Morgunblaðið - 21.05.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.05.1957, Blaðsíða 8
MORCíJNfírAÐIÐ Þriðjudagur 21. maí 1957 Magnús Víglundsson, rceðismaður: SKYLDUR ÍSLENDINGA VID MINN- INGU EINARS BENEDIKTSSONAR í fyrri grein minni ræddi ég nokkuð um skoðun mína á skáld- skap Einars Benediktssonar, og sérstöðu hans í hópi íslenzkra skálda, En fyrst og fremst þó um baráttu hans fyrir umbótum í atvinnulífi fslendinga. Ég minnt- ist í því sambandi á aðstöðu is- lenzkra bjargræðisvega um þær mundir, er Einar Benediktsson hóf fyrir alvöru baráttu fyrir framkvæmd hinna margvíslegu áforma sinna tU. eflingar hag þjóðarinnar, og svo hitt, að þótt honum sjálfum hefði ekki auðn- azt að standa að framkvæmd áhugamála sinna, hefði málflutn- ingur hans engu að síður náð að vekja almenning og stjórnarvöld til umhugsunar og athugunar á málunum, er svo síðar hefði leitt aí sér margvíslegar og merkar framkvæmdir. HAGSMUNIR OG SÆMD ÍS- LANDS UMFBAM ALLT Svo sem að líkum lætur, hafa ýmsir merkir menn ritað mikið um Einar Benediktsson, líf hans og list. Eru þar kvæðum hans, r.vo og ritum í óbundnu iriáli, víða gerð hin prýðilegustu íkil, og verk þessi skýrð og skiigreind á margan veg. Hins vegar finnst mér, að ekki gegni allskostar sama máli um sitthvað það, sem fært hefir ver- ið í letur um þau störfin, sem segja má að hafi verið, auk skáid skaparins, höfuðviðfangsefni og ævistarf Einars Benediktssonar. Er hér að sjálfsögðu átt við bar- áttu hans fyrir umbótum á at- vinnuháttum íslendinga í sam- ræmi við möguleika og aðstæður við upphaf tæknialdar. Að vísu er allvíða nokkurn fróðleik að finna um þessi málefni, en yfir- leitt hverfur hann þó í skuggann af því viðfangsefni, sem mest ræktin er lögð við, skáldskap Einars Benedíktssonar. Brestur þannig á, að barátta hins mikla skálds fyrir bættum hag íslenzku þjóðarinnar hafi verið skýrð til hlítar. Allvíða kemur fram, að Einar Benediktsson hafi tekið „gulltrú'", og félög þau, er hann gekkst fyr- ir að stofnuð voru til hagnýting- ar náttúruauðæfum landsina, eru stundum nefnd „gróðafélog" í ritum þessum. Hér held ég að skjóti skokku við, og það svo að um munar. Vafalaust má telja, að Einar Benediktsson ætlaði fyrst og fremst að nota „gullið" og „gróð- ann", ef einhver yrði til að hefja þjóð sína af stigi efnahagslegs umkomuleysis, en ekki til að auðga sjálfan sig. Húsbóndavald- ið yfir hinum fyrirhuguðu fram- kvæmdum skyldi fyrst og fremst vera í höndum Alþingis, svo sem einnig var bent á í fyrri grein minni. Einar Benediktsson tignaðí ekki gullkálfinn, né hugsaði fyrst og fremst um eigin hag, enda gerir hann sjálfur skilmerkilega grein fyrir afstöðu sinni til þess- ara hluta: „Hver laut sínum auði, var aldrei ríkur, öreigi bar hann purpurans flíkur sá stærðist af gengi stundar, var smár, stór er sá einn, er sitt hjarta ei svíkur." Og Einar Benediktsson sveik ekki hjarta sitt. Málstaður ís- lands átti þar öndvegi alla tíð meðan sandkornin entust í stunda glasi hans, svo að orð skáldsins sjálfs séu felld að þessu efni. VITNISBURÐUR BENEDIKTS SVEINSSONAR, ALÞINGIS- FORSETA. Hinn vitri stjórnmálaskörung- ur, Benedikt Sveinsson, forseti ísland átti líf hans starf hans, og mátt Alþingis, þekkti manna bezt og skildi Einar Benediktsson, hug- sjónir hans og baráttuna fyrir þeim. Vil ég því hér tilfæra um- mæli Benedikts Sveinssonar í merkri grein, er hann ritaði um skáldið árið 1942, en þar segir svo: „Ég hef engum manni kynnst, er haft hafi glæsilegri hugsjónir um framtið þjóðar- innar en Einar