Morgunblaðið - 28.07.1957, Page 10
10
MORCVNBLAÐ1Ð
Sunnudagur 28. júlí 1957
— Uppruni
ur, svo sem hér á íslandi, á Norð-
urlöndum og í Ölpunum.
til Japan, Java og Borneó mát
rekja þessi fangbrögð. í>ví að
Jón I Gunnhildargerbi
brögð á svæðinu milli Aipanna
og Skandinavíu, en í Cornwali
finnast ennþá leifar þeirra. í
gömlum heimildum frá þessu
svæði finnast víða merki þeirra
og sést á þeim, að þau hafa verið
iðkuð þar líka. f bók um fang-
brögð, meðal annarra eftir meist-
arann Albrecht Dúrer (1512),
sem teiknað hefur mörg slík
brögð og lýsingar af þeim.
Með breyttum lifnaðarháttum
hafa þær lagzt niður, nema á
einstaka afskekktum stöðum, þar
sem fólk hélt fast í fornar venj-
LÖNG SAGA?
En við getum rakið sögu þess-
ara fangbragða lengra aítur í
tímann. Á Kanarísku-eyjunum
bjó þjóðflokkur, sem lifði á
steinaldarstigi, er Spánverjar
„fundu“ eyjarnar á 16. öld. Iðk-
uðu eyjaskeggjar þessir, sem voru
stórvaxnir og sterklega byggðir
(1.80—2.20 m), fangbrögð, sem
nauðalík voru íslenzku glímunni
og svissnesku fangbrögðunum
Schwingen.
En einnig austur á bóginn, allt
Verkstœðishúsnœði
100 ferm., á góðum stað í nágrenni bæjarins til
sölu. — Stór lóð fylgir. — Ódýrt. — Uppl. hjá
EINARI SIGURÐSSYNI
lögfræðiskrifstofa, fasteignasala,
Ingólfsstræti 4 sími 1-67-67.
Afgreiðslumaður
Ungan, ábyggilegan afgreiðslumann
vantar nú þegar í
Ekki svarað í síma
Sérhœfur og þekkfur
umboðsmaður
óskast
til að taka að sér umboð á símavarahlutum og þó
sérstaklega talsímatækni.
Ef óskað er nánari upplýsinga þá vinsamlegast
skrifið.
PRESTO COMMERCIAL AND ADVERTISING
AGENCY LTD.
Budapest 4. P. O. Box 120, HUNGARY
IMýkomið mjög smekklegf
úrval af
Boð- og
eldhúsljósum
úr postulíni
og gleri
Lítið í gluggann
o
Raftækjadeild — Skólavörðustíg 6
sími 1-64-41
Dajakarnir á Borneó, sem ennþá
eru mannætur og standa á frum-
stigi menningarinnar, iðka far.g-
brögð með beltistökum við trúar-
athafnir sínar. Bendir þetta til
þess, að þessi fangbrögð séu af
ævafornum uppruna. Ágizkun sú,
að þessi fangbrögð séu uppnmn-
in á steinöld verður að fullri
vissu við athugun tveggja forn-
menja frá um 2000 f. Kr. í Eg-
yptalandi og 2600 f. Kr. í Mesó-
pótaníu. Fyrir u. þ. b. 100 árum
fundust 400 myndir af fang-
bragðamönnum í furstagröf Beni-
Hasan í Mið-Egyptalandi. Eru
þeir einungis klæddir mittisól.
Hlýtur sú að hafa verið „glimu-
belti“, annars hefðu þeir ekki
klæðzt því. Og á myndunum eru
auk taka á líkamshlutum 16
myndir af beltistökum.
Þá er fundur Ameríkumanns-
ins Delougaz frá 1938. Hann fann
í hofi einu, það er á helgum stað,
bronzstyttu af tveim mönnum,
sem tekizt hafa buxnatökum,
þeim sömu, sem við þekkjum frá
glímunni og Schwingen Sviss-
lendinga.
UM ALDUR FANGBRAGBA
Lítum við yfir þetta, kemur
eftirfarandi fram: Ef ákveða á
aldur einhverrar sérgreinar fata-
fangbragða eins og t.d. glímunn-
ar, er í hæsta lagi hægt að ákveða
sér-aldur hennar. Því að á undan
er liðinn óratími, sem á rætur
sínar að rekja aftur til forneskju
steinaldarinnar. Á þeim tíma
voru fangbrögð þessi sameign
flestra evrópískra og mongól-
ískra þjóðflokka á norðurhveli
jarðar.
Germanip iðkuðu hana af sér-
stakri kostgæfni og hafa haldið
henni við fram á þennan dag, þar
sem aðstæður voru hentugar. fs-
land og Alparnir standa þar í
fremstu röð. Þessar menjar ætti
að varðveita og rannsaka af um-
byggju, þar sem þær fá næstum
aldrei viðurkenningu alþjóða-
íþróttasamtaka. En hingað til
hafa þau næstum eingöngu við-
urkennt fangbrögð án fatataka.
Það er einungis í hinni jap-
önsku Judo, að fata-fangbrögðin
hafa náð almennri útbreiðslu, og
þar fremur sem sjálfsvörn en
leikur. En sem ofangreindar at-
huganir sýna, eru fata-fangbrögð-
in ekki síður athyglisverð en hin.
Það væri mikill missir fyrir hin-
ar þjóðlegu íþróttir, ef síðustu
leifar fata-fangbragðanna í Ev-
rópu, austurrísku og svissnesku
fangbrögðin og glíman á íslandi
hyrfu alveg.
