Morgunblaðið - 29.06.1957, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 29.06.1957, Qupperneq 14
14 MORCVTSBLAÐ19 Laugardagur 29. júm 1957 ER MORGUNBLAÐIÐ fór þess á leit við mig fyrir nokkrum dög- um, að ég skrifaði stúf nokkurn um vini mína Svía, varð mér hugsað til Englendingsins forð- um, sem var á reisu í Hollandi til þess að rita þjóðarlýsingu Hol- lendinga. Sat hann fyrsta dag dvalar sinnar í gildaskála nokkr- um í borginni Dordrecht að súpu. í henni fann hann rautt hár; tók síðan fram ritblý og reit í dag- bók sína: „Hollenzkar stúlkur eru rauðhærðar". Þannig vill það oft verða, að fyrstu kynnin marka skoðun manna á framandi þjóðum öðru fremur, og ganga verður á ýmsu áður en menn víki hársbreidd frá fyrstu skoðun. Vingjarnleg flug- þerna eða lestarþjónn, alúðlegur tollþjónn eða ökumaður verður frá fyrstu kynningu ímynd þel- góðrar, elskulegrar þjóðar, en hins vegar verða ókurteisir og stjarfir lestarþjónar, fullir bíl- stjórar og sníknir, flaðrandi hótelþjónar til þess að auðvelda mönnum að skipa þjóðum þeirra í rétta skúffu og það fljótt. Velt- ur þeim mun meir á fyrstu kynn- unum, sem þau verða flestum einu kynnin. Sú vill verða raun- in, að því lengur sem menn dveljast meðal framandi þjóðar, því örðugra er þeim að gefa nokkra einhlíta þjóðarlýsingu — já, jafnvel brotabrot af réttri eða sannri þjóðarlýsingu, — lýsingu á skaphöfn og innræti. Fyrstu daga mína í Svíþjóð fannsf mér ég vita allt um Svía sem vert væri að vita. Gat ég þegar á fyrstu viku gefið Svíum þann caracter, að þeir væru sér- lega kurteis þjóð. Sönnun: Er ég hinn 10. dag septembermánaðar 1947 keifaði með rautt koffort frá ferjunni „0resund“ upp til járn- brautarstöðvatrinnar í Málmey, vék sér að mér ungur sænskur stúdent og spurði, hvort hann gæti „staðið mér til þjónustu." Játti ég því, og á ég honum að þakka eða kenna, að ég komst nokkuirn tíma til áfangastaðar míns. — Þessi hárprúði sænski unglingur hefur upp frá þessu verið mér imynd sænskrar kurt- eisi og hjálpsemi. Ég gleymi hon- um aldrei, þar sem hann kvaddi mig ókunnugan með tilheyrandi bukki og beygingum og sam- slætti hæla, er eimlestin þokaðist norður í náttmytkrið sænska. í annarri viku Svíþjóðardvalar minnar reyndi ég annað ó- skemmtilegra, svo að ég gat ritað í dagbók mína: „Svíar eru við- sjálir í viðskiptum“. Húsgagna- sali í Stokkhólmi sneri herfilega á mig í sófakaupum og hótaði mér málsókn í þokkabót. Fyrir röskleika málafærslumanns í Uppsala Advokatbyrá vann ég málið og gat því með góðri sam- vizku skrifað í vasabók mína: „Svíar eru réttlætisins menn“. En brátt tóku æ nánari kynni að sauma svo að mér, að áður en varði, vissi ég alls ekki, hvernig Svíar eiginlega voru, — og veit þsið ekki enn, nema að þeir eru ósköp líkir okkur sjálfum, þeg- ar að hjartanu kemur, mennskir, litlir guðir — eða miklir, eins og gengur. Mun ég því láta öðrum eftir, sem betur þekkja Svía, að lýsa þeirra þjóðarsál, — kostum og göllum, en þar standa fremstir þeir próf. Guðbrandur Jónsson, sem birt hefur heila ritgerð um sænsku þjóðarsálina, — sömu- leiðis Guðlaugur