Morgunblaðið - 23.07.1957, Blaðsíða 6
6
MORGUNBT4Ð1Ð
Þriðjudagur 23. júlí 195'í
V/ð hotn Miðíarbarhafs
ALLTAF er við og við getið
um óeirðir á landamær-
um ísraels og Sýrlands,
við Gaza-ræmuna eða í
Negeb. Slíkar fregnir bera vott
um að þarna lifir glatt í kolunum.
Eins og sakir standa er þó ekki
rétt að gera of mikið úr þýðingu
þessara óeirða, en þær eru svo
sem eins konar undirleikur við
þau stjórnmálaátök og togstreitu,
sem fara fram, ýmist bak við
eða framan við tjöldin, í löndun-
um fyrir botni Miðjarðarhafsins.
Þó hefur þessara átaka ekki orð
ið mjög vart úti í frá, nema í
einstökum fréttum, en á síðustu
vikum verið teflt mjög harðlega'
um stjórnmálalega afstöðu og
áhrif í þessum löndum. Hin löngu
samtöl Nehrus við Nasser í Kairó,
þegar hann var á heimleið frá
Samveldisráðstefnunni á dögun-
um, er einn þátturinn í skáktafli
stjórnmálamannanna um þetta
svæði.
Sú staðreynd, sem mest hefur
borið á í sl. mánuði í sambandi
/ið þessi mál er einangrun Eg-
yptalands og Sýrlands. Nasser á
sjálfur mikinn þátt í þessari ein
angrun landsins, hann átti marga
góða leiki eftir að Bretar og
Frakkar voru knésettir í sam'
bandi við Súez-málin en hann
tefldi of djarft, og af of mikilli
drottnunargirni. Áætlun Eisen
howers um aðstoð til landanna
við Miðjarðarhafsbotn hefur haft
meiri áhrif en ella hefði orðið,
vegna óttans við Nasser. Tilraun
Egypta til að ná töglum og högld-
um meðal Arabalandanna mis-
heppnaðist. Beitti þó Nasser öll-
um ráðum og sveifst þess sízt
að beita brögðum, eins og kom
fram í sambandi við það, nvernig
hann ætlaði sér að nota stöðu
egypzkra hermálafulltrúa við hin
ar ýmsu sendisveitir í Araba-
löndunum. En hermálaráðunaut
um þessum var vísað heim, þeg-
ar upp komst um að þeir væru
fremur samsærismenn en diplo-
matiskir fulltrúar. Þegar Nasser
dró Sýrlendinga með sér út í
það ævintýri að taka við vopna-
sendingum frá Rússlandi, þá kom
sú afleiðing fljótt í ljós að kon-
ungarnir í Saudi-Arabíu, írak og
Jórdanríki, sem annars voru
mjög fjandsamlegir hvor öðrum
þjöppuðu sér fast saman. Bagdad
samningurinn, sem margir töldu
að væri úr sögunni, fékk nýtt
líf með stuðningi Bandaríkja-
manna. Ekki má heldur gleyma
þvi að nærvera 6. flota Banda-
ríkjamanna undan ströndum Mið
jarðarhafslandanna hefur reynzt
hafa mikil áhrif á því svæði.
Nasser hefur nú séð að honum
hefur algerlega misheppnazt og
reynir hann að bjarga því, sem
bjargað verður. Hann hefur reynt
að ná aftur sambandi við Saud
konung. f byrjun þessa mánaðar
sendi hann yfirhershöfðingja
sinn, Amer hershöfðingja til Ríad
og talað er um, að Egyptar muni
láta Saudi-A’rabíu í té þrýstilofts-
flugvélar. Sýrlendingar friðmæl-
ast nú einnig við Saud konung.
Hann er sá af höfðingjum í þess-
um löndum, sem nýtur mestrar
velvildar Ameríkumanna. Hann
er einnig höfðingi í hinu gamla
höfuðlandi Araba og óbilandi
fjandmaður Ísraelsríkis, sem allir
Arabar hata. Saud konungur hef-
ur þannig mjög sterka afstöðu
og þá vinnur Nasser mikið, ef
hann vinnur hann. Vonlítið er þó
talið að Nasser takist að ná þeim
lökum á Saud-konungi, sem hann
vill, enda þótt búizt sé við, að
Saudi-Arabía muni ekki tengjast
Vesturlöndum eins náið og frak
og ekki gerast aðili að Bagdad-
bandalaginu.
