Morgunblaðið - 29.08.1957, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.08.1957, Blaðsíða 15
í’immtudagur 29. ágúst 1957 MORGlJlSfíL AÐIÐ 15 Flestir ern orðlausir af undrun yfir yfirlýsingu Gunnl. Lórussonor ÞAÐ ER EKKI um annað meira rætt um þessar mundir í heimi^ íþróttanna en valið í landsliðið gegn Frökkum. Virðist svo sem mönnum sýnist þar nokkuð svipað og alger er furða manna fyrst og fremst af því að Albert Guðmundsson skuli ekki vera valinn og orðalausir af undrun eru menn yfir ummælum Gunnlaugs Lárus- sonar f.h. landsliðsnefndar, að hann sé ekki einn af 11 beztu knatt- spyrnumönnum landsins. Morgunblaðið hefur fengið fjöl® margar upphringingar varðandi þetta „hneyksli" eins og menn kalla það og mörg bréf hafa borizt. Flest eru bréfin nafnlaus og slíku verður ekki anzað, en hér á síðunni er birt eitt bréf og kafli úr bréfi sem hvorttveggja var skrifað undir fullu nafni. Margir eru mjög reiðir yfir vali landsliðsnefndarinnar. Um landslið verða ef til vill alltaf einhverjar deilur, erfitt er að velja svo öllum líki. En aldrei hefur upp úr soðið sem nú meðal almennings. Vilja svar Blaðið veit þess dæmi að á ein- um stað (vinnustað) komu um 40—50 manns saman í fyrra- kvöld. Skoðanir manna á „hneykslinu" voru allar á einn veg. Menn töldu að einhverjar annarlegar skoðanir hlytu að ráða gerðum landsliðsnefndar- innar og ummælum formannsins. Lýstu margir þeirri skoðun sinni, að ef þessu yrði ekki breytt, væri ekki hægt að svara þeim mönn- um er þessu réðu, á annan hátt en þann að sækja ekki leikinn. Alhert 09 Ríkhnrður shori HER fara á eftir kaflar úr tveim bréfum vegna skipunar landsliðs- ins: ...Af viðbrögðúm knatt- spyrnuforustunnar og almennum samtölum eftir ófarirnar í vor og loks val landsliðsins nú, virð- ist mér sem mönnum finnist sjálf sagt og eðlilegt að sama sagan endurtaki sig, nema ef strákarnir okkar verði allt í einu sérstak- lega upplagðir eins og á móti Rúss unum, þá verði markamunurinn eitthvað minni. Við þessu sé ekk- ert að gera, við verðum bara að vona hið bezta. Við slíkan hugs- unarhátt get ég ekki sætt-mig....“ ...Eftir ófarirnar í vor hélt ég að mönnum hefði skilizt að tromp okkar hefur ekki verið nýtt sem skyldi. Yrði því stokkað að nýju og betur haldið á spilunum. í>ví miður virðist landsliðsnefnd ekki hafa komið auga á trompin eða hvernig mætti bezt úr þeim vinna. í stað þess að reyna rót- tækar stefnubreytingar í nokkr- um hinna mörgu „Suð-Vestur- landsleika" hefur hún hjakkað í sama farinu, dregið út þá menn sem hræðilegustu frammistöðuna sýndu í síðasta leik, til þess eins að láta þá inn aftur á þar næsta leik. Þetta fálm endar svo með því, að hrein tilviljun ræður hverjir lenda svo í landsliðinu.... „....Væri ekki rétt að breyta til og byggja upp á hæfileikamönn- unum, í stað þess að leita stöðugt að mönnum í þær holur sem eng- ir menn eru til í? Við virðumst eiga miklu fleiri varnarmenn en sóknar....“ „....Hverjar eru líklegastir til að skora mörk hjá sterkum erlend- um liðum. Á ekki að finna ba og miða síðan liðið og taktik við, að þeir fái notið sín við þá iðju að skora? Væri þá um aðra að ræða en Albert og Ríkharð? Þeir eru báðir farnir að þyngjast nokkuð, þótt hæfileikar þeirra verði ekki vefengdir. Það þarf að gera þeim lífið sem léttast, láta þá liggja •vo framarlega sem unnt er, láta Félagslíf FARFUGLAK Berjaferð í Þjórsárdal, um helg ina. Skrifstofan er á Lindargötu 60. Opin kl. 8—10 í kvöld. Úrslilaleikur Islandsmóts II. fl. fer fram fimmtudaginn 29. ágúst á Melavellinum kl. 19,30. — Þá leika. Valur — Fram. — Mótanefndin. þá aldrei þurfa að sækja boltann, heldur láta allt liðið vinna að því að „mata“ þá. Þyrfti þá að draga útherjana aftur, og svo miðfram- herjann. Mætti þá nota þar ein- hverja innherja eða framverði í stað útherjanna, sem svo mikill skortur virðist vera á. Varnar- liðið þyrfti ekki að breytast fyrir þessa upbyggingu. Með þessari breytingu held ég að vonast mætti eftir að ísl. iiðið gerði mörk, annars mjög tak- markað. Af gamalli reynslu sem varnarleikmaður veit ég að hægt er að „loka“ markinu fyrir miklu sterkara liði, ef rétt taktik er not- uð og allir varnarleikmenn hafa úthald og samvizkusemi til að gefa sóknarliðinu aldrei stund- legan frið, loka menn af og hreinsa stöðugt frá markinu. Ef sóknarmenn hafa einnig úthald og samvizkusemi til látlausrar baf- áttu (kærulausir leikmenn eiga ekki að sjást í landsliði) þá hef ég vonir um að ólíkt betur megi takast nú en x vor....