Morgunblaðið - 25.08.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.08.1957, Blaðsíða 16
2-24-80 2-24-80 Björgunarskúta Norðurlands, Albert, leggst að bryggju á Akureyri. Mikill mannfjöldi var við móttöku þess. Sjá grein á bls. 6. Ljósm. vig. Ekkert aðhafzt við Skorradalsvatn til vatnsmiðlunar virkjunarinnar ísland gerSi jafnfefli viS Sviss — tap gegn Frakkl. Island er nú i 6. sæti A EVRÓPUMÓTINU í bridge sem fram fer í Vínarborg er lokið 4. og 5. umferð. íslenzka sveitin sat yfir í 4. umferð, en í 5. umferð kepptu þeir við sveit Sviss og skildu sveitirnar jafnar. -----------------© AKRANESI, 24. ágúst. — Enn sem komið er hefur ekkert verið aðhafzt í sumar til þess að leysa vanda Andakílsárvirkjunarinnar vegna nauðsynlegrar vatnsmiðl- unar. Snemma í vor barst út sú fregn að Andakílsárvirkjuninni hefði verið heitið háspennulínu frá orkuverunum við Sogsfossa eftir 18 mánuði. Ef þessi fregn á við rök að styðjast mun það verða eftir um það bil 1 ár. Sýnir hún að raforkustjórnin hefur fullan hug á að koma Andakíls- árvirkjuninni til hjálpar. Hinu má ekki gleyma að orkuverin við Sogsfossa, og það sem er í bygg- ingu við Efra-Sog þurfa mikillar orku við til þess að rafvæða Reykjavík, Hafnarfjörð, öll Suð- urnes með verstöðvunum þar, Keflavíkurflugvelli og allt Suð- urlandsundirlendi. — Hvarvetná vex þörfin fyrir raforku með hverju árinu sem líður Gæti far- ið svo að þessi raforkuver yrðu ekki aflögufær. Er þá gott til þess að vita, ef unnt yrði að finna leiðir til þess að Andakílsárvirkj- unin yrði sjálfri sér nóg. Nú er botn Andakíl&ár 6 metr- um hærri uppi yfir vatnsósinn heldur en botninn í vatnsþrónni niðri við virkjunina, þar sem vatnið streymir inn í orkuverið. Grafa þarf og sprengja ála niður þar til árbotninn er kominn í lá- rétta línu alveg frá virkjuninni upp að vatnsósnum. Við ósinn þarf að steypa upp öfluga fyrir- hleðslu. Jafngildir þetta 6 metra háum vatnsgeymi eftir öllu | Skorradolsvatni. Grafa má í sund ur höft sem kynnu að vera á botni vatnsins svo að vatnsyfir- borðið nýttist jafnan að fullu niður á 6 metra dýpi. Er þetta mögulegt án þess að Skorradals- vatn sé hækkað um einn senti- mefra. Einnig væri athugandi hvort ekki mætti dýpka vatnið niður í 6 metra með ströndum fram með því að dæla leirnum upp. Gæti það drjúgum aukið á vatnsmiðlunina. Væri þetta sama og virkjunin hefði fengið 6 metra djúpan vatnsgeymi að víðáttu eins og Skorradalsvatn sem er um það bil 16 km á lengd og um 1 km þar sem það er breiðast. Annar höfuðmöguleiki til vatns miðlunar fyrir Andakílsárvirkjun sem menn hafa komið auga á, er að gera vatnsgeymi á heiðinni við Eiríksvatn, en þaðan rennur Fitjaá ofan 1 Skorradalsvatn. — Þangað þarf að leiða vatn úr Reyðarvatni, en þaðan rennur Grímsá um Lundarreykjadal. — Hermann Jónasson forsætisráð- herra hefur laxveiðina í Grímsá á leigu í sumar upp að Grafarhyl. í Eiríksvatn þarf að leiða vatn úr Hvalvatni, sem Botnsá fellur úr. Dýrmætt er fyrir Borgfirðinga, Borgnesinga og Akurnesinga, ef þeir gætu búið að sínu í raforku- málum. —• Oddur. Þrem söfmiðimi úthlutað kirkju- hyggingarstyrk Á FUNDI bæjarráðs er haldinn var á föstudaginn voru lagðar fram tillögur stjórnar