Morgunblaðið - 08.09.1957, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 08.09.1957, Qupperneq 11
Sunnudagur 8. sept. 1957 MORCUISBL AÐIÐ 11 Nokkur orð frá landsliðsnefnd KSI til Atla Steinarssonar og Sig. Sigurðssonar Leikir Akureyringa og Hafnfirbinga NÚ að afstöðnum landsleikum okkar íslendinga við Frakkland og Belgíu, leyfir landsliðsnefnd- in sér að óska eftir að fá eftirfar- andi birt á íþróttasíðu Morgun- blaðsins. Landsliðsnefnd er einhuga um þá skoðun að aldrei komi til greina að hlutverk hennar verði bundið umræðum á opinberum vettvangi um val nefndarinnar í landslið íslendinga. Það gefur auga leið að slíkt gæti leitt til blaðadeilna milli þeirra, sem ó- hjákvæmlega yrði rætt um, þ. e. knattspyrnumannanna sjálfra annars vegar og landsliðsnefnd- ar hins vegar. Slíkt er óhugsandi og engum til ávinnings. Vegna greinar Atla Steinars- sonar í Mbl. 4. þ. m. á íþrótta- síðu blaðsins þykir nefndinni ó- hjákvæmilegt að eftirfarandi komi fram. Albert Guðmundsson var sem kunnugt er valinn varamaður í landsleiknum gegn Frakklandi. Var hann boðaður til fundar og samveru með liðinu til undirbún- ings leiksins eins og aðrir leik- menn, sem valdir höfðu verið. Albert Guðmundsson mætti ekki. Mætti hann ekki að heldur til búningsherbergja landsliðsins daginn, sem leikið var. Hann sást því aldrei meðal þeirra, sem hann ef til vill átti að leika með þá tæpa tvo daga, sem undirbún- ingurinn stóð yfir og sem honum var ætlað að gera. Af þessum sökum var A. G. m. a. ekki til umræðu hjá nefndinni þegar val- ið var í liðið gegn Belgíumönn- tun. Til þess að gera mönnum ljóst hve nauðsynlegt er að varamenn séu með í öllum undirbúningi, Og séu jafn vel fyrirkallaðir og aðalmenn liðsins, skal frá því sagt, að það var ekki fyrr en 2 klukkustundum fyrir landsleik- inn við Belgíu, að úr því var skorið af tilkvöddum lækni, hvort Halldór Halldórsson miðfram- vörður landsliðsins gæti leikið með eða ekki. Til áréttingar leyf- ir nefndin sér að taka fram að það hefur einu sinni áður komið fyrir að einn varamanna í lands- liði mætti ekki til leiks, þótt heill hafi verið. Var þá sama af- staða tekin og nú. Vísar þvi nefndin algjörl, á bug aðdróttun um A. St. o. fl. blaðamanna til nefndarinnar m. a. um hatur o þ u 1. í garð A G. Slikt er hin mesta fjarstæða. Að lokum leyfir landsliðsnefnd in sér að skjóta því til Sigurðar Sigurðssonar íþróttafréttaritara útvarpsins, hvort hann telji rétt að ráðast svo gegn landsliðsnefnd inni í Ríkisútvarpinu eins og hann leyfði sér að gera í síðasta þætti sínum um íþróttamál. Knattspyrnusamband íslands reyndi að koma leiðréttingu í útvarpið við málflutning Sigurð- ar fyrir nokkru, er hann að dómi stjórnar K. S. f. rangtúlkaði mál formanns sambandsins, en án ár- angurs. Það er að okkar dómi mjög alvarlegt mál, ef það á að líðast umtölulaust að opinber starfsmaður, sem hefur aðgang að Ríkisútvarpinu skuli líðast slíkur málflutningur, þar sem menn koma engum vörnum við, og fá ekki einu sinni birtar leið- réttingar. Hver ber ábyrgð á slíku? Þrátt fyrir moldviðri það sem þyrlað hefur verið upp í þessu máli, hefur landsliðsnefnd reynt að halda vöku sinni og gert það sem hún hefur talið rétt, hver sem í hlut á. Er þetta mál hér með útrætt af hálfu landsliðsnefndar sem harm ar að til þessara skrifa skyldi þurfa að koma. Reykjavík, 6. sept. 1957. Landsliðsnefnd K.S.