Morgunblaðið - 23.07.1957, Blaðsíða 16
}
2-24-80
162. tbl. — Þriðjudagur 23. júlí 1957.
Var Lúðvík án umboðs ríkis-
stjórnarinnar ?
<5>-
Ný stabfesting á ótrúlegu ábyrgðarleysi
sjávarútvegsmálarábherra
i farmannadeilunni
ÖRN STEINSSON, formaSur Vél-
stjórafélags fslands, birti sl.
sunnudag í Alþýðublaðinu all-
langa grein, sem nefnist: Hver
eru ágreiningsatriðin í kaupdeil-
unni?
Örn lýkur grein sinni með þess-
um ummælum:
„Útgerðarmenn hafa ekki feng-
izt til að ræða kröfur þessar,
og hafa á engan hátt reynt í sam-
ráði við fulltrúá sjómanna að
finna lausn á deilunni. Ég hygg
því að deila þessi sé útgerðar-
félögunum ekkert hryggðarefni^
og nokkuð liggi þarna á bak við,
sem tíminn mun síðar leiða í
ljós.
Ríkisstjórnin hefur og unnið
slælega að leysa þessa deilu. Sjáv
arútvegsmálaráðherra hefur þó
setið með okkur allmarga fundi,
til að reyna að finna lausn á
deilunni. Ég þakka honum fyrir
tilraunir hans. En því miður virð-
ist hann hafa takmarkað umboð.
Deilan verður auðsjáanlega
ekki leyst nema aðstoð ríkisstjórn
arinnar komi til. Ég skora því á
stjórnina að gefa sjávarútvegs-
málaráðherra fullkomið umboð
til að koma verulega til móts við
kröfur sjómannanna.
Viðræðurnar við sjávarútvegs-
málaráðherra hafa sýnt, að hægt
er að brúa bilið, ef skilningur
er fyrir hendi á báða bóga.
Ath.: Grein þessa neitaði Morg-
unblaðið að birta. Hvers vegna?
örn Steinsson“.
Hér við er það að athuga, að
Morgunblaðið taldi greinina ó-
þarflega langa og að betra væri
fyrir málefni það, er greinarhöf-
undur vildi skýra, og lesendur
blaðsins, ef hann vildi stytta hana
nokkuð. Um það kvaðst greinar-
höfundur ekki vera til viðræðu
og hefur í þess stað snúið sér til
Aiþýðublaðsins um birtingu henn
ar.
Að öðru leyti felst í þeim kafla
greinarinnar, sem birtur er hér
að framan, staðfesting á þvi, er
Morgunblaðið hefur sagt um
málið.
Útgerðarmenn treysta sér ekki
til hækkana, nema þeir fái þær
bættar upp að tilhlutun ríkis-
stjórnarinnar. Lúðvík Jósefsson
hafði berum orðum fallizt á þetta.
Þegar til kom kvað forsætisráð-
herra ríkisstjórnina ekki til við-
ræðna um það, að svo stöddu. Sú
synjun var ekki aðeins í algeru
ósamrærni við orð Lúðvíks, sem
hann síðan hefur reynt að hlaupa
frá, heldur og við fyrri afstöðu
stjórnarinnar sjálfrar. Með farm-
gjaldahækkuninni eftir kaup-
hækkunina í vetur viðurkenndi
stjórnin, að útgerðarfélögin gætu
ekki staðið undir hækkun nema
með nýjum tekjum. Sú farm-
gjaldahækkun var að sjálfsögðu
ekki meiri en þá þurfti á að
halda. Ný kauphækkun nú krefst
því nýs tekjuauka í einhverri
mynd.
Þetta sjónarmið hlýtur einnig
að hafa ráðið því, að stjórnin lét
Ríkisskip — að ógleymdu S.f.S.
— vera á móti þeirra sáttatillögu,
sem Alþýðublaðið hefur nú ótví-
rætt viðurkennt, að ríkisstjórnin
sjálf standi að.
í þessu lýsir sér hinn víta-
verðasti tvískinnungur af hálfu
stjórnarinnar. Ummæli Arnar
Steinssonar kasta enn nýju Ijósi
yfir þá fáheyrðu tvöfeldni, sem
þarna hefur komið fram.
Orð Arnar verða á engan hátt
annan skilin en þann, að Lúðvík
Jósefsson hafi látið á sér skilja,
að hann hefði „takmarkað um-
boð“ frá ríkisstjórninni. Þ.e. að
hún vildi ekki ganga jafn-langt
til móts við deilu-aðila og sjálf-
ur hann.