“ Ólafur Sigurðsson. Yfirlýsing K.S.Í. VEGNA ummæla Sigurðar Sig- urðssonar í Ríkisútvarpinu 27.8. og Atla Steinarssonar í Mbl. x gær, um val landsliðsnefndar á ísl. landsliðinu, sem leika á 1. sept. n.k. gegn Frökkum, telur stjórn K.S.Í. sér skylt að taka eftirfarandi fram. Stjórn K.S.Í. álítur að hjá þess- um fréttamönnum komi fram röng mynd af skoðun stjórnar sambandsins. Hafi þessir aðilar m.a. sleppt úr veigamiklum um- mælum form. K.S.Í. um fyilsta traust landsliðsnefndinni til handa, en 3 hinn bóginn látið það skína að stjórn K.S.Í. sé í rauninni algjörlega ósamþykk ákvörðunum landsliðsnefndar, og hafi stjórninni þess vegna þótt nauðsynlegt að taka fram að valið sé henni alveg óviðkomandi. Stjórn Knattspyrnusambands íslands vill hér með bera þessa túlkun nefndra aðila algjörlega til baka. Ummæli form. sambands ins voru eingöngu borin fram til að leiðrétta margendurteknar missagnir blaðanna um að stjórn K.S.f. hefði með val landsliða að gera. Það er hlutverk landsliðs- nefndar ekki aðeins í væntanleg- um landsleik við Frakka heldur og í öllum landsleikum, en stjórn K.S.f. lýsir fullum stuðningi við störf landsliðsnefndar. Stjórn Knattspyrnusambands íslands. Norður undir klöppunum hefir Jón Sveinsson byggt sér glæsi- legt nýtízku hús. Bezti knattspyrnu- maður Islands ALLIR sem fylgzt hafa með knattspyrnu hér í sumar hafa veitt sérstaka athygli leik eins manns og eftir frammistöðu hans er samróma álit almennings, að hann sé enn í dag, eins og hann hefur verið undanfarinn áratug, konungur ísl. knattspyrnumanna. Þessi maður heitir Albert Guð- mundsson. Allt frá því Albert kom heim frá Frakklandi hefur staðið mikill styrr um hann og nafn hans ávallt valdið miklum deil- um. Hvað sem öllum deilum líður, hefixr hann sýnt og sannað að þátttaka hans er ómetanlegur styrkur, kraftxxr, sem við höfum ekki efni á að láta ónotaðan. Þetta virtust knattspyrnufröm- uðir loks hafa gert sér ljóst, er við lékum gegn Noregi og Dan- mörku í síðasta mánuði, enda hafði hann þá sýnt, að enn stend- ur honum enginn á sporði í list- um knattspyrnunnar. Þó var það ekki hin „virkilega" landsliðsnefnd, sem valdi hann, heldur formaður K.S.Í., sem barði í borðið og sagði að hann skyldi leika með. Nú, þegar valið er í landslið gegn Frökkum, þótti ekki nema Svcrr vih yfirlýsingu ÉG vil í fullri vinsemd benda stjórn KSÍ á, að ummælj Björg- vins Schram á blaðamannafund- inum um að hann vildi taka það fram til að fyrirbyggja misskiln- ing, að KSÍ hefði ekki með val landsliðsins að gera, heldur hefði landsliðsnefnd alræðisvald þar um, er og að finna í Alþýðublað- inu (bls. 3), og í Þjóðviljanum (bls. 8) og í Vísi(bls. 6). Það eru því fleiri en við Sigurður sem erum sekir um að „gefa ranga mynd af skoðunum stjórnarinn- ar“. Það er hins vegar rétt að Björg- vin lét þau orð falla að KSÍ bæri fullt traust til landsliðsnefndar og þess átti að sjálfsögðu að geta, og leitt að niður skyldi falla. En til hvers var formaðurinn að viðhafa fyrrnefnd ummæli sín (að KSÍ hefði ekkert með val í liðið að gera) ef svo stjórn KSÍ vill skrifa undir ummæli Gunn- laugs Lárussonar f.h. landsliðs- nefndar „að Albert Guðmunds- son sé ekki meðal 11 beztu knatt- spyrnumanna á íslandi“? — A St. — Gengið um akra Framh. af bls. 11 ur og aka þangað í bíl, óþarfi sé að eyða tímanum í að fara þetta