Morgunblaðið - 29.06.1957, Blaðsíða 9
Laugardagur 29. júní 195Y
MORGVNBLABÍÐ
9
Grein þessi birtist i Les-
bók MorgnnblaSsins sunnu
daginn 11. september 1938,
»g er endurbirt hérna,
með leyfi höfundar.
6-V^> M
Þættir úr sænsku stúdentalífi
Eftir SIGURBJÖRX
„UPPSALIR standa á Fýrisvöll-
nm, 70 km. norðaustur af Stokk-
hólmi. Þar er fögur dómkirkja
og fornfrægur háskóli. í gras- hreinskilin fyrirlitning á öllum
garði borgarinnar stendur líkn- nýkeyptum montprikum. Nú er
eski Linnés, hins fræga grasa- reynslan farin að tala sínu hvers-
fræðings“. dagsmáli, sínum jarðneska prósa.
Þessi upplýsing úr einhverri 1 Og hinar rúmhelgu þarfir munns
Valborgarmessu-kvöld (30. apríl) í Uppsölum. Stúdentar fagna
vori í Hallarbrekku. Dómkirkjan í baksýn.
landafræði, vaktist upp fyrir mér,
þegar ég sat í lestinni á leiðinni
frá Stokkhólmi til Uppsala fyrir
5 árum. Stuttur og laggóður fróð-
ltikur og réttur að tveim þriðju
hlutum, sem verður að teljast
gott, þegar um ræðir kennslu-
bók í landafræði. í Uppsölum er
raunverulega fögur dómkirkja og
frægur háskóli. En styttunnar í
„grasgarðinum" hefi ég leitað í
4 ár, — árangurslaust. En ann-
ars hafði ég alls ekki sett mér
að takmarki að sannprófa upp-
lýsingar kennslubóka, hvorki um
þetta ná annað. Og það var önn-
ur upplýsing, sem dvaldi í með-
vitund minni, og setti mót á hug-
myndir mínar um þennan stað,
Uppsali, ef til vill meir en ég
gerði mér grein fyrir. Ég þekkti
vitanlega — eins og flestir, sem
yfirleitt kunna að nefna Uppsali
— hinn djarfa dómsúrskurð
Gunnars Wennerbergs: „Uppsala
ar bást“. Ég vissi, að þessum
dómsúrskurði hafði verið áfrýjað
til reynslunnar af þúsundum
stúdenta, vissi, að þessi heims-
fleygi vitnisburður var þyrnir í
augum annarra háskólabæja. En
hafði honum verið hnekkt af þess
um aðilum?
Nýi stúdentinn, sem nálgast
Uppsali, hlýtur að spyrja sjálf-
an sig: Verður þessi dómsúr-
skurður að persónulegri stað-
reynd fyrir hann sjálfan? Svo
koma fyrstu kynnin. Hann tekur
sín fyrstu spor í hinni nýju, ó-
ráðnu tilveru háskólaborgarans.
Hann verður vafalaust fyrir von-
brigðum fyrst í stað. Hann er
ekki dottinn ofan í neinn ævin-
týraheim með syngjandi stúdent-
um, model 1840, henn er kominn
í mjög svo jarðneskt umhverfi,
smábæ, ekki neitt áberandi frá-
brugðinn öðrum smábæjum í
fljótu bragði. Þarna heyja menn
sína lífsbaráttu rétt eins og ann-
ars staðar, vinna sína sigra, bíða
sína ósigra með sama ósögulega
hætti eins og annars staðar, í
hversdagsleikanum. Stúdentinum
kann að finnast að hann hefði
eins vel getað lifað hversdags-
lífi heima í sínum eigin smábæ
eins og á þessum stað. Það er
aðeins eitt atriði, sem honum er
áberandi nýtt: Hann er ekki líkt
því eins merkileg persóna þarna,
nýbakaður með hvítu húfuna og
siafinn, eins og hann var heima
prófessor
í smábænum sínum. Nei, þetta' erfðum, á þannig sinn fulltrúa í
nýja umhverfi er opinská lítils- I Uppsölum, og hver stúdent, sem
virðing á öllu, sem er nýbakað, j til háskólans kemur, er þannig
áfram í sínum jarðvegi að nokkru
leyti, hann er enn í tengslum við
uppruna sinn. Skiptingin í nation
ir skapar meiri fjölbreytni í
sjálft stúdentalífið, hún skapar
skemmtilega hreppapólitík, holla
samkeppni og metnað, án þess
þó að lama getuna til sameigin-
legra átaka, þegar þeirra gerist
þörf.
