Morgunblaðið - 21.05.1957, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 21.05.1957, Qupperneq 2
s MORGVNBLA9IB Þriðjudagur 21. ma! 1957 64 breytingartillögnr við hús- næðismúlnfrv. rikisstjörnarinnnr Einstakt flaustursverk, sem sýnir uppgjöf stjórnarinnar I hus- næðisifiaBiinum Úr ræðum Friðjóns Þórðarsonar og Sigurðar Bjarnasonar. r) aðra umraeðu um frv. ríkisstjórnarinnar um hósnæðismálin voru fluttar hvorki meira né minna en 64 breytingartillögur. Þar af var 31 frá stuðningsmönnum ríkisstjórnarinnar sjálfr- ar en 33 frá Sjálfstæðismönnum. Sýnir það, hversu ein- dæma flaustursverk samning frumvarpsins hefur verið af hálfu Hannibals félagsmálaráðherra.. Allar breytingartillögur Sjálfstæðismanna við frv. voru felldar en allar tillögur stjómarinnar samþykktar. núþegar. Slíkt væri hin herfi- legasta blekking Af stóreigana- skattinum, sem áætlaður er 53 millj. kr. væri t.d. enginn eyrir innheimtur á þessu ári. Sigurður vítti félagsmálaráð- herra harðlega fyrir að hafa gef- ið mikil og glæst fyrirheit um stórfelldan stuðning við íbúðar- Byggingarsjóðs er frv. var lagt I húsabyggingar í landinu og hafa fram og látið að því liggja að svo flutt slíkt sýndarfrumvarp, það fé væri handbært til útlána sem hér væri á ferðinni. Hann kvaðst þó vona að úr þessum málum rættist betur en á horfðist undir lánlausri forystu Hanni- bals Valdemarssonaar. KOMIÐ TIL NEÐRI DEILDAR í gær var húsnæðismálafrv. svo lagt til 3. umr. í Ed. Sátu Sjálfstæðismenn hjá við atkv,- greiðslu um það, bæði við aðra og þriðju umr. SPARILAN EIN STAKLIN GA Friðjón Þórðarson var framsögu maður minnihluta heilbrigðis- og félagsmálanefndar í málinu.Gerði hann grein fyrir breytingartillög- um þeirra, sem allar miðuðu að því að gera frv. raunhæfara og líklegra til þess að eitthvert gagn verði að lögunum. í stað skyldusparnaðar þess, sem frv. stjórnarinnar gerði ráð fyrir lögðu Sjállfstæðismenn til að sett skuli á stofn undir yfir- stjórn húsnæðismálastjórnar og veðdeildar Landsbankans sér- stakt form spariinnlána í bönk- um og sparisjóðum, er nefnist húsinnlán. Segir um þetta á þessa leið í breytingartillögu Sj álf stæðismanna: MINNST 5 ÞÚS. KR. Á ÁRI „Húsinnlán skulu vera samn- ingsbundin spariinnlán einstakl- inga, er leggja inn fé af atvinnu- tekjum sínum, minnst 5 þús. kr. á ári í að minnsta kosti 5 ár. Húsinnlán skulu bera 1% hærri ársvexti en almennir spari sjóðsvextir Landsbanka íslands eru á hverjum tíma, og skal það fé, sem sparað er á þennan hátt, vera undanþegið tekjuskatti og útsvari, þó ekki yfir 5 þús. kr. á ári . Bankar og sparisjóðir skulu skyldir að taka við peningum til húsinnlána. Það fé, sem innborg- ast til húsinnláns, skal ganga til kaupa á A-bankavaxtabréfum hins almenna veðlánakerfis. Húsinnlán skulu færð á sér- stakan reikning lánastofnana og skulu þær gefa húsnæðismála- stjóm skýrslu um þau. ÚTBORGAD AÐ 5 ÁRUM LIDNUM Húsinnlán fást útborguð að minnst 5 árum liðnum frá því, að innlög hófust. Öðlast þá eig- endur þeirra rétt til að fá íbúðar- lán hjá hinu almenna veðlána- kerfi, allt af 25% hærra en venju legt lánshámark er, þó aldrei yfir 2/3 hluta af matsverði komandi íbúðar, og skylt er að láta þá sitja fyrir um lán. Um framkvæmd þessarar grein ar fer að öðru leyti eftir því, sem nánar verður ákveðið í reglu gerð um húsinnlán, er félagsmála ráðherra skal setja að fengnum tillögum húsnæðismálastjórnar og veðdeildar Landsbanka ís- lands“. Þessa