Morgunblaðið - 08.09.1957, Side 6
9
MORGVN BL AÐIÐ
Sunnudagur 8. sept. 1957
Ríkisstjórinn sem notnr
lögreglu til lögbrotn
SKÓLAÁR er að hefj.ast í
Bandaríkjunum og við
það hefur athyglin enn
einu sinni beinzt að kynþátta-
vandamáli Suðurríkjanna. í
fyrra kvað hæstiréttur Banda-
ríkjanna upp úrskurð um að þau
grundvallar-mannréttindi skyldu
virt í Bandaríkjunum, að öll börn
skyldu hafa jafnan aðgang að
skólum landsins og aðskilnaður
kynþátta í skólunum, sem tíðk-
ast hefur fram til þessa í Suður-
ríkjunum, skuli bannaður.
Eftir úrskurðinn lýsti stjórn
Eisenhowers því yfir, að hún
myndi gera ráðstafanir til að
framfylgja honum. Ekki treysti
hún sér þó til að gera það í einu
Faubus ríkisstjóri
vetfangi, því að vandamálið er
örðugra en svo viðfangs. En hún
samdi áætlun um það hvernig
aðskilnaður í skólum skildi smám
saman afnuminn og skyidi hann
alveg úr sögunni 1963.
★
Með þessu skólaári er fyrsta
skref áætlunarinnar stigið. Nú
skulu kynþættirnir saman bland
ast í öllum Miðskólum eða „High
Schools". Og sambandsstjórnin
hefur eitt öflugt ráð til þess að
framfylgja þessari skipun. Hver
sá skóli sem uppi heldur aðgrein-
ingu kynþáttanna verður svipt-
ur fjárframlagi frá sambands-
ríkinu.
Þótt hvergi sé sá staður í Suð-
urríkjunum, þar sem hvitir menn
vilja fúslega viðurkenna jafn-
rétti svertingja, þá hefur Hæsta-
réttardómurinn nægt til þess að
samblöndun kynþáttanna hefur
víðast gengið slysalaust. Þeir
sem kynnt hafa sér kynþátta-
vandamálið í Suðurríkjunum
ættu að vita, hve stórfelld bylt-
ing hefur verið að gerast þar,
þegar það gerðist sl. þriðjudag,
að negraunglingar gengu í 712
miðskóla, sem þeim var áður
meinaður aðgangur að.
★
Það er ekki þýðingarlítil frétt,
að samblöndun kynþáttanna hef-
ur t.d. verið framkvæmd í skól-
um Norður Karolina, eins svæsn
asta bælis svertingjahatursins.
Það hefði þótt ótrúlegt fyrir fá-
um árum, að blökkubörn fengju
að setjast á skólabekk við hlið-
ina á hvítum jafnöldrum sínum
í borgum eins og Charlotte,
Greensboro eða Winston Salem.
Sá atburður gerðist einnig í
Clinton-miðskólanum í Tennes-
see, þar sem mestu lætin urðu í
fyrra vegna svertingjastúlkunn-
ar Autherine Lucy, að blakkir
unglingar gengu hægt og rólega
inn í skólann, eins og ekkert hefði
í skorizt og settust á víð og dreif
innan um hvíta jafnaldra sína. í
Kentucky gengu 100 svartir ungl
ingar inn í Sturgis-miðskólann,
sem aðeins hvítir unglingar höfðu
áður aðgang að.
Þetta eru merkilegar fréttir
um sögulega þróun. Samt hafa
þessir merkisatburðir, sem
gerzt hafa við yfir 700 skóla
í Suðurríkjunum ekki þótt
nægilegt efni til stórra fyrir-
sagna hjá blöðunum. Þau
hafa hins vegar, eins og þeirra
er oft vani, valið úr hið æsi-
lega efni og hafa ðagblöð um
víða veröld sagt meira frá
einum skóla en hinum 700. f
þessum eina skóla var veitt
eina skipulega mótspyrnan
gegn samblöndun kynþátt-
anna.
★
Arkansas heitir eit ríki í Banda
ríkjunum. Það er í hinu „svart-
asta“ suðri, næsta ríki fyrir norð
an Louisiana og stendur við þver-
ána Arkansas, sem fellur í Missi-
sippi sunnarlega. í höfuðborg
þessa ríkis, Little Rock (125 þús.
íbúar) dró til allmikilla tíðinda
á þriðjudaginn, þegar fjölmenn-
ir og vopnaðir hópar hvítra
manna stilltu sér í þéttar fylk-
ingar kringum Miðskóla borgar-
innar og meinuðu 12 svertingjum
aðgang að skólanum.
