Morgunblaðið - 29.08.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.08.1957, Blaðsíða 11
í'immtudagur 29. ágúst 1957 MORGVNBLAÐIÐ 11 og mun þegar vera byrjað á framkvæmdum. Mun þá hefjast fjölþættari mjólkurvinnsla þar eystra. Mikill vélakostur Næst geng ég með Sveini og skoða nokkurn hluta þess mikla vélakosts, sem til er á búinu. Ég sé að sláttukóngur sá er þeir Egilsstaðafeðgar urðu einna fyrstir til að taka í notkun hér á landi stendur uppi á vörubíls- palli norðan undir fjósinu. Ég fæ þær upplýsingar að vélin sé nýkomin úr láni framan frá Kirkjubæjarklaustri en þar hafði hún undanfarið verið notuð á tilraunabúinu. Við hlið sláttu- kóngsins standa tveir vagnar. Eru þeir ekki svo mjög frábrugðnir öðrum heyvögnum til að sjá, en þegar betuf er að gætt, sést að þeir eru mun fullkomnari. því að við heyskapinn vinni þeir aðeins þrír feðgarnir, þó hafi hann sjálfur miklar frátafir oft vegna gesta, en auk þeirra hjálp-' ar þeim feðgum léttadrengur. — Það eru því aðeins þrír menn ásamt stráksa, sem afla rúmra 3000 hesta af heyi á Egilsstöðum. Auk þeirra tækja, sem ég hef áður talið upp nota þeir Egils- staðfeðgar að sjálfsögðu voryrkju tæki, svo sem áburðardreifara, bæði fyrir tilbúinn áburð og hús- dýraáburð, jarðyrkjutæki svo sem plóga, tætara og herfi. Við heyskapinn hafa þeir svo auk sláttukóngsins venjulegar sláttu- vélar, snúningsvélar og rakstrar- vélar. Traktorar eru tveir útbún- ir ýtum og heyklóm, þess utan vörubíll og jeppi. Auk þeirra eru svo ýmiss konar smátæki, sem allt of langt yrði upp að telja. Ekki má þó gleyma því að i þurrheyshlöðunni er kraftmikil súgþurrkun. Á byggakrinum. Myndirnar tók vig. Gengið um akra og tún á Egilsstöðum Þar situr tæknin í öndvegi ÞAÐ MUN að líkum engum þykja stórfréttir þótt sagt sé að á Egilsstöðum á Völlum á Fljóts- dalshéraði sé rekið stórbú. Það mun heldur ekki teljast til stór- tíðinda þótt maður hafi hitt bóndann á Egilsstöðum Svein Jónsson. Hitt munu færri vita gjörla hvernig búið er rekið. Myndarbragurinn, sem blasir hvarvetna við augum segir ekki frá því. Hann segir aðeins. Þarna er glæsilegt bú. Myndi ekki ein- hvern hinna mörgu þúsunda veg- farenda, sem aka árlega um á krossgötum eins fegursta héraðs landsins fýsa að kynnast Egils- staðabúinu nokkru nánar? skjótast með tvo ferðalanga út á flugvöll, en komi að vörmu spori aftur. Eg nota stundina og litast um á þessum fagra stað. Sólin hellir geislum sínum yfir Fljótsdalshéráð og glampar á víkinni fram undan bænum. — Morgunkyrrðin er rofin af klið í fjósinu þar sem verið er að mjólka og öðru hverju heyri ég svín rýta, en úr fjarlægð berast véldrunur. Vera má að skáld hefði aðeins heyrt fuglakliðinn í trjánum og fundið angan merkurinnar en óður nútímabúskapar er kliður húsdýranna og drunur vélanna. Eg geng inn í vélahúsið á hlað- Eins og í upphafi segir þekkja velflestir bóndann Svein. En hann er ekki einn um hituna. A hluta Sveins af jörðinni búa með honum synir hans tveir, Jón og Ingimar. Svo að raunverulega eru þeir þrír bændurnir á þessu glæsibúi. Og þó er hér aðeins um helming jarðarinnar að ræða, því Pétur bróðir Sveins býr á hinum hlutanum. En nú skulum við eyða einni morgunstund í það að skoða bu þeirra feðga. Ekki er úr vegi að vita það fyrirfram að Jón eldri sonur Sveins er flugvélavirki að menntun og nam þau fræði vest- ur í Ameríku. Einnig mega menn gjarna vita það að Ingimar yngri sonurinn nam að loknu stúdents- prófi við kunnan búnaðarháskóia einnig vestur í Ameríku. Ekki er því ólíklegt að búið beri að einhverju svip menntunar þeirra Sveinssona. Ný sláttuvél. Klukkan er níu að morgni þeg- ar ég kem í hlaðið á Egilsstöð- um. Svo vel hittist á að fyrsti maðurinn, sem ég sé þar á ferli er Sveinn bóndi. Hann kveðst þurfa að bregða sér aðeins frá, inu. Þar er eins konar verkstæði, til þess bendir gryfja, sem maður getur staðið niðri í á með an unnið er við vélarnar að neð- an. Mér kom í hug gamansaga, sem ég hafði nýlega heyrt um manninn, sem velti bílnum sín- um á heiðarvegi og sagði um leið og hann skreið undan flak- inu, þar sem það lá á hvolfi: Það sem sérstaklega vekur at- hygli mína er útbúnaður til þess að afferma vagnana. Sérstakri færanlegri þvergrind er komið fyrir í vagninum fremst þegar verið er að hlaða hann hvort sem sláttukóngurinn hleður hann eða Gengið norður á klappir Eftir að hafa dvalizt nokkra stund norðan við hlöðuna og skoðað öll þessi tæki tökum við okkur gönguferð norður gamla „Nú er upplagt að smyrjg.