Í. Svar landsliðsnefndar?!! Dömur Hef opnað aftur eftir sum- arfn. Fjölbreytt úrval af kápu- og dragtarefnum fyrirliggjandi. Saumastofa GuSnýjar Indriðadóttur Miklubraut 74 Sími 23771 Síntini er: 22-4-40 BORGARBlLSTÖÐlN ★ Það er eins með þetta svar landsliðsnefndar KSÍ og fleiri verk hennar á þessu sumri — það er illa gert og hefði betur, lands- nefndarmannanna vegna, verið látið ógert, úr því að þeir eru svo feimnir með sínar eigin skoðan- ir að þeir þora ekki að láta þær uppi við nokkurn mann!! Það er að sjálfsögðu skylt og mjög Ijúft að þakka það að ég framar öðrum blaðamönnum fæ svar frá landsliðsnefndinni. En getur það verið að ein- hverjar annarlegar ástæður liggi til þess að landsliðsnefnd svar- ar? Á hvern hátt hún svarar, bendir til að svo sé. Hún segir í upphafi, að ALDR- EI (lbr. Mbl.) komi til greina að hlutverk hennar verði bundið umræðum á op- inberum vettvangi um val nefnd- arinnar í landslið íslendinga. Það gæti leitt til blaðadeilna milli þeirra er rætt væri um og landsliðsnefndarinnar. „Slíkt er óhugsandi og ENGUM TIL AVINNINGS“. (lbr. Mbl.) En hún svarar hálfum lið í grein minni frá 4. sept. þeim er víkur að Albert Guðmundssyni, og kemur þar með nýtt sjónar- mið í málinu sem væntanlega verður rætt til hlítar. Svarar nefndin þessum lið greinar mmn- ar, vegna þess að henni er sama um Albert — sama hvort um hann er rætt í blöðum „engum til ávinnings" — og vill jafnvel kasta fyrsta steininurpgsjálf? Sé fljótlega farið yfir grein mína frá 4. sept. má finna í henni eítirfarandi atriði sem beint er til landsliðsnefndar: 1. Að dómi flestra voru 3—5 hlekkir í íslenzka landsliðinu gegn Frökkum veikir. Hví gerði nefndin ekki breyting- ar til að bæta þar um? 2. í landsleiknum við FVakka voru Albert og Skúli Nielsen varamenn framherjanna. Einn aðalmaður liðsins er settur út úr því. Hví var hlaupið fram hjá Albert og Skúla (mat landsliðsnefndar á peim hlaut að vera hið sama 2. sept. og 27. ág.), en þriðji maðurinn tekinn inn í liðið? (Og bæta má við: Hví gerir nefndin grein fyrir því, að Albert var ekki valinn, en minnist ekki á Skúla?) 3. Gunnlaugur talaði 27. ágúst um nauðsyn þjálfunar lands- liðsmanna og kvað Albert Guðmundsson ekki vera í þjálfun og eltki einn af 11 beztu mönnum okkar. Svo var spurt: Vilja Gunnlaugur og félagar hans halda því fram að Ragnar sé í þjálíun? 4. Er skipunarbréf núverandi landsnefndar til fleiri ára? AKUREYRI laugardaginn 24. ágúst. Akureyri vann Hafnar- fjörð í skemmtilegum og spenn- andi leik á grasvellinum á Akur- eyri í dag, með 2:1. Veðrið var ekki sem ákjósanlegast, nokkurt regn og norðankaldi og spillti það nokkuð fyrir góðum leik. Sérstaka ánægju vakti það að sjá Hermann Hermannsson verja mark Hafnfirðinga, hvað hann gerði með ágætum, og minnti nærvera Hermanns ýmsa Akur- eyringa á fjölmarga skemmtilega leiki, sem Valur hefur háð á Akureyri, en því miður fækkar nú óðum þeitn góðu heimsóknum. Hafnarfjarðarpiltarnir voru léttir og hreyfanlegir og léku góða knattspyrnu, en nokkuð skorti á öryggi markskotanna. Mörgum þótti bezti maður Haín- firðinga Einar Sigurðsson að und anteknum Albert Guðmundssyní, sem hafði samleik og nákvæmar knattsendingar á hávegum. Beztu menn í liði Akureyringa voru Guðmundur Guðmundsson og Ragnar Sigtryggsson og svo markvörðurinn Einar Helgason, sem vSrði ágætlega. Lið Akureyringa náði vel sam an á köflum, en öðru hverju tókst miður um samleik og sam- heldni og áttu þeír nokkur skot framhjá marki Hafnfirðinga í upphafi leiks af góðu færi. Bæði mörk Akureyringa voru hrein og óverjandi. Fyrra markið sett af Birni Olsen, kom innan í stöng úr þvögu af stuttu færi, og því óverjandi. Seinna mark Akur- eyringa var einig óverjandi, skor