Morgunblaðið - 28.07.1957, Page 3
4
Sunnudagur 28. Júli 1957
MORGVNBLAÐ1Ð
Þórir Þórðorson, dósent:
VALD JESÚ
SéS yfir Skallagrimsgarö.
„Skal/agrímsgarðurinn" í Borgarnesi
Kveðja til Borg-
firðingafélagsins
f Reykjavik
17. júní 1957 voru margir Borg-
nesingar samankomnir við messu
í Skallagrímsgarði. Það vakti
mikla athygli að í garðinn var
komið fagurt og myndarlegt hlið,
sannkallað listaverk. Þetta hlið
reyndist vera gjöf frá Borgfirð-
ingafélaginu í Reykjavík. Eins
og kunnugt er hefur það á stefnu-
skrá sinni, að styrkja og blynna
að ýmsum framfaramálum hér-
aðsins, og er Skallagrímsgarður-
inn í Borgarnesi svo lánsamur að
vera eitt af þeim. Þetta fallega
hlið, mun vekja eftirtekt allra
þeirra sem um Borgarnes fara,
því garðurinn er þannig staðsett-
ur, að leiðin liggur þar fram hjá.
„Kvenfélag Borgarness" og
, Skallagrímsgarður" vilja því
með þessum örfáu orðum, votta
Borgfirðingafélaginu innilegar
þakkir fyrir þessa höfðinglegu
gjöf, og óska að það megi halda
áfram að vinna að áhugamálum
sínum, og tengsli haldist sem
bezt órofin milli þeirra sem
heima búa og hinna sem burt eru
fluttir. Megi það vaxa og blómg-
ast á þeirri braut sem það hefur
hafið starf sitt á.
Heill og hamingja fylgi Borg-
firðingafélaginu.
Með beztu kveðjum.
Borgarnesi, 30. júní J957.
„Kvenfélag Borgarness“ og
„Skallagrímsgarður“.
f FYRSTA kapítula Markúsar-
guðspjalls segir frá því, er Jesús
og hinir fyrstu lærisveinar ganga
norður með vesturströnd Galíleu
vatnsins og koma til Kapernaum
við norðurströndina. Kapernaum
hefir verið fagurt þorp, umvafið
pálmaviðarlundum og öðrum
hitabeltisgróðri. Nú stendur þar
ekki steinn yfir steini utan rústir
samkunduhúss eins, sem vera
mUnu frá fyrstu öldunum eftir
Krists burð. Staðurinn er ógleym
anlegur hverjum þeim, sem þang
að kemur, og þegar gengið er
niður í fjörugrjótið, þar sem hljóð
látar öldur vatnsins gljáfra við
steinana og sólargeislar leika sér
um vatnsflötinn ,reikar hugurinn
við hæglátan nið vatnsins aft-
ur til þess tíma, er vatnið og
grjótið mættust hér í augsýn
vors herra Jesú . . ,
Jesús gengur ásamt lærisvein-
um sínum inn í samkunduhúsið
í Kapernaum og tók að kenna
þeim. „Og undruðust menn mjög
kenning hans, því að hann kenndi
Kirkegaard. Hann segir oss, aS
allt sem vér sækjumst eftir, auð-
ur, völd, mannlegur yndisþokki,
lærdómur, frægð og frami, sé
einskis virði. Allt sé vindur og
eftirsókn eftir vindi, já, allt
standi í gegn Guði annað en það
eitt að gefa sig Guði algjörlega
á vald. Mannlegt líf er þannig
gert, að slík rödd verður að þegja
í hel í bókstaflegum skilningi.
Jesús tók skrefið á krossinum,
hann hafði sagt þá hluti, sem
ekkert mannlegt eyra þolir að
heyra. Hann tók frá oss nautn
vora. En hann gerði það til þess
að gefa oss lífið aftur, til þess
að gefa oss þúsundfalt aftur af
gleði lífsins í mynd þeirrar gleði,
sem lærisveinninn hlýtur, sem
trúr reynist. Á krossi sigraði
Jesús vald hins illa, sem afneit-
ar drottinlegum dómi Guðs og
gaf oss með krafti upprisu sinnar
anda hlýðninnar, anda lærisveins
ins, er hann veitir kirkju sinni
í orðinu og sakramentunum. Líf
hans var þessi barátta og þessi
sigur. Vald hans er vald Guðs
anda, sem hann býður oss með að
fylgja sér eftir, að gjörast eftir-
breytendur sínir. Vald hans er
kraftur anda og trúarsamfélags,
þeim eins og sá, er vald hafði,, sem hann heitir að veita oss að
Gjöf Borgfirðingafélagsins í Reykjavík, hliðið að Skallagrímsgarði.
