Morgunblaðið - 29.08.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.08.1957, Blaðsíða 6
6 MORGVNBL AÐ1Ð Fimmtudagur 29. ágúst 1957 NUKRUMAH AFNEMUR SKOÐANA■ FRELSI 06 STEFNIR AÐ EINRÆÐI SVERTINGJARÍKIÐ Ghana hefur verið aðeins fimm mánuði í tölu sjálf- stæðra ríkja, en nú þegar logar allt landið í sundrungu og flokka dráttum. Nukrumah forsætisráð- herra og aðrir ráðherrar í stjórn hans þora sig ekki að hreyfa, jafnvel í höfuðborginni Accra, nema með fjölmennum lögreglu- verði og til vissra héraða lands- ins þora þeir yfir höfuð alls ekki að ferðast. Þess hefur einnig farið að gæta, að Nukrumah og fyigis- menn hans taki upp ólýðræðis- lega stjórnarhætti á ýmsum svið- um. Sakar stjórnarandstaðan þá um að stefna nú sama veg og Hitler áður, þeir ætli að afnema öll lýðréttindi, en koma á fót skefjalausu kúgunareinræði. ★ Þegar Ghana hlaut sjálfstæði í marz s.l. var það fyrir fram vitað, að íbúarnir mynduðu ekki eina þjóðernislega heild. í austur- hluta þessa svæðis er helmingur lands Togo-þjóðarinnar, en hinn helmingurinn er undir stjórn Frakka. Togo-menn eru í mörgu frábrugðnir þjóðflokkum Gull- strandarinnar, en samt var ákveð ið að þeir skyldu sameinast Ghana. Ýmsir aðrir litlir þjóð- flokkar eru á útköntum ríkisins. En í meginatriðum skiptast í- búarnir þó niður í tvo flokka — Annar er Gullstrandabúar, sem eiga heima út við ströndina. Hinn er Ashanti-menn, sem búa inni í landi. ★ Svo hefur málum skipazt að Gullstrandarmenn hafa orðið alls ráðandi í Ghana. Þaðan er Nu- krumah og ræður hann yfir hrein um meirihluta atkvæða í þjóð- þinginu. Strandbúarnir hafa nú margir tekið upp evrópska lifn- aðarháttu. Þeir reka verzlunar- félög og eru æfðir í pólitískri skipulagningu og áróðri. Ashant-menn eru skemmra á veg komnir á sviði menningar. — En land þeirra er búið mörgum kostum. Þar er meginframleiðsl- an á kakói, sem er aðalútflutn- ingsvara landsins og þar er talið að mestu framtíðarmöguleikarn- ir séu til rafvirkjana og iðnaðar hvers konar. ★ Þess varð vart þegar á full- veldishátíð Ghana að Ashanti- menn voru hvergi ánægðir með það mikla vald sem Gullstrand- ar-búar höfðu fengið í hendur samkvæmt stjórnarskrá landsins. Allt fram á síðustu stund höfðu höfðingjar þeirra við orð að vera fjarverandi við hátíðahöldin. — Þeir komu þangað þó en dvöldust mjög skammt. Síðan þetta gerð- ist telja Ashanti-menn að mjög hafi sigið á ógæfuhliðina við stjórnarframkvæmdir Nukrum- ahs. Bera þeir hann þeim sökum að taumur Gullstrandarbúa sé dreginn ákaflega. Meginhluti allra fjárveitinga og lána fari til fyrirtækja og framkvæmda við ströndina. Ashanti-menn sitji allt af á hakanum. í þinginu hafa As- hanti-menn veitt Nukrumah harða andstöðu og á nokkrum stöðum hefur komið til blóðugra átaka. ★ Svo virðist sem Nukrumah sé nú orðinn langþreyttur á mót- spyrnu Ashanti-manna. Fyrir rúmum mánuði tók hann upp á því að visa úr landi ýmsum mönnum, sem honum þótti bera fram of harða gagnrým. Þetta vakti fyrst verulega athygli, þeg- ar blaðamaður við Accra-blaðið Ghana Daily Graphic var gerður útlægur. Þar var talið að stjórn Nukrumah bryti lýðræðisreglur bæði með því að vísa ríkisborg- ara úr landi án dóms og taga og einnig beindust þær aðgerðir gegn skoðanafrelsinu, þar sem sökin var sú ein að blaðamuður- inn hafði skrifað gagnrýni á stjórnina í blað sitt. En hæst hafa mótmælaöldurn- ar náð, við fangelsun og síðan brottrekstur tveggja trúar- og stjórnmálaleiðtoga Ashanti. shrifar úr daglega lífinu Um fuglaskoðun PPI á Kili dveljast nú um 50 brezk sjóliðsforingjaefni