sameinaði
meirihluta þjóðarinnar um henn-
ar helgasta mál, sjálfstæðismálið.
Alltaf stóð Ari dyggilega á
verði í sjálfstæðismálunum. Síð-
ast tók hann virkan þátt í lýð-
veldiskosningunum 1944 með
ágætu útvarpserindi.
Svo segir Ari: „....Það mun
ekki hvíla minni vandi á hönd-
um framtíðarkynslóðanna að
varðveita fengið frelsi, en sá
vandi hefur reynst að afla þess“.
★ ★
Ari gerðist árið 1909 aðstoðar-
maður í fjármáladeild stjórnar-
ráðsins. Skipaður var hann sýslu-
maður í Húnavatnssýslu 1914 og
sýslumaður í Norður-Múlasýslu
og bæjarfógeti á Seyðisfirði 1918.
Gegndi hann því starfi til ársins
1937. Fluttist hann til Reykja-
víkur 1941 og starfaði í endur-
skoðunardeild fjármálaráðuneyt-
isins til ársins 1947.
Ari gerði sér far um að jafna
deilur manna og beita ekki sverði
laganna að óþörfu, þó var hann
röggsamt yfirvald og er talið, að
hann hafi kveðið upp 1113 dóma
og úrskurði í embættisferli sín-
um. Stóðust dómar hans vel fyrir
yfirrétti og Hæstarétti, þegar
þeim var áfrýjað, sem sjaldan
kom fyrir.
Á síðustu æviárum sinum rit-
aði Ari þrjár bækur, sem út hafa
verið gefnar: Minningar, Sólar-
sýn og Örlagabrot. Auk þess
skrifaði hann fjölda greina í
blöð og tímarit. Dagbækur hélt
hann um langt skeið, en svo ilia
vildi til að hann missti þær flest-
ar ásamt öllum öðrum eigum sín-
um í brunanum á Amtmannsstíg
17. nóv. 1946. Bjargaðist hann þá
sjálfur nauðuglega.
Ari var afbragðsvel ritfær og
spái ég þvi, að Minningar hans
muni oft verða endurprentaðar,
enda seldust þær upp á skömm-
um tíma.
Ari var kvæntur glæsilegri
konu, Matthildi, dóttur Einars
Hjörleifssonar Kvarans, og eign-
uðust þau þrjá syni, Sigurð heild-
sala, Einar borgardómara og Þor-
stein skrifstofustjóra. Þau hjón
slitu samvistir.
Ari tók sér ættarnefnið Arnalds
árið 1916 og halda afkomendur
hans því nafni.
Ari Arnalds var mikill maður
vexti og þreklega vaxinn, fágað-
ur og kurteis í framkomu og all-
ur hinn höfðinglegasti. Hann
vakti því eftirtekt hvar sem hann
kom og átti jafnan vmsældum að
fagna. Hann var vinfastur og góð
viljaður öllum mönnum, en hauð-
vítugur og happasæll baráttu-
maður í frelsismálum þjóðar sinn
ar á yngri árum.
Nafn hans mun varðveitast
með sóma á spjöldum íslandssög-
unnar á ókomnum öldum.
Ari Arnalds andaðist á heimili
sinu af hjartabilun á pálmasunnu
dag hinn 14. þ. m., kominn hátt
á 85. aldursár.
Sveinn Benediktsson.
„BARDAGAR OG BI.ÓÐSÚT-
HELLINGAR, ÁVAX \LEYSI
JARÐAR“.
„Um veturinn (nærri hálfum
mánuði) fyrir jól, sást hala-
stjarna í vestri með löngum
geisla rétt upp í loptið, sem regn-
bogi; var fyrst lágt við vestur-
hafið en hækkaði síðan óðum dag
frá degi (sást fram á þorra á
eptirkomandi vetri). Lærðir
menn segja, að cometurnar boði
stóran háska og umbreytingar,
bæði í andlegri stétt og verald-
legri, sem væri bardagar og blóðs
úthellingar, ávaxtaleysi jarðar,
hungur og sjúkdómar meðal
manna og margan meðfylgjandi
voða, hvað sérdeildis fyrirsagt
var af lærðum mönnum um þá
cometu (eða halastjörnu) sem
sást á jólum öndverðum 1664.