Heiðoi 4,15 í stangarslökki
STOKKHÓLMI, 27. júlí. — ÍR-
ingarnir, eða nokkrir úr hópnum
kepptu í Tuneberg á fimmtudag-
dag og Gávle á föstudag, en nokk
urrar þreytu er nú orðið vart hjá
sumum eftir þátttöku í fimm stór
mótum á átta dögum.
í Tuneberg varð Daníel Hall-
dórsson 1. í 400 m hlaupi á 50,2
sek., Sigurður Guðnason varð 2.
í 2000 m hlaupi á 5.32,4 mín. og
Kristján Jóhannsson 4., Skúli
og ekki eins og fræðimennirnir".
Menn þekktu kenningu fræði-
mannanna. Þeir sögðu frá því,
sem a bækur var skráð. Þeir
hvöttu menn til hlýðni við lög og
reglur þær, sem feðurnir höfðu
saman safnað og skráð. En hér
var eitthvað nýtt á ferð. Sá sem
nú var að tala, skírskotaði ekki
til þess, sem aðrir höfðu sagt.
Hann sagði: „Ég segi yður“. Trú
hans sjálfs, fullvissa hans, vitund
hans um hið nánasta samband
við sjálfan vilja Guðs, einnig
vilja hans og Guðs vilja var lind-
in, sem orð hans streymdu úr.
Og þau ullu fram úr lifandi lind
guðssamfélags, sem þeir höfðu
ekki áður þekkt. Engum duldist,
að hann bjó yfir sérstökum
mætti, valdi andá og kraftar frá
Guði án milligöngu skrifaðra
boða eða uppteiknaðra kenninga.
„Og nú vildi svo til, að í sam-
kunduhúsi þeirra var maður
nokkur á valdi óhreins anda.
Hann æpti og sagði: Hvað vilt þú
oss, Jesú frá Nasaret? Ert þú
kominn til að tortíma oss? Ég
veit hver þú ert, hinn heilagi
Guðs“. Það er sem yndisleiki um
hverfisins og unaðar stundarinn
leiðarljósi, að fulltingi í vorri bar
áttu, hvar sem vér erum staddir
á lífsins vegi.
Jesús læknar hinn sjúka mann
með máttarorði sínu. Á máli
Nýja testamentisins heitir það,
að hann rak hinn illa anda út.
Með öðrum orðum, hann frelsaði.
manninn undan raunverulegu
valdi hins illa. Þeir sem hjá stóðu,
urðu forviða og sögðu: „Hvað er
þetta? Ný kenning! Með valdi
skipar hann jafnvel hinum ó-
hreinu öndum, og þeir hlýða hon-
um“.
Samkunduhússgestir þennan
helgidag stóðu andspænis Kristi
og undruðust vald hans. Það
snart þá og þeir fundu, að annars
tveggja áttu þeir kost: að segja
með hinum haldna manni: Hvað
vilt þú oss, Jesú frá Nasaret?
Eða að segja hið sama og Tómas
sagði síðar: Drottinn minn og
Guð minn. Vald Jesú verður að-
eins reynt, er hann mætir mann-
inum. Vald hans sjáum vér og
skynjum, er vér stöndum and-
spænis honum og veljum eða
höfnum, snúum baki við honum
eða föllum fram lofsyngjandi. Þá
megnar hann að umbreyta lífi
voru, gjöra oss frjálsa og gefa
oss gleði lærisveinsins, sem veit
ar breyttist skyndilega í hroll-! sig í samfélagi við Drottin sinn
vekjandi áminningu um alvöru
mannlegs lífs. Leiftursnöggt er
brugðið upp mynd af því, hverjir
eru þeir kraftar og þau máttar-
völd, sem berjast um mannlegt
líf, eigast við í lífi mannanna.
