Morgunblaðið - 23.07.1957, Blaðsíða 1
>
Bretar viðbúnir í Oman
Flytja liðsafla til
mágrannalandanna
London, 22. júlí.
FrA Reuter-NTB.
BSETAR undirbjuggu i dag flug-
Télar til aS flytja hermenn til
Onun og Maskat til a» hjálpa
■oldáninum á verndarsvæðinu í
baráttúnni við uppreisnarmenn.
Jafnframt sagði egypzkt blað frá
því, að aðalritari Arababandalags
ins væri að reyna að fá meðlima-
rikin til að styðja „baráttuna
gogn brezkri heimsvaldastefnu í
Oman“, eins og hann orðar það.
í neðri málstofu brezka þings-
Ins sagði Selwyn Lloyd utanrík-
isráðherra, að brezkar hersveitir
hefðu verið fluttar til í varúðar-
■kyni, ef til alvarlegra átaka
kæmi í Oman, en eftir því sem
hann bezt vissi væru engar brezk
ar hersveitir komnar til Óman.
HJÁLP frA ÖÐRUM
RÍKJUM
Lleyd aagði, að uppreisnar-
í Oman hefðu án nokkurs
fail fengiS hjálp frá öðrum
tikjum. Þess vegna er það rétt
aS við tökum vel í beiðni sol-
dánsins um hjálp, sagði hann. —
Brezka herstjórnin á staðnum
hefur fengið heimild til að gera
ákveðnar hernaðarlegar varúð-
•rráðstafanir, en aðeins innan
ákveðinna takmarka.
NEITAÐI AÐ LOFA
NOKKRU
Lloyd vísaði á bug þeirri um-
leitan eins af þingmönnum Verka
| mannaflokksins, að hann héti®
því að láta brezkar hersveitir [
ekki taka þátt í bardögum, fyrr
en neðri málstofan hefði fengið
nákvæmar upplýsingar um mál-
ið.
Yfirleitt gera stjórnmálamenn
í London ekki mikið úr upp-
reisninni í Oman. Umsagnir
blaða um hana hafa verið ýktar.
Kaíró-blaðið „AI Goumhouria“
skýrði frá því í dag, að Abdel
Khalek Hassouna aðalritari Ar-
ababandalagsins hafi átt viðræð-
ur við fulltrúa frá „imam“ (trú-
arleiðtoganum) í Oman, sem var
vísað úr landi af soldáninum.
Hassoun hefur líka samband við
stjórnir meðlimaríkjanna til að
leita stuðnings þeirra „gegn
brezkri heimsvaldastefnu í Om-
an“, segir í sama blaði.
SOLDÁNI að kenna
Sumar heimildir segja, að upp-
reisnin eigi rætur að rekja til
þess, að soldáninn hafi látið
handtaka leiðtoga ættflokkanna,
sem gert hafa uppreisn. Þessi
leiðtogi eða sjeik fékk fyrst vin-
samlegt boð frá soldáninum um
að koma til viðræðna við hann,
en þegar hann kom, var hann
fangelsaður. Sagt er, að herstyrk-
ur ættflokkanna sé öflugur og
muni að líkindum fá yfirhöndina
yfir brezku hersveitunum, sem
soldáninn hefur til umráða.
Seint í kvöld var frá því sagt,
að brezk herdeild hefði verið
flutt flugleiðis frá Kenya til
Aden.
Beyinn bíður
TÚNIS, 22. júlí — Hinn 76 ára
gamli bey í Túnis beið þess í
kvöld í höll sinni í Kai-þago, að
honum bærust boð um, að hann
hafi misst völd og mannvirð-
ingar. Stjórnarflokkurinn sat á
fundi til að taka ákvörðun um að
gera Túnis að lýðveldi. Bourgiba
forsætisráðherra er talinn sjálf-
kjörinn forseti hins nýja lýð-
veldis, en hann hefur ráðizt á
beyinn og ættmenn hans fyrir
að hafa sankað að sér gulli og
grænum skógum meðan þeir sátu
við völd. í Túnis var allt með
kyrrum kjörum í kvöld, og ekki
er talið, að brottrekstur hins
aldna þjóðhöfðingja hafi nein
veruleg áhrif á landsmenn.
Auslur-þýzkur
rifsfjóri flýr
Berlín, 22. júli.