Enn sem fyrr eru það Norður-
löndin og Alpalöndin, sem fremst
standa í varðveizlu ævaforns
menningararfs germanskra for-
feðra sinna. i
Minningarorð
Nú fækkar þeim óðum sem
fremstir stóðu,
sem festu rætur í íslenzkri jörð
veggi og vörður hlóðu
og vegi ruddu um hraun og
skörð,
börðust til þrautar með hnefa
og hnúum,
og höfðu sér ungir það tak-
mark sett
að bjargast af sínum búum,
og breyta öllu rétt.
Þessar ljóðlínur Davíðs Stef-
ánssonar hafa verið ásæknar í
huga minn, síðan fregnin barst
um það að Jón Sigmundsson
bóndi í Gunnhildargerði væri
látinn, en hann andaðist í Lands-
spítalanum að morgni 18. maí sl.
Jón var af hraustu bændafólki
kominn í báðar ættir. Hann var
fæddur í Gunnhildargerði 25. okt.
1898. Foreldrar hans voru hjón-
in Guðrún Ingibjörg Sigfúsdótt-
ir bónda á Straumi, Þorkelssonar
frá Njarðvík, og Sigmundur
bóndi í Gunnhildargerði Jónsson
Vigfússonar. Móðir Sigmundar í
Gunnhildargerði, seinni kona
Jóns Vigfússonar, var Guðrún
Ásmundsdóttir bónda í Dagverð-
argerði Bjarnasonar bónda á
Ekru.
Böm þeirra Sigmundar og
Guðrúnar voru 9 er komust 'til
fullorðins ára, 6 dætur og 3 syn-
ir, og var Jón næst yngstur. Var
það á orði haft að óvíða væri að
sjá jafn myndarlegan systkina-
hóp og þau Gunnhildargerðissyst
kini.
Jón Sigmundsson var hár mað-
ur vexti bjartur yfirlitum og
drengilegur. Hann naut ekki
menntunar nema þeirrar barna-
fræðslu sem þá var krafist. En
hann lærði fljótt að vinna, og fór
saman hjá honum mikill vinnu-
áhugi og afköst. Þó Jón nyti ekki
annarar menntunar á unglings-
árunum, en þeirrar sem gott
sveitaheimili veitti honum, notað
ist honum sú menntun vel, enda
voru honúm farsælar gáfur gefn-
ar í vöggugjöf.
Jón og bræður hans unnu hjá
föður sínum og önnuðust hann
til dauðadags. En Sigmundur and
aðist 18. jan. 1925 og var hann þá
búinn að vera heilsulaus í nokk-
ur ár. En systurnar voru þá allar
farnar að heiman og búnar að
stofna sín eigin heimili.
Árið 1926 hóf Jón búskap I
Gunnhildargerði og kvæntist
sama ár eftirlifandi konu sinni
Önnu Ólafsdóttur, Bessasonar
frá Birnufelli í Fellum, mestu
dugnaðar og greindarkonu. Þau
Jón og Anna hafa eignast átta
börn, sex dætur og tvo syni, sem
öll eru upp komin nema ein
stúlka, sem enn er í bernsku.
Öll börn þeirra Gunnhildar-
gerðishjóna, sem upp eru komin,
eru mesta myndarfólk eins og
þau eiga kyn til. Má því segja að
enn sé mannvænlegur systkina-
hópurinn í Gunnhildargerði.
Þau Jón og Anna í Gunnhild-
argerði eru því búin að skila
miklu og góðu dagsverki, því
jafnhliða því sem þau koma til
þroska stórum barnahóp, hafa
þau bætt ábýlisjörð sína eftir nú-
tíma kröfum, byggt íbúðar- og
peningshús, allt úr steinsteypu,
og aukið mikið við ræktun.
Og strax og börnin gátu, lögðu
þau hönd að verki til hjálpar við
störfin. Það var unnið í Gunn-
hildargerði meðan orkan leyfði,
en ekki hnitmiðaður 'klukku-
stundafjöldi á vinnudeginum.
Hér verður fátt eitt talið af
því sem um Jón í Gunnhildar-
gerði mætti segja. Hann var mað
ur, sem kappkostaði að breyta
í öllu rétt. Hann var einarður
maður og hreinskilinn, og ef hon-
um fannst sér gert rangt til, þá
sagði hann það umbúðalaust, og
ég held að honum hafi þótt vænt
um að aðrir gerðu slíkt hið sama,
þar sem hann átti hlut að máli,
ef þeir þættust hafa yfir ein-
hverju að kvarta. Það er gott að
minnast manna, eins og Jóns Sig
mundssonar, en sársaukalaust er
það ekki að sjá þeim á bak. Og
áberandi er skarðið í okkar fá-
menna bændahópi hér í sveif-
inni. En fyrir örlögum verða all-
ir að beygja sig.
Sveitungarnir og aðrir vinir og
skyldmenni fylgdu honum til
grafar, laugardaginn 1. júní sL
og var jarðarförin fjölmenn.
Hann var jarðsettur í grafreit
safnaðarins að Kirkjubæ, þar sem
foreldrar hans og margir ætt-
menn hvíla.
Að lokum kveð ég þig vinur,
með ljóðlínum úr kvæði Jónasar
Hallgrímssonar er hann kvað eft-
ir vin sinn, sem honum þótti allt
of fljótt burtu kallaður.
Flýt þér vinur í fegri heim,
krjúptu að fótum friðarboðans
fljúgðu á vængjum morgun-
roðans
meira að starfa guðs um geim.
Sigurjón Þórarinsson.
BRÆÐSABORCARSTIC 7 - REYKJAVÍK
Sími 22-7-60