Morgunblaðið - 28.07.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.07.1957, Blaðsíða 11
Sunnudagur 28. júlí 1957 MORGUNBLAÐIÐ 11 ^J^venjajó&in oc^ heimilici Toflur til að verjast kulda ^jbiápllátt er lltur kauótó mó Samtal við Matgréti Ólafsdóttur tízkuteiknara frá Los Angeles — VIÐ erum sífellt að fjar- lægjast lífstykkin og krínó- iínurnar, og kvenfatnaður verður þægilegri og hentugri með hverju árinu sem líður, sagði Margrét Ólafsdóttir, tízkuteiknari, er Kvennasíðan hitti hana að máli sem snöggv ast í gær. Margrét kom hingað til lands 8. júlí s.l. frá Los Ang- eles, en þar hefur hún verið S.l. 7 ár, fyrst við nám í tízku- teiknun og síðan vann hún við það starf. — Kom hún heirn í sumarleyfi sínu en er nú á fórum vestur aftur eftir eina viku eða svo. — Hvar hefurðu unnið vestra, Margrét? — SL 2 ár hef ég unnið hjá fyr- irtæki er heitír Irma Foster Inc. við að teikna kjóla. Þetta er kjólaheildsala og við vorum tvær sem teiknuðum, eigandi fyr- irtækisins, Irma Foster og ég. — Núna áður en ég fór heim var ég búin að vinna í 3 vikur hjá ný- Stofnuðu fyrirtæki er heitir Jun- ior Classics og mun ég verða eini teiknarinn hjá bví fyrirtæki. — Ferðu beint tii Los Angeles er þú kemur út? — Nei, ég fer til New York og geri efnisinnkaup fyrir fyrirtæk- ið, en öll efnin eru framleidd í New York og koma þar um mán- uði fyrr á markaðinn heldur en í Californíu. Það eru jólakjólarn- tízkulitur haustsins er djúpblátt og svart og hvítt. Margrét er á förum út eftir um það bil viku. Er hún búsett hjá foreldrum sínum Ólafi Ólafs- syni trésmið frá Bolungavík og Margréti Hálfdáns á Rauðarár- stíg 22. BANDARÍSKIR vísindamenn eru nú að ljúka tilraunum með sér- stakar hitatöflur, sem ætlast er til að skipbrotsmenn taki inn og geta þeir þá þolað kuldann betur en áður. En síðan skip eru al- mennt búin björgunarvestum, mun oft vera svo við skipsskaða, að fleiri láta lífið úr kulda, held- ur en að þeir beinlínis drukni. Hitatöflur þær sem vísinda- menn eru að reyna innihalda efn- ið Glycine, sem er ein tegund af Jaiteff ocj keataa k barnaua^a Ungfrú Margrét Ólafsdóttir ir sem við erum að byrja að fram leiða núna. Þeir verða að vera tilbúnir, sniðin og efnin í sept- ember og saumaðir eiga þeir að vera 1. nóvember. — Viltu segja okkur eitthvað úr tízkuheiminum? — Eins og ég sagði áðan þá finnst mér að þróunin í tízkunni hafi verið sú undanfarið, að gera hana sem þægilegasta, — sleppa alveg lífstykkjum og öðru því sem er óþægilegt. — Alltaf er verið að bæta tízkuefnin, — þau verða alltaf betri og betri. Þau efnin sem eru samansett úr gerfi- efnum og náttúrulegum efnum, eins og t.d. nylon, dacron og bóm ull, eru langbeztu efnin. Aðal- BARNAVÖGGUR með því sniði sem myndin sýnir hafa hvarvetna vakið feikna at- hygli. Þær eru bæði hentug- ar og fallegar. Utan um þær er saumað áklæði úr ódýru efni, og því tyllt lauslega á sjálfa vögguna, en samt svo að það tolli vel, en hægt sé án mikillar fyrirhafnar að ná því af til þess að þvo það. Vaggan sjálf er venjuleg þvottakarfa, með fjórum löpp um sem hjól eru undir. „Him- inninn“ á vöggunni er búinn þannig til að efnið er strengt á milli þriggja boga. Hentug- ast er að hafa tvær snúrur festar í miðjan fremsta bog- ann, sem síðan er hægt að smella í sjálfa vögguna. Þannig getur „himinninn“ verið bæði uppi og niðri. I Vögguáklæðið fer um 4.50 m af 70 cm breiðu efni, og í „himin inn“ um 1.50 cm. Þá þarf einnig um 7.50 m af mjórri blúndu (ef vill) 4 m mjótt milliverk og 4 m af silkibandi. Má reikna með að l. 50 m af blúndu fari í „himin- inn“ og sömuleiðis dálítil silki- slaufa og bönd (notast má við bendla) til þess að vefja utan um bogana. 