Morgunblaðið - 28.07.1957, Side 2

Morgunblaðið - 28.07.1957, Side 2
2 MORCirNBL 4Ð1Ð Sunnudagur 28. Júlí 1957 Togarinn Bjarni Ólafsson. 10 ára AKRANESI, 27. júlí — Það hljóp mörgum Akurnesingum kapp í kinn hinn 29. júlí 1947 þegar ný- sköpunartogarinn Bjami Ólafs- son renndi fánum skreyttur í blíðu veðri að hafnargarðinum. Fögnuður fóllasins, ungra sem gamalla var óblandinn og inni- legur. Fyrsti togari Akurnesinga var fallegt skip og baejarstjórnin valdi honum einróma nafn Bjarna heitins Ólafssonar skip- stjóra frá Litla-Teigi. Það var mikil viðurkenning á lífsstarfi Bjarna, eins orkudjarf- asta og harðduglegasta manns sem lifað hefir á Akranesi. Bjarni var skipstjóri frá tvítugsaldri á eigin skipum til hinztu stundar og alltaf í fremstu víglínu á haf- inu. Togarinn Bjarni Ólafsson var keyptur hingað á vegum bæjar- sjóðs Akraness fyrir fulltingi ríkisins og er því bæjarútgerð Akraness réttra 10 ára í dag. Rúmum fjórum árum síðar í nóvember 1951 var keyptur hing- að togarinn Akurey frá sam- nefndu félagi í Reykjavík, einnig fyrir fulltingi ríkisins. Síðan hafa bæjartogararnir verið tveir. Þess gætti framan af að skoð- anir manna voru skiptar um tog- arakaup bæjarins. En reynzlan hefur sýnt og sannað að hvergi nærri er einhlýtt að eiga góðan bátaflota. Kaupstaðirnir þurfa einnig að eiga stærri skip, sem geta sótt á fjarlægari mið og því takmarki hafa Akurnesingar náð hvernig svo sem rætist úr um bæjarútgerð þeirra. 1 fyrstu varð að fá flesta menn- ina að til togarastarfanna en nú hygg ég að svo sé komið að manna mætti þriðja togarann með vönum Akurnesingum til þessara starfa ef skipstjórarnir eru undanskildir. Skipstjóri á Bjarna hefur verið nær óslitið frá byrjun Jónmund- ur Gíslason úr Reykjavík, far- sæll maður og vellátinn. En á Akurey hefir Kristján Kristjáns- son frá Hafnarfirði verið skip- stjóri síðan í febrúar 1955 og reyndist ötull og aflasæll. Á 10 árum hefur Bjarni fisk- að 46.718.616 kg. Verðmæti afl- ans (reiknað upp úr skipi) mun vera um 41 millj. kr. Af þessu aflamagni hafa verið lögð upp til vinnslu á Akranesi um 36.5 millj. kg. Skipið hefir greitt í vinnulaun á sjó og landi rösklega 20 millj. kr. Á sex árum hefur Akurey lagt afla á land á Akranesi sem nem- ur um 23,5 millj. kg. en greitt í öll vinnulaun tæpar 13 millj. kr. Samanlagt hafa bæði skipin því lagt hér á land meira en 70 þús. lestir og greitt í vinnulaun tæpar 34 millj. kr. Hér eru þó ekki talin vinnu- laun við netagerð sem árlega nema stórum fjárhæðum. Afla- föng togaranna hafa haft mikil- væga þýðingu fyrir atvinnulífið afmœli í bænum og afkomu vinnandi fólks og frystihúsanna. Útgerðarstjórnina skipa nú: Hallfreður Guðmundsson, Ólafur B. Björnsson og Sigurður Guð- mundsson. Þjóðhátíðin fyrst í ágúst SVO SEM alþjóð er kunnugt er Þjóðhátíð Vestmannaeyja til- komumesta útiskemmtun lands- ins, enda skipar hún í hugum Vestmanneyinga svo og annarra er sótt hafa þessa skemmtun virðulegan sess, svo er hún frá- brugðin og sérstæð. Það hefur jafnan verið svo að gamlir Vestmannaeyingar, sem fluttir eru úr bænum, og þeir aðrir sem á einn eða annan hátt eru tengdir Vestmannaeyjum hafa notað þjóðhátíðardagana til þess að heimsækja vini, kunn- ingja og venzlamenn. Með hlið- sjón af þessu hafa forráðamenn Knattspymufélagsins Týs, sem sér um hátíðina að þessu sinni ákveðið að hafa hana í 3 daga, eða 2., 3. og 4. ágúst. Nú vill svo til að þessa daga ber upp á verzl- unarmannahelgina, og sýnist því gullið tækifseri fyrir þá sem vilja nota þessa helgi til að sækja Eyj- amar heim, að skreppa á Þjóð- hátíðina. Eins og fyrr er sagt sér knatt- spyrnufélagið Týr um Þjóðhá- tíðina. Hafa fyrirsvarsmenn fé- lagsins hug á að gera veg þessar- ar Þjóðhátíðar sem mestan, og hafa í því skyni