breytingartillögu felldi stjórnarliðið eins og aðrar tiilög- ur Sjálfstæðismanna. YFIRLÝSING UM UPPGJÖF STJÓRNARINNAR Félagsmálaráðherra tók til máls á eftir Friðjóni Þórðarsyni og taldi frv. mjög fullkomið. — Hann kvaðst geta sætt sig við allar breytingartillögur stuðn- ingsmanna sinna, 31 að tölu. Sig. Bjarnason talaði næstur. Hann kvað frv. þetta vera yf- irlýsingu um algera uppgjöí ríkisstjómarinnar í húsnæð- ismálunum. Stjómin hefði ekkert fjármagn getað tryggt til framkvæmdar veðlána- kerfinu, sem fyrrverandi rík- isstjórn hefði sett á laggirnar með góðum árangri og mikl- um stuðningi við íbúðabygg- ingar í landinu. Hugmyndin um skyldusparnað væri góðra gjalda verð. En hún gæfi eng- ar tekjur í Byggingasjóð á þessu ári og fullkomin óvissa ríkti um, hvernig hún tækist í framkvæmd. Líklegra væri að tillaga Sjálfstæðismanna um frjáls spariinnlög gæti orðið að gangi, ef hún yrði sam- þykkt. LÁNLAUSFORYSTA Sigurður Bjarnason benti á að blað kommúnista hefði gum- — Gengislækkun Frh. af bls. 1. hvort nú hefðu hinir harðsnúnu ráðherrar kommúnista gefizt upp. Ræddi Bjarni síðan nokkuð aðgerðir ríkisstjórnarinnar og benti á að aldrei hefði verið önnur eins dýrtíð og nú. A með- an ríkisstjórnin hefði haldið verð laginu föstu með bráðabirgða- lögum hefði hún innbyrðis verið að gera samning um mestu verð- hækkanir, sem nokkurn tíma hefðu verið gerðar hér á landi. Er hér var komið var fundi frestað til kl. 8.30 í gærkvöldi. RÍKISSTJÓRNIN STENDUR AÐ VERÐHÆKKUNUNUM Umræður hófust aftur kl. 8,30 að loknu fundarhlénu. Hóf Bjarni Benediktsson þá aftur ræðu sina, þar sem frá var horfið. Rakti hann stefnu stjórnarinnar í verð- lagsmálum og sýndi fram á, að þar hefði hver verðhækkunin rekið aðra á síðustu mánuðum. Hefði stjórnin síður en svo hald- ið verðlaginu niðri í landinu. Ráðstafanir hennar, svo sem hin- ar miklu skattabyrðar og tolla- hækkanir, sem hún lagði á þjóð- ina um jólaleytið, og Áki Jakobs- son kvað nema 330 milljónum, hefðu miðað að því að hækka bæði kaupgjald og verðlag í land inu. Órækasta sönnun fyrir því væri, að nú á fáum mánuðum hefði vísitalan hækkað um 4 stig og hefðu þó allar ráðstafanir rík- að mikið af 118 millj. kr. stofnfé I isstjórnarinnar og verðhækkanir verið við það miðaðar, að þær hefðu ekki áhrif til vísitöluhækk- unar. Hins vegar hefði vísitalan verið einu stigi lægri við upphaf verkfallsins mikla 1955 en hún var í árslok 1952. Fráleit væri því sú fullyrðing blaða stjórnarflokkanna að verð- hækkanirnar væru Sjálfstæðis- mönnum að kenna. Þær væru eingöngu verk stjórnarinnar. — Hún hefði þar í öllu haft foryst- una; dæmi frá síðustu dögum væru hækkun á leigu tækja Véla sjóðs ríkisins um 20% og hækkun verðs áburðarins til bænda. Þannig hækkuðu ráðstafanir þessarar ríkisstjórnar sífellt verð lagið í landinu. STÓREIGNASKATTUR HVETUR TIL EYÐSLU Þá vék Bjarni Benediktsson að réttmæti stóreignaskattsfrum- varpsins. Kvað hann stundum geta svo staðið á, að skattur á eignaaukningu væri réttmætur, t. d. þegar eignaverðhækkanir hefðu átt sér stað sökum al- mennra framkvæmda. En þegar eignir hefðu myndazt fyrir sparn að manna, sem hefðu lagt fé sitt í uppbyggingu atvinnuveganna, 1 menn til sparnaðar? Nei, ómögu- legt væri að neita því, að slík löggjöf hvetti menn til þess að eyða fé sínu í þá hluti, sem ekki er unnt að skattleggja, en miklu síður eru alþjóð til gagns. Áhrif skattlagningarinnar væru því þveröfug