Þegar Lúðvík hampar betri
kjörum en sáttatillagan. segir til
um, þá á ósamræmið sem sé alls
ekki að vera hans sök, heldur sam
starfsmannanna! Slík vinnubrögð
eru vissulega ekki líkleg til að
leiða til lausnar nokkurs vanda.
Einar Guðmundsson
Síldaraflinn 388,8
þús. mál og tunnur
siórfcaupm., lálinn
Á SUNNUDAG andaðist hér í bæ
Einar Guðmundsson, stórkaup-
maður. Hann var 61 árs að aldri
fæddur 5. sept. 1895 að Hreins-
stöðum í Hjaltastaðaþinghá. Ár-
ið 1925 fluttist Einar til Reykja-
víkur og gerðist þá verzlunar-
maður, rak um langt skeið um-
boðs- og heildverzlun í Austur-
stræti 20. Seinni kona hans Jó-
hanna Hallgrímsdóttir, lifir<^
mann sinn.
Einar Guðmundsson var vel
metinn borgari þessa bæjar og
verður hans minnzt nánar hér í
blaðinu síðar.
Nokkru minni en á sama tíma í tyrra
1 SÍÐASTLIÐINN laugardag (20. júlí) á miðnætti var síldaraflinn
sem hér segir (tölur í svigum sýna aflann á sama tíma í fyrra):
1 bræðslu
I salt
I frystingu
325.336 mál (202.317)
57.099 upps. tn. (217.354)
6.341 uppm. tn. ( 7.280)
Samtals mál og tunnur 388.776
(426.951)
Á þeim tíma, sem skýrsla þessi er miðuð við var vitað um S>t
skip, sem var búið að fá einhvern afla (í fyrra 187), en af þeim
höfðu 212 skip (í fyrra 180) aflað 500 mál og tunnur samanlagt
og meira. — Síldveiðiskýrsla Fiskifélagsins er birt í heild á bls. 3.
Litlafellið stöðvað vegna
brots á undanþágu
Flutti sement fyrir starfsmann SIS
ÞAU tíðindi hafa nú gerzt í far-
mannadeilunni að eitt hinna
þriggja olíuflutningaskipa, sem
hafa siglt með undanþágu, á ýms
ar hafnir innanlands hefur verið
stöðvað vegna brots á reglum
verkfalisstjórnarinnar.
Löndunarkrani d
Rauíarh. skemmdist
RAUFARHÖFN, 22. júlí — Einn
af fjórum löndunarkrönum síld-
arverksmiðjunnar skemmdist all-
mikið í gærdag er norskt skip
með vélbilun var að leggja að
bryggju. Vél skipsins tók á fulla
ferð áfram í staðinn fyrir aftur
á bak. Fór skipið því á tals-
verðri ferð á bryggjuna með þeim
afleiðingum að mastrið á skip-
inu brotnaði og féll á þilfarig,
Sjóréttur verður haldinn hér og
er sýslumaðurinn á leiðinni ásamt
tveim mönnum frá Akureyri,
sem eiga að meta skemmdirnar.
—Einar.
SEYÐISFIRÐI, 22. júli — Brezka
rannsóknarskipið Explorer kom
hingað I morgun, en óvíst er um
erindi þess. — Fjöldi norskra
veiðiskipa hefur verið hér und-
anfarna daga. —B.
UNDANÞÁGA FYRIR
SÍLDARSVÆÐIÐ
Eins og kunnugt er hafa þrjú
olíuskip haft heimild til þess, að
sigla með olíu til hafna á síld-
arsvæðinu en það telst frá Isa-
firði um Norðurland til Fáskrúðs-
fjarðar. Ennfremur hefur verk-
fallsstjórnin veitt þessum skip-
um heimild til þess að sigla á
nokkrar hafnir aðrar, vegna sér-
stakra aðstæðna.
OLÍUSKIPIÐ FLUTTI SEJVIENT
Eitt hinna þriggja skipa, Litla-
fellið, sem er eign Olíufélagsins
(ESSO) hefur nú verið stöðvað
vegna þess að það hefur misnotað
hrapallega þá undanþágu er verk
fallsstjórnin veitti því. Brot fyr-
irsvarsmanna skipsins er 1 því
fólgið, að með skipinu voru flutt
ar 10 lestir af sementi frá Akur-
eyri til Reykjavíkur fyrir einn
starfsmann skipadeildar SÍS hér.