Benediktsson. Fulltreystum því, að stórhug- ur hans þróist í þjóðaranda íslendinga í orði og verki á ókomnum öldum." Ég hygg, að þessum dómi Bene- dikts Sveinssonar verði seint hrundið. SKYLDUR ÍSLENDINGA VID MINNINGU EINARS BENE- DIKTSSONAR íslenzka þjóðin býr nú við meiri framfarir og hagsæld en nokkru sinni fyrr frá upphafi vega. Það er áreiðanlega hollt þeirri kynslóð, er framfaranna nýtur, að láta sannfærast um, á grundvelli röksemda, að þeir frumherjar, er brautina ruddu og vörðuðu veginn til framfar- anna, hafi unnið verk sitt af full- um heilindum við málstað ís- lands. Það er því nauðsynlegt, að leita heimilda, innlendra sem er- lendra, um þann þátt í ævistarfi Einars Benediktssonar, sem tengd ur er fjármálastarfsemi og bar- áttu fyrir umbótum í atvinnulífi íslendinga. Hinum veigamestu þessara heimilda þarf að safna saman, og gefa þjóinni kost á að kynna sér þær. Hygg ég, að slík heimildaskoðun myndi leiða í ljós ,að í allri þeirri margháttuðu umsýslan, bar Einar Benedikts- son hag íslands og heill fyrst og fremst fyrir brjósti, því að „hólm inn átti starf hans, líf hans og mátt." MINJASAFN. Meðal erlendra þjóða eru víða til söfn til minningar um ýmis andans stórmenni, er þær hafa fóstrað. Er í slíkum söfnum til haga haldið fjölmörgu, er skýrir og minnir á líf og listaverk þeirra, er söfnin eru helguð. Þannig halda þjóðirnar stöðugu og vak- andi sambandi við hina horfnu meistara. Ég er sannfærður um, að auðið myndi reynast að koma upp góðu safni til minningar um Einar Benediktsson. Bækur hans yrðu þar traust undirstaða, en margt fleira myndi þar og koma til. Án efa myndi slíku safni áskotnast margir góðir gripir, er einstakl- ingar eiga, en til Einars Bene- diktssonar rekja ættir. Á þetta jafnt við um bækur og muni, sem skáldið gaf vinum sínum, sem og þá gripi aðra, sem skilnings- sljó og vanþakklát samtíð neyddi Einar Benediktsson til að selja sér til lífsframfæris, er heilsu hans þraut á efri árum, og hinum vængstyrka erni dapraðist flugið og stefnt var „endur til móður- stranda". — Ég átti nýlega tal við eitt hinna ástsælustu ljóðskálda okk- ar, og er okkur varð tíðrætt um Einar Benediktsson, kom í ljós, að skáldið átti í fórum sínum eintak af kvæðaflokknum „Ein- ræður Starkaðar", ritað með eigin hendi höfundarins. — Þá er þess og skemmst að minnast, er nýlega var frá því sagt, er mætur íslendingur á hátíðlegri ötund Magnús Víglundsson. í lífi sínu leiddi gesti og hollvini um híbýli sín, og benti þeim alls- hugar glaður á fagurt listaverk, er einn af fremstu listmáiurum þjóðarinnar hafði málað til minn- ingar um Einar Benediktsson. Hygg ég að ljóst megi vera, að ekki væri margra slíkra kjör- gripa vant til að gefa minjasafn- inu varanlegt gildi og örugga staðfestu. BÓKMENNTAVERÐLAUN Því hefir réttilega verið haldið fram, að skáldskapur Einars Benediktssonar hafi orðið grund- völlur nýs skóla í íslenzkri ljóða- gerð. Þennan skóla má ekki van- rækja eða leggja niður. „Skáld- menn dýrstu jarðarbraga" mega ekki láta það merki falla, er svo djarflega var hafið og hátt á lofti haldið. Mun því mega telja, að vitur- lega væri ráðið, að efna til verð- launa, er bæru nafn Einars Bcne- diktssonar, og veitt yrðu því skáldi eða rithöfundi, er með verkum sinum yrði talinn standa dyggastan vörð um hreinleik og fegurð íslenzkrar tungu, og yrðu þá sett nánari ákvæði urn slík bókmenntaverðlaun. Þessi verðlaun þyrftu að vera það rifleg, að í senn væri heiður og beinn ávinningur að hljóta þau. Með því að ég tel ekki lík- legt, að