tryggt sér úrvals skemmtikrafta, sem skemmta munu alla dagana. Þar að auki verður svo á dagskránni fjölbreytt íþróttakeppni í frjáls- um íþróttum, knattspyrnu og handbolta, og svo verður að sjálf- sögðu sýnt bjargsig báða dagana. Á kvöldin verður svo Herjólfs- dalur uppljómaður og á miðnætti er flugeldasýning og þá er kveikt í bálkesti miklum og við skin af honum verður stiginn dans á tveim pöllum — gömlu og nýju dansamir — en hljómsveit Guð- jóns Pálssonar leikur undir. Ferðamanna- straumur á Egilsstöbum EGILSSTÖÐUM, 27. júlí. — Hér hefur verið mjög mikið um ferða fólk undanfarið. Mest hefur borið á fólki í litlum fólksbílum, en svo hafa einnig komið hópferðir í stórum bílum frá ferðaskrif- stofunum. — Fólkið gistir á Hall- ormsstað og Egilsstöðum og tjald ar víðs vegar í skóginum. — Ari. Afbragðs tíðarfar ÞINGEYRI, 27. júlí. — Hér í Dýrafirði hefur verið einmuna blíða undanfarið, bæði til sjós og lands. Heyskapur hefur gengið mjög vel, enda muna bændur vart eftir annarri eins tíð. Afli hjá bátunum hefur verið ágætur allt upp í 1300 kíló á mann eftir einn róður. Atvinna er mikil í kauptúninu. — Magnús. Góð heyskapartíð í Súgandafirði SUÐUREYRI, Súgandafirði, 27. júlí. — Sláttur gengur afbragðs- vel hér I Súgandafirði. Þurrkur hefur verið sérstaklega góður og eru nokkrir þegar búnir að ljúka fyrri slætti. Spretta er ágæt og nýting heyja prýðileg. — Óskar. spretfa í Hornafirði HÖFN í Hornafirði, 27. júlí. — Tíðarfar hér er nú orðið mjög gott en framan af mánuðinum voru sæmir þurrkar. En nú eru ýmsir búnir með tún sín. Sprett- an er yfirleitt sæmileg. — Gunnar. Mikil byggingar- vinna i Höfn HÖFN í Hornafirði, 27. júií. — Talsvert mikil byggingarvinna hefur verið hér undanfarið. Fyrir utan nokkur ibúðarhús sem eru í smíðum er verið að byggja fé- lagsheimili og nýjan barnaskóla. f gær var lokið við grunn fé- lagsheimilisins, en langt er komið að steypa barnaskólann. — Gunnar. 1,100 m á sekundu MANITOBA, Kanada, 24. júlí — Bandarískir vísindamenn skutu í dag á loft rakettu af nýjustu gerð, sem náði meira en 80 km. hæð. Náði rakettan 1,100 metra hraða á sekúndu. Tilraun þessi fór fram í her- stöð í N-Kanada. Var hún liður í rannskónum Bandaríkjamanna í sambandi við alþjóðlega jarð- eðlisfræðiárið. — Vísindamenn fylgdust með síðasta hluta flugs- ins á þann hátt, að rakettan gaf ljósmerki tíundu hverja sekúndu — og á þann hátt var hægt að mæla hraða hennar og mismun- andi loftmótstöðu í lofthjúpnum.l Angistarópum breytt í fagra hljómkviðu ÞEGAR nærri 200 íslendingar, sem voru á leið á æskulýðsmót kommúnista í Moskvu, fóru frá járnbrautarstöðinni í Kaup- mannahöfn, notuðu dönsk æsku- lýðsfélög tækifærið og dreifðu meðal íslendinganna miðum, sem eftirfarandi var letrað á: Dauðahrópum Ungverjalands á að breyta í fagra hljómkviðu á hátíðinni i Moskvu. Ungverskir stúdentar hafa lýst því yfir, að gleði og leikar hátíða- haldanna í Moskvu séu kostuð með blóðugu striti kúgaðra þjóða og þrælabúðafanga. Einn tilgang- urinn með þessari hátíð er að breyta dauðhrópum ungversku þjóðarinnar og annarra kúgaðra þjóða í fagra hljómkviðu, segir í yfirlýsingu, sem samtök ung- verskra stúdenta í Noregi hafa samið í tilefni hátíðahaldanna í Moskvu. í yfirlýsingunni segir m. a.: Sorglegt og djöfullegt ástand grúfir yfir hátíðahöldunum í Moskvu: Gleði þeirra og leikir verða kostuð með blóðugu striti kúgaðra þjóða og þrælabúða- fanga. Sú spurning hlýtur að vakna: Bætir það nokkuð úr skák, að í hátíðahöldunum taka þátt unglingar, sem ekki eru kommúnistar? Við höfum reynslu af því frá líkum atburðum, halda ungversku stúdentarnir áfram, að þeir verða til lítilla bóta og hvað viðvíkur þátttöku ungverskra unglinga í slíkum mótum, þá verður ungverska þjóðin að fyrirgefa þátttöku