Morgunblaðið - 24.04.1957, Side 20

Morgunblaðið - 24.04.1957, Side 20
Yeðrið Hvasst og rigning upp úr hádeginu ®röiiwM®MIS> 91. tbl. — Miðvikudagur 24. apríl 1957. Eldflaugar í loffhernaði Sjá bls. 11. Þúsundir bæjarbúa horfðu á halastjornu i fyrrakvöld A björtum kvöldum næstu vikur verður hægt aÖ fylgjast með göngu hennar ^OKKRU fyrir miðnætti í fyrrinótt þustu þúsundir bæjarbúa, sem enn voru á stjái, út á göturnar til þess að horfa á merkilegt fyrirbæri á festingu himinsins: Hala- stjörnu, — þá skærustu og einu, sem hægt hefur verið að greina með berum augum frá því á árinu 1910. Hér var kom- in Arend-Roland halastjarn- an. Var það prófessor Trausti Einarsson, sem fyrstur manna vakti athygli á halastjörn- unni á norðvesturhimni. Dans Iagakynnir útvarpsins gerði hlé á til þess að skýra hlust- endum frá þessu. — í fyrra- kvöld var stjörnubjartur him- inn hér í Reykjavík. ... k Stjörnufræðingar um heim all- an hafa fylgzt með för þessarar halastjörnu frá því hún birtist fyrst hinn 8. nóvember síðastl. stjörnufræðingum í Belgíu. Ilalastjarnan séð ofan úr Rauðar- árholti. — Út við sjóndeildar- hringinn sjást ljósin á Akranesi. (Ljósm. Mbl.) og nær þangað í lok maímánaðar. En eins og fyrr segir, þá verður halastjarnan vart sýnileg hér á landi um það leyti. ...-----+ 83—176 MILLJÓNIR KM. Þá skýrði próf. Trausti Einars- son frá því til frekari glöggvunar, að á miðnætti í fyrrakvöld, er þúsundir bæjarbúa hafi horft á halastjörnuna, hafi hún verið í 83. milljóna km. fjarlægð frá jörðinni! Hali stjörnunnar sást glögglega, en Benedikt Gröndal lýsir honum snildarlega í kvæði sínu: Halastjarnan 1958: „Eld- faldin hrönn þér undan freyðir, óttaleg bæði og meginfríð". Þessi hrönn er hvorki meira né minna en um 10 millj. km. á lengd, eða um 1/15 fjarlægðarinnar milli sólar og jarðar. — Þessar tölur og aðrar er ég nefni hér á eftir, sagði próf. Trausti, eru tölur sem japan-kur stjörnufræðingur hef- ur gefið upp um göngu þessarar halastjörnu. ... - — Á miðnætti á föstudagskvöldið verður halastjarnan komin í 93. millj. km. fjarlægð, hinn 6. maí í 132. millj. km, og enn þokast hún æ lengra og verður fjarlægð- in milli hennar og jarðar orðin 146 millj. km. 6. maí. Um miðjan maí, en þá telur próf. Trausti sennilegt að ekki verði hægt að greina hana með berum augum hér; verður halastjarnan þá kom- in í 176 millj. km. fjarlægð frá jörðu. Cleymd kvœði lesin á sumarfagnaði S túd entafélagsins IKVÖLD efnir Stúdentafélag Reykjavíkur til sumarfagnaðar í Sjálfstæðishúsinu. Verður þar margt til skemmtunar. Friðfinnur Ólafsson forstjóri mun flytja ræðú á miðnætti og fagna sumri. Stúdentafélagið hefir í mörg ár gengist fyrir sum- arfagnaði sem þessum síðasta vetrardag og er ekki að efa að hann verður fjölsóttur að venju. I 2—3 VIKUR í gær átti Mbl. stutt samtal við próf. Trausta Einarsson um hala- stjörnu þessa. — Prófessorinn kvaðst telja líklegt að hægt yrði á björtum kvöldum næstu tvær til þrjár víkurnar að fylgjast með ferðum halastjörnunnar, á leið hennar um stjörnuhimininn. Hún mun smám samán þokast til vest- urs, og hærra, og þá jafnframt fjarlægjast jörð og sól. Einnig kemur þar til greina að nóttin verður nú bjartari og eftir því, sem halastjarnan færist fjær jörð og sól mun ljósmagn hennar dvína og verður um miðjan maí aðeins kringum 1/15 af því, sem nú er. ...