Morgunblaðið - 25.08.1957, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.08.1957, Blaðsíða 10
MORCUNBLAÐ1Ð Sunnudagur 25. ágúst 1957 ia liínurit þetta sýnir misvisun segulnálarinnar eins og hún var í segulmælingastöðinni hinn 3. ágúst sl. á tímabilinu kl. 12.00—18.00. Undir línuritinu er tíminn, en vestlæg misvísun í gráðum til hlið- ar. Svörtu punktarnir í ritinu eru klukkustundartímamerki, en mjóu strikin á milli þeirra eru 5 mínútna tímamerkin. því það er ómögulegt að vera allt af að hendast með það í bílnum hér á milli, eins og ég verð að gera nú. Úr því þið komuð, þá er rétt að sýna ykkur allt hér. í tjaldinu sem stóð rétt hjá húsinu, sýndi Þorbjörn okkur mælinn, sem er svokallaður BMZ-mælir. Hann mælir algjört (absolut) hinn lóðrétta hluta segulkraftar- ins með nákvæmni, sem svarar til eins fimmhundraðasta hluta af einu „prósenti". Mælingar með þessu og fleiri tækjum er nauð- synlegt að gera við og við til þess að ákveða gildi línuritanna. Þegar við gengum út höfðum við orð á því við Þorbjörn að það gæti orðið æði strembið að fást við mælingar þessar í vetur og þurfa að fara daglega hingað frá Reykjavík. Ég vona að til þess komi ekki, sagði hann, því vonir standa til að takast muni að fá mann af næsta bæ til þess að annast daglega gæzlu stöðvar- innar. ★ — -/oí'ðeð//s- fræðiárið Frh. af bls. 3. mælt, sagði Þorbjörn, að segja að segulmælingar, norðurljósa- athuganir og jónhvolfsrannsókn- ir hér á landi séu sérstaklega áríðandi frá jarðeðlisfræðilegu sjónarmiði. f Norðurljósabeltinu í Norðurljósabeltinu eru breyt ingarnar á segulsviðinu tíðastar, rafstraumanna frá sólinni gætir þar meira en annars staðar. Belti þetta liggur umhverfis segulpól- inn sem er nyrzt í Kanada og annað auðvitað tilsvarandi á Suðurhvelinu. — Norðurljósa- beltið liggur fyrir norðan Síber- íu, fyrir vestan og norðan Noreg, fer yfir ísland, Labrador og Al- aska. Óvíða á þessu svæði er byggilegt, svo segja má að hvergi sé aðstaðan betri en hér á landi til þessara rannsókna. Beint hagnýtt gildi rannsókn- anna fyrir okkur íslendinga er fyrst og fremst tengt við átta- vitana hvað stefnu snertir og mis vísun. Þegar sjókort eru gerð eru þau árituð með segulstefnu. Hún breytist svolítið frá ári til árs, eins og ég sagði áðan, og til þess að hægt sé að nota gömul sjó- kort og sigla örugglega eftir átta- vita skipanna þurfa að liggja fyr- ir upplýsingar um hversu mikið misvísun áttavitans hefur breytzt síðan kortið var gert. Nákvæm- ar upplýsingar um það fást að- eins þar sem slík segulmælinga- stöð er. Þorbjörn sagði að þessi stöð nægði landinu öllu, en þurfa myndi að gera segulmælingar á ákveðnum stöðum á svo sem 5 ára fresti. Þannig kæmi fram, hve mikil breyting yrði á mis- vísuninni í hverjum landshluta. Auk þess er nauðsynlegt að hafa hér segulmælingastöð, ef nota á segulsviðsmælingar við jarðfræði legar rannsóknir, t.d. í sambandi við jarðhitann. — Þessum segulmælingum verður þá haldið áfram eftir lok Jarðeðlisfræðiársins um áramót- in 1958—’59? Ég geng út frá því, sagði Þor- björn. Hví skyldi þeim verða hætt þá? Þessar mælingar er á- ríðandi fyrir okkur að stunda eins og aðrar þjóðir, sem stund leggja á jarðeðlisfræðilegar rann sóknir. Pendúllinn var erfiður Við stóðum nú fyrir framan Pendúlklukkuna, sem er 1V2 sek. á undan tímanum. Ég tók þar eftir innlendri smíði kringum pendul klukkunnar, en kassi hennar er úr póleruðum kjör- viði, og spurði ég Þorbjörn hverju þetta sætti. Hann sagði að það stæði í sambandi við að nauðsyn- legt hefði verið fyrir sig að gera „pendúlinn hlutlausan". Hann er úr járnblending og áhrifa af slætti hans gætti svo mjög við segulsviðsmælingarnar að hjá því varð ekki komizt. Það er ekki tréramminn fycir framan pendulinn, sagði Þorbjörn, sem gert hefur hann áhrifalausan, heldur eru það tveir seglar, með þveröfuga stefnu við segulsvið pendúlsins, sem komið er fyrir