við það, sem til væri ætlazt. Og þegar að því kæmi að fara á að innheimta skattinn yki það að sama skapi á lánsfjárskortinn í landinu, því að féð hlyti að verða annaðhvort sótt í lánsstofn anirnar eða eignir seldar til þess að greiða skattinn. Áhrif skatt- heimtunnar yrðu því óhjákvæmi- lega þau að atvinna drægist stór- lega saman og uppbygging at- vinnuveganna staðnaði um hríð sem þessu nœmi. Þá vék Bjarni Benediktsson að því hve ósanngjarrit það væri að skylda einstaklinga til þess að greiða stóreignaskattinn, í stað þess að ákveða að félög skyldu greiða ákveðinn hluta af eignum sínum. Væri það ákvæði ein- göngu sett af því að stærsti auð- hringur landsins, SÍS, yrði að vera skattfrjáls að kröfu Fram- sóknarmanna. En slík hlutdrægm fær ekki staðizt til lengdar eða slíkt ranglæti í skattálagningu, sagði B. Benediktsson. Hann kvað ekkert fyrir hendi, í stað þess að nota það í eyðslu- sem gerði þessa eignaupptoku eyri, þá væri slík skattlagning í réttlætanlega. Það^ bæri ekki ao hæsta máta óréttmæt. Eysteinn lítQ 4 fmmvamiíl nt. frá bvi sion- Jónsson hefði hvatt menn til sparnaðar og kveðið hann undir- stöðu fjárfestingarinnar sem rétt væri. En hvetur þessi skattur Breytingortill. Sjálistseðismonna stefna að því að stóreignaskatturinn hafi ekki Iamandi áhrif á alvinnulífið Úr ræbu Jóhanns Hafsfein U P P H A FI umræðna um frv. til laga um stóreignir flutti Jóhann Hafstein ýtarlega ræðu og skýrðí breytingatillögur þær, sem minni hluti fjárhagsnefndar, Jóhann Hafstein og Ólafur Björnsson, flytur við frumvarpið. Hefir minni hlutinn látið frá sér fara framhaldsnefndarálit og segir svo í upphafi þess: i „Vegna hinnar óþinglegu meðferðar, sem mál þetta hef- ur orðið að sæta, þykir minni hl. fjárhagsnefndar nauðsyn til bera að gefa út framhalds- nefndarálit. Frv. var fyrst tekið til at- hugunar í fjárhagsnefnd 29. apríl sl. og öðru sinni daginn eftir, en þá óskaði minni hl. . eftir fresti til að ganga frá breytingartillögum og að tek- in yrði afstaða til þeirra í nefndinni. Brtt. minni hl. og athugasemdir voru tilbúnar og og afhentar formanni nefndar- innar og ritara þann 3. maí. Síðan var fundur í nefndinni um málið þann 4. maí. Meiri hl. var þá ekki tilbúinn að taka afstöðu til tillagna minni hl., en samþykkti samt að af- greiða málið til 2. umræðu og mundi málið þá athugað í nefndinni að nýju fyrir 3. um- ræðu. Af þessum sökum bar minni hl. nefndarinnar ekki fram brtt. sínar fyrir 2. um- ræðu, þar sem ekki var vitað um afstöðu nefndarinnar til þeirra. Eftir 2. umræðu er málinu ekki hreyft i fjárhagsnefnd í nærri hálfan mánuð, þar til 16. maí, að málið er fyrir tekið, og meiri hl. nefndarinnar lagði þá fram brtt., sem hann hef- ur flutt á þskj. 552, og vill með þeim einum, að því er virðist, koma til móts við til- lögur minni hl. Minni hl. telur brtt. á þskj. 552 til nokkurra bóta, það sem þær ná, en ganga allt of skammt. Þau sjónarmið, brtt. og at- hugasemdir, sem minni hl. lagði fram í fjárhagsnefnd fyr- ir 2. umræðu málsins, voru eftirfarandi: „Við teljum, að sú ráðstöf- un að leggja nú á sérstakan stóreignaskatt verði ekki rétt- lætt með hliðsjón af öðrum ráðstöfunum, sem gerðar hafa verið á yfirstandandi Alþingi í efnahagsmálum. Er mjög ólíku saman að jafna við álagningu stóreigna- skatts í sambandi við almenna gengisfellingu, eins og 1950, samhliða ráðstöfunum til að stuðla að stöðugu verðlagi og jafnvægi í