Morgunblaðið - 18.05.1957, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.05.1957, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIT Laugardagur 18. maí 1957 HVÖT Sjálfstæðiskvennafélagið heldur fund i Sjálfstæðishúsinu mánudag 20. þ.Bt klukkan 8,30. Dagskrá: FélagsmáL Ragrthildur Helgadóttir alþm. segir þingfréttir. Frjálsar umræður á eftir. Nýr skemmtiþáttur: Emilía Jónasdóttir og Aróra Halldórsdóttir. Kaffidrykkja — Dans. Allar sjálfstæðiskonur velkomnar meðan húsrúm leyfir. Mætið stundvíslega. Stjórnin. Siúlka óskast til starfa við vefnaðarvöruverzlun hálfan dag- inn nú þegar. — Tilboð með upplýsingum um aldur og fyrri störf leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 22. þ. m. merkt: x—300—5278. Rösk og áreiðanleg stúlka óskast nú þegar eða um næstu mánaðamót til íif- greiðslu í nýlenduvöruverzlun. Tilboð sendist afgr. blaðsins merkt: „5282". 4ra herb. kjallaraíbúð litið niðurgrafin, í húsinu nr. 91 við Hringbraut, er til solu. íbúðin er laus til íbúðar nú þegar. Verður til sýnis í dag og á morgun kl. 1—6 e. h. Jon Jonsson silfursmiður Minningarorð ÞANN 6. þ. m. varð Jón Jónsson silfursmiður, bráðkvaddur í svefni að heimili sinu hér í bæn- um. Hann hafði um all-langt ára- bil kennt vanheilsu, en gekk þó að daglegum störfum sem heill væri og mun hafa ætlað sér meira en kraftarnir leyfðu. Hon- um hafði jafnan verið ósýnt um að „draga af sér“ en hitt nær skapi, að duga þar til yfir lyki, sú varð og raunin á. Jón var fæddur í Suður- Hvammi í Mýrdal þann 6. ágúst 1889. Foreldrar hans voru þau hjónin Jón Þorsteinsson silfur- smiður frá Vík og fyrrikonahans Guðríður Brynjólfsd., frá Litlu- Heiði. Þau eru nú bæði látin. Jón og Guðríður hófu búskap í Suður-Hvammi, svo sem áður getur, en fluttust fljótlega að Reynisdal og síðar í Vík í Mýr- dal, þar sem þau dvöldust lengst af búskaparára sinna. 1 Vík vann Jón Þorsteinsson að silfursmíði jafnframt öðrum störfum, sem til féllu, svo sem sjósókn og smá- búskap. Síðustu árin stundaði hann kaupmennsku. Þeim hjónum varð fjögurra sona auðið, er nú aðeins einn þeirra á lífi, Guðlaugur Brynj- ólfur kaupmaður hér í bæ. Áður en Guðríður giftist eignaðist hún tvær dætur. Þær eru báðar látn- ar. — Jón og Guðríður voru hin mestu merkishjón. Húsbóndinn forsjáll aflamaður, húsfreyjan hjálpsöm og veitandi, einkum þeim er minnimáttar voru. Jón Jónsson ólst að mestu upp í foreldrahúsum, þar til hann 17 ára að aldri, heldur að heiman sér til frekari manndóms og þroska. Sjálfsbjargarviðleitnin var honum í blóð borin. Svo sem títt var á þeim tíma, var bein- asta leiðin ungum og hugrökk- um æskumönnum, að leita fang- bragða við Ægi, svo fór og um Jón. Sjómennskan mun að líkind- um frá öndverðu hafa verið Jóni hugstæð. í eðli sínu var hann afla- og aðdráttarmaður og hafði yndi af hvers konar veiðiskap og sjómaður var Jón á hinum stærri skipum, innlendum og erlendum, í hart nær aldarfjórðung. Þeir sem sjóinn stunduðu um og eftir síðustu aldamót, munu bezt til þekkja, hvílík þrekraun starfið var og hve átökin við úfið út- hafið voru tvisýn og mun svo reyndar jafnan verða, þótt nokk- uð hafi þokazt í áttina til örygg- is. Hætturnar á sjónum steðjuðu að Jóni, svo sem öðrum stéttar- bræðrum hans. Má í því sam- bandi geta þess, að í fyrri heims- styrjöldinni var hann skipsmað- ur á erlendu kaupfari, sem sökkt var langt undan ströndum Eng- lands. Eitthvað af skipshöfninni komst í björgunarbáta, meðal þeirra var Jón. Velktust þeir á hafinu í þessu litla fleyi matar- lausir og vatnslausir dögum sam- an og voru allir að dauða komn- ir, er hjálpin að lokum barst. Vafasamt er, að Jón hafi nokk- urn tíma náð fullri heilsu eftir þessa ægilegu hrakninga. Þess er vert áð geta hér og sýnir enda ljóslega kostgæfni Jóns til sjálfsbjargar, að þegar hann var í landi, sem oft gat skipt mánuðum, þá sat hann ekki auðum höndum, heldur notaði tímann svo sem bezt mátti verða. Hann tók að nema matreiðslu á matreiðsluhúsum og annars stað- ar, þar sem slíka kennslu mátti fá hvort heldur var hér heima eða