Morgunblaðið - 08.09.1957, Page 7
Sunnudagur 8. sept. 1957
M O R n V JV B r 4 f) IÐ
Torfbæirnir og Kaliforníuhúsin sefja
svipmót á byggðirnar
Bjarni Sigurbsson
arkitekt frá
Gautaborg /
heimsókn hér
¥ TNDANFARIÐ hefir verið
hér á ferð einn þeirra ís-
lendinga sem ílenzt hafa er-
lendis eftir háskólanám, og
unnið sér góðan frama í hinu
nýja fósturlandi sínu. í>að er
Bjarni Sigurðsson arkitekt,
Hún syngur og oft í útvarpið
sænska frá Gautaborg og hefir
einnig víða sungið um Norður-
lönd.
Þetta er í fyrsta skipti sem
frú Norlin kemur hingað til
lands en Bjarni kom hér síðast
fyrir 9 árum.
TORFBÆIRNIR OG
HÚ S AGERÐ ARLIST
— Við vorum uppi í Borgar-
firði, segir Bjarni og brosir. Ég
var að heimsækja æskustöðvarn-
ar á nýjan leik og víðar höfum
við ferðazt hér um Suðurlandið.
Það er gaman að veita breyt-
Bjarni Sigurðsson arkitekt og frú Gunnvor Norlin kona
hans, er þau Iiiu inn til Mbl. í vikunni.
(Ljósm. Mbl. Gunnar Rúnar).
sem búsettur hefír verið á
þriðja tug ára í Gautaborg.
★
Bjswmi *r ættaður úr Borgar-
firðinum frá Skógum i Flókadal,
en þar er hann uppaiinn. —
Fór hann til náms í húsagerðar-
list eftir að hafa lokið stúdents-
prófi frá Menntaskólanum hér í
Reykjavík 1926. Hélt hann til
Stokkhólms og lauk þar prófi,
en svo skipuðust málin, að hann
sneri ekki heim heldur hefir
síðan látið Svía njóta starfs-
krafta sinna og eru þau orðin
þó nokkur húsin í Svíaríki sem
nú búa að Bjarna fyrstu gerð.
Bjarni hefir um langt skeið ver-
ið búsettur í Gautaborg, og starf-
að við skipulagningu og bygg-
ingu nýrra hverfa, Möldal og
Kungsbakka. Aður var hann
starfandi hjá Gautaborgarbæ en
rekur nú sjálfstætt firma.
LITIÐ VIÐ í GA9TABORG
Bjarni hefir manna bezt fagn-
að íslendingum sem lagt hafa
leið sína til Gautaborgar og
reynzt þeim góður haukur í
horni. Hefi ég kynnzt því af eig-
in raun, er við fimm ísienzkir
blaðamenn dvöldumst um viku-
skeið í Gautaborg fyrir fjórum
árum. Var hann þá oft í fylgd
með okkur um borgina og na-
lægar byggðir og varð ekki a
betri leiðsögumann kosið en
Bjarna.
íslendingafélag var stofnað í
Gautaborg fyrir féum árum og
er Bjarni varaformaður félags-
ins en formaður þess er Peter
Hallberg, Laxnessþýðandi.
Ég hitti Bjarna að máli einn
daginn í vilcunni og við rifjuð-
um upp gamlan kunningsskap
Með honurn á ferð var hér kona
hans sænskrar ættar, frú Gunn-
vor Norlin, en hún er kunn
vísnasöngkona frá Gautaborg.
Hún er fædd í Gautaborg og er
ein vinsælasta vísna- og revíu-
söngkonan þar í borg. Hún hefir
á hverju sumri sungið í einum
stærsta skemmtistað Gautaborg-
ar, Liseberg og víða annars
staðar og hlotið ágætar viðtök-
ur.
ingunum athygli. Þegar ég fór
úr föðurgarði var enginn bær
utan torfbæja í Reykholtsdam-
um. Nú eru þeir orðnir í minni-
hluta. Það er mikil breyting á
fáum árum og góð breyting þrátt
fyrir það að í augum arkitekts-
ins eru torfbæirnir gæddir sín-
um töfrum. Þeir falla svo vel inn
í hið íslenzka sveitalandslag.