Það er þó álit kunnugra, að
samblöndun kynþáttanna hefði
einnig þarna farið fram með
kyrrð og spekt, ef sá undarlegi
atburður hefði ekki gerzt, að sjálf
ur ríkisstjóri Arkansas stofnaði
til æsinga í sambandi við þessa
atburði.
Ríkisstjórinn í Arkansas
Orval E. Faubus, er 47 ára.
Hann er af bláfátækum „hill-
biliy“-ættum kominn og hlaut
mjög takmarkaða skólagöngu.
En hann hefur verið dugleg-
ur að bjarga sér og sjálfmennt
að sig er hann var kominn á
miðjan aldur. Hann er t.d. á-
gætur ræðumaður. Hins veg-
ar hefur hann komizt til met-
orða með öfgum og kynþátta-
æsingum. Við pólitískar kosn-
ingar hefur hann lýst því helzt
sér til gildis, að hann skyldi
verja hvítu mennina gegn
svörtum, og nú þegar sam-
blör.dun kynþáttanna hefur
verið á döfinni, hefur hann
fiutt margar æsingaræður, þar
sem hann hótaði því að fyrr
skyldi skerast alvarlega í
odda, en að skitugu svertingj-
arnir fengju aðgang að skól-
um hvítra manna.
Og nú vildi svo undarlega til,
að valdamesti maður Arkansas,
maðurinn sem í rauninni bar
skylda til að láta framfylgja lög-
um og dómi hæstaréttar, tók til
sinna aðgerða til að hindra að
lögin næðu fram að ganga.
★
Mánudaginn 2. september kom
skólaráð Miðskólans í Little Rock
saman og ákvað fyrir sitt leyti,
að ekkert væri því til fyrirstöðu,
að 12 svertingjar, sem óskað
hefðu setu í skólanum, fengju
þar inngöngu. -
En um kvöldið sendi Faubus
ríkisstjóri út tilkyhningu. Hann
kvaddi saman allt lögreglulið og
þjóðvörð borgarinnar, og skyldu
þessir „verðir laganna" koma að
skólanum árla morguns á þriðju-
dag.
Þriðjudagurinn rann upp. Þá
höfðu verðir laganna tekið sér
stöðu í þéttum fylkingum allt í
kringum skólann. Þeir voru vopn
aðir trékylfum og rifflum með
stálhjálma á höfði. Þegar nem-
endurnir komu að skólanum,
var hvítum unglingum hleypt
í gegn viðstöðulaust en þegar
blökku-unglingarnir komu stóð
þjóðvörðurinn fastur fyrir og
mundaði kylfurnar. Einn blakki
unglingurinn reyndi margsinnis
að komast í gegn en árangurs-
laust.
Opinberlega lét Faubus ríkis-
stjóri í veðri vaka, að hann hefði
kallað saman þjóðvörðinn vegna
þess að hann hefði óttast óeirð-
ir í borginni, þegar svertingjarn
ir fengju inngöngu í skólann. En
litlar röksemdir virðast fylgja
því. Allt var kyrrt og rólegt í
borginni að öðru leyti og í
öðrum bæjum Arkansas fór
samblöndun fram með mestu
spekt. Það virðist því ljóst
að ríkisstjórinn kallaði þjóðvörð-
inn saman í þeim tilgangi einum
að efna til æsinga. Hafa hugs-
andi menn mjög harmað að hann
gerði það, því að ella hefði skóla
ár þetta í Suðurríkjunum hafizt
slysalaust og þetta hefur valdið
Bandaríkjunum enn einu sinni
álitshnekki.
Stærsta blaði Arkansas „Little
Rock Gazette" fórust svo orð um
þennan atburð:
— Þetta ástand getur ekki hald
izt svo til lengdar, að hvítir
menn í þjóðverðinum viðhaldi
löglausri kynþáttaaðgreiningu í
skólanum. En sannleikurinn er
sá, að þessi skrípalæti eru ómiss-
andi fyrir Faubus ríkisstjóra, ef
hann á að geta veitt úrskurði
Hæstaréttar mótspyrnu. Til þess
að geta veitt slíka mótspyrnu
verður hann að hafa ofbeldishót-
un. Og þannig er það sem hann
notar sjálfa lögregluna og þjóð-
Framh. á bls. 15
Guðrún Gísladóttir nírœð
ÞÓTT allt hafi breytzt hér á
íslandi á þessari öld, þá er eitt
sem verður og er jafnöruggt og
traust eins og fjöllin. Það er
móðurást göfugrar konu. Tryggð
hennar brúar öll heimshöf. Hvar
sem sonurinn eða dóttirin dvelst
að lokinni ferð um háloftin, þá
er bæn og ástúð móðurinnar vís
eins og sólskinið eða döggin
Helgasti gróður íslenzkrar þjóð-
arsálar eru dygðir þær, sem
birtast í handtökum og hljóðlátu
starfi, hvíslandi ljóði og heitri
bæn móður, sem kannske eng-
inn þekkir nema ástvinir hennar
og börn.