þeirra í mótinu, þar sem þeir eru þvingaðir til þátttöku. Tilætlun- in með hátíðahifldunum er ekki sízt sú að breyta dauða og and- istarhrópum hinna kúguðu þjóða í fagra hljómkviðu. Danskur æskulýður hefur á þingi æskulýðsins hafnað þátt- töku danskra ungmenna í hátíða- höldunum: „í hugaræsingi yfir hinni grimmilegu valdbeitingu, viljum við algerlega hafna aðild í hinum fyrirætluðu hátíðahöldum Al- þjóðasambands lýðræðissinnaðr- ar æsku í Moskvu 1957. Ástandið í Ungverjalandi hefur afhjúpað svo öllum ætti að vera Ijóst, hve slíkt mót er tilgangslaust og við vörum danska æsku ákveðið við því að taka þátt í mótinu". Góða ferð. Um 400 manns á ánœgju legu íþróttamóti UMSH BORG í Miklaholtshreppi, 22. júlí: — Sl. sunnudag var hið ár- lega íþróttamót ungmennasam- bands Snæfellsness- og Hnappa- dalssýslu, haldið í Stakkhamars- nesi. Veður var hið ákjósanleg- asta, sólskin og blíða allan dag- inn. í Stakkhamarsnesi hefir aldrei verið háð íþróttamót fyrr. Er það hinn ákjósanlegasti staður á all- an hátt. Þar eru sléttar sandöldur og íþróttasvæði mjög gott. Þar er einnig hið yndislegasta út- sýni, Snæfellsnesfjallgarður, Skarðsheiði og Akrafjall mynda stóran fjallaboga, sem var loga- gylltur af geislum sólarinnar á sunnudaginn. Þá lokar útsýni haf brún Faxaflóans til suð-vesturs. Það var gaman að vera stadd- ur í Stakkhamarsnesi á sunnu- daginn og horfa á þróttmikið æskufólk þessa héraðs hefja í- þróttir af miklu kappi og lífi og sál. Það sannaðist þar bezt að þar var hraust sál í hraustum líkama. Mótið hófst kl. 2 e.h. Formaður ungmennasambands- ins, Þórður Gíslason bóndi á Öl- keldu, setti mótið. Síðan hófst guðsþjónusta séra Magnús Guð- mundsson prestur í Ólafsvík pré dikaði. Síðan hófst íþróttakeppni. Kl. 8 um kvöldið hófst svo dansleikur að Breiðabliki. Mótið sóttu um 400 manns. Dómarar á mótinu voru þeir: Sigurður Helgason, íþróttakenn- arí, Stykkishólmi og Stefán Ás- grímsson, bóndi Stóru-Þúfu. Ungmennafélagið Snæfell í Stykkishólmi vann mótið. — PálL Afmœlissýningin í Handíðaskólanum SÚ kennslugrein Handíða- og< myndlistarskólans, sem flestar kennslustundir eru helgaðar, tr teiknun. Teiknun er rauði þráð- urinn í gegnum allar kennslu- deildir skólans, teiknikennara- og myndlistardeild, listiðnaðar- deild kvenna og kennsludeild hagnýtrar myndlistar. Börnum á ýmsum aldri er kennd teiknun á dag- og síðdegisnámgkeiðum. Ýmsar tegundir teiknunar, m. a. fríhendisteiknun, tækniteiknun, mynzturteiknun, tízkuteiknun og auglýsingateiknun eru kenndar á síðdegis- og kvöldnámskeiðum. Myndin, sem fylgir þessum línum, er pennateikning eftir Flóka Nielsen, sem undangengin tvö ár hefur verið nemandi í myndlistardeild skólans. Afmælissýningu Lúðvígs skóla- stjóra lýkur eftir 3 daga. Hún er í Skipholti 1, opin virka daga kl. 5—10 síðd., en sunnud. kl. 2—10 síðd. Þess skal hér getið, að nokkrir sýningarmunanna eru til sölu, m. a. nokkur málverk, stein- prentanir o. fl. Upplýsingar eru gefnar á sýningunni. Kjörbúð í Vesf- mannaeyjum FÖSTUDAGINN 19. júlí bauð Kaupfélag Vestmannaeyja frétta- mönnum útvarps og blaða að skoða fyrstu kjörbúðina, sem gerð hefur verið hér í bæ. Búð þessi er í nýjum húsa- kynnum að Hólagötu 28. Vel er til byggingarinnar og húsbúnað- ar vandað og öllu mjög snyrti- lega fyrir komið. Þarna verða allar helztu heim- ilisnauðsynjar á boðstólum, s.s, matvörur, hreinlætisvörur o. fl. Fyrrislátfur alhirtur VESTMEYJUM, 27. júlí. — Hey- skapur hér í Eyjum hefur gengið mjög vel og eru allir búnir að hirða fyrri slátt. — Nokkuð var farið að bera á vatnsskorti hér fyrir rigningardagana tvo, en var það furðanlega lítið, þar sem miklar rigningar voru hér í vor og fólk átti góðar vatnsbirgðir. — Björn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.