málum verði nokkurn tíma þannig skipað, að hagnaður af útgáfu á verkum Einars renni í vasa þeirra, er að útgáfunni standa, virðist einsætt, að hluta af slíkum hagnaði yrði varið til greiðslu bókmenntaverðlaun- anna. Ef takast mætti að setja verðlaunasjóðnum heppilega skipulagsskrá, myndi starfsemi hans tvímælalaust verða íslenzkri orðmennt mjög til þroska og upp byggingar. — KYNNINGARSTARFSEMI. Þá lægi og beint við, að gangast öðru hverju fyrir kynningu á verkum Einars Benediktssonav. Ekki þó vegna hættu á því, að þau myndu ella falla í gleymsku, heldur til þess að gefa þeim, er verkin meta og skilja, tækifæri til að njóta sameiginlega dýr- mætrar íslenzkrar orðlistar. Enginn mun telja, að tónsmíð- ar Beethovens eða Schuberts, svo dæmi séu nefnd, myndu fyrnast, þótt ekki væru þau flutt í tón- listarhöllum, eða annars staðar í heyranda hljóði. En það gegnir sama máli um orðlist og tónlist, að hún hefst í annað og æðra veldi, er hún er flutt fyrir hópi skilningsgóðra og þakklátra áheyrenda. SAMSTARF VH) ÆSKUFOLK. Opinber flutningur á verkum Einars Benediktssonar gæti farið fram með margvíslegum hætti. Þannig væri vel hugsanlegt, að athuga möguleika á því, að framhaldsskólarnir, einn eða fleiri saman, stæðu að slíkum kynningum t.d. einu sinni á ári. Við þess háttar tækifæri hygg ég, að koma myndi skýrt í ljós, að áhugi æskufólks og þekking á göfugri orðlist er stórum meiri og djúpstæðari, en oft er gefið í skyn, er hin sama æska er borin þeim sökum, að hafa takmark- aðan áhuga á öðru lesmáli en glæparitum, og hliðstæðu efni laklegrar tegundar. Væri engan veginn fjarri lagi að hugsa sér sérstaka viðurkenningu til handa því æskufólki, er frambærilegast efni hefði að flytja við þess háttar skólakynningar á verkum Einars Benediktssonar. Ég trúi því stað fastlega, að aukin kynni ísienzkr ar æsku af list og lífsstarfi Ein- ars, yrði báðum aðilum, skáldinu og æskufólkinu, til varanlegs ávinnings. UTGAFUSTARFSEMI. Ritverk Einars Benediktssonar þurfa jafnan að vera fáanleg í vandaðri útgáfu, hver bók í sjálfstæðri útgáfu. En auk þess þyrfti að gefa út úrval af kvæð- um hans og sögum, og væru í þeirri bók aðskildir kaflar með ef ni úr bókunum Sögur og Kvæði, Hafblik, Hrannir, Vogar og Hvammar. Að vísu yrði ekki vandalaust að velja efni í þá bók, svo sérstæð ur jafnágætur er allur skáld- skapur Einars. Hins vegar myndi bókin á skömmum tíma án alls efa ná mjög mikilli útbreiðslu, einkum ef hún væri gefin út í samstarfi við öflugt útgáfufélag. Væri ómetanlegur ávinningur að mikilli útbreiðslu bókarinnar, sem þyrfti að vera sérlega vönd- uð að allri gerð, svo sem hinu dýrmæta efni hennar hæfði. MINNISVARÐI f undirbúningi er, að reisa Einari Benediktssyni minnis- merki, hefir félag það, er annast útgáfu á verkum skáldsins, for- göngu um þetta mál. Hefir þa3 leitað til Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara um að gera varð- ann, en hann er hollvinur og ein lægur aðdáahdi skáldsins. Er því ástæða til að ætla, að verk þetta muni fara hinum ágæta meistara vel úr hendi. „-------SVO HATT sem andi BÝST í JARÐNESK ORÐ": Einari Benediktssyni var snemma ljóst, að ævistarf hana myndi helgað þjónustu við ís- Ienzka tungu, jafnhliða barátta fyrir bættum hag íslenzku þjoð- arinnar. Stefnuskrána um þetta tvíþætta verkefni lagði hann fram þegar í öndverðu: » „Og feðratungan tignarfríð, hver taug mín vill því máli unna: þess vængur hefst um hvolfin víð þess hljómtak snertir neðstu grunna. Það orktu guðir lífs við lag jeg lifi í því minn