---- GANGA STJÖRNUNNAR 1 gærkvöldi var halastjarnan í Andromedumerki, fer í kvöld, miðvikudagskvöld, inn í Perseus- merki og að kvöldi 27. apríl fer hún rétt ofan við aðalstjörnuna í því merki Algenib, sem er björt stjarna af II. stærð. — Að kvöldi 29. apríl er hún komin inn í Giraffamerki og gengur þar all- langt fyrir ofan Kapellu, sem er aðalstjarnan í ökumannsmerki, með stefnu á stjörnuna O í Stóra- Birni, sem er III. stærðar stjarna GÖMLU KVÆÐIN Til skemmtunar verður það að Guðmunda Elíasdóttir mun syngja einsöng. Þá fer Ævar Kvaran leikari með gömul kvæði. Hér er um að ræða gömul skóla- kvæði góðkunnra borgara sem þeir orktu endur fyrir löngu á skólaárum sínum í Menntaskólan- um í Reykjavík, og hafa sumir hverjir lítt verið við yrkingar kenndir síðan. Hefir Einar Magn- ússon menntaskólakennari grafið kvæðin og lausavísurnar upp og safnað þeim saman í þessu tilefni. Eru kvæði þessi mörg hm skemmtilegustu og ekki þarf að taka það fram að hvergi hafa þau birzt áður. Þá fer og fram Ijóðagetraun, sem allir viðstaddir taka þátt í. Alþingi f DAG kemur Alþingi aftur sam- an til funda að loknu páskaleyfi. Er aðeins fundur í Sameinuðu þingi í dag og er þetta á dag- skrá: 1. Minnzt látins fyrrv. alþing- ismanns. — 2. Alþjóðasamþykkt varðandi atvinnuleysi, þáltill. Hvernig ræða skuli. — 3. Skóla- skip, þáltill. Fyrri umr. YVormót S.U.S. Hið fyrslít verður að Hellu n.k. laugardag í UNDANFÖRNUM árum hefur Samband ungra Sjálfstæðismanna fl efnt til vormóta víðsvegar um landið. Þessi mót hafa jafnan tekizt mjög vel og verið f jölsótt, enda alltaf vel vandað til dagskrár. Fyrsta mót S.U.S. á þessu vori verður haldið n.k. laugardag, þ. 27. apríl að Hellu á Rangárvöllum og hefst kl. 8,30 e.h. Að þessu sinni munu m. a. þeir Kristinn Hallsson, óperusöngvari og Ævar Kvaran, leikari lesa upp og syngja einsöng og tvísöng. Síðan verður dansað. Ennfremur er fyrirhugað að halda vormót á Akranesi þ. 18. maí. Nánar verður frá móti þessu greint á næstunni. Æfingar á Kefla- víkurflugvelli UM ÞESSAR mundir standa yf- ir æfingar varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli. í gær mun hafa farið fram æfing þar, og var þá öllum Bandaríkjamönnum, bú- settum í nágrenni flugvallarins, svo sem í Keflavík og Njarðvík- um, sagt að koma á tiltekinn stað á flugvellinum, undir það búnir að vera fluttir á brott það- an. Sömu fyrirskipanir munu Bandaríkjamenn á flugvellinum, aðrir en hermennirnir, hafa feng- ið. Haldið mun verða áfram öðrum svipuðum æfingum næstu daga. Þessi mynd er af einu málverka Örlygs Sigurðssonar, listmálara, sem