kirkju- byggingarsjóðs um úthlutun úr sjóðnum til kirkjubygginga hér í Reykjavík. Var alls úthlutað 650.000 kr. milli þriggja safn- aða. Langholtssöfnuður fær kr. 350.000., Óháði fríkirkjusöfnuð- urinn 200.000 krónur og Nessöfn- uður 100.000 krónur og er það lokaframlag. Þessa úthlutun sam- þykkti bæjarráð samhljóða. Ingi R. etslur með 3 Vi vinning HAFNARFIRÐI — í fyrrakvöld voru tefldar biðskákir úr 3. og 4. umferð á skákmótinu, sem hér fer fram um þessar mundir. — Áttust við Friðrik og Sigurgeir, en sú skák var alljafnteflisleg þegar hún fór í bið. Tefldi Sigur- geir mjög vel, en varð það á að leika illilega af sér, þannig að hann tapaði skákinni. Einnig átt- ust þeir við Árni Finnsson, sem teflt hefur mjög vel á þessu móti, og Kári Sólmundsson. Lauk þeirri skák með sigri Árna. Loks tefldi svo Kári einnig við Jón Kristjánsson og vann þá skák. Skák þeirra Jóns Pálssonar og Benkö fór aftur í bið, en hún er talin mjög jafnteflisleg. — Ingi R. Helgason er nú efstur eftir 4 umferðir með 3Vá vinning. _ í dag kl. 2 heldur mótið áfram og eigast þá við Ingi R. og Pilnik, Benkö og Jón Kristjánsson, Frið- rik og Kári, Jón Pálsson og Árni, 'Sigurgeir og Stígur. — Teflt er í Góðtemplarahúsinu. — G. E. Albert heilsar höfn- um á Norðurlandi HÚSAVÍK, 24. ágúst: — Björg- unarskúta Norðurlands, Albert, kom liing'að i gærkvöldi. Lagðist skipið að bryggju kl. 8. Fjöl- menni hafði safnazt á bryggjuna, sem var fánum skreytt, til að taka á móti skipinu, sem einnig var skreytt fánum stafna á milli. Ávörp. Karlakór Húsvíkinga, Þrymur, söng á bryggjunni við komu skips ins. Páll Þór Kristinsson bæjar- stjóri flutti ávarp og einnig frú Hrefna Bjarnadóttir, formaður Slysavarnadeildar kvenna áHúsa vík. Af skipsfjöl töluðu Pétur Sig- ursSon, sjóliðsforingi og Júlíus Havsteen, fyrrv. sýslumaður. Skipið skoðað. Fjöldi heimamanna fór um borð í skipið og skoðaði það. Um kvöldið var forvígismönnum og konum slysavarna hér boðið til veiz’u í skipinu. Hélt áleiðis til Kópaskers. Albert var hér í Húsavík í nótt en hélt í morgun áleiðis til Kópa- skers, þar sem það mun hafa við- dvöl. Þaðan heldur það áleiðis til Þórshafnar og Raufarhafnar, þar sem það verður í kvöld. —Fr. Mjölnismenn ælla ekki að lála sinn hlut Selfossi, 24. ág. í GÆRKVÖLDI var haldinn fundur í vörubílstjórafélaginu Mjölni á Selfossi. Var samþykkt að halda áfram hindrunaraðgerð- utn við Efra-Sog, til að koma í veg fyrir að Þróttar-menn geti haldið fiutningum áfram að virkj uninni. Ætla bílstjórar í Mjölni að efla þar aðgerðir sínar sem mest. Þá var samþykkt tillaga þess efnis, að víta bæri Ríkisútvarpið fyrir ónákvæman fréttaflutning af þessu deilumáli. í dag halda Mjölnisbílstjórar vörð við Efra-Sog og ætla þeir sér að halda því áfram þar til málið er til lykta Ieitt. — G. Ó. GRUNDARFIRÐI, 23. ágúst. — Heyskapur hefur verið hér mikill í sumar og nýting heyja með á- i gætum. — Emil. IJrslitaleikur ís- landsmótsiiis í dag í DAG kl. 4,30 leika-Fram og Akurnesingar til úrslita í 1. deild arkeppninni og fer leikurinn fram á Leikvanginum í Laugar- dal. Verður þetta fyrsti leikur í 1. deild, sem fram fer á grasi. Eins og kunnugt er, hafa Ak- urnesingar unnið alla 4 leiki sína í keppninni, en