Síðan spjöllum við áfram um
húsagerðarlist og byggingarmál.
við tölum um nýju húsin, sem
hér hafa risið upp í Reykjavík
á síðustu árum, í „Snobbhill" og
víðar, í öllum regnbogans litum,
og af flestri lögun og formum.
— Það er gaman að sjá þetta,
segir Bjarni og hér kennir
margra grasa í húsagerð og bygg
ingarlist. Reynslutími er alltaf
nauðsynlegur og með árunum
kemur í ljós hvaða byggingar-
stíll og hvers konar húsagerð er
hér hentugust.
í GAUTABORG
Við ræðum um íslendingafé-
lagið í Gautaborg. í því eru nú
um 100 manns, segir Bjarni. í
Gautaborg hafa alltaf verið all-
margir Íslendingar búsettir, enda
er borgin í þjóðbraut Nú eru
um 20 íslendingar í félaginu og
margt sænskra íslandsvina að
auki. Við höldum árlega hátíð,
förum í sumarferðalög og hitt-
umst ef eitthvert sérstakt lilefni
gefst svo sem þegar Halldór Kilj-
an Laxness kom til Gautaborg-
ar eftir að hann hlaut Nóbels-
verðlaunin. Þá las hann upp í
íslendingafélaginu við lof allra
manna.
Og ef þú skrifar eitthvað af
því niður á blað, sem ég er að
segja- þér þá bið ég þig þess
lengstra orða að koma því á
framíæri, að okkur þykir vænt
um, er þeir íslendingar sem um
Gautaborg fara eða þar dveljast
hafa samþand við okkur og láta
vita af sér. — Glsymdu ekki að
geta um það!
Sgs.
Kristéán GuðSaugssor
hæstc.'réttarlögma(Vur.
Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—5.
Austurstræti 1. — Sími 13400.
Giæsileg 1. hæð
í nýju húsi á góðum stað í vesturbænum til sölu.
íbúðin er 130 ferm., 4 herbergi (geta verið 5), eld-
hús og bað. Sér inngangur. Geislahitun. Bílskúr.
Lysthafendur leggi nöfn sín á afgr. Mbl. fyrir
þriðjudagskv. merkt: Góður staður — 6429.
Auglýsing
Kærur út af úrskurði landsnefndar fasteigna-
matsins um mat á lóðum til yfirnefndar, sbr. 2. gr.
1. nr. 44/1957 um skatt á stóreignir, ber að senda til
Gizurs Bergsteinssonar c/o Hæstiréttur.
^jfjá nnálará&uney ti &
Afgreiðslustarf
Stúlka óskast il afgreiðslu í snyrtivörudeild. Sér-
þekking nauðsynleg. Umsóknir, er greini frá aldri
og fyrri atvinnu sendist afgr. Mbl. sem fyrst merkt.
ar: ,,Snyrtimennska — 6426“.
'jSlLNÆMUR
OSTUR • •
HQAUST
3ÓQN
GRÁDAOSTUR
SWSUROSTUR
GODOSTUR
RJÓMAOSTU*
MYSUOSTUR
MYSINGUR
45% ostur • 40% ostur . 30% 0#tt«r
Karlmannasokkar
Einungis framleiddir úr beztu
fáanlegum efnum, s.s.
Krep næSon
Spun nælon
UBl & nælon
Perlon
Ný mynstur eru að koma á markaðinn
Framleiðandi:
Sokkaverksmiójan hf.
Pöntunum veitir möttöku
Samein^^jye^ksmi^/uaj^reidsfan
BRÆÐRAB0R6ARSÍÍ6 7 - REYKJAVÍK
Sími: 22160 — 5 línur.