Morgunblaðið - 23.07.1957, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 23. júlí 1957
MORG V1S BL AÐIÐ
15
íslandsmótið í golti :
Bræður bó Vestuannaeyjnin
sigrnðn í meistara- og L ilokki
TTM helgina lauk meistaramóti íslands í golfi. í meistaraflokki
sigraði Sveinn Ársælsson frá Vestmannaeyjum og í 1. flokki bróðir
hans Lárus.
Keppni á mótinu var afar hörð
og tvísýnt til hins síðasta hver
sigra myndi. Fyrstu 18 holur
keppninnar voru leiknar í Hvera-
gerði á golfvelli Árnesinga, en
54 holur í Reykjavík (18 á laug-
ardag, en 36 á sunnudag).
Úrslit mótsins urðu þessi:
Meistaraflokkur:
Högg:
1. Sveinn Ársælss., V.eyjum 310
RÓÐRARMÓX ÍSLANDS var háð
á Skerjafirði s. 1. laugardag, 20.
júlí. Xvö félög tóku þátt í mót-
inu, Róðrardeild Olímufélagsins
Ármanns og Róðrafélag Reykja-
víkur, og stóð tii, að Róðrar-
klúbbur ÆFAK, Akureyri, sendi
sveit í þessa Iteppni, en Akureyr-
ingarnir forfölluðusst á síðustu
stundu.
Vegalengdin var 2000 m og var
róið frá Shell-bryggju inn fjörð-
inn. Róðrarfélag Reykjavíkur bar
sigur úr býtum á 8 mín. 19 sek.,
en Ármann var um sex bátslengd-
um á eftir.
Þá fór fram þriðja landsmót
drengja í róðri og kepptu tvær
sveitir frá Róðrarfélagi Reykja-
víkur. Vegalengdin var 1000 m.
og vann A-sveitin á 5 mín. 11.5
2. Ól. Bj. Ragnarss. Rvík 313
3. Ól. Ág. Ólafsson, Rvík 314
4. Herm. Ingimarss., Ak. 318
5. Ewald Berndsen, Rvík, og
Magnús Gúðmundss., Ak. 320
1. flokkur:
1. Lárus Ársælsson, V.eyjum 337
2. Árni Ingimundars., Ak., 342
3. Thor Hallgrímss. Rvík, og
Þórður Snæbj.s. Hverag. 349
5. Ólafur Loftsson, Rvík 350
sek., en B-sveitin var 5 mín. 40
sek.
Að loknu móti afhenti forseti
ÍSÍ, Ben. G. Waage, sigurvegur-
unum verðlaunin og minntist
róðrar-íþróttarinnar.
Veður var gott, sléttur sjór og
sólskin, og var mjög skemmtilegt
að sjá hina ungu og upprenn-
andi ræðara þreyta róðurinn.
fslandsmeistararnir í róðri 1957
eru þessir: Hrafnkell Kárason,
Jökull Sigurðsson, Leó Þórhalls-
son, Garðar Steinarsson og Gunn-
ar Ólafsson, stýrimaður og eru
þeir jafnframt drengjameistarar,
allir 18 ára að aldri. Er þetta
sama róðrarsveitin ög fór til
Þýzkalands í fyrrasumar og sigr-
aði þar í einni keppni.
Sundmet
Á ÚRTÖKUMÓTI sundmanna 1
Sundhöllinni s. 1. föstudag setti
Ágústa Þorsteinsdóttir, Á, nýtt
ísl. met í 400 m skriðsundi
kvenna. Synti hún vegalengdina
á 4:45,2 en gamla metið hennar
var 4:54,6.
Mótið átti að skera úr um
hverja skyldi senda til þátttöku
í Norðurlandamótinu í Helsing-
fors 10. ágúst. En mikill hiti í
lífuginm (um 30°) gerði simd-
mönnum erfitt fyrir og verður
efnt til annars úrtökumóts. — Á
mótinu synti Guðmundur Gísla-
son, ÍR, 100 m baksund á 1:14,2
og Pétur Kristjánsson 100 m
skriðsund á 1:00,7.
KB-VALUB 0:0
KR og Valur léku í gærkvöldi í
1. deild. Úrslit urðu 0:0 eftir lé-
legan leik.
Sveit Róðrarfél. Reykja-
vílrnr islandsmeistari ‘57
Síldarvinnslan
SEYÐISFIRÐI, 20. júlí. — Síldar-
bræðslan hér hefur nú tekið á
móti á sjötta þúsund málum af
síld. Verða þrærnar yfirfullar í
kvöld. Vinnslan gengur fremur
skrykkjótt á meðan verið er að
reyna verksmiðjuna og fá allar
vélar til að vinna, en þó eft, r öll-
um vonum. Nær því engin síld
er söltunarhæf ennþá. — B.