— Enginn getur tekið próf frá
Uppsalaháskóla án þess að vera
meðlimur í einhverri nation —
sem sagt: Eftir hinar almennu
móttökur í hátíðasal háskólans
veitir hver nation hinum nýju
meðlimum sínum sérstakar við-
tökur. Þessar viðtökur eru eng-
an veginn alveg sársaukalausar
fyrir rússann: Nafn hans er kall-
að upp, hann rís á fætur og geng-
ur fram á mitt gólf, þar sem
hann blasir við öllum, og síðan
er þar til kjörinn fulltrúi nation-
arinnar látinn gagnrýna persónu
hans. Þar er með lítilli miskunn-
arsemi dregið fram í dagsljósið
hvað hann er í rauninni lítilmót-
legur, bent á hvert líkamslýti,
hvern ágalla í sköpulagi og fram-
komu, sem kann að vera sýni-
legur, og mörgum bætt við, sem
enginn maður sér. Það er ekki
mikið eftir að sjálfstrausti vesa-
lings rússans, þegar þessari at-
höfn er lokið, og hann tekur því
með þögn og þolinmæði, þó á
eftir komi nokkrar nærgöngular
áminningar, um að leggja niður
allan grænjaxlaskap, sýna eldri
þú sért langur orðinn nú og
merkilegur, þá er ekki langt síð-
an ég sá storkinn hirða þig upp
úr þöngulhausunum í fjörunni,
það er ekki langt síðan ég sá
hvernig rúmið þitt var verkað!
Þetta er síðasta auðmýkingin,
sem rússinn fær með sér út í
háskólalífið. Nú er hann loksins
kominn undir akademisk lög og
réttindi.
og maga elta hann inn í háborg
stúdentarómantíkurinnar og gera
sínar öndvegiskröfur, þar sem
annars staðar. Hann verður að
leita á náðir einhverrar af þess-
um gömlu, góðu konum, sem eru
í öðru hvoru húsi í Uppsölum og
Fýris-áin og dómkirkjan í Uppsölum.
lifa á því að selja stúdentum
fæði og húsnæði. Og vitanlega er
stúdentinn ekki merkileg per-
sóna í þeirra augum. Þær hafa
flestar horft á margar kynslóð-
ir stúdenta koma og hverfa og
eru ekki uppnæmar lengur fyr-
ir smámunum.
Það rofar til í bili. Loksins
kemur að því, að háskólinn veiti
nýju stúdentunum, „rússunum",
formlega móttöku. Eina stutta
stund fellur háskólabærinn þeim
til fóta og veitir þeim sína k>tn-
mgu. Þeir eru látnir ganga fremst
ir í skrúðgöngu stúdentanna,
þeim er vísað í öndvegissætin í
hátíðasal háskólans, þeim er
heilsað með föðurlegum og bróð-
urlegum ræðum, hljóðfæraslætti
o. s. frv. En eftir þessar móttök-
ur háskólans í heild hefjast mót-
tökurnar á „nationinni". Ég verð
að geta þess hér, að stúdentar við
Uppsala háskóla (þeir eru nú
um 3000 innritaðir) skiftast niður
í s. k. nationir (þjóðir), 13 að
tölu. Það er þetta, sem framar
öllu öðru einkennir stúdentalíf-
ið í Uppsölum. Þessi skipting í
nationir er forn og fer eftir lands
hiutum. Hver landshlut-i með sín-
um sérkennum, sinum sérstöku
félögunum skilyrðislausa virð-
ingu og undirgefni og virða og
varðveita fornar dyggðir og erfða
venjur nationarinnar. Þegar þess-
u*n alvarlegu athöfnum er lokið
er setzt að snæðingi. Hver nation
hefir sínar sérstöku matarvenjur
í samræmi við sið og lenzku
heimahéraðsins. Við Norrlending-
ar (meðiimir í Norrlands nation)
látum þá bera á borð rétt, sem
er sérstakur fyrir Norður-Sví-
þjóð, þ. e. a .*. „surrströmming".