nú er til sýnis á vegum Listkynningar Mbl. Nefnir listamaður- inn hana „Sjúkraheimsókn í „þurrkví“ “ Fjögur rússnesk skip hofu legið í viku inni ú Hesteyrurfirði ísafirði, 23. apríl: RÚSSNESKU SKIPIN, sem komu inn á ísafjarðardjúp miðviku- daginn fyrir páska og lögðust við akkeri inni á Hesteyrarfirði í Jökulfjörðum hafa legið þar nær samfieytt síðan. Skipin eru fjögur en tvö þeirra fóru um skeið burtu. I morgun munu þau aftur hafa legið öll á Hesteyrarfirði. Einhver skipa þessara munu vera selveiðiskip, sem unnið er að viðgerð á, þar sem þau liggja. Hér vestra hafa ferðir þessara skipa vakið mikla athygli, ekki sízt vegna þess að þau hafa dval- ið í viku inni á fjörðum í ís- lenzkri landhelgi, án þess að ganga frá skilríkjum sínum. En samkvæmt íslenzkum lögum ber þeim að gera það innan 24. klst. frá því að þau leituðu lands. Engin byggð er nú í Hesteyrar- firði. Næsta byggð við hann er í Aðalvík, þar sem unnið hefir ver- ið að byggingu radarstöðvar fyr- ir varnarliðið. Dauðaslys á Rifi ísafirði, 23. april. MIÐVIKUDAGINN fyrir páska vildi það slys til að Björn Krist- jánsson frá Sandi drukknaði skammt frá höfninni á Rifi, er hann var á hrognkelsaveiðum ásamt bróður sínum, Jóhanni Gunn- ari Kristjánssyni. Þeir bræður höfðu farið frá Sandi laust eftir hádegið til að gæta netja sem þeir áttu í sjó. Suðvestan stormur var og brim og gekk á með snjóéljum. Bátnum hvolfdi undir þeim. — Vélbáturinn Ver frá Isafirði, sem fór frá Rifi um klukkan 2 um daginn til að leita loðnu. Var báturinn kominn að innstu bauj- unni við innsiglinguna á Rifi, er skipverjar á bátnum sáu hvar lítill bátur maraði í sjórvum og var maður uppi á bátnum. Skammt þar frá sáu þeir hvar maður flaut í sjónum. Skipverjum á Ver tókst fljótt og vel að bjarga báðum mönnun- um. Síðan var haldið til Ólafs- víkúr, en þangað er um 20 mín. sigling. Strax tókst að ná sam- bandi við Ólafsvík í gegnum tal- stöð bátsins. Var héraðslæknir- inn þar kominn fram á bryggj- una er Ver kom þangað. Jóhann Gunnar er verið hafði á kjöl báts- ins var mjög meðvitundarlítill er honum var bjargað, en hresst- ist brátt. Hann hafði meiðzt lítils háttar á fæti. Lífgunartilraunum við Björn var haldið áfram sleitu laust í tvo klukkutíma, en þær báru ekki árangur. — J. Hópíerð uð Hellu HEIMDALLUR, fél. ungra Sjálf- stæðismanna í Reykjavík mun á laugardaginn kemur efna til hóp- ferðar að Hellu á Rangárvöllum, en þar gengst SUS fyrir vormóti um kvöldið. Er ekki að efa að Heimdelling- ar muni fjölmenna í þessa fyrstu ferð félagsins á þessu surnri. Ráðgert er að leggja af stað frá Valhöll við Suðurgötu kl. 5,30 á laugardag. •----------- Heimdallur hefur undanfarin sumur efnt til ferða víðsvegar um landið og hafa þær átt miklum vinsældum að fagna meðal félags manna. Allar nánari upplýsingar verða gefnar á skrifstofu félagsins í dag og föstudag frá kl. 10—5 og á laugardag frá kl. 10—5. — Sími 7103.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.