inni í trérammanum beggja vegna hans. — Hún gerði mér lengi lífið brogað, þessi klukka, meðan ég var að koma tækjun- skýrslur um allar þær öru breyt- ingar, sem verða í segulsviðinu. Hann mælir fimmhundruðustu úr „prósenti“ En áður en þið farið, sagði Þorbjörn, langar mig til að sýna ykkur enn eitt tæki stöðvarinn- ar. Það er hér úti í tjaldi. Ég þarf að koma upp skýli fyrir það, Það var komið kvöld. Um leið og við kvöddum Þorbjörn tók hann út úr tjaldinu útvarpstæki. Ég ætla að hlusta eftir sendingu tímamerkis — og sjá hvort bilið milli klukkunnar minnar í segul- mælingastöðinni og þeirra vestur í Washington hefur breikkað frá því síðast. Sv. Þ. Þorbjörn sýnir próf. Trausta Einarssyni, sem þarna var staddur, BMZ-mælinn í tjald- inu. um fyrir og undirbúa mæling- arnar. — Hvað er það sem gerir þenn an stað betri til þessara mælinga en t.d. uppi á Öskjuhlíð eða inni við Elliðaár? Víðast hvar á landinu liggur grágrýti og basalt í efstu jarð- lögunum, en af því stafa miklar segultruflanir. Truflanalaust svæði er helzt ekki annað til en þar sem þykkt sandlag liggur yfir basalt-berginu. Þannig er það hér og einnig á söndum Suð- urlandsundirlendisins og víðar. Mér tókst ekki að finna annan stað heppilegri í nágrenni Reykja víkur og þetta er góður staður að öðru leyti en því að vatna- vextir gætu eyðilagt fyrir mér girðinguna. — Segðu mér svo áður en við förum héðan, ertu byrjaður að vinna úr gögnunum? Það er varla hægt að segja að það starf sé hafið ennþá, en ekki verður hjá því komizt að leggja töluverða vinnu í úrvinnsluna og býst ég ekki við að geta annað því öllu sjálfur. Auk meðaltal- anna, sem áður voru nefnd, þarf að taka afrit af öllum línuritum og senda til Kaupmannahafnar, en þar er ein af miðstöðvum seg- ulmælinganna á Jarðeðlisfræðiár inu. Eins þarf að gera sérstakar Danskur skólamaður heimsækir Island og kynnir sér skólamáf HéSf að ÍsSendingar væru brúnaþungir og töiuðu fornsnái NÝLEGA var hér á ferð danskur kennari, Paul Thorsen, frá Kaun- mannahöfn. Hann ferðaðist víða um landið, en til þess hlaut hann styrk fræðslumálastjómarinnar dönsku og hlaut einn af umsækj- endum þessa styrks, meðmæli frá menntamálaráðuneytinu danska. Thorsen er landafræði- kennari við lýðskóla í Kaup- mannahöfn, en einnig er hann formaður dansks esperantófélags og hefur skrifað smásögur bæði á dönsku og esperantó fyrir danska unglingaskóla. Fréttamað ur Morgunblaðsins átti stutt sam- tal við Thorsen skömmu áður en hann fór til Danmerkur. Dvaldist hér í þrjár vikur Paul Thorsen dvaldist hér á landi í þrjár vikur. Notaði hann tímann til þess að kynnast land- inu og ferðaðist mjög víða um Suðurland, Norðurland og Aust- firði. Mest ferðaðist hann flug- leiðis og naut hann þar fyrir- greiðslu Flugfélags Islands. Þótti honum mikið koma til jöklanna, vatnsfallanna og hverasvæðanna. Kvaðst hann mundu reyna eftir getu, að kynna þessi atriði fyrir nemendum sínum. Hélt fyrirlestra Thorsen skoðaði marga ung- lingaskóla í Reykjavík og einnig á Akureyri, Vestmannaeyjum og í Hafnarfirði. Hann hélt tvo fyr- irlestra um skólamál, annan í Vestmannaeyjum og hinn í Rvík. Hann kvaðst telja íslendinga langt komna í skólamálum, en þó væri skipulag þeirra hér ólíkt því, sem gerist í Danmörku. — Hann kvaðst hafa orðið undrandi að sjá „háfjallasól" í einum skól- anum er hann heimsótti, til notk- unar fyrir nemendur, kvaðst ekki hafa kynnzt slíku í Kaupmanna- höfn. Aftur á móti taldi hann ekki nægilega rúm salarkynni fyrir nemendur hér utan kennslu tíma. Þá taldi hann að of mikill nemendafjöldi væri hér ætlaður hverjum kennara og of mikið lagt bæði á kennarann og nem- andann. PAUL THORSEN Mega ekki vinna innan 16 ára aldurs Ekki kvaðst Thorsen hafa kynnzt því í Danmörku að ung- lingar og börn mættu vinna fyrir kaupi innan 16 ára aldurs. Slíkt væri bannað með lögum. Þótti honum því undarlegt að sjá mergð barna