Og hve miklu slíkar mæður
hafa fórnað, hve þolinmæði
þeirra og trú er sterk veit aðeins
lifandi vitund íslenzkrar sögu,
sem líkt og bylgjan við strönd-
ina og blóðstraumur hjartans
marka óræð spor lífsins meðal
kynslóðanna. Án þeirra fórna,
án þess kraftar, án þess kærleika,
sem allt kann að fyrirgefa,
mundi allt farast og týnast, jafn-
vel sólin missa birtu sinnar.
Og máttur sliks kærleika er
hljóður og leitar ekki síns eig-
in, æðsta gleðin er að gefa og
gleðja, bæta og græða.
Ein slíkra mæðra hefur á morg
un litið sól níu áratuga. Samt er
hún furðu hress og glöð, ótrúlega
sterk og -kannske aldrei í sann-
leika fegri né skyggnari á leynd -
ardóma tilverunnar, gjafir lífs og
dauða.
Hún heitir Guðrún Gísladóttir
og bjó lengi á Eyrarbakka, með
manni sínum Ólafi Árnasyni, sem
er dáinn fyrir 22 árum síðan.
Hún fæddist 9. sept. 1867 í
Stokkseyrarseli í Flóa og voru
foreldrar hennar Gísli Andrés-
son bóndi þar og kona hans, Guð-
ný Hansdóttir. En hann var
þekktur fyrir frábæra hand-
lagni og smekkvísi, en hún fyrir
þolgæði og fórnarlund, er hún
hjúkraði honum árum saman
limafallssjúkum. En það mun
hafa verið eitt hið örðugasta
hlutskipti, sem nokkurri konu
veittist.
Guðún Gísladóttir hefur erft
verklagni föður síns og þolgæði
og trúartraust móður sinnar í
ríkum mæli, að því er kunnugir
telja. Hún er og sérstaklega
þróttmikil og dugleg kona, sem
hefur mætt erfiðleikum lífsins
með bænrækni og guðstrú.
Hún á sex börn, sem öll hafa
reynzt henni góð og umhyggju-
söm og ágætir þegnar íslands og
bera því vitni góðu uppeldi og
hollum erfðum. Og þrátt fyrir
þröngan efnahag hafa þau öll
hlotið góða menntun. Þau eru
þessi: Magnea, gift Ferdinand
Eiríkssyni, skósm., Arni útvarps-
virki, Sigríður, kaupkona, Gísli,
bakarameistari, Guðni, cand
pharm., Sigurjón, myndhöggvari.
Guðrún nýtur þess óvenjulega
og um leið frábæra hlutskiptis að
vera nokkurs konar táknmynd
íslenzkrar móður í allri sinni
hljóðlátu tign, sinni nafnlausu
fórn.
Snillingurinn, Sigurjón Ólafs-
son, yngsti sonurinn, hefur gjört
hana ódauðlega með mynd, sem
hefur verið keypt á ríkissöfn
þriggja Norðurlandanna. Þannig
hlýtur hún að verðleikum ódauð-
lega frægð vegna þess svipmóta,
þeirrar göfgi og heiðríkju sálar-
innar, sem listamanninum hefur
tekizt að gæða mynd þessar elsk-
uðu móður sinnar. í öllu sinu
látleysi nefnist myndin aðeins
„Gömul kona.“ En hún bir'.ir
skýrt hina íslenzku alþýðukonu,
móðurina, sem fann æðstu ham-
ingju lífsins í því að gefa allt og
krefjast einskis handa sjálfri
sér.
Hún dvelst á morgun hjá Sig-
ríði dóttur sinni, Hjarðarhaga 42,
og tekur þar á móti gestum sín-
um. íslenzka þjóðin er henni
þakklát fyrir gifturíkt starf og
vinir hennar óska henni af hjarta
allrar blessunar Guðs.
Árd,
sferifar úr
daglega lífinu
ÞAU tíðindi Hafa gerzt að í dag 1
fer fram svokölluð fegurð-
arsamkeppni karla hér í Reykja-
vík.