gangandi. Við stígum nú upp í fólksbíl Sveins og ökum af stað. Á leiðinni skoðum við einnig hafrana. Þeir ná orðið nær í mitti þótt í byrjun ágúst sé. Skammt frá er nýlega plægt flag, stórt og víðáttumikið. Þar hefir hinum stórtæka skerpeplógi verið beitt. Þarna er þykkur mýrarjarðveg- ur en viður í rótinni, svo erfitt hefði verið að vinna jarðvegxnn með grunnplægingu. Loks erum við 'komnir að byggakrinum. Þar hefir verið sáð tvenns konar byggi, en báðar frætegundirnar frá Sámsstöðum. Mér finnst alltaf eitthvað tignar- legt og fagurt við kornakur um- fram annað gróðurlendi. — Kannski er það hið þýða hvísl, sem öxin mynda er þau strjúka hvert annað. Ég veit ekki al- mennilega hvað veldur en ég fyllist kyrrlátri hrifningu er ég stend við fallegan akur. Árviss kornrækt Við Sveinn tökum að ræða um kornrækt og möguleikana á henni þarna fyrir austan. Hann segir þetta aðeins tilraun, en allt bendi til að hún ætli að takast ; vel. Hann slítur nokkur öx af stráunum og segist ætla að senda Klemenzi á Sáimsstöðum þau. Er. þetta mun ekki vera heppilegasti staðurinn í Egilsstaðalandi til kornræktar, enda segir Sveinn að ef út í hana verði farið að nokkru ráði verði það uppi í Egilsstaða- skógi í skjóli frjánna. — Hann kveður ekki mikinn vafa á því að kornræktin muni verða þar nokk uð árviss, en út í hana verði ekki farið nema hægt verði að leysa allan vanda með fullkomnum vél um og sá stofnkostnaður mxmi verða mikill. Vantar mikið á verðlags- grundvöll Að síðustu höldum við heim á leið. Verðlagsgrundvöllur og af- urðaverð til bænda berst í tah Sveinn segir mér að á íélags- svæði Kaupfélags Héraðsbúa hafi í ár vantað kr. 1.75 á hvert kinda- kjötskíló til þess að ná verðlags- grundvelli. Á svæðinu séu um 30 þúsund fjár og svari þetta til tæprar einnar milljónar eða að meðaltali um 100 þús. krónum á hrepp. Auk þessa sé svo erfitt um afsetningu sláturs og innmat- ar, enda lítið 'fyrir það að hafa. Það er því ekki að undra þótt austfirzkur bændur hafi yfir nokkru að kvarta, ekki sízt þar sem kindakjöt er nánast það eina sem þeir framleiða, því að hvergi er kúabú líkt og á Egilsstöðum. f leiðinni spyr ég Svein hvað þeir feðgar eigi margt fé. Segir hann það vera um 300 talsins. En Egilsstaðafeðgar láta hvorki verðlagsgrundvöll né aðra ó- stjórn aftra sér frá því að sækja stöðugt fram á við og ósjálfrátt kemur mér þessi lítt hugnanlega setning í hug: Það drepast ein- hverjir áður en þeir leggjast út af. — vig. Af alhug þakka ég öllum þeim, sem með heimsóknum, gjöfum, blómum eða heillaskeytum gerðu mér áttugasta afmælisdag minn, þ. 23. ágúst sl., ógleymanlegan. María Rósinkranzdóttir, frá Álftafirði, Ölduslóð 5, Hafnarfirði. sjálfsagt að Albert léki aftur með, enda í betri þjálfun en nokkru sinni síðan hann kom heim. Það kom því eins og þruma úr heiðskíru lofti, er landsliðsnefnd in tilkynnti almenningi, að Al- bert sé ekki nógu góður í lands- lið. Eru engin takmörk fyrir því hvað þessir menn geta verið blindir og ranglátir? Eftir þetta verður að krefjast þess að landsliðsnefnd verði endurskipuð; að öðrum kosti lögð niður. Það mun ganga erfiðlega að telja hinum 15 þúsund áhorf- endum trú um getuleysi Alberts Guðmundssonar Axel Sigur'Ssson. (Kormákur sálugi). Leikhús Heimdallar: ii „Sápukúlur eftir GEORG KELLY Frumsýning föstud. 30. ágúst kl. 8,30 í Sjálfstæðishúsinu Aðgöngumiðasala í Sjálfstæðishúsinu (uppi) frá kl. 9—5 e.h. í dag og á morgun. Sími 17100. Miðapantanir sækist fyrir kl. 5 e.h. föstudag. Heimdallur. Móðir okkar INGIBJÖRG JÓNASDÓTTIR frá Straumfirði, andaðist í sjúkrahúsi í Reykjavík þriðju- daginn 27. þ.m. Jarðarförin auglýst síðar. Börnin. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda hluttekningu, vegna fráfalls eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa GBflMUNDAR GUÐMUNDSSONAR trésmíðameistara, Miðtúni 20. Jónína S. Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.