Félagslíf
Þróttur — Handknattleiksmenn
Æfing þriðjudag kl. 8,30, á tún-
inu. — Þjálfarinn.
Frjálsíþróttamenn K. R.
Ráðgerð er hópferð frjáls-
íþróttamanna K.R. til Akureyrar
um næstu helgi. Farið verður í
bifreið og lagt af stað frá Rvík um
hádegi á föstudag og komið til
Akureyrar að kvöldi. Gist verður
í íþróttahúsi, og þurfa menn að
hafa með sér svefnpoka. Á laug-
ardag og sunnudag verður tekið
þátt í íþróttamóti, sem haldið
verður í sambandi við tugþrautar
keppni Meistaramóts Islands. Til
Reykjavíkur verður ekið á mánu-
dag. Ferðakostnaður er áætlaður
kr. 230,00 fyrir manninn, auk
fæðis. — Þátttaka tilkynnist Þórði
Sigurðssyni í síma 18200 eða
32598, í síðasta lagi fyrir hádegi
á fimmtudag. — F. K. R.
Handknaltleikscleild K.R.
Áríðandi æfing í kvöld. Stúlkur
kl. 8,30, piltar 9. Mætum öll.
— Þjálfari.
Islandsmót 4. fl. A
þriðjudaginn 23. júlí á Háskóla-
vellinum. Kl. 20,00 Fram-Valur.
—— Mótanefndin.
fslandsmót 3. fl. A
þriðjudaginn 23. júlí. — Á Vals
vellinum: Kl. 20,00 Þróttur —
Hafnarfjörður. Kl. 21,00 K.R. —
Fram. — Á Haskólavellinum: Kl.
21,00 Valur — Víkingur.
— Mótanefndin.
Vinna
Hreingerningar
Sími 12173. — Vanir og liðlegir
menn. —
AIH«WÍCK
Notadrjigur — þvottalögur
★ ★ ★
Gólfklútar — borðklútar —
plast — uppþvottaklútav
fyrirliggjaiidi
★ ★ ★
Úlafui' Gíslason & Co. h.f.
Sími 18370.
I. deild —
Fram tekur forystuna í
Hafnarfjör&ur næst falli
Tíundi leikurinn í fyrstu deild
íslandsmótsins í knattspyrnu fór
fram í fyrrakvöld á Melavellin-
um. Veður var fagurt, stillilogn,
sól og hlýja og áhorfendur marg-
ir, enda mikill áhugi á úrslit-
um leiksins. Fram þurfti að
sigra til að geta keppt við Akur-
nesinga um íslandsmeistaratitil-
inn. Hafnfirðingar þurftu einnig
að sigra til þess að hafa mögul.
á að halda sæti í 1. deild. Leik-
urinn einkenndist nokkuð af
þessu. Hafnfirðingar héldu uppi
nær látlausri sókn allan fyrri
hálfleikinn, en gæfan var ekki
með þeim, þeim tókst ekki að
skora, þrátt fyrir góð tækifæri og
talsverða skothríð. Framarar áttu
nokkrar góðar sóknarlotur, en lít
ið um opin tækifæri. Þeir höfðu
gæfuna með sér og tókst að
skora 1 mark í hálfleiknum. Dag
bjartur sendi fyrir mark Hafn-
firðinga og Björgvin Árnason
ýtti knettinum í opið markið.
Hafnfirðingar áttu bezta tæki-
færi leiksins síðast í fyrri hálf-
leik, er Albert var fyrir mann-
lausu marki Fram, en skaut fram
hjá af stuttu færi.
I síðari hálfleik jafnaðist leik-
urinn nokkuð og voru Framarar
mun virkari en í fyrri hálfleik,
þeim tókst ekki að ná góðum
samleik, vegna leikaðferðar Hafn
firðinga. Báðir fengu góð tæki-
færi, en voru klaufskir fyrir fram
an mörkin. Framarar höfðu enn
lánið með sér og gerðu annað
mark með næstum nákvæmlega
sama hætti og í fyrri hálfleik,
nema hvað Karl Bergmann sendi
Björgvin knöttinn í þetta sinn.
Framarar sigruðu þannig með
2:0, jafntefli hefði verið nær
sanni eftir gangi leiksins, svo ekki
sé meira sagt.
En mörkin ráða úrslitum, og
það hefur verið ógæfa Hafnfirð-
inga í þessu móti, hve þeim hefur
gengið illa með að skora og benda
líkur til, að þeir falli niður í aðra
deild fyrir bragðið.