erlendis. Gjörðist hann því fljótlega matreiðslumaður við góðan orðstír. Ennfremur lagði hann stund á silfursmíði hjá Gísla silfursmið frá Óseyrarnesi. Af kynningu þeirra Jóns og Gísla, spratt ævar- andi vinátta. Árið 1920 kvæntist Jón Þor- gerði Þorgilsdóttur, skaptfellskri að ætt, hinni mestu myndar- konu. Þau Þorgerður og Jón reistu bú í Vík og farnaðist vel, húsmóðurin ráðdeildarsöm og húsbóndinn sístarfandi heima og heiman. Þegar tóm gafst til vann hann að silfursmíðum. Börn þeirra Þorgerðar og Jóns eru þessi: Sigrún kennari í Reykjavík, gift Ragnari Emils- syni, arkitekt, Þorgrímur málm- steypumaður, kvæntur Guðnýju Nýja fasteignasalan Bankastræti 7. Sími 1518 og kl. 7,30—8,30 e.h. 81546. IVíýkomið Hjólbarðar fyrir F I A T bifreiðir: 520 X 14 560 X 14 640 X 15 670 X 15 ff.r1nfriwniir linsasamlokur 6 ng 12 volta. LAUGAVEGI 166 Afmælisbók próf. RICHARDS BECK kemur út á sextugsafmæli þessa merka Vestur-íslendings 9. júní nk. Bókin er um 300 bls. í stóru broti, prýdd mörg- um myndum og prentuð á myndapappír. Hún er gefin út í aðeins 500 eintökum, tölusettum og árituðum af höfundi. Þeir, sem vilja gerast áskrifendur, og heiðra með því höf- undinn á 60 ára afmælinu, þurfa að hafa sent pantanir fyrir 25. þ.m. þar sem nöfn allra áskrifenda verða prentuð fremst í bókinni. Áskriftum veita viðtöku Árni Bjarnarson, Akur- eyri og Bókav. Kr. Kristjánssonar, Hverfisgötu 26, Reykja- vík, sími 4179. Arnadóttur, Hafsteinn iðnverka- maður og Guðríður Bryndís, gift Jóni Björnssyni iðnaðarmannL — Barnabörn þeirra Jóns og Þor- gerðar eru nú sjö að tölu. Árið 1938 fluttust þau til Reykjavíkur. Er hingað kom tók Jón að vinna að málmsteypu, ásamt ýmsum öðrum störfum sem til féllust. Ætíð var iðju- semin sú hin sama, ekki spurt um vinnustundafjölda, heldur miðað við starfið sem ljúka þurfti og þarfir heimilisins. Fljótlega festu þau hjónin kaup á íbúðarhúsi hér í bænum, er þau seldu síðar og keyptu þá jafn- framt íbúðarhús 1 landi Laugar- ness ásamt grónu túni. Þarna reisti Jón sína eigin vinnustöð, er hann rak um nokk- urt skeið við miklar vinsælair, ásamt sonum sínum. Hér undi hann vel, hér var meiri snerting við náttúruna, ilm andi gróður, fuglasöngur og sjáv- arniður, allt þetta kunni hann svo vel að meta. Stutt var að sækja, hvort heldur var í smiðj- una eða í vörina, þar sem bát- urinn beið og skammt á miðin. Nú hefur túnið verið tætt f sundur vegna himingnæfandi stórhýsa, sem þarna eiga að rísa. Litla snotra íbúðarhúsið hefur nú misst svip sinn og lítur frekast út sem vinnuskúr, en iðjuverið litla sem ómerkilegt brak og hann sem þarna erjaði og ríkti oft lúinn og göngumóður, lagður af stað í sína hinztu för. Þannig er rás viðburðanna. 1 dag þegar við kveðjum Jón Jónsson, flykkjast að okkur minn ingarnar um þennan sérstæða mann. Eg minnist þess, er hann þá ungur maður, dvaldi á æsku- heimili mínu í Heiðardalnum, minnist græskulausrar glettni hans og dillandi hlátra. Hann var svo fundvís á hinar broslegu hlið- ar tilverunnar að öllúm leið vel í návist hans. Þá var það eigi síður eftirsóknarvert, að fá að fylgjast með honum við veiði- skap í fagurbláu fjallavatninu. Þar undi hann vel þá og jafnan síðar á nóttu sem degi. Áhrif- unum, sem ég varð fyrir á kyrr- um björtum vormorgnum — þeg- ar fuglarnir hófu margraddaðan söng með nýjum degi og sól- gylltir fjallatindarnir stóðu á höfði í spegilsléttum vatnsflet- inum, — gleymi ég aldrei, en þeirra naut eg fyrst í fylgd með honum. Já, margs er að minnast og margt að þakka. Hniginn er að velli hjálpsamur og starfsfús samferðamaður og skyldurækinn heimilisfaðir. I dag verður Jón jarðsettur að eigin ósk hjá foreldrum og öðrum lótnum ættingjum í Reyniskirkjú garði. Á „Eyrinni", þar sem hann vappaði ungur að árum, lítt vax- inn úr grasi, kaus hann, náttúru- barnið, að sér yrði búið hinzta hvílurúm. Sannast þá sem fyrr orð skáldsins, þessi: „Þar sem var mín vagga, vil ég hljóta gröf.“ Kæri frændi, þökk fyrir sam- fylgdina. Góða ferð. Ólafur Pálssoa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.