“ Sennilega hefir hann ekki haft eins góða aðstöðu til þess að smyrja bílinn sinn eins og þarna var. Meðal ýmissa hluta, sem ég sá þarna inni var spánný sláttu- vél. Það var svo sem auðvitað að eitt af því fyrsta, sem ég ræki augun í á Egilsstöðum væri ný vél. Það líður víst ekki langt á milli að þangað séu fengnar nýjar vélar, enda hef ég sann- frétt að fátt sé það sem nýti- legt reynist á sviði búvéla að ekki sé reynt að afla þess á Egils- stöðum. Ekki unnið úr mjólkinni. En ég þarf ekki lengi að stjákla einn um. Brátt er Sveinn kominn og þar með er lokið hug- leiðingum mínum í bili. Eg segi Sveini að mig langi til þess að skoða búift. Hann kveður vart vera mikið að skoða og ég muni lítið geta grætt á því. En hvað um það. Eg sit við minn keip og við göngum inn í fjósið. Það er lokið við mjaltir og verið að hleypa út kúnum. Við göngum í gegnum snyrtilegt mjaltahús og inn í langt fjós þar sem traðirnar liggja þvert yfir. Þarna inni eru 30 mjólkandi kýr, svo eitthvert þarf nú plássið að vera. Auk þess eiga þeir feðgar um 40 geld- neyti, svo að ekki er allur naut- peningur talinn þótt nefndar séu mjólkurkýrnar. Úr fjósinu höldum við inn í tvær svínastíur I annarri eru þrjár gyltur, en í hinni fjöldi grísa. Hér austur frá er ekkert mjólkursamlag, svo að ekki er unnið úr mjólkinni annað en það að hún er skilin og gert snfjör úr rjómanum. Það er því hagkvæmt að hafa jafnframt svínabú til þess að nýta undan- rennuna. Hins vegar skapar Sveinn sér sjálfur markað fyrir mjólk sína yfir sumarið með hótelrekstri. Honum er því nauðsyn vegna hins mikla gestagangs að hafa stórt kúabú. En allt um það. Fyr- ir dyrum stendur að stofnsetja mjólkursamlag í Egilsstaðaþorpi Sláttukóngurinn er ennþá upp! á bíl, nýkominn úr láni. Aftan við bíiinn sést hvar færibandið liggur upp í votheysturninn. eitthvað annað. Þessi þvergrind er tengd með stálvírum aftur í öxul, sem er aftan á vagninum. I samband við þennan öxul er svo settur lítill og léttur, færanlegur mótor, sem knýr öxulinn með þeim afleiðingum að þvergrind- in gengur hægt aftur vagninn og ýtir heyinu á undan sér. Þegar heyjað er í vothey hleður sláttu- kóngurinn vagninn, en þegar heim er komið tekur færiband við ækinu og flytur það upp í votheysturninn. Má því segja að ekki þurfi hönd manns að koma til við votheyskapinn nema til þess eins að stjórna þessum tækj- um, enda fræðir Sveinn mig á Mýri sem plægð hefir verið með skerpeplógi. túnið norður á klappirnar. Það er skemmtilegt og íallegt að sjá hvernig túngeirarnir bugða sig milli klappanúa, þótt hvorki mun það teljast þægilegt eða hag kvæmt til nýtingar, enda hefur nú óhægasti kaflinn verið tekinn fyrir kúahaga, og kýrnar ganga allar á ræktuðu landi og erú látn ar liggja úti allan sólarhringinn yfir sumarið. Af klöppunum blas- ir við hið mikla túnflæmi norður eftir nesinu. Hryggilegt er að sjá hvernig þurft hefur að leggja flugvöllinn yfir rennislétt tún. En við því er víst ekkert að segja, því það má með sanni segja að flugvöllur þessi sé nú lífæð Aust urlands. Af klöppunum sjást helj armikil tún til austurs, en fjærst í þá átt uppi undir Egilsstaða- þorpi er stór hafraakur. Skammt fyrir norðan klappirnar til norð- urs er óræktað land á kafla. Þar rótast nú jarðýta um móana og jafnar landið, sem er skorið dældum upp frá Lagarfljóti. — Þessar dældir fyllast af vatni á vorin þegar hátt er í fljótmu og þess vegna hefur dregizt til þessa að rækta þarna stóra spildu. — Norðar á nesinu taka svo við stórar túnasléttur á ný. Á byggakri Fremst á nesinu bugðar sig byggakur. Fýsir mig að fara þangað og sjá hann. Segir Sveinn þá að við skulum ganga heim aft- Framh. á bls. 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.