Rósinkranz, sem vel þekkir sænska, að ó- gleymdum Vinhjálmi Finsen, sem ver einum kafla bókar sinn- ar „Enn á heimleið", til að lýsa innra manni Svíans. Eðlilega er ég samdóma höfundum þessum um allmargt, en annað ekki. Sagði ég áður frá viðskiptum mínum við „möbelhandlaren" í Stokkhólmi. Hr. Vilhjálmur Finsen varð aldrei fyrir því, að Frændur vorir Svíar | Eltir JÓN Jt?XIUSSON j fll. kand. Svíar væru meir en góðu hófi; gegndi útundir sig í viðskiptum, og gerði hann þó kaup fyrir 130 miljónir króna án þess að not- færa sér nokkurn tíma „aðstoð lögfræðings. Þess gerðist ekki þörf.“ Elztu lýsingu á Svium, þá er mér er kunnugt um, gerði hinn ágæti rómverski sagnritari Tac- itus í ritinu Germaníu, en lítt verðum vér af henni fróðari um innræti „Suionum“, en svo nefnir hann landsmenn. Á hinn bóginn er Tacitus natinn við að lýsa seglbúnaði sænskra langskipa og áralagi og varðveizlu vopna. — í „Heimslýsingu" segir svo: „Á Svíþjóð inni miklu eru Albani. Þeir eru hvítir sem snjór bæði á hárslit og hörund, þegar þeir eru alnir. Þeir hafa augu gul í höfði ok sjá betr um nætr en um daga“. Ég hefi um hríð leitað að sænskri sjálfslýsingu í öllu sam- anlögðu Landsbókasafninu, sem væri í tvöföldum skilningi rétt og sönn, bæði efnislega að mín- um dómi og þannig að orðalagi, að það sjálft lýsti ekki síður manngerðinni. Fann ég loks í Svensk Uppslagsbok (Malmö Tryckeri & Pappersbolags Bok- tryckeri, Malmö 1935, dálk 1036) eftirfarandi sjálfsmynd: „Svensk arna í egentlig mening áro de mest rasrena representanterna för den nordisk-germanska rasen. De eg. svenskarnas genomsnitt- liga kroppslángd ár 173,23 cm för vuxna mán, kvinnan torde i allmánhet vara 6—8 cm kortare .... Huvudet ár stort, dess lángd 194 mm, dess bredd 150 im .... Blond hárfárg före- kommer í gennomsnitt i 69%, brunnett i 27,1“ etc . . . Eins og sjá má af þessari sjálfs- lýsingu, kveður lítið af lýsingar- orðum öðrum en þeim, er taka til líkamsbyggingar. Hér. er af vís- indalegri nákvæmni gerð grein fyrir hæð, höfuðlagi og háralit, en lítil tilraun gerð til þess að skyggnast inn í það, sem að baki býr hinna 194 mm x 150 mm. Ég vona, að ég skrifi því ekki af mér með því að halda þvi fram, að Svíar eigi yfir miklum vísindalegum áhuga og þroska að búa. Vísindi og nákvæmni hvers kyns skipa háan sess með- al Svía, — þeir bera lotningu fyrir orðunum „vetenskaplig" og „noggrann“. Af Svium þeim, sem prósenttölu vísindamanna meðal menntaaðalsins, ef fara má nú eftir þessari aðferð. — Hitt er aftur á móti sannanlegt, að Svíar hafa átt og eiga hina beztu vís- indamenn, sem sumir hverjir eru velgerðarmenn mannkynsins. Einhver frægasti vísindamaður Svía fyrr og síðar er grasafræð- ingurinn Carl von Linné, sem fyrstur flokkaði jurtirnar vís- indalega. Olof Rudbeck uppgötv- aði fyrstur vessæðakerfið. C. W Scheele .einangraði súrefni á und- an Priestley og uppgötvaði m.a. efnin nítrógen, chlorine, glyier- ine. Gerhard de Geer fann upp aðferð til að ákveða aldur jarð- laga frá ísöld. Alfred Nobel fann upp dýnamitið. Manne Sigbahn hefur gert ýmsar uppgötvanir í sambandi