En Nasser reynir einnig að
rjúfa einangrun landsins á víðara
sviði. í ræðu, sem hann hélt í
Kairó fyrir nokkru lét hann í
ljós, að hann vonaðist til að góð
sambúð tækist aftur með Bret-
um og Egyptum. Hann hefur
einnig þreifað fyrir sér hjá Frökki
um og hefur verið talað um nýja
og hagstæða verzlunarsamninga
milli landanna. Nasser mun einn-
ig langa til að komast að sam-
komulagi við Breta um innstæð-
ur Egypta þar í landi. Hér gætu
verið ýmsir möguleikar til sátta
en Nasser mun ganga miklu ver
gagnvart Bandaríkjamönnum.
Þeim finnst sem Nasser hafi van-
þakkað þeim íhlutunina í Súez-
málið og tortryggja hann enn
vegna sambandsins við Rússland.
Bætti það sízt um þegar Egypt-
ar fengu nokkra rússneska kaf-
báta, nú ekki fyrir löngu.
Ef á heildina er litið lítur nú
friðvænlegar út í löndunum fyr-
ir botni Miðjarðarhafs en oft hef-
ur verið áður. Menn þreifa þar
fyrir sér til allra hliða. Hreyf-
ing er í þá átt að nota þennan
friðartíma, ef svo má kalla það,
til þess, ef hægt væri, að sætta
Arabaþjóðirnar við tilveru fsra-
els, en það er erfiðasta viðfangs-
efnið í þessum löndum. Rætt hef-
ur verið um að koma arabiskum
flóttamönnum frá fsrael fyrir í
nágrannalöndunum og fá þar til
fjárhagslega aðstoð fsraelsríkis
og Bandaríkjanna. Einnig hefur
nokkuð verið aðhafzt í því efni
að reyna að fá samkomulag um
að skip ísraelsmanna megi sigla
um Akabaflóann. Bæði þessi mál
eru mjög erfið viðfangs. Talið er
að Bandaríkjamenn muni beita
áhrifum sínum í Jórdanríki, sem
nú eru mikil, í þá átt að það
gangi á undan með góðu fordaemi
og veiti flóttamönnum frá fsra-
el framtíðarstöðu í landi sínu.
Bandaríkjamenn beita einnig á-
hrifum sínum, til að ísraelsmenn
fái frjálsan aðgang að hinni þýð-
ingarmiklu höfn sinni, Elath við
Akabaflóa, og fari svo að það tak-
ist að leysa úr flóttamannavanda-
málinu og siglingamálinu í Akaba
fióa, hafa stór skref verið stigin
til að jafna deilumálin milli fsra-
els og Arabalandanna.
En þrátt fyrir það, þó ýmis-
legt bendi til þess að hið „óró-
lega” svæði við Miðjarðarhaf
verði í náinni framtíð ekki eins
hættulegt friðnum eins og verið
hefur, dylst þó engum að þaðan
gæti verið von ýmissa tíö'nda og
það er hvergi nærri öruggt að
takast muni að sætta Araba og
ísrael, en hatrið milli þessa aðila
er mesta vandræðamálið af mörg
um við Miðj arðarhafsbotninn.
Forsefahjónin fengu goff veð-
ur á för sinni um Dalasýslu
Dalasýslubúar fögnuðu
þeim og færðu
þeim að gjöf geslabók
Búðardal, 22. júlí.
FORSETI ÍSLANDS, hr. Ásgeir
Asgeirsson og forsetafrúin Dóra
Þórhailsdóttir, komu í opinbera
heimsókn í Dalasýslu um síðustu
helgi. f fylgd með þeim var for-
setaritari, Haraldur Kröyer. —
Veður var mjög gott og hefur
verið alla ferðina, en forsetahjón-
in eru á suðurleið í dag.
MÓTTÖKUR Á
SÝSLUMÖRKUM
Á laugardaginn tóku á móti
forsetahjónunum á sýslumótum
Dalasýslu og Mýrasýslu, þeir
Friðjón Þórðarson sýslumaður
og kona hans, Ásgeir Bjarnason
alþingismaður, sr. Þórir Stefen-
sen og sr. Eggert Ólafsson ásamt
nokkrum fleirum. Þar á sýslu-
mótunum blöktu fánar við hún
Hér á myndinni sést aðstoðarstúika í rannsóknarstofu í Moskvu
sýna þrjá hunda, sem sendir voru með flugskeyti upp í 100 kíló-
metra hæð. Þeir eru við ágæta heilsu, þrátt fyrir ferðalagið.