Þessi réttur er að lykt og bragði
ekki óáþekkur islenzkura skyr-
hákarl, og það er með hann eins
og hákarlinn, að ekki þykir óvið-
eigandi að renna honum niður
með einhverju sterku, þó engar
kvaðir séu á menn lagðar í þeim
efnum, og nú er þessi forláta
fiskur þarna kominn, til þess að
heilsa upp á rússana. Og þegar
tími er kominn til, þá er sung-
inn ávarpssöngur til rússanna í
nafni fisksins og er þetta aðal-
efni hans: Fyrst þegar ég sá þig,
vinur minn, rússi, þá lástu enn
grenjandi í vöggunni þinni. Og
þar sem þú varst svo ungur að
árum, þá var ekkert tiltökumál
þó vaggan þín væri jafn blaut,
eins og þú varst sjálfur sætur.
í'arðu því varlega, lagsi minn! Þó
Og svo byrjar vinnan. Og í
Uppsölum er mikið unnið. Stú-
dent frá tímum Gluntanna, frá
því fyrir 100 árum, ætti ef til
vill erfitt með að kannast við sig
í Uppsöulm í dag. Vinnubrögðin
eru önnur, alvaran þyngri. Líf
stúdentsins nú er ekki leikur að
augnablikunum eins og þá, ekki
áhyggjulaus dans við mennta-
gyðjurnar, heldur fangbrögð upp
á líf og dauða. Þó eru Uppsalir
efalaust ósnortnari en flestir aðr-
ir staðir af vandkvæðum nútím-
ans. Og Svíar eru öfundsverðir
af þvi að hafa fjárhagsleg og
menningarleg efni á að halda slík
an stað. Þetta fyrirbrigði, að
halda fullkominn nýtízku há-
skóla á svona smáum stað, í kot-
bæ, eingöngu af rækt við sögu-
legar erfðir, er ekki það hnefa-
högg framan í alla raunhyggju
og vélhyggju nútímans? Það hlýt- i
ur alltaf að varðveitast á slík-
um stað eitthvert hugboð um að
maðurinn lifir ekki á brauði einu
saman, einhver tilfinning fyrir
því, að mannkynið var ekki skap-
að í gær.
Meginregla Uppsalastúdentsins
er: „Arbeta förnuftigt, roa dig
förnuftigt", þ. e. a. s. Lesa með
kappi, en forsjá og leita sál og
líkama skynsamlegrar hressing-
ar. Fyrir hvorutveggja er vel
séð í Uppsölum. Sænskir stúd-
entar skipa heiðurssess í öllum
greinum íþrótta, enda er vel fyr-
ir séð leikfimis og íþróttaþörf
þeirra og verður þó betur innan
skamms. — Svo kemur sunnu-
dagurinn, þegar dómkirkjuklukk-
urnar hringja helgum friði yfir
bæinn og kalla til hámessu.
Sænskir stúdentar eru ekki eins
almennt og þeir íslenzku
vaxnir upp úr því að ganga í
kirkju, enda er kristilega stúd-
entafélagið fjölmennasti og fjör-
ugasti stúdentafélagsskapurinn í
Uppsölum. Hvergi skynjar stúd-
entinn betur en undir hvelfing-
um dómkirkjunnar, helguðum af
tilbeiðslu og trú fimm alda, sam-
hengið í starfi og stríði kynslóð-
anna, og samhengið í skynjun
kynslóðanna á því, sem er ofar
öllu rúmhelgu striti mannsins og
gefur því þýðingu og innihald.