hér bera út blöð og stunda saltfiskvinnu, sendi- störf og því um líkt. Ekki mega kennarar þar heldur vinna utan kennslustarfanna. Sumrin eru þeim ætluð til námskeiða, fram- haldsnáms, kynningarferðalaga innanlands og erlendis og funda- halda. Skóladagar unglinga í lýð- háskólum í Danmörku eru 240 á ári. Heita vatnið heilsulind Hann kvaðst gleðjast yfir öll- um framförum á sviði skólamála hjá íslendingum, en einu öfund- aði hann okkur þó af. Það væri heita vatnið og útisundlaugar, t. d. á Akureyri, sem unglingar hefðu ókeypisaðgang að. Það væri ómetanleg heilsulind. Hann taldi- líkgt Islendinga miklu betri Framh. á bls. 16 — Reykjavikurhréf Framh. af bls. 9 mistökunum og helzt biðja alla aðila afsökunar a. m. k. eigin les- endur, sem vafalaust hafa sumir verið farnir að trúa óhroðanum og gera það sennilega enn. Vit- anlega var oftraust að ætlast til slíks drengskapar af Tímanum. Kjark hefur hann þó skort til þess að endurtaka þessi ósann- indi eftir að sýnt hafði verið fram á, hvernig þau voru til komin. Fer honum í þeim efnum svipað og um kaffisögu annars Tíma- ritstjórans fra 7. nóvember í vet- ur. S.l. miðvikudag 21. ágúst kemst Tíminn þó næst því að viðurkenna það frumhlaup sitt að kenna Morgunblaðinu um- mæli Alþýðublaðsins. Þá segir: „í raunum sínum reynir rit- stjórinn að skríða á bak við um- mæli í Alþýðublaðinu og segja vopnin þaðan komin“. Þegar staðreyndir eru raktar lið fyrir lið, og Tíminn stendur innikróaður í ósannindahorninu, orðar hann það svo, að sá, sem á var skrökvað, „skríði á bak við ummæli í Alþýðúblaðinu"! Hermami á imdan Kadar ÞESSIR starfshættir hafa hér í blaðinu að undanf örnu verið kenndir við Kadar hinn ung- verska. Hefur verið sýnt fram á, að einmitt vegna líkingar á að- ferðum núverandi ríkisstjórnar á íslandi og kommúnistastjórnar- innar í Ungverjalandi tregðist ís- lenzka ríkisstjórnin við að verða við þeirri tillögu að láta þýða Ungverjalandsskýrslu Sameinuðu þjóðanna á íslenzku og gera hana öllum Islendingum aðgengilega. S.l. fimmtudag var hér í blaðinu sagt frá ummælum Moskvu-út- varpsins um þessa skýrslu. Er þar tekið svo til arða: „Útvarpsfyrirlesarinn sagði, að skýrslan væri hneykslanlegt saín illkvittinna lyga, sem meðlimir gagnbyltingarsamsærisins er sluppu úr landi, hefðu komið fram með“. Hvort er íslenzka stjórnin held- ur sammála þessum ásökunum Moskva-útvarpsins eða er hún hrædd við, að almenningur sjái hina áberandi líkingu í starfs- háttum Kadars og Hermanns Jónassonar, þegar þeir reyna að afsaka sjálfa sig og velta sökinni yíir á aðra? Hins vegar er KadaT gert of hátt undir höfði með því að telja hann lærimeistara Hermanns Jónassonar. Sannleikurinn er sá, að Kadars-starfshættirnir eru hinir sömu, sem Tíminn hefur lengi iðkað. Virðingarleysið fyr- ir sannleikanum, alger umsnún- ingur staðreyndaima og látlaus rógburður um andstæðingana, þetta hafa verið einkenni Tímans áratugum saman. Sjálfum er Hermanni Jónassyni einkar lag- in sú list að ásaka aðra um þá óhæfu, er hann ætlar sjálfur að fara að fremja eða hefur gert sig sekan una. Allir vita t. d. um undirróður hans í sambandi við verkfallið mikla 1955. Þá beitti hann öllum ráðum til þess að ryðjast sjálfur til valda. Enginn veit þetta betur en hann sjálfur og hans nánustu vinir. Blygðun- arleysið er slíkt, að nú ásakar hann aðra um að gera hið sama og hann á upphefð sína að þakka. Einmitt vegna þess, að Framsóknarmenn víðs vegar um landið vita, að svona eru völd Hermanns til komin, er e. t. v. auðveldara en ella að telja þeim trú um, að Sjálfstæðismenn leiki nú sama leikinn og Hermann gerði áður. Eða a. m. k. er ráða- gerð Hermanns sú og þess vegna lætur hann Tímann látlaust hamra á sömu ósannindunum. Einar Asmundsson hæstaréttarlögmaðui • Hafsteinn Sigurðsson héraðsdómslögmaður. Skrifstofa HafnarstrseU 6. Sími 16407.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.