WJPíH sferifar úr |
Máildaaieaa lífinu
Næturakstur við
sjúkrahús
17'YRIR nokkru þurfti ég að vaka
*■ hjá sjúklingi í Landakots-
spítalanum og var þar frá kl.
23 til kl 4 um morguninn.
Ég sat við gluggann sem vísar
út að Túngötu, mikil umferð var
um Túngötuna, af gangandi fólki,
skellinöðrum og bílum langt fram
yfir miðnætti.
Kl. 2 um nóttina fór ég að
skrifa niður bílana áem fóru fram
hjá sjúkrahúsinu og reyndust þeir
vera 88 frá kl. 2 til kl. 3 og frá
kl. 3 til kl. 4, 53 bifreiðir, þar að
auki sá ég og heyrði til margra
bíla sem komu upp Hávallagötu
og óku um Hrannarstíg.
Það hljóta allir að viðurkenna,
að slík umferð og sá hávaði, sem
hún veldur er illþolandi fyrir
sjúkt fólk, það er því nauðsynlegt
að að minnsta kosti þeim hiuta
Túngötunnar sem að spítalanum
veit sé lokað fyrir umferð öku-
tækja frá því kl. 8 að kveldi til
kl. 8 að morgni.
Vonandi sjá yfirmenn lögregl-
unnar, eða þeir sem þessi mál
heyra undir um, að þetta komist
í framkvæmd, ekki eingöngu við
Landakotssjúkrahúsið, heldur og
að þeir gefi sér tíma til að athuga
á hvern hátt svefnfriður sé bezt
tryggður gegn næturumferð öku-
tækja á öllum sjúkrahúsum í bæn
um.
Mál sem að Landakoii
snýr
EKKI er það heldur heppilegt
hjá stjórn sjúkrahússins, að
láta starfsfólkið ganga um aðal-
dyr sjúkrahússins á nótunni, er
það kemur heim og þurfa að
hringja hvellri bjöllu í hvert
skipti, til að gera vart við sig.
V. H. Vilhjálmsson.
Tiilitsleysi við veg-
farendur
NÝLEGA hefur Nauthólsvegur
í Fossvogi verið grafinn í
sundur og honum lokað. Vegur
þessi hefur verið aðalumferðai -
leið Kópavogs- og Fossvogsbúa út
í Nauthólsvík í mörg ár. Engin
skilti hafa verið sett við vegar-
enda um að vegurinn sé lokaður
Þessa góðviðrisdaga hefur því
mátt sjá fjölda fólks villast út á
veginn, oft konur með barna-
vagna eða heilan barnahóp, sem
stöðvast svo við hindranir á miðj-
um veginum.Það virðist sjálfsögð
skylda, þegar gömlum leiðum er
lokað að skilti séu sett á vegar-
enda um að leiðin sé lokuð.
Kópavogsbúi.
Þunglyndur Sveinn
SVEINN skrifar:
Það er orðið dálítið erfitt að
lifa þessa dagana. Ég og konan
mín ætluðum í sumarfrí til Norð-
urlanda og höfum sparað okkur
til þeirrar ferðar nú í fimm ár.
Við höfðum pantað far og allt var
í stakasta lagi. En svo kom far-
mannaverkfallið og setti heldur
en ekki babb í bátinn. Nú verðum
við að sitja heima, allar okkar
áætlanir fara út í veður og vind
og einnig þess fólks sem við hugð-
umst heimsækja í Noregi og Sví-
þjóð. En það er ekki nóg með
það að svona sé heldur verður
sitthvað annað til þess að angra
mann á þessu ágæta sumri. Ég
hefi ekki smakkað kartöflur með
fisknum mínum í marga daga.
Þær fást ekki og vildi maður nota
brauð þá er því ekki frekar að
heilsa. Allt verður maður að
borða meðlætislaust. Þetta er
meira ástandið, maður gæti hald-
ið að komin væri aftur styrjóld,
siglingar tepptar mánuðum sam-
an, og skortur algengustu og nauð
synlegustu fæðutegunda. Og þó
hefir maður haldið að lífið færi
alltaf batnandi.
Ég beiðist þess eins að þetta
vandræðaástand verði leyst sem
allra fyrst á einhvern hátt.
Sýslumannsfrúin færði forseta-
[ frúnni fagran blómvönd um leið
og hún steig yfir sýslumörkin.