Leikurinn I heild var all-
skemmtilegur, mikið um spenn-
andi andartök. Hafnfirðingar
lögðu allt í sókn og fylgdi allt
liðið sókninni eftir. Samleikur
liðsins var oft með ágætum og
hefur ekki verið betri í annan
tíma, en markskotin brugðust,
eins og áður segir. Framliðið náði
ekki samleik, eins og áður getur,
og lagði áherzlu á hæðarspyrnur
og leiftursókn fram miðjuna. Dag
bjartur hljóp varnarmenn Hafn
firðinga nokkrum sinnum af sér
með sínum alkunna hraða, en
tókst ekki að nýta tækifærin,
ýmist var hann of fljótur á sér
eða hikandi.
Flokkar beggja voru nokkuð
breyttir frá fyrri leikum. í lið
Fram vantaði Skúla Nielsen og
Reyni Karlsson. Skúli hefur legið
sjúkur, en Reynir meiddist lítils-
háttar í leiknum við Val. í lið
Hafnfirðinga vantaði Kjartan
Elíasson. Vilhjálmur Skúlason
lék nú í fyrsta sinn með liði sínu
á þessu móti, en Ragnar Jónsson,
sem leikið hefur miðvörð að und
anförnu, lék nú í marki og komst
vel frá því hlutverki, að vísu
reyndi mjög lítið á hann og mörk
in tvö verður hann ekki sakaður
um.
Beztu menn í liði Fram voru
markmaðurinn, Guðmundur Guð
mundsson, bakvörður og Guðm-
undur Óskarsson, innherji, sem
vann óvenju vel. Baldur Schev-
ing, hægri útherji, er mjög efni-
legur leikmaður og á vafalaust
eftir að láta mikið að sér kveða.
í liði Hafnfirðinga var Albert
bezti maðurinn og bar hann af
öðrum leikmönnum á vellinum.
Hann átti nú sinn langbezta leik
á sumrinu, var virkasti maður
liðsins í sókn og vörn, og er auð-
sjáanlega á hraðri leið að nálg-
ast snilld liðinna ára. Eiríkur
Helgason, vinstri bakvörður, átti
sinn bezta leik á sumrinu og er
vaxandi leikmaður. Framlína
Hafnfirðinga var nú mikið breytt
og var það ekki að öllu leyti til
bóta. Bergþór er t.d. mun nýtari
maður í útherjastöðu en mið-
herja, sama er að segja um Ás-
geir, hann naut sín ekki í inn-
herjastöðunni.
Fram hefur nú tekið forystuna
í deildinni, hefur hlotið 7 stig
eftir 4 leiki. Akurnesingar eru
með 6 stig eftir 3 leiki og verður
leikur Fram og Akurnesinga á
mánudaginn kemur því hreinn
úrslitaleikur mótsins.
Hafnfirðingar eru nú næstir
falli, þeir eiga aðeins eftir að
leika við KR, og hafa eitt stig.
KR er með sama stigafjölda, þeg-
ar þetta er ritað, en á eftir að
leika 3 leiki. Á fimmtudag leika
Hafnfirðingar við KR og verður
þá líklega úr því skorið, hvaða
flokkur færist niður í aðra deild
næsta leiktímabil.
Dómari var Ingi Eyvinds. —
Hafði hann góða stjórn á leikn-
um, og lítið fór fyrir honum, en
slíkt er aðalsmerki góðra dóm-
ara, og því miður of sjaldgæft
hjá ísl. dómurum.
Beztu þakkir til allra, sem glöddu mig á sjötíu ára af-
mæli mínu 16. þ.m. með heimsóknum, gjöfum og skeyt-
um og óska þejm öllum alls hins bezta á óförnum ævi-
árum.
Jóhann Jónsson.
Lokað í dag írá kl. 15
vegna minningarathafnar
Bílamarkaðurinn H. Jonsson & Co.
Jarðarför móður okkar og tengdamóður
ÓLAFÍNU HANNESDÓTTUR
fer fram frá heimili hennar, Bárugötu 19, Akranesi,
fimmtudaginn 25. júlí kl. 2 e.h. — Blóm afbeðin.
Indíana Guðmundsdóttir,
Margrét Guðmundsdóttir,
Josefína Guðmundsdóttir,
Bjarni Guðmundsson,
Kveðjuathöfn um eiginmann minn
JÓN SVEINSSON
fyrrverandi bæjarstjóra, fer fram í Dómkirkjunni í
Reykjavík, þriðjudaginn 23. þ.m. kl. 4,30 e.h.
Athöfninni verður útvarpað.
Fanney Jóhannesdóttir.