Fram hefur unn- ið 3 leiki og gert 1 jafntefli. —- Nægir Akurnesingum því jafn- tefli til þess að vinna mótið. Bæði liðin hafa æft vel undan- farið og kom það gerla fram í leik Fram við Dynamo Kiev, að úthald hafa Framarar mikið og gott, og ýmsir sterkustu leik- menn Akurnesinga hafa ekki ver ið í eins góðri æfingu undanfar- ið og þeir eru nú. Verður leikur- inn án efa tvísýnn og skemmti- legur, því að bæði liðin hafa leikið góða leiki í sumar, og ætti grasvöllurinn að stuðla að því, að leikmennirnir nái fram sínu bezta. Að leik loknum mun formaður KSÍ afhenda sigurvegurunum sigurlaunin, knattspyrnubikar ís- lands. Aðalfuiidm* Stétt- arsamb, bænda AÐALFUNDUR Stéttarsambands bænda verður að þessu sinni haldinn að Hlégarði í Mosfells- sveit 12. og 13. september næst- komandi. Fulltrúakjöri er að mestu lokið, en kjörnir eru 47 fulltrúar úr öllum sýslum lands- ins. Einnig taka þátt í störfum aðalfundarins stjórn framleiðslu- ráðs, framkvæmdastjóri. — Og venja er að bjóða þangað nokkr- um gestum. Rædd verða verðlagsmál land- búnaðarins og ýmis önnur mál, er varða félagsskapinn og önnur hagsmunamál bænda. Gert er ráð fyrir að nokkur hluti fundarmanna geti búið á Brúarlandi þessa tvo daga sem fundurinn stendur yfir, en aðrir munu gista í Reykjavík. Úrslit í 4. umferð Sviss vann Pólland...... 57:41 Frakkland vann Svíþjóð . 77:19 Austurríki vann Noreg .. 100:24 Holland vann írland .... 58:42 Finnland vann Þýzkaland 105:40 Ítalía vann Spán......... 61:15 Jafntefli varð hjá Englandi og Lebanon (52:49) og hjá Dan- mörku og Belgíu (51:50), í 5. umferð urðu úrslit þessl: Italía vann Danmörk.... 63:44 írland vann Þýzkaland .. 58:50 Holland vann Lebanon .. 65:51 England vann Noreg .... 51:32 Austurríki vann Svíþjóð . 41:35 Frakkland vann Pólland . 76:45 Jafntefli gerðu ísland og Sviss (65:65) og Belgía og Finnland (55:50). Spánn sat yfir. fsl. sveit- in sendir kveðjur heim. — Vilhjálmur. ★ f GÆRDAG barst Reutersskeytl þar sem segir að í 6. umferð hafi Frakkar unnið íslendinga með 91 stigi gfegn 51. Eftir 6. umferð standa stigin þannig (í svigum mesti mögulegi stigafjöldi landanna, en mismun. urinn stafar af því, að eitt land situr yfir í hverri umferð og sum hafa því átt færri keppnisspil en önnur): Austurrlki 12 (af 12) Ítalía 10 (af 10) Holland 11 (af 12) Frakkland 10 (af 12) Bretland 10 (af 12) Belgía 6 (af 10) ísland 5 (af 10) Noregur ð (af 10) Finnland 5 (af 12) Sviss 4 (af 10) Lebanon 4 (af 12) Þýzkaland 3 (af 12) Danmörk 3 (af 12) Spánn 2 (af 10) Svíþjóð 2 (af 12) írland 2 (af 12) Pólland 1 (af 10) Heim af síld FINNBOGASTÖÐUM, 23. ágúst. — Á Djúpavík er nú hætt að salt síld, er það vegna þess, hve horuð hún er og smá. Búið er nú að salta 1750 tunnur. Síldarstúlk- urnar fóru ailar frá Djúpavík um siðustu helgi. —Regína. LÍTIÐ ER UNGS MANNS GAMAN Þessi mynd var nýlega tekin af nokkrum krökkum í Hrísey. Hafa þau það sér til gamans að totta snuð, sem þau hafa í bandi um hálsinn. Virðist þetta vera eins konar einkennismerki hjá þeim. Hefur snuðasölu heldur hleypt fram við þetta í Hrísey. Það er sitt af hverju sem unga fólkið finnur sér til gamans. Ljósm. vig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.