við röntgen. Gideon Sundbárk fann upp rennilásinn, eina hinna merkustu uppfinningu sinnar tegundar, síðan Kínverj- ar fundu upp knappinn. Nils son í bókinni „Þjóðum, sem ég kynntist". „Eitt hið fyrsta, sem maður rekur sig á í fari Svía, er frábær formleg kurteisi, og hafa af henni hlotið nafnið Frakkar Norðurlanda, en Frakkar eru með réttu taldir með allra kurt- eisustu þjóðum. Kurteisi þessi lýsir sér í hnitmiðuðu fasi og lát- bragði, bugti og beygingum, titla- togi og formlegri tilhliðrunar- semi ,sem allt er svo skorað og fast, að það stappar nærri að það líkist helgisiðum. Þetta er í fljótu bragði mikið þægilegt, en það fer hér sem fyrr, að það er á þessu úthverfa, svo að þegar maður hefur orðið fyrir því nokkra stund, veit maður naum- ast hvaðan á mann stendur veðr- ið, og manni fer að þykja allt minna til koma“. Lýsing þessi kemur heim við skoðun flestra útlendinga á Sví- um. Hin freðna kurteisi þeirra er einkum áberandi meðal ókunn- Sviar leggja mikla rækt vi ðhvers kyns vísindaiðkanir. Þessi mynd er frá Nobel-stofnuninni í Stokkhólmi. Mennirnir á henni eru feðgarnir Manne og Kai Siegbahn, sem báðir eru prófessorar i eðlisfræði í Stokkhólmi. Prófessor Clarence Crafoord er heimskunnur fyrir skurð- lækningar sínar á hjarta, blóð- rásarkerfi og lungum. Hann er rúmlega fimmtugur og starfar á Sabbatsberg Sjuk- hus í Stokkhólmi. getið er í brezku alfræðiorðabók- inni Encyclopædia Britannica (II. útg.), eru 29% vísindamenn. Engin önnur þjóð á jafnháa Gustav Dalén var blindur, en fann samt upp hina heimsfrægu gas- vita, AGA-vitana og AGA-elda- vélarnar, sem íslenzkum hús- mæðrum til sveita eru að góðu kunnar. Svíinn John E. Ericsson fann upp skipsskrúfuna, — gerði þar stórmerka uppfinningu og kom skrúfan í stað nokkurs kon- ar parísarhjóla, sem hengd voru utan á skipshliðarnar........Og ótaldir eru þær þúsundir sænskra vísindamanna, sem með ýmsum minni uppgötvunum hafa fært vísindin fram eftir leið — án þess að fá nöfn sín skráð í alfræði- orðabækur feitu letri. Ekki má heldur gleyma heimsfrægum læknum, er Svíar eiga, t.d. heila- skurðlækninum Herbert Oliver- crona og Clarence Grafoord, sem sker upp hjörtu manna, bjargar blóðþrýstingssjúklingum með því að nema fitu frá hjarta- lokum og snýr við blóðrás „blárra“ barna. Ekki er unnt að stinga svo niður penna um Svía, að ekki sé minnzf á sænska kurteisi. Segir svo Guðbrandur prófessor Jóns- ugra og í samskiptum milli stétta. Með sænskri alþýðu eru umgengnisvenjur á hinn bóginn mjög frjálslegar, og sama er að segja milli kollega. Hitt eru út- lendir menn einnig ásáttir um, að er Svíar hafa brætt af sér klaka- stakk vanans, séu þeir allra manna fölskvalausastir, hleypi- dómalausastir og alúðlegastir. Hin formfasta, innantóma, þvingandi kurteisi Svíans við fyrstu kynni fær ekki dulizt. Verður mönnum því spurn: „Eru þetta meðfædd ósköp eða áunn- in? Ekki verður séð af fornum bókum, að Svíar hafi í umgengn- isháttum brugðið frá öðrum mönnum, er mæltu á danska tungu. Er fróðlegt að bera sam- an nútíma drykkjuceremóníur og þá drykkju, er Egill Skallagríms