á- samt nokkrum leiðbeinendum sínum. Erindi þeirra er að venj- ast útilegum á hálendinu, jökul- göngum, landmælingum og ann- arri náttúruskoðun. Piltunum er skipt í nokkra hópa, og hafa þeir slegið tjöldum hér og þar í ná- grenni Hvítárvatns, en aðalbúð- irnar eru við akveginn hjá Svartá, skammt frá sæluhúsi Ferðafélagsins í Hvítárnesi. Velvakandi fór þarna um fyiir skömmu og spjallaði við nokkra leiðangursmenn. Verkefni eins flokksins þótti honum í senn nýstárlegt og skemmtilegt: fugla- skoðun. Lær&ur fuglafræðingur Rauöhöfðaönd sezt á vatn. — Teikningin er tekin úr síðustu ársskýrslu Landkönnunarfé- lags brezkra skóla, en piltar frá því voru hér á landi í fyrra og nokkrir strákar reika um ása og melöldur, leggjast á magar.n, ef þeir sjá „hið vængjaða bióm- skrúð drottins" og reyna að kynn ast háttum þess öllum. Ekki hitti Velvakandi þó flokk þennan, því að hann var nýfarinn eitthvað út í buskann til að elta fálka, sem sézt hafði til í fjarska. Skoðunarferðir af þessu tagi munu ekki tíðkast í íslenzkum skólum, og almenningur hér á landi á þeirra víst yfirleitt engan kost, eins og þó mun vera um grasasöfnunarferðir og jafnvel ferðir til að athuga staði, sem merkir eru frá sjónarhóli jarð- fræðinnar. Að sögn dr. Finns Guðmundssonar er hér þó all- margt af áhugamönnum, sem fást við athuganir á fuglalífi. — Margir þeirra hafa samband við Náttúrugripasafnið, senda því upplýsingar og merkja fugla fyrir það. Sérstakur fuglaskoð- unardagur er á veturna, um jóla- leytið, og eru þá allir þessir áhugamenn sérlega vökulir. — Skýrslur um verk þeirra eru birt- ar í Náttúrufræðingnum. Sérstakt félag áhugamanna um fuglaskoðun mun aldrei hafa starfað hér á landi. Einu sinni var til fuglavinafélagið Fönix, en það mun fremur hafa haft fugla- verndun en athuganir á stefnu- skrá sinni. Náttúrufræðifélagið er hinn rétti vettvangur fyrir þá, sem áhuga hafa á þessu máli. — Komi þeir þar nógu margir sam- an, ætti ekki að verða erfitt að koma skipun á skoðunarferðir. Væri æskilegt, að það yrði, og svo hitt, að slíkar ferðir yrðu farnar á vegum skólanna, því að fuglar eru skemmtilegt athugun- arefni og rannsóknir áhuga- manna, sem hafa augun opin og vinna af samvizkusemi, geta haft verulega vísindalega þýðingu. Það er til baga á þessu sviði sem flestum, að góðar handbæk- ur skortir. Fuglarnir eftir dr. Bjarna Sæmundsson (útg. 1936) og Fuglabók Ferðafélags íslands eftir Magnús Björnsson (árbók félagsins 1939) eru ófáanleg rit Svo er hvorug bókin samin í því skyni að vera handbók, sem nota megi til að greina tegundir á auð- veldan hjþt eins og Flóra íslands og íslenzkar jurtir eru á sínu I sviði. Dr. Finnur sagðist benda þeim, sem til hans leita varðandi þetta mál, á góða, enska bók: Field Guide to the Birds of Britain and Europe eftir Peter- son, Mountford og Hollom. — í henni eru bæði litmyndir og út- breiðslukort. Velvakanda grunar að margir hefðu ánægju af bók þessari og að hún kæmi að góð- um notum, strax og leiðin liggur næst niður að Tjörn. „ísland er ekki talið með“ IKAUPMANNAHÖFN er upp- lýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna fyrir Norðurlönd. Það- an koma reglulega fréttabréf á íslenzku, og var eitt slíkt birt í Morgunblaðinu í gær. Þar grein- ir m.a. frá byggingaframkvæmd- um í Evrópu 1956. Á einum stað segir: „Tölurnar frá Norðurlönd- unum fara hér á eftir (ísland er ekki talið með)“. Hvers vegna? Tölurnar eru úr riti Efnahags- nefndar S.