að af Jakobi Jakobssyni. Hafnfirðingar fengu sitt mark skorað úr vítaspyrnu. Var spyrn- an vel framkvæmd af Ásgeiri Þorsteinssyni. Margt var áhorf- enda, jafnvel voru gamlir knatt- spyrnumen komnir utan úr Greni vík. Slíkar knattspyrnuheim- sóknir vekja óblandna gleði á Norðurlandi, en mikill áhugi hef- ur löngum verið ríkjandi þar á íþróttinni. Nokkuð skyggði það á gleði áhorfenda, að við sjálft lá að leikmenn hættu knatt spyrnunni í miðju kafi, vegna ágreinings milli Alberts og dóm- arans, Rafns Hjaltalíns. ★ AKUREYRI, 25. ágúst. — Mikill mannfjöldi horfði á leik Akur- eyringa og Hafnfirðinga í dag, enda var sólskin og gott veður. Leikurinn var á köflum mjög spennandi. í fyrra er sömu aðilar áttust við hér á grasvellinum, var _ leikurinn harla ójafn. Þá höfðu Akureyringar algera yfirburði (13:4), en nú hafa Hafnfirðingar með stöðugri þjálfun undir for- ystu Alberts Guðmundssonar tek- ið skjótum og miklum framförum og mátti nú vart á milli sjá, hvor sigra mundi.Akureyringar virðast hafa lagt niður nokkuð af hinum stutta samleik, sem var styrkur þeirra á grasvellinum. Hafnfirðingar hófu sókn þegar í byrjun leiks og náðu fljótiega að skora. Var Ásgeir Þorsteinsson þar að verki. Nokkru seinna gerðu Akureyringar harða hríð að marki Hafnfirðinga og áttu margar góðar sóknarlotur, sem gáfu þeim 2 mörk (Jón Stefáns- son og Tryggvi Georgsson). Hermann Hermannsson varð að yfirgefa mark Hafnfirðinga snemma í leik, vegna smámeiðsla, og upp úr því voru mannaskipti í liði beggja alltíð, enda leikurinn of harður á köflum. Annað mark Hafnfirðinga fengu þeir, er mið- vörður Akureyringa Haukur Jakobsson hugðist gefa knöttinn til markvarðar síns, sem hlaupinn var út, og hafnaði knötturinn í netinu. Sigurmark Hafnfirðinga skor- aði Albert Guðmundsson eftir mistök hjá vörn Akureyringa, og var Einar, markvörður þá „að heiman" öðru sinni. Hafnfirðingar sátu að leik loknum kaffiboð heimamanna. Dómari í síðari leiknum var Sveinn Kristinsson. — GuS. Telji landsliðsnefndin að hún sé búin með ofanskráðu svan sínu að svara þessum spurning- um, þá staðfestir þetta svar hversu mikið kák og fum hefúr einkennt öll hennar störf. Hún hefur svarað 2. lið að hálfu leyti. — 1.—3. og 4. lið er ósvarað — Það trúa víst fáir nema hún sjálf (ef hún þá trúir því!!) þessum orðum hennar: „... .hefur lands- liðsnefnd reynt að halda vöku sinni og gert það sem hún hefur tálið rétt, hver sem í hlut á“. A. St. UnglSng vanfar til blaðburðar við KrHnglumýri Selfossbíó Dansleikur í kvöld HLJÓMSVEIT Gunnars Ormslev. Söngvari Haukur Morthens. leika og syngja nýjustu rock og dægurlögin. Ódýr sófasett Sófi og tveir stólar kr. 5400,00 Sófi og tveir stólar kr. 5.550.00 og 5.750.00. Svefnsófar eins og tveggja manna. Áklæði eftir vali. Sófaborð og smáborð. Fjórar gerðir af unglingaskrifborðum. Verzlunin Skeifan húsgagnaverzlun — Snorrabraut 48, sími 19112 Feguriíarsamkeppni karla Slysavarnadeildin Ingólfur efnir til fegurðarsam- keppni karla um titilinn „ÍSLENDINGURINN 1957“, í Tívolígarðinum í dag, klukkan 3,30 e. h. Garðurinn opnaður kl. 1,30 Fjölbreytt skemmtiatriði: Flugvél varpar niður gjafapökkum. Dansað á Tívolípallinum. Aðgöngumiðasala í Tívolí og söluturninum við Arnarhól og Laugaveg 30. Ferðir frá Búnaðarfélagshúsinu. Hver verður ÍSLENDINGURINN 1957? Slysavarnadeildin Ingólfur. Vegno veikindaforíolla geta tveir nemendur komizt að í heimavist Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Upplýsingar í síma 11578. Skólastjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.