Morgunblaðið - 28.07.1957, Side 13

Morgunblaðið - 28.07.1957, Side 13
Sunnudagur 28. Júlí 1957 MORGVISBLAÐIÐ 13 Kvikmyndir: Banatilræðið v/ð Hitler MARGIR áhrifamiklir menn innan þýzka hersins svo og stjórnmálamenn, sáu það fljót- lega eftir að heimsstyrjöldin síð- ari brauzt út, að hún var Þjóð- verjum töpuð „áður en hún hófst“, eins og einn hershöfðingj- anna komst að orði eitt sinn, og þessum sömu mönnum var það einnig ljóst að þýzku þjóðinni varð eigi bjargað frá ógnum og hörmungum hins vonlausa stríðs, nema með því að ryðja foringj- anum, Hitler, úr vegi. Andspyrnu hreyfingin gerði ýmsar tilraun- ir til að ráða þennan geggjaða óhappamann af dögum, en þaer mistókust allar. Síðasta tilraun- in var gerð 20. júlí 1944. Um hana fjallar mynd sú sem hér ræðir um og sýnd er nú í Aust- urbæjarbíói. — Óþarft er að rekja hér efni myndarinnar, en í henni er töluverð spenna, sem vænta mátti, og hún gefur manni nokkra hugmynd um hina miklu ólgu og hatur, er brann undir niðri gegn Hitler og hyski hans og hina æðisgengnu grimmd, of- sóknir og fjöldamorð, sem þess- ir menn höfðu á samvizkunni. — En myndin varð mér þó að mörgu leyti vonbrigði. Hún er að vísu vel leikin, en ekki að sama skapi vel gerð og töku myndarinnar er um margt nokk- uð óbótavant. Spennan er miklu minni en búast hefði mátt við og „foringinn" sést aldrei, rétt eins og það væru einhver helgispjöil að birta ásjónu hans — eða hvað Ego. Sleindór Afgreiðsia leigubifreiða — Simar — 1-15-80 24-100 ★ — Símar — 1-15-85 1-15-86 Sfeindór Atvinnuleysisskraning í Hafnarfirði Skráning atvinnulausra manna í Hafnarfirði fer fram á vinnumiðlunarskrifstofunni í Ráðhús- inu 1.—3. ágúst að báðum dögum meðtöldum. Fimmtud. 1. ágúst og föstud. 2. ágúst frá kl. 10—12 og 13—17, laugard. 3. ágúst kl. 10—12. Vinnumiðlunin í Hafnarfirði. Ljosmæðfaskóli ÍsSands: Námsárið hefst 1. október næstkomandi. Nem- endur skulu ekki vera yngri en 20 ára og ekki eldri en 30 ára, heilsuhraustir (heilbrigðisástand verður nánar athugað í Landsspítalanum). Kon- ur, sem lokið hafa héraðsskólaprófi eða gagn- fræðaprófi ganga fyrir öðrum. Eiginhandarum- sókn sendist forstöðumanni skólans á Lands- spítalanum fyrir 15. ágúst. Umsókninni fylgi ald- ursvottorð, heilbrigðisvottorð og prófvottorð frá skóla, ef fyrir hendi er. Umsækjendur, sem hafa skuldbundið sig til að gegna ljósmóðurumdæmi að loknu námi, skulu senda vottorð um það frá viðkomandi oddvita. Landspítalanum, 25. júlí 1956. Pétur H. J. Jakobsson. Ath.: Umsækjendur Ljósmæðraskólans eru beðnir að skrifa á umsóknina greinilegt heim- ilisfang, og hvar sé næsta símgtöð við heimili þeirra. TILKYNNING Verkstæði okkar er flutt að Bjargarstíg 15. Önnumst allar viðgerðir á Hoovertækjum rit- og reiknivélum og vogum. RIT- OG REIKNIVÉLAR áður Tjarnargötu 11A — Nú Bjargarstíg 15 22. lesfa fiskibátur til sölu. Báturinn er smíðaður úr eik í Danmörku. Mjög j vel við haldið. Aðalvél 160 ha. g. m. Ganghraði 10 mílur. 1 Upplýsingar gefur Magnús Jensson h.f., Tjarnargötu 2, 1 sími 14174. Hinn opinberi ljósmyndari ríkisins, Pétur Thomsen, notaði EXAKTA myndavél við sænsku konungsheim- sóknina. A þeim þrem dögum, sem konungshjónin stóðu hér við, tók Pétur Thomsen um 900 myndir á EXAKTA. Það þarf ekki að talca það fram, að allar þessar myndir og fleiri þúsund aðrar, sem hann hefur tekið á EXAKTA, hafa komið ágætlega fram. Pétur notaði mest 35 mm gleiðhornslinsu en einnig 58 mm og f/1, 5/75 mm linsur. — Pétur Thomsen notar EXAKTA vegna þess að flestöll aukatæki eru tii á lager þ. á. m. linsur frá 35 mm til 500 mm og allt þar í milli, vegna þess að EXAKTA er með ina- byggðan hníf, svo hægt er á einfaldan hátt að skera filmuna í sundur, eftir að teknar hafa verið nokkrar myndir af spólunni, og vegna margra annarra kosta, sem prýða þessar heimsfrægu myndavélar. Þegar Finnlandsforseti kemur í opinbera heimsókn í næsta mánuði, mun EXAKTA ganga í gegnum sömu eld- raunina. Er það enn ein sönnunin fyrir því hve vandaðar þessar myndavélar eru. Einkaumboðsmenn: Söluumboð: G. Helgason & Melsteð hf., Gleraugnaverzlunin OPTIK, Hafnarstræti 19 Hafnarstræti 18. 900 myndir á Jbrem dögum á EXAKTA Kriattspyrniimót íslands 1. deiGd í kvöld klukkan 20.30 keppa: Akureyringar og Valur Dómari: Helgi H. Helgason — Mótanöfndin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.