Þ. fyrir Evrópu, sem hefur aðsetur í Genf. Sú stofnun á að birta upplýsingar um ísland eins og önnur sjálfstæð Evrópu- ríki, og víst er það særandi, að „ísland er ekki talið með“. Sökin getur legið hjá skrifstofunni í Genf eða þeim aðilum hérlendis, sem eiga að veita henni upplýs- ingar. Það orð hefur legið á, að íslenzk .stjórnvöld séu pennalöt, þegar alþjóðástofnanir biðja um skýrslur, en Hagstofan hefur reglulegt samband við skrifstof- una í Genf, og kemur slíkt bvi varla til að þessu sinni. Svo er og vitað, að hagskýrslusöfnun hér á landi er erfið og enn ekki komin í fullnægjandi skorður, en hér er um einfaldar upplýsingar að ræða, sem sjálfsagt eru til. Velvakandi hefur því karlana í Genf grunaða og heitir á íslend- inga, sem við þá skipta, að iáta þá nú fá orð í eyra! Forsaga þessa máls er sú, að samkvæmt stjórnarskrá Ghana á að stofna landsráð í hinum ein- stöku landshlutum, sem gefi þeim allmikla sjálfsstjórn í eig- in málum. Eitt af ákæruatriðum Ashanti-manna var það að stjórn- in ætlaði seint að koma því í verk að stofnsetja slíkt ráð fyrir Ashanti hérað. En þegar það var loks gert, þá var það framkvæmt með slíkum hætti að Ashanti- menn kváðust alls ekki geta sætt sig við það. Þahnig var að farið, að Nukrumah skipaði fylgismann sinn forseta Ashanti-ráðsins og skyldi hann hafa úrskurðarvald um starfsemi þess. Var þessi tilhögun gagnrýnd harðlega af stjórnarandstöðunni í þjóðþingi Ghana og henni lýst sem svívirðilegri valdbeitingu. í öllu Ashantilandi voru haldnir mótmælafundir og hefur legið nærri borgarastyrjöld. ★ Tveir trúarleiðtogar Ashanti- manna að nafni Alahi Baba og Alahi Lalemi voru meðal skel- eggustu gagnrýnendanna og við- höfðu þung orð um valdníðslu Nukrumahs. En þegar þeir voru einu sinni staddir í höfuðborg- inni, Accra, komu lögreglusveitir allt í einu að þeim, handtóku þá og vörpuðu þeim í fangelsi. Sakargiftirnar voru þær að þeir hefðu farið mógandi smán- aryrðum um löglega stjórn lands. ins, fyrir löglegar stjórnaraðger ir. Innanríkisráðherra Ghana, Ofori Atta, gaf út fyrirskipun um að trúarleiðtogunum skyldi vísað úr landi. En þeir mótmæltu því og stefndu máli sínu fyrir dómstól. Bentu þeir á að þar sem þeir væru ríkisborgarar i Ghana, væri óheimilt að vísa þeim úr landi. En í stað þess að leyfa dóm- stólum að gera út um þetta mál samkvæmt lögum, lagði Nukr- umah forsætisráðherra í miklu skyndi fram lagafrumvarp þar að lútandi að mönnum þessum skyldi vísað úr landi án dóms- úrskurðar. Var frumvarp þetta hespað gegnum þingið og sam- dægurs voru trúarleiðtogarnir tveir settir upp í flugvél og flog- ið með þá til Kano í Nigeriu. ★ Það er álit margra fleiri en Ashanti-manna, að með þessum aðgerðum hafi Nukrumah farið alltof langt. Hann hafi brotið öll grundvallarlögmál lýðræðisins og stefni nú harðbyri til skefja- lauss einræðis. Síðustu fregnir frá Ghana herma að Nukrumah sé að und- irbúa endurskipulagningu ráðu- neytis síns og boði það ennþá meiri hörku í samskiptunum við Ashanti-þ j óðina. Iðnstelnn snmvinnumonna í GÆR hófst á Akureyri fjórða iðnstefna samvinnumanna, og eru þar sýndar framleiðsluvör- ur tólf verksmiðja, sem eru í eigu samvinnufélaganna. — Að þessu sinni munu fleiri fulltrúar sækja stefnuna en nokkru sinni fyrr, eða frá 40—50 kaupfélögum. Iðn- aðarmálaráðherra, Gylfi Þ. Gísla- son verður viðstaddur setningu stefnunnar. Á iðnstefnum þessum, sem nú eru orðnar árlegur viðburður, sýna samvinnuverksmiðjurnar vörur sínar, sérstaklega nýjung- ar hverju sinni, en fulltrúar kaupfélaganna koma og gera pantanir sínar. Er þetta áþekkt vörusýningum, sem haldnar eru reglulega í flestum löndum. Vör- urnar