Ljós og teikn sáust í loptinu viða.
í Frankaríki náðist fiskur með
mannsásjónu, en hitt neðra eins
sem fiskur, það allt utan fullt
með stríðsvopn, pístólur, korða.
Pest gekk mikil í Þýzkalandi;
fyrir henni sást um nótt líkför
með brennandi fackelum fyrir
framan, klukkur hringdu sér
sjálfar, fólk sýndist fylgja í
sorgarklæðum".
I ! I
Tæpum tveim öldum síðar ern
menn teknir að hugsa á vísinda-
legri hátt. Þá skrifaði Jónas Hall-
grímsson svo:
„EKKERT VIT ER NÚ SAMT
í NEINU AF ÞVÍ".
„Opt hafa menn eignað hala-
stjörnum margskonar atburði og
gjöra það sumir enn, til að
minda, breítíngu á á veðráttu-
fari og heílsufari manna, og
meíra að seígja, stríð og stirjöld,
og dauða margra merkra og ó-
merkra konúnga; ekkjert vit er
nú samt í neínu af þvi. Ef vjer
söfnum oss frásögnum um veðr-
áttufar úr fornöld og til vorra
daga, sjáum vjer, að komið hafa
harðir vetur og blíðir, og köld
sumur og heit, hvurt sem að
halastjörnur hafa verið á himni
eður ekki. Hvurnig ættu og hala-
stjörnur, eður nokkur annar
himinknöttur að ráða veðri á
jörðunni, sem aldreí er eíns á
henni allri? optlega er harður
vetur á íslandi og vægur firir
sunnan Mundíafjöll, og aptur ber
svo undir, að þar er vondur vet-
ur og blíðviðri aptur á Islandl
og í Rússlandi; sumstaðar gánga
einlægir brakaþurkar, þegar
vjer sjáum ekki regnlausan dag,
og þó má nærri gjeta, aö hala-
stjörnunrnar irðu að valda svip-
uðu veðráttufari um öll lönd, ef
þær hefðu nokkur áhrif á það
á það á annað borð. Svo er og
um sóttir, að þær koma ekki ifir
alla jörðu í eínu, og þótt ára-
skipti verði að þeím, og þær
fari stundum víða um lönd, eins
og svarti dauði ,er samt lángt
frá, að halastörnurnar gjeti átt
nokkurn þátt í þeim; því þegar
að er gáð, höfðum vjer að tiltölu
jafnmargar sagnir um drepsóttir
þegar halastjörnur voru á lopti
og þegar aungvar þeirra var að
sjá. Vjer skulum nú taka oss
dæmi; Svarti dauði kom first upp
1347, norðaustur í Asíu, og gjekk
ifir öll lönd Norðurálfunnar;
hann gjeisaði first um strendurn-
ar, og færðist svo innum lönd-
in. Þjóðirnar hnigu firir sverði
morðeíngilsins, og konúngarnir
og hetjurnar dóu. 5 ár, frá 1347
til 1351, gjekk dreppsóttin mest
ifir Európu, og bæði þessi ár
sáust miklar halastjörnur; þær
hefðu þá átt að gjera hvurt-
tveggja, að koma með pestina og
ljetta henni af.!! Svarti dauði
gaus upp aptur 1356 og var þá
verri en nokkru sinni áður; og
seínna gjeísaði hann ifir löndin
1367 til 1374; enn þá sást eíngin
halastjarna, firr enn ári seínna,
þegar drepsóttinni var afljett, og
laungu seínna komst sóttin út á
Island, og var þá ekki annarstað-
ar um sama leiti“.