Thorarensen 1. í kúluvarpi með ' jLesandinn spyr sjálfán sig: þekki
14,90 m, Vilhjálmur Einarsson 1.
í langstökki 6,91 og loks bætti
Heiðar Georgsson fyrri árangur
sinn í stangarstökki fór nú yfir
4,15 m. Varð hann annar, en
Bandaríkjamaðurinn, Appelmann
sem sigraði í keppninni stökk
sömu hæð. Brautirnar voru regn-
þungar en veður gott.
í Gavle varð Heiðar annar í
stangarstökki með 4 m, Höskuld
Skallagrímshaugur hlaðinn upp aí sr. Einari á Borg.
ég þetta vald? Og í hugann kem
ur Auschwitz, Buchenwald,
síbersk angist og ungverskt blóð-
bað, atómblossi og eyðandi vetnis
sprengj ueldur, fláræði augna,
sem fyrir ber á andartaki synda-
fallsins og opinberar hyldýpi
mannlegs flótta frá augliti Guðs.
öllu þessu mætti Jesús, andspæn-
is þessu valdi stóð hann, er hinn
haldni maður hrópaði: „Hvað
vilt þú oss, Jesú frá Nasaret?
Jesús átti hér í baráttu við hið
ur Karlsson varð 2. í 200 m hlaupi illa vald. Allt líf hans var merkt
P 22,9 sek, Björgvin Hólm varð
4. í 110 m grindahlaupi á 15,6,
Daníel Halldórsson 3 . í 400 m
hlaupi á 49,9 og Ingólfur Bárðar-
son 5. í hástökki, stökk 1,70. Val-
björn Þorláksson meiddi sig lítið
eitt á mótinu í Mjölby og keppir
ekki fyrr en í Moskvu. — Örn.
EGILSSTOÐUM, 27. júlí. — Tíð-
in hefur verið mjög góð'undan-
farið og heyskapurinn gengur
prýðilega. Eru all-flestir búnir að
ná inn fyrri slætti. — Ari.
þeirri baráttu, og á krossi vann
hann lokasigurinn. Á krossi gekk
Jesús í gegn um þær þröngu dyr,
sem sá verður að ganga, er ekkert
veit annað sér til hjálpar en Guðs
náð. Sören Kierkegaard sagði eitt
sinn, að ekkert annað en dauð
inn gæti beðið þess manns, er
dirfðist að segja þá hluti, sem
Jesús sagði. Og kæmi hann fram
á meðal vor á nýjan leik, mynd
um vér þegar í stað kross-festa
hann. Hvers vegna? Vegna þess,
að hann rænir oss allri nautn
vorri af mannlegu lífi, segir
og í samhljómi við hinn hreina
tón tilverunnar.
Jesús bjó yfir valdi og áhrifa-
mætti vegna þess, að hann var
ekkert í sjálfum sér, allt í Guði.
Líf hans vitnar fyrir oss um mátt
og fögnuð þess lífs, sem hugsar
ekki um það, hvað mönnum
fellur vel eða illa, reynir ekki að
miklast í augum annarra heldur
leggur sjálft sig í sölurnar í þjón
ustunni við aðra. Þannig var
hann futlkomlega frjáls og á
þennan veg á hver kristinn mað-
ur að vera frjáls. Presturinn á
stólnum er frjáls, Kristi líkur,
þegar hann gjörir sjálfan sig að
farvegi fyrir náðarorð Guðs, sem
hann flytur söfnuðinum, en reyn-
ir ekki að heilla áheyrendur með
snilli sinni eðá hugkvæmni eig-
in hugarflugs. Leikmaðurinn er
frjáls, Kristi líkur, þegar hann
hefir gefið sig Guði á vald og
metur allt hégóma annað en það
að verða öðrum til gleði, koma
öðrum til hjálpar, auka þroska
annarra, gjöra líf þeirra auðugra.
Þá hafa hvorir tveggja fundið
lífi sínu tilgang og markmið og
hafa skilið, í hverju vald Jesú
er fólgið. Þeir hafa staðið and-
spænis hinum lifandi Kristi og
heyrt til sín mælt: Þér munuð
með fögnuðu vatn ausa úr lind-
um hjálpræðisins.