eru sýndar í Gefjunarsaln- um, sem er kaffi- og samkomu- salur starfsfólksins í Gefjuni og Iðunni og stærsti samkomusalur Norðurlands. Þeir, sem stefnuna sækja, skoða einnig verksmiðj- urnar sjálfar og kynnast fram- leiðsluháttum þar. Að þessu sinni eru meðal nýjunga, sem fram koma hjá verksmiðjunum, svokallaðir „crépe“-karlmannasokkar, sem laga sig eftir fæti, en þeir eru framleiddir í Heklu. Gefjun sýn- ir ný húsgagnaáklæði, fataefni og dragtaefni, Iðunn um 50 nýj- ar gerðir af skóm og svo mætti lengi nefna. Aðrar verksmiðjur, sem sýna vörur sínar, eru. Silki- iðnaður SÍS, Saumastofur Gefj- unar, Skinnaverksmiðjan Iðunn, Sápuverksmiðjan Sjöfn, Mjólkur- samlag KEA, Smjörlíkisgerðin Flóra, Efnagerðin Flóra, Pylsu- gerð KEA, Kaffibrennsla Akur- eyrar, Kaffibætisgerðin Freyja og Fataverksmiðjan Fífa í Húsa- vík. Nokkur orð um sjúkruflutningu NÝLEGA var haldinn fundur í Reykjavíkurdejld Rauða krossins. í skýrslu formanns deildarinnar, séra Jóns Auðuns, sem hann hef- ur látið dagblöðunum í té, er tal- að um að sjúkraflutningar hafi verið 7914 á árunum 1955—56, og engin frekari greinargerð um þessa starfsemi látin fylgja. Finnst mér þar nokkuð á skorta. og vil ég leyfa mér að fara um það nokkrum orðum. Er þá fyrst þess að geta, að þessir sjúkraflutningar hafa all- ir verið framkvæmdir af starfs- mönnum Slökkvistöðvar Reykja- víkur. Borgar Reykjavíkurbær nú árlega hundruð þúsundir króna í laun til þeirra manna, sem við sjúkraflutningana starfa, og er ekki annað sýnilegt vegna öryggis slökkvistöðvarinnar, en að auka verði það framlag, með því að óhjákvæmilegt verður áður en langt um líður að fjölga þar mönnum, vegna aukinna sjúkra- flutninga, sem leiðir af fólks- fjölgun og auknu sjúkrahúsrúmi í Reykjavík og nágrenni, þar sem oft þarf nú að hafa tvo sjúkra- bíla í förum í staðinn fyrir að einn dugði áður. Svæði það, þar sem brunaverðir annast um sjúkraflutninga, er fyrst og fremst Reykjavík, úthverfi henn- ar og nágrenni, þar með talinn Seltjarnarneshreppur, Kópavogs- kaupstaður og nærsveitir, fyrir utan árlega margar ferðir til fjarlægari staða. Er þetta mikil og lofsamleg rausn af Reykjavíkurbæ að leggja til alla þessa þjónustu án þess nokkuð komi í aðra hönd, því Rauðakrossdeildin fær það sem inn kemur fyrir sjúkra- flutningana, að frádreginni smá þóknun fyrir innheimtuna. Væri kannski ástæða til að athuga það hvort fleiri aðiljar ættu ekki hér að koma til, og leggja fram fé til styrktar þessari starfsemi, sem er nú þegar orðin alldýr og fyr- irferðarmikil. Mætti í því sam- bandi nefna bæjar- og sveitar- félög, sem þarna njóta góðs af, svo og ríkisspítala. Þá vil ég minnast á sjúkrabíl- ana, sem segja má að Reykjavík- urdeild Rauða krossins, eða stjórnin leggi fram til sjúkra- flutninganna, með góðri og sjálf- sagðri aðstoð, því vel má geta þess að gefin eru eftir farmgjöld hjá Eimskipafélagi íslands og skattar hjá ríkinu í sambandi við innflutning á sjúkrabílum, sem gerir léttara fyrir um kaup á þeim. Og síðastliðið ár keypti Rauðakrossdeildin tvo sjúkrabíla sem nú eru í notkun, eins og formaður nefnir í skýrslu sinni. En langan tíma og strangan tók það að fá bílana, og skal það ekki frekar rakið hér. En segja má að það hafi verið eitt hið erfið- asta, og leiðinlegasta, hjá okkur brunavörðum í sambandi við sjúkraflutningana, að fá sjúkra- bílana endurnýjaða nógu oft, áður en þeir verða gamlir og úr sér gengnir, og er það eitt af því, sem allir hér á slökkvistöðinni, sem að sjúkraflutningunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.