4.50 m er skipt í þrjú jöfn stykki, sem hvert er 1.50 m á lengd og saumuð saman í hliðun- tun, þannig að efnið sé 2.00x1.50 m. Þá er efnið lagt saman í miðj- unni þannig, að hægt sé að klippa öll hornin af í einu og að stykkið verði sporöskjulagað eins og aminó-sýrum. Hefur þetta efni þau áhrif að örva hitamyndun líkamans. Hefur þegar verið reynt að töflurnar geta bjargað lífi manna sem komnir hafa varið að dauða vegna kulda, en miklar lík- ur eru einnig til, að þær komi að gagni fyrir skipbrotsmenn, sem þurfa að liggja lengi 1 sjónum. í sambandi við þetta hafa far- ið fram ýtarlegar rannsóknir á hitaþoli manna. Það hefur vakið athygli, að mismunandi kynþætt- ir þola kulda ákaflega misjafnt. T. d. er það alþekkt hve vel eski- móar verjast kulda. Rannsóknir sýna þó, að þetta er aðeins vegna þess að þeir kunna betur að klæða af sér kuldann, hafa meiri reynslu. Hins vegar hafa vísinda- menn komizt að því óvéfengjan- lega, að svertingjar þola kulda í eðli sinu miklum mun verr ea hvítir menn. plús 15 cm, Efnið er lagt tvöfalt og hornin kiippt af í einu lagi, þannig að stykkið sé eins og hálf hringur. Bogna hliðin er saumuð niður og blúnda fest þar á. Efnið er nú fest við stengurnar þrjár með jöfnu millibili. Þá er einungis eftir að vefja efni utan um hanka körfunnar ef þeir eru. Ef afgangur hefur orðið af milli verkinu og blúndunni er fallegt að búa til litið koddaver og nota blúnduna þar utan um og láta milliverkið í lítið sængurver og draga silkiband þar i gegn. Akurey frá Grænlaudi AKRANESI, 26. júlí. — Togarinn Akurey kemur hingað til Akra- ness á morgun upp úr hádeginu af miðunum við Austur-Græn- land og er fullfermdur karfa. Hinn bæjarútgerðartogarinn fór út á veiðar í dag. — Oddur. AKRANESI, 26. júlí. — Reknetja báturinn Ásmundur kom inn í dag með 91 tunnu af síld eftir 2 nætur. Aðalbjörg og Sigurfari komu ekki inn í dag. Þau hafa verið eina nótt að veiðum. Síldin fer í bræðslu en ekki salt vegna þess hve hún er horuð. — Oddur. tetta er kokteilkjóll eftir Margréti. Hann er úr svörtu tafti, pilsið mjög aðskorið, bakið aiveg bert, líningin í hálsinn er sett með glitrandi steinum og sömuleiðis lindinn niður eftir bakinu. Blússan nær upp í háls að framan, rykkt undir hálslíninguna. „Himininn" Áklæðið á „himininn" situr fast á, enda verður það heldur ekki svo óhreint, a.m.k. ekki ef þess er gætt. Lengd efnisins á að vera lVz lengd sjálfs bogans. Breiddin á að vera breidd hans teikningin sýnir. Lengd þessa stykkis á að vera 4 sinnum hæð vöggunnar, plús breidd botns- ins. Búið til risastór hnappagöt í hliðunum fyrir höldin á körfunni (ef þeir eru á henni). — Klippt er upp í efnið báðum meg- in (b) þar sem „himininn" er festur. Mælið hvar þetta á að vera og látið dýnuna halda á- klæðinu á sínum stað. Nú er aðeins eftir blúnduna neðan á og hliðunum, festa mjótt utan um vögguna og draga silki- bandið þar í. að festa upp með milliverk Þessi vagga er búin til hér í Reykjavík af un'gri móður. Vagg- an sjálf er úr Körfugerðinni, venjuleg tágarkarfa sém er á hjólum alveg eins og teiknaða vaggan okkar. En saumaskap- urinn á áklæðinu er talsvert mikið flóknari og efniskaupin meiri. — f þessa vöggu fóru hvorki meira né mina en 15 m af hvítu nælon tjulli, 3 metrar af stönguðu atlasksilkl, milli 5 og 6 m af hvítu pappa næloni og undir áklæðinu á sjálfri körf- unni er tvöfallt lag af venjulegu vatti. Fyrir utan allt þetta eru svo 165 hnappar úr atlasksilki, saumaðir víðs vegar á silk- ið, bæði innan í og eins og „himnininn“. — Þetta áklæði er ekki hægt að taka af til þess að þvo, a.m.k. er það ill mögulegt og segja má því að ekki sé ráðlegt að leggja út I að hafa svona vöggu fyrir fólk þar sem fleiri en móðirin sjálf hugsar um barnið, eða yngri eða eldri systkyni eru, sem sífellt þurfa að vera að „kíkja“ á nýja barnið. — En það dylst engum að vagg- an er Ijómandi falleg, enda má hún vera það, — því bæði ligja miklir peningar í slíkri vöggu og mikil fyrirhöfn við að útbúa hana. Pappússkuiðorhnífur brotvél og prentvél til sölu Steindórsprent hf. Tjarnargötu 4 (Upplýsingar ekki gefnar í síma)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.