Heimsmet í fíflsku
ÞÁ höfum við íslendingar enn
einu sinni sett heimsmet mið-
að við fólksfjölda, að þessu sinni
í fíflskap og heimsku.
Fegurðarsamkeppni karla er
einsdæmi í veröldinni. Hingað
til hafa konur einar verið við
fegurð kenndar, en fríðleikinn
aldrei þótt einn af þeim kostum
sem gjörvulegan karlmann prýð-
ir, og samkvæmt síðustu tréttum
hefir engin breyting á því mati
orðið. Því er það algjöilega úr
lausu lofti gripið, að láta sér
detta í hug að ætla að vaða upp
á pall með halarófu af karlmönn-
um og láta dæma um það hver
þeirra sé fegurstur. Slíkt mundi
í öðrum löndum talin slík ónátt-
úra að næstum varðaði við hegn-
ingarlögin.
Fyrirmyndin að þessari keppni
mun vafalítið sótt til Banda-
ríkjanna þar sem eina hlið-
stæða þessa dæmalausa fíflháttar
tíðkast, þar halda þeir menn sem
lifa af því að belgja upp vöðva
sína á hverjum degi með alls-
kyns æfingum og kúnstum og
eru nefndir Atlasmenn mót sitt
einu sinni á ári og velja þá jafn-
an þann vöðvabúnkann sem sver-
astur er um upphandlegg og
bringsmalir sem dæmi um það
hvernig maðurinn eigi að vera.
Síðan nota þeir vöðvamennið í
auglýsingarskyni fyrir sjálfa sig,
hvernig ungir drengir geti orðið
stór vöðvabúnt á skömmum tíma.
Það versta apað eftir
ÞAÐ er sorglegt að þessi neðri
endi á amerískri „menn-
ingu“ skuli vera tekinn upp hér
á landi, svo nauðaómerkileg, og
hégómleg sem þessi fegurðar-
samkeppni er. Og hitt er enn
leiðinlegra að það skulj vera
merkt og gott slysavarnarfyrir-
tæki sem að dáraskapnum stend-
ur. Það er ekki verið að verð-
launa þann unga manninn sem
mestan fiskinn dró úr sjó á þessu
ári, eða þann unga bóndann sem
fallegast á féð.
Néi, sá er valinn íslendingur-
inn 1957 sem fegurst hefir smett-
ið og bústnasta vöðvana. Þeir
tímar virðast liðnir á íslandi er
gáfur og andlegt atgjörvi þykir
nokkurs manns prýði, kroppur-
inn er allt, brjóstvídd karlmanns
ins og vöðvasverleiki hans gera
hann landsfrægan á einum degi
og fá honum heiðurstitilinn ís-
lendingurinn 1957.
Illa er nú vorum heiðri komið,
góðir íslendingar. — Sveinn.
Hrútasýning — dans
á eftir!
OG hér tekur annar til máls
um ósómann.
í Morgunblaðinu 6. sept. s.l.
getur að líta eftirfarandi stór-
frétt: „Fegurðarsamkeppm karla
í Tívolí". Þetta minnir óneitan-
lega á hina víðfrægu frétt!
„Hrútasýning á Fosshóli dans á
eftir".
Slysavarnadeildin Ingólfur í
Reykjavík efnir til „fegurðarsam
keppninnar" og er slíkt náttúr-
lega ekki gert að ófyi'irsynju og
sýningin haldin til varnaðar ólof-
uðum kvenkosti landsins. Er þaS
vonum seinna sem slysavarnar-
félög taka slík mál á dagskrá
sína.
í dag fer sem sé fram keppni
um hver sé Glæsir landsins. Af-
skaplega verður gaman að sjá
hver fyrir valinu verður, og þó
sér í lagi hvað hver líkamshluti
mælist.
Ekki er mér kunnugt um hverj-
ir skipa eigi dómnefndina, en ég
vildi leyfa mér að stinga upp á
þeim dr. Halldóri Pálssyni og
Gunnari Bjarnasyni.
Ég óska svo forráðamönnum
fyrirtækisins til hammgju með
uppátækið. Vonandi dregur ekki
til muna úr aðsókn að dýrasýn-
ingu „skemmtigarðsins" meðan
sýning stendur yfir. Hver verður
Glæsir íslands, anno domini 1957?
Nú þetta er gáta, en ég á von á
að dagbækur Kvíabryggju leysi
vandann ef allt ura þrýtur.
— LENNI.