RITSTJÓRI austur-þýzka komm-
únistablaðsins „Berliner Zeitung"
Arno Rattay, hefur flúið til Vest-
ur-Berlínar. Austur-þýzki komm-|
únistaflokkurinn hafði fyrirskip-
að rannsókn á högum hans og
Iíferni, vegna þess að hann hafði
tekið við 10 mörkum í vasapen-
inga, þegar hann var að ferðast
í Vestur-Þýzkalandi á vegum
blaðs síns. Hver gestur frá Aust-
ur-Þýzkalandi fær þessa fjárhæð
greidda af vestur-þýzkum stjórn-
arvöldum, þar sem blátt bann
liggur við því að fara með pen-
inga út úr Austur-Þýzkalandi.
Dulles frúir ekki öðru en
mannkynið bjargí sjálfu sér
„Míss Universe^
Fegurðardrottning Perú, Gladys Zender, 18 ára gömul, vann
titilinn „Miss Universe“ á Langasandi á laugardaginn. Næst
henni kom fegurðardrottning Brazilíu, en síðan fegurðardrottn-
ingar Bretlands, Kúbu og Þýzkalands.
Gladys Zender er fyrsta fegurðardísin frá Suður-Ameríku,
sem hlýtur hinn eftirsótta titil. Verðlaunin eru m. a. 5000 dalir
í reiðufé, ýmiss konar dýrmætar gjafir og vel launað starf í
lieilt ár. Að líkindum á hún einnig möguleika á að komast inn
í kvikmyndaheiminn.
Stúlkurnar fimm, sem tóku þátt í lokakeppninni, voru valdar
úr hópi 14 stúlkna, sem tóku þátt í undankeppni, en þær voru
aftur valdar úr hópi 32 fegurðardísa hvaðanæva úr heiminum.
Myndin er tekin klukkan átta á laugardagsmorgun, þegar
Gladys Zender var krýnd „Miss Universe 1958“.
Washington,.22. júlí.
Frá Reuter-NTB.
DDLLES ' utanríkisráðherra
Bandaríkjanna hélt útvarps- og
sjónvarpsræðu í kvöld og sagði,
að enda þótt ekki hefði unnizt
mikið, þá værum við nú nær því
marki en áður að finna samkomu
lagsgrundvöll fyrir afvopnun.
Hin knýjandi nauðsyn á sam-
komulagi hefði gert fulltrúa ríkj-
anna, sem þátt taka í umræðun-
um, raunsærri og einarðari. En
meðan Rússar sýna þess engin
merki, að þeir hafi áhuga á af-
vopnun, verða Bandaríkjamenn
að halda styrk sínum og halda
fast við varnarbandalögin. Banda
ríkin munu aldrei gera neitt það,
•r stefnt geti öryggi Vestur-Ev-
rópu í voða, sagði Dulles.
GRUNDVÖLLUR
Dulles benti á, að tillögur
Bandaríkjanna um afvopnun
gætu orðið grundvöllur að mikil-
vægu byrjunarstarfi, sem hefði
það að markmiði að beisla eyði-
leggingaröflin. Kvaðst hann
vona, að Rússar gengju að þess-
um tillögum.
VILJA OG VILJA EKKI
Hann sagði, að Rússar virtust
vera reiðubúnir til að samþykkja
eftirlit á landi og í lofti sem
fyrsta áfanga í afvopnun, en hins
vegar væru menn ekki á eitt sátt-
ir um þaö, hvar hafa skyldi eft-
irlit og í hvaða formi. Rússar
virðast líka hika við að sam-
þykkja stöðvun á framleiðslu
kjarnorkuefna til hernaðarþarfa,
en slík stöðvun gæti komið í veg
fyrir, að framleiðsla kjarnorku-
vopna hefjist um allan heim.
Rússar vilja bráðabirgðastöðvun
á framleiðslu kjarnorkuvopna án
þess að taka nokkurt tillit til
annarra spurninga í sambandi
við afvopnun, sagði DuIIes.
TÍMINN EKKI
TAKMARKALAUS
Hann kvað Bandaríkin mundu
halda áfram viðleitni sinni við
að fá Rússa til að samþykkja
sáttmála um afvopnun, og mundu
þaú í því efni hafa fyllsta sám-
starf við Vesturveldin. En tím-
inn er ekki takmarkalaus, sagði
hann. Með hverju ári sem líður
án samkomulags verða erfiðleik-
arnir flóknari; það verður æ örð-
ugra að. finna leið til að hafa
eftirlit með og beisla útþenslu
kjarnorkunnar. En við höfum
ástæðu til að vona, að mannkyn-
ið finni leið út úr ógöngunum,
ef það hefur hug á að varðveita
menninguna, sem það hefur
skapað. Það verður að losna við
hina stöðugu ógnun um tortím-
ingu, sem það hefur skapað sér
með smíði kjarnorkuvopn-
anna. Ég veit, að það getur gert
það. Ég held það muni gera það,
sagði Dulles að lokum.