SKIPIÐ STÖÐVAÐ
Fyrir þetta brot stöðvaði verk-
fallsstjórnin Litlafellið þegar í
stað og liggur það nú hér í
Reykjavík og er sementið um
borð í skipinu og fæst því ekki
skipað í land.
Laumiifarþegi
KEFLAVÍK, 22. júlí. — í gær-
kveldi þegar verið var að af-
greiða Pan American-flugvél á
Keflavíkurflugvelli kl. um 22
kom í Ijós þegar farangurs-
geymsla vélarinnar var opnuð, að
þar var laumufarþegi sem læðst
hafði um borð í flugvélina í
London.
Þetta var piltur um tvítugt,
þýzkur að þjóðerni. Ætlaði piit-
urinn að komast til New York,
en flugvélin var á leið þangað.
Pilturinn var látinn halda áfram
með vélinni. Fékk hann sæti í
farþegaklefa flugvélarinnar, en
þar voru fyrir ýmis stórmenni,
meðal annars þingmenn brezka
íhaldsflokksins. — Bogi.
Heyskapur gengur víða mjög vel í sveitum í sumar. Þurrkar eru stöðugir og víða er sprctta
ágæt. Fólk vinnur myrkranna á milli, því aldrei er að vita hvenær breytir til og gengur i
óþurrka. Þá er betra að eiga iðgræna ilmandi töðuna örugglega varða inni í hlöðu. Þessi mynd
var nýlega tekin þar sem fólk var við heyskap.
Fjöldi erlendra ferðamanna hefir orðið
að hœtta við sumarferðalag til Íslands
Vandrœði og erfiðleikar skapasf
vegna samgönguteppunnar
ÓVENJULEGA mikið er nú að
gera hjá flugfélögunum. Bæði er
það að vöruflutningar út um land
hafa aukizt stórkostlega og einnig
farþegaflutningar til útlanda
vegna farmannadeilunnar. Fjöldi
erlendra ferðamanna hefur orðið
að hætta við íslandsferð og lief-
ur samgönguteppan verið mikill
hnekkir fyrir landkynningu ís-
lenzku ferðaskrifstofanna er-
lendis og komið sér mjög baga-
lega fyrir fjölda útlendinga, sem
vafamál er að leiti hingað síðar
meir.
Undanfarin sumur hefur Ferða
skrifstofan tekið á móti hópum
útlendinga sem komið hafa hálfs-
mánaðarlega með Heklu og Gull-
fossi. Hundruð ferðamanna höfðu
ætlað hingað í sumar með skip-
um þessum og skipulagt ferðalag
sitt fyrir löngu, en verða nú að
hætta við allt saman og eítir upp-
lýsingum sem blaðið fékk frá
Ferðaskrifstofunni í gær ríkir
hið mesta vandræðaástand í þess-
um málum. Sérlega illa hefur
samgönguteppan einnig komið sér
fyrir erlendar ferðaskrifstcfur
sem ráðgerðu íslandsferðir, en
urðu svo að afboða þær á síðustu
stundu. Fólk erlendis pantar ferð
ir með 6 mánaða fyrirvara, og er
því erfitt að breyta til þegar að
brottför er komið.
Hefur þetta allt skapað erfið-
leika og vandræði hjá þeim sem
hingað hafa ætlað að koma og
skaðað ísland sem ferðamanna-
land. Þrír ferðamannahópar frd
Svíþjóð hafa orðið að hætta viS
komuna, svo eitthvað sé nefnt,
danskur ferðamannahópur og
fleiri. Nokkur úrbóta hafa i’ug-
vélarnar verið, en upppantað er
nú með flugvélum Flugfélagsins
fram í miðjan ágúst, en þar eru
daglegar ferðir til útlanda. En
kostnaður við flugfar er yfirleitt
svo mikill að flestir erlendu fet'ða
mennirnir telja sig ekki geta bor-
ið hann.
Hingað var væntanlegur hópur
þýzkra jarðfræðinga og kennara
frá Suður-Þýzkalandi, og er nú
í athugun hvort unnt verður að
fá honum flugfar hingað til lands.
Þá er og væntanlegt hingað 17.
ágúst skemmtiferðaskip með 250
Þjóðverja. Skipið er júgó-
slavneskt og heitir Jadran. Mun
það staðnæmast hér einn dag.
k
Wr- ■