Og þannig líða misserin. Smátt
og smátt ljúka menn prófum sín-
um. Hver sannur Uppsalastúd-
ent reynir að koma einhverju af,
helzt á hverju misseri — það er
regla, sem almenningsálitið í
stúdentahópnum setur upp og
fyrirkomulag námsins og prót-
anna gerir kleift að fylgja.
En hvernig sem á prófum stend
ur og námi, þá varpa menn frá
sér öllum áhyggjum, þegar Val-
borgarmessan kemur með fagn-
aðarboðskap sinn um að vorið sé
að koma eða komið. Rétt fyrir
kl. 3 síðd. á Valborgarmessu (30.
april) safnast allir Uppsalastúd-
, entar saman á aðalgötu bæjarins.
Þegar dómkirkjuklukkan slær 3
er skipt um höfuðfat, hattinum,
tákni vetrarins, sem menn höfðu
orðið að bera síðan 1. okt., tr
svipt af og honum kastað í Fýris-
ána, og stúdentahúfan sett upp
í staðinn. Á einu vetfangi breið-
ist hinn hvíti sólskinslitur stúd-
entahúfunnar út um bæinn og
boðar komu sumarsins. Þann sól-
arhring allan er það ókurteisi,
ef stúdent tekur ofan húfu sína.
Klukkan 7 um kvöldið safnast
stúdentarnir aftur saman, þá á
aðaltorgi bæjarins, fylkja liði
hver nation undir sinn fána, og
ganga síðan syngjand gegnum
bæinn upp að gömlu konungshöll
inni, sem enn stendur á hæsta
stað í bænum, til minja um það,
að einu sinni var Svíþjóð stjórn-
að frá Uppsölum. Þarna uppi
undir múrum gömlu Vasa-hall-
arinnar, með blaktandi Valborg-
arelda hringinn í kring um alla
Upplandssléttuna, er vorinu fagn
að með söng og ræðum.
Þessa nótt, Valborgarmessu-
nótt, fer enginn heiðarlegur stúd-
ent úr fötum, heldur fylgir hver
sinni nation í blíðu og stríðu.
Stríðu, segi ég, því þessi nótt er
líka helguð alvarlegum hlutum.
Það er sem sé föst venja, að þessa
nótt sækja nationirnar hver aðra
heim og er þá ekki siður að fara
með neinni hógværð né friðsemi.
í fyrravor komu t. d. Vestmann-
lendingar til okkar Norrlendinga,
til þess að hrakyrða okkur og
okkar notion. En við svörðum
þeim eins og þeir voru maklegir
til.
Þegar leið á nóttina tókum við
okkur upp og sóttum heim Stock-
holms nation, settum þann, sem
fyrir okkur var, upp á borð, þar
sem sá var fyrir, sem þeirra
var æðstur, og taldi okkar fyrir-
liði þar fram ýmislegt óþvegið
í garð þeirra Hólmverjanna, en
þeir guldu sem máttu.
Það koma þær stundir í lífi
hvers Uppsalastúdents, þegar hon
um finnst hann geta sagt með
Wennerberg: „Varst utav allt ár
att vistas, ár eftir ár hár vid
akademien". Allir eru þangað
komnir til þess að losna þaðan
aftur, því fyrr, því betra. En
þegar stundin loksins kemur, þeg
ar stúdentinn hlustar í síðasta
sinn á silfurtóna Gunnilla-klukk-
unnar, þegar hann horfir úr lest-
arglugganum á höllina og dóm-
kirkjuturnana, sem hverfa á bak
við grenilundina, á Upplands-
sléttunni, þá kann að hvarfla að
honum eins og ósk í þá átt, að
hann væri nú í staðinn sem rússi
á leiðinni til Uppsala, að hið
.liðna mætti endurtaka sig. Því
á því augnabliki er haxui naunv-
ast í efa um úrskurðinn: Uppsala
ár bást. En hvorki lestin né lífið
snýr vrð fyrir það. Hvort tveggja
heldur áfram að ruasta áfanga-
stað.
Háskélian í Uppsélum.