Hersýning í Poznan
POZNAN, 22. júlí. — Gómúlka
foringi pólskra kommúnista og
aðrir leiðtogar kommúnista-
flokksins í Póllandi voru í dag
viðstaddir hersýningu í Poznan,
sem lialdin var í sambandi við
þjóðhátíðardaginn. Pólverjum
bárust árnaðaróskir frá Eisen-
hower Bandaríkjaforseta, Tító
forseta Júgóslavíu og frá þjóð-
höfðingjum ítalíu, Indónesiu,
Tékkóslóvakíu og Austur-Þýzka-
landi.
Frú Shafik, leiðtogi ,,Nílardœtra
verður dregin fyrir rétt
Kaíró, 22. júlí.
FRÁ því hefur verið skýrt í
fréttum, að 9 egypzkir herfor-
ingjar og allmargir almennir
borgarar verði dregnir fyrir rétt
innan skamms fyrir þátttöku í
samsæri til að ryðja Nasser úr
vegi. Egypzka vikublaðið „Akh-
bar EIyom“ segir, að réttarhöld-
in hefjist stuttu eftir að 5 ára
afmæli byltingarinnar verður há-
tíðlegt haldið, og að meðal hinna
ákærðu verði sennilega frú Doria
Shafik, hinn heimsfrægi leiðtogi
egypzku kvenfrelsishreyfingar-
innar, sem nefnir sig „Nílardæt-
ur“.
SVELTI SIG 1 VETUR
Eins og menn muna, svelti frú
Shafik sig í vetur sem leið í mót-
mælaskyni við einræðisstjórn
Nassers, og vakti það alheims-
athygli sem og flótti hennar á
náðir indverska sendiráðsins. Nú
halda egypzk blöð því fram, að
hún hafi átt að verða meðal
þeirra ráðherra, sem tækju við
stjórn í Egyptalandi, eftir að
Nasser hefði verið steypt af stóli.
HLUPUST UNDAN MERKJUM
Hið opinbera málgagn Nassers
heldur því fram, að herforingj-
arnir níu, sem dregnir verða fyr-
ir rétt, hafi allir flúið frá stöðv-
um sínum, þegar bardagarnir
stóðu yfir við Breta, Frakka og
ísraelsmenn í fyrrahaust. Þetta
var ástæðan til þess, að þeir
voru allir reknir eftir að friður
komst á og handteknir skiimmu
síðar.
VINUR NASSERS
í SAMSÆRINU
Blöðin skýra frá því, að for-
sætisráöherra hinnar nýju stjórn
ar hafi átt að verða dr. Moha-
med Sala el Din fyrrverandi út-
anríkisráðherra og leiðtogi
WAFD. 1 opinberri tilkynningu
Nasser-stjórnarinnar segir, að
það hafi verið Ahmed Atef Nass-
ar, sem er hershöfðingi á eftir-
launum og var náinn vinur Nass-
ers, sem var leiðtogi samsæris-
manna. Blaðið „A1 Ahab“ skýrir
frá því, aff í stjórninni, sem setja
átti á laggirnar eftir fall Nass-
ers, hafi allir flokkar átt aff eiga
fulltrúa og sömuleiðis Bræðralag
Múhamedstrúarmanna, sem voru
voldugustu samtök Egyptalands
áður en Nasser brauzt til valda.
„A1 Ahab“ skýrir ennfremur
frá því, að meðal þeirra manna,
sem samsærismennirnir hafi ætl-
að að setja í ráðherrastóla, hafi
verið Abdel Razzek, fyrrverandi
formaður ríkisráðsins; Abbas
Amar, fyrrverandi félagsmála-
ráðherra; Ibrahim Farag, fyrr-
verandi ráðherra WAFD-flokks-
ins og Doria Shafik, leiðtogi
„Nílardætra“. Frú Shafik er 37
ára gömul og tveggja barna
móðir.
Frú Doria Shafik
R og K til
A-Þýzkalanrfs
Moskvu, 22. júM.
KRÚSJEFF foringi rússneskra
kommúnista og Búlganin forsæt-
isráðherra munu heimsækja
Austur-Þýzkaland í ágúst-mán-
uði, samkvæmt frétt Moskvu-út-
varpsins. Þeir verða fyrir stórri
sendinefnd flokksmanna og
stjórnarmcðlima frá Sovétríkj-
unum.