MIÐDÆLINGAR SAMAN-
KOMNIR AÐ KVENNABREKKU
Síðan var ekið sem leið liggur
í Dali og var sýslumaður í bíl
með forsetahjónunum. Var stað-
næmzt á Kvennabrekku, en þar
var fyrir fjöldi Miðdælinga að
fagna forsetahjónunum. Ræddi
forsetinn þarna við nokkra menn
en gekk síðan í kirkju og skoð-
aði hana.
FÆRÐI FORSETAFRÚNNI
BLÓMVÖND
Eftir skamma viðdvöl var
haldið til Búðardals og komið
þangað um kl. 15.30. Var þar
samankominn mannsöfnuður víða
að úr sýslunni, sem fagnaði for-
setahjónum og lítil telpa í þjóð-
búningi færði forsetafrúnni fagr-
an blómvönd.
SAMSÆTI í BÚÐARDAL
í samkomuhúsinv. var sameig-
inleg kaffidrykkja. Þar ávarpaði
sýslumaður íorsetahjónin með
snjallri ræðu og bauð þau vel-
komin. Síðan talaði Ásgeir
Bjarnason alþingismaður fyrir
minni forsetans og Steinunn Þor-
gilsdóttir á Breiðabólstað mælti
fyrir minni forsetafrúarinnar. —
Séra Þórir Stefensen flutti for-
setanum kvæði frá Ólafi Skag-
fjijrð bónda í Þurranesi. Síðast-
ur ræðumanna var Sigtryggur
Jónsson hreppstjóri.
GJÖF TIL FORSETAHJÓN-
ANNA
Sýslumaður færði forsetahjón-
unum að gjöf frá sýslubúum
forkunnarfagra gestabók með út-
skornum spjöldum, en þar var
greypt á skjaldarmerki Dalasýslu
hvítabjörn á bláum feldi með
áletrun frá sýslubúum til forseta-
hjónanna. Útskurð þennan hafði
gert Guðmundur Kristjánsson
bóndi á Harðabóli í Miðdölum.
í bókina skráðu allir nöfn sín er
við forsetakomuna voru staddir.
Að lokum flutti forseti ræðu
og þakkaði gjöfina og hlýjar
óskir til þeirra hjónanna. Milli
þess sem ræður voru fluttar voru
ættjarðarlög sungin.
Kvöldverð snæddu forsetahjón-
in á heimili sýslumanns, og síðar
um kvöldið var boð hjá sýslu-
mannshjónunum fyrir forseta-
hjónin og aðra gesti sem voru
hreppstjórar og oddvitar og fleiri,
FYLGT ÚR HLAÐi
Á sunnudaginn héldu forseta-
hjónin för sinni áfram vestur, en
þeim fylgdi móttökunefndin,
vestur að sýslumörkum Dala-
sýslu og Barðastrandarsýslu. I
móttökunefndinni voru: Friðjón
Þórðarson sýslumaður, séra Egg-
ert Ólafsson prófastur, og séra
Þórir Stefensen, en einnig fylgdi
Ásgeir Bjarnason alþingismaður
forsetahjónunum út úr sýslunni.
AÐ SÝSLUMÖRKUM
Á þeirri leið var staðnæmzt
að Kirkjuhvoli í Saurbæ og voru
þar staddir margir Saurbæingar.
Séra Þórir Stefensen ávarpaði
^orsetahjónin og bauð þau vel-
komin. Síðan flutti hann morg-
unbæn í kirkju, en kirkjukórinn
söng. Að því loknu skoðuðu for-
setahjónin kirkjuna. í Ólafsdal
var snæddur hádegisverður í boði
Saurbæjarhrepps og var síðan
haldið inn með Gilsfirði að sýslu-
mótum Barðastrandarsýslu, en
þar var fyrir sýslumaður Barð-
strendinga Ari Kristinsson med
fríðu föruneyti sem fagnaði for-
setahjónunum en för þeirra var
heitið í Austur-Barðastrandar-
sýslu.
aÐ SKARÐI
í dag kemur forsetinn til baka
og verður þá ekið fyrir Klofn-
ing. Munu forsetahjónin koma
að Skarði á Skarðsströnd og í
Húsmæðraskólanum á Staðarfelli
drekka þau síðdegiskaffi, í boði
Kvenfélags Fellsstrandar. Síðan
halda þau suður. — Elís.