son fann Ármóð skegg í Verma- landsferð sinni. Segir svo í Eglu: „en við hvert full, er Ármóður drakk, þá mælti hann: „Drekk ek til þín, Egill“. Sláum svo upp í céremóníubók Svíanna (Etikett- ens Grammatik 1946). Eru þar í bálknum „Bjudningsteknik" upp- talin M) boðorð skálarinnar. Þar er 8. boðorðið merkilegast og hljóðar um, hvernig menn skuli hefja glasið upp í hæð við þriðja vestishnapp, áður en skálað sé. Einnig er þar kveðið svo á, að þrjár mínútur skuli líða milli skála. (Verða því eigi drukknar fleiri en 20 skálar pr. klukkt*. Skáldið og fjölfræðingurinn Hjalmar Gullberg er afar vin- sælt lj,ðskáld á Norðurlönd- um. Magnús Ásgeirsson hpfur þýtt mörg kvæði hans á ís- lenzku. Gullberg er einn hinna átján í sænsku akademíunni, sem veita bókmenntaverðlaun Nóbels. stund). Annars eru sænsk gildi hin skemmtilegustu og Svíar höfðingjar heim að sækja, veitt bæði vel og lengi. Við skálina hverfur vanakurteisin eins og dögg fyrir sólu, og drekka menn dús hver um annan þveran, en vel minnugir hins fornkveðna. Því es öldr bazt at aftr of heimtir hverr sitt geð gumi. Það skiptir engum togum, að helgisiðir þeir, sem „hövlighet“ nefnast á sænskri tungu, eru að sunnan komnir á 17. öld. Var þá þýdd úr latínu siðabók Erasmi Rotterdami hins lærða, „Een Gyldene Book om unga Person- ers Seders Höffligheet", og notuð til lestrarkennslu sænskum börn- um. Liggur þar hundur grafinn. Höfundum ber og saman um að titlatog Svía eigi hvergi sinn líka. Titlatogið mun sprottið af misskilinni kurteisi eða jafnvel feimni og ótta við að særa eða gerast of nærgöngull við hann, sem ávarpaður er. Hætti ég mér ekki út á þann hála ís að gera meiri grein fyrir þeim frumskógi reglna, sem þar gilda. Sleppi ég og því, að Svíar hafa meira en litla tilhneigingu til þess að „flikka“ upp á titla manna, eink- um ef þeir eiga eitthvað undir þá að sækja. Vilhjálmur Finsen seg- ir skemmtilega sögu af Svía, sem sannarlega hafði titlana á hrað- bergi. „Ég var einu sinni um borð I sænsku farþegaskipi í Gautaborg að kveðja góðan vin, sem ætlaði til Englands. Við stóðum við borð stokkinn og röbbuðum saman. Kemur þá ekki Svíi að okkur, vindur sér að vini mínum og seg- ir: „tror inte angbátspassagerar- en att vi far bra váder", heldur ekki „eimskipsfarþeginn“, að við fáum gott veður! Þessi náungi var ekki lengi að finna titil, sem undir öllum kringumstæðum gat staðizt, en brosleg var þessi dæmalausa ytri kurteisi“. Svíar njóta virðingar heims fyrir menningu sína, verklega sem andlega. Þúsundir manna koma árlega til Svíþjóðar úr öll. um hlutum heims til þess að læra af þeim. Þótt ég hafi áður sérstaklega getið vísindamennsku Svía, ber þó ekki svo að skilja, að önnur svið menningarinnar séu afrækt. Því fer víðs fjarri. Hvar sem borið er niður, rís merki þeirra hátt. í bókmenntum og sönglist og leiklist skipa Svíar háan sess. Sænskir söngvarar og leikarar hafa um áraraðir verið útflutningsvara til hins stóra heims, þar sem listamennirnir hafa aukið hróður heimalands síns. Nægir að nefna nöfnin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.