ævidag og dey við auðs þess djúpu brunna". og svo hitt, að „Of lengi í örbirgð stóð, einangruð, stjórnlaus þjóð, kúguð og köld". Einar Benediktsson sannaði ótvi- rætt hollustu við þessa stefnu- skrá með list sinni og starfi. Og mörg þau kvæði hans, er í orð- snilld ná „svo hátt, sem andl býst í jarðnesk orð" eru einmitt inblásin af einlægri trú á hæfi- leika og framtiðarmöguleiga ís- lenzku þjóðarinnar. Og þegar líður að kvöldi tevl- dags hins dugmikla og gáfaða baráttumanns, liggur bænín fyrir æskuhugsjónunum honum ennþá á tungu: „Guð verndi list vors mál« og íslands heiður.." í anda þessara orða verl íslenzka þjóðin Einars Benediktssonar jafnan minnug. Ungtemplaramól í Skagafirði FYRSTA MÓT skagfirzkra ung- templara var haldið á Sauðár- króki annan í páskum (22. apríl) síðastliðinn. Umdæmisgæzlumaður í Um- dæmisstúkunni nr. 5, Eiríkur Sigurðsson, yfirkennari á Akur- eyri, undirbjó mótið, en undir- búning í héraði annaðist Jón Þ. Björnsson, fyrrverandi skóla- stjóri á Sauðárkróki. Á mótinu mættu, auk félaga barnastúkunnar „Eilífðarblómið" nr. 28 á Sauðárkróki, gæzlumað- ur hennar, frú Sigrún Jónsdóttir, Jón Þ. Björnsson og nokkrir aðr- ir félagar undirstúkunnar „Gleym mér eigi" nr. 35. — Frá barnastúkunni „Sóley" nr. 93 í Hofsósi mættu 29 félagar, auk gæzlumannsins Garðars Jónsson- ar skólastjóra. Frá barnastúkunni „Sólhamar" nr. 122 í Lýtingsstaða hreppi mættu 30 félagar, ásamt gæzlumanni sínum Hersilíu Sveinsdóttur skólastjóra. Enn fremur mætti þarna Pétur Björns son, erindreki frá Siglufirði, fyr- ir hönd Umdæmisstúkunnar nr. 5, en embættismenn hennar, sem ætluðu að mæta þarn?. og voru komnir áleiðis, urðu að hætta við ferðina, vegna farartálma á öxna dalsheiði. Jón Þ. Björnsson setti mótið og stjórnaði því. Hann bauð alla gesti velkomna, lýsti tilhögun mótsins og ánægju sinni yfir því að hafa svo marga gesti í salar- kynnum Templara á Sauðár- króki. Frú Sigrún Jónsdóttir, gæzlumaður ungtemplara, stjórn aði söngnum, en mikið var sung- ið. Eftir setningu mótsins, las Jón Þ. Björnsson stutta sögu og út- skýrði efni hennar. Garðar Jóns- son skólastjóri talaði um bind- indisstarfið. Pétur Björnsson er- indreki talaði um nauðsyn sam- starfs Templara og bindindisboð- un. Ragnar Jórsson á Sauðár- króki las sögu. Hersilía Sveins- dóttir talaði hvatningarorð til ungtemplara. Nokkrar ungar stúlkur frá Hofsósi léku á gítar og sungu nokkur lög. Þegar leið á mótið, var klukku stundar hlé og gestunum boðið að rausnarlegu veitingaborði í gamla barnaskólanum. Aðstand- endur barnanha á Sauðárkróki höfðu gefið smurt brauð til veizlu haldanna, en barnastúkan veitti kaffi, mjólk og kakó, ásamt kaffi brauði, og var þessu tekið tveirn höndum og með góðri matarlyst, þar sem börnin voru langt að komin og höfðu verið lengi á leið inni. Eftir kaffihléið var mótið sett aftur og sýndar tvær kvik- myndir. Garðar Jónsson skóla- stjóri þakkaði fyrir hönd gest- anna. Jón Þ. Björnsson sleit svo mót- inu með stuttri páskahugvekju, þakkaði gestunum og kvaðst vænta þess, að ekki liði á löngu áður en næsta mót ungtemplara yrði haldið í Skagafirði. Veður var heldur kalt þennan dag og færi á vegum úti afleitt, en þó fór þetta allt fram eins og til var stofnað, öllum viðstödd- um til ánægju. Yfir mótinu var ánægjulegur blær, og allir munu hafa farið heim aftur með góðar minningar og þakklæti til þeirra, sem stofnuðu til mótsins. Umdæmisstúkan nr. 5 bar allan kostnað af ferðalagi barnastúkn- anna á mótið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.