þjóðarbúskapnum, verðuppbótum á sparifé o. fl. Þar sem stuðningsflokkar hæstv. ríkisstjórnar hafa engu að síður ráðið við sig að lög- festa nú nýjan stóreignaskatt, viljum við freista þess að bera fram breytingartillögur við frv. þar að lútandi, á þskj. nr. 435, 159. mál, sem miða að því að draga úr skaðlegustu áhrifunum, sem ákvæði frv. að okkar dómi mundu hafa á at- hafnalífið og efnahagsþróun- ina í landinu. Þó er fyrsta breytingartillagan sérstak- lega við það miðuð að stuðla að réttlæti í framkvæmd og að skattþegnarnir séu jafnir fyrir lögunum. Þótt stuðningsmenn hæstv. ríkisstjórnar telji nauðsynlegt að afla ríkissjóði tekna með skatti á svokallaðar stóreign- ir, verður að ætla, að við nán- ari athugun ætti að geta orð- ið samkomulag um þá skatt- lagningu innan þeirra marka, sem hagsmunir almennings, sem skatturinn lendir ekki á, krefjast, þ. e. að skattlagn- ingin verki ekki lamandi á at- vinnulífsþróunina í landinu. Að því stefna breytingartil- lögur okkar.“ Jóhann Hafstein hóf mál sitt með því að geta þess, að meðferð málsins hefði verið óþingleg. Þá kvað hann hafa verið bent á það við umræður þessa máls hve óheillavænlegt væri að leggja skatt á stóreignir æ ofan í æ. Það hefði gegnt öðru máli að leggja þennan skatt á þegar verið væri að gera róttækar breytingar á efnahagskerfinu í þjóðfélaginu. Þá benti Jóhann á að skattheimta þessi myndi ekki bitna mest á þeim, sem hann væri lagður á, heldur á öllum almenningi. Þá rakti hann einstakar breytinga till., sem minni hluti nefndarinn- Framh. á bls. 19 líta á frumvarpið út frá því sjón- armiði, að nokkrir einstaklingar þurfa að greiða háar upphæðir í skattinn. Vonandi færu þeir ekki á vonarvöl fyrir það. Höfuðatriðið, væri að frumv. skaðaði efnahagslíf þjóðarinnar í heild, og með því væri gefið mjög hættulegt fordæmi. Og frumvarpið yki enn á þá hættu, sem þjóðinni stafaði af því að óráðsíumenn færu með stjórn mála hennar. Það hefði í för með sér að skortur yrði á starfsfé í landinu, atvinnufyrirtæki lands manna drægjust óhjákvæmilega saman, atvinnuleysi ykist, upp- byggingin yrði mun hægari, og vesöld yxi með þessum ráðstöf- unum og öðrum slíkum. VEGIÐ Afl ATVINNUVEG- UNUM Þá tók Pétur Ottesen til máls. Gerði hann að sérstöku umtals- efni hve farið væri út á þjóð- hættulega braut með frumvarp- inu, þar sem vegið væri þar að öðrum höfuðatvinnuvegi þjóðar- innar, sjávarútveginum.Gæti það haft mjög ískyggilegar afleiðing- ar fyrir alla efnahagsafkomu þjóðarinnar. Samkv. ákvæðum frumvarpsins þyrftu útvegsmenn að greiða gífurlegar fjárupphæð- ir, en eins og alkunna væri, þá þyrfti ríkið að veita milljónir til stuðnings útveginum. Væri hér vegið að þeim, sem hlífa skyldi, og hafa bæri hugfast að það væru ekki aðeins útvegs- mennirnir, sem bíða myndu skakkaföll við þessa nýja skatt- lagningu, heldur allur sá fjöldi manna sem við útgerðina ynni. Afkomu alls þess fólks væri því stefnt í voða, með frumvarpinu. Þjóðfélagslegt tjón hlyti að leiða af því, að ganga svo að þeim mönnum, sem bæru uppi atvinnu lífið í landinu.Og það væru einn ig mörg önnur fyrirtæki, sem tæpt mundu standa undir skatt- lagningunni svo sem flugfélögin, og bæri þó miklu fremur að styrkja þann rekstur en gera honum illfært með háum skatt- klyfjum. Þegar blaðið fór í prentun, stóðu umræður enn og var búizt við að þeim mundi ekki Ijúka fyrr en nokkuð væri liðið nætur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.