Morgunblaðið - 20.09.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.09.1957, Blaðsíða 1
44. árgangur. 212. tbl- — Föstudagur 20. september 1957- Prentsmiðja Morgunblaðsins- RáSstefna um Norður-AUantshafssamfélag var sett í ráðhúsinu í Briigge hinn 8. þ. m. Spaak telur að þriðju heimsstyrjöldinni verði afstýrt Ráðstefna um Norbur-Atlants- hafssamfélag RÁÐSTEFNA um Norður-Atl- antshafssamfélag var haldin í Briigge í Belgíu dagana 8. til 15. sept. sl. Til ráðstefnu þessar- ar var efnt af Evrópu-háskólan- um í Briigge og Pennsylvaníu- háskólanum í Bandaríkjunum. Var um 100 mönnum víðs vegar úr hinum frjálsu löndum Evrópu og frá Bandaríkjunum og Kanada boðin þátttaka í fundinum. Þeirra á meðal bar mest á háskóla- kennurum, blaðamönnum, stjórn- málamönnum og rithöfundum um stjórnmálaefni. Frá íslandi sótti Bjarni Benediktsson alþm. fundinn og kom hann heim það- an með Gullfossi í gær. Störfum á ráðstefnunni var hagað svo, að haldnir voru nokkr ir sameiginlegir fundir, en mest var unnið í nefndum, sem fjöll- uðu um sérstök mál, svo sem: Sameiginlega menningu, uppeldi, efnahagssamvinnu, hjálp til þeirra þjóða, sem aftur úr eru, hættuna af einræðisstefnum nú- tímans, ástæður fyrir innbyrðis ósamkomulagi og form fram- tíðar-samvinnu. Á hinum sameiginiegu fundum tóku ýmsir merkir stjórnmála- menn til máls. Má þar einkan- lega geta Roberts Schumans fyrrverandi forsætis- og utanrík- isráðherra Frakka, van Zeelands fyrrv. utanríkisráðherra Belga Framh. á bls. 2 Svarið árásinni á Reykjavík og horgiÖ útsvörin sem fyrst „ÚRSKURÐUR". kommúnistaráðherrans í útsvars- málunum hafði fyrst og fremst þann tilgang að tefja fyrir nauðsynlegum framkvæmdum í Reykjavík með 1 því að torvelda innheimtu útsvaranna. Með honum var ekki lækkað útsvar eins einasta manns eða stefnt að því að rétta hlut nokkurs manns. Þetta er öllum almenningi nú orðið ljóst. Þess vegna er nauðsynlegt að Reykvíkingar svari árásinni á bæjarfélag þeirra með því að greiða gjöld sín sem fyrst og koma þannig í veg fyrir að kommúnistaráð- herranum takist að koma fram fyrirætlunum sínum um að tefja nauðsynlegar framkvæmdir og draga þar með úr atvinnu mikils fjölda fólks í bænum. Kjarnorkusprenging neÖanjarÖar LES VEGAS, 19. sept. — f dag sprengdu Bandaríkjamenn kjarn- orkusprengju 250 metra undir yfirborði jarðar á tilraunasvæð- inu í Nevada. Þetta er fyrsta sprengingin, sem gerð hefur ver- ið neðanjarðar og er liður í rann- sóknum þeim, sem Bandaríkja- menn gera í sambandi við jarð- eðlisfræðiárið. Var sprengjunni komið fyrir í sérstöku hólfi í enda 600 metra jarðganga, sem grafin voru fyrir skemmstu inn í hæðadrag þar á eyðimörkinni. Vísindamenn fylgd LONDON 19. september. Stjórnin í dvergríkinu Sai; Mar- ino leysti í dag upp þingið fimm mínútum áður en ráðherrarnir áttu lögum samkvaemt að láta af embætti og þingið að kjósa nýja stjórn. Ný stjórn er skipuð af þinginu sjötta hvern mánuö — og ástæðan til þess, að stjórnin greip til þessara örþrifaráða að lengja stjórnartíma sinn að þessu sinni, var sú að ósamkomulag hafði komið upp á meðal kommúnista á þingi, en þeir hafa töglin og ust með áhrifum sprengingarinn- ar í fimm km. fjarlægð. Menn- irnir urðu ekki varir við spreng- inguna öðru vísi en af mæli- tækjum — þ. e. a. s.: engar jarð- hræringar fylgdu og blossi var enginn sýnilegur. Enn hefur ekki verið látið upp hve öflug sprengj an var. Sem fyrr getur var þessi tilraun í sambandi við rannsókn- ir jarðeðlisfræðiársins á jarð- skorpunni, en einnig má ætla, að Bandaríkjamenn hafi kannað hvort ekki sé heppilegra að gera kjarnorkutilraunir framvegis neðanjarðar vegna minni geisla- verkana frá sprengingunum. hagldirnar í stjórn landsins. Sex kommúnistaþingmannanna og vinstri jafnaðarmenn hótuðu að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna eða greiða atkvæði gegn kommún istum, en það hefði nægt til þess, að kommúnistar hefðu ekki haft meirihluta á þingi og átt það á hættu, að andkommúnistar y rðu ofan á í stjórninni. Ekki þorðu kommúnistar að hætta á það — og gripu því til þess úrræðis að reka þingmenn heim og sitja áfram í stjórn. Rússar fyrstir þar, eins og annars staðar MOSKVA, 19. sept. — Hinn 16. þ.m. var minnzt í Ráðstjórnar- ríkjunum eins árs afmælis rússn esku farþegaþotunnar TU-104. „Pravda“ minntist dagsins sem bar og gat þess jafnframt, að þetta væri í rauninni ekki svo merkur atburður, því að rússn- eskur vísindamaður og uppfinn- ingamaður, Konstantin Tsjolkof- skij að nafni, hefði fyrir rúmum 50 árum skrifað um þotur og geimferðir af stakri þekkingu. Þetta mun hafa átt sér stað um svipað leyti og Wright-bræð- urnir flugu í fyrsta skipti. í þessu sambandi hefur fólk leitt getur að því, að Tsjolkofskij, er fyllt hefði 100. aldursárið í þess- um mánuði, hafi gert teikningar TU-104, en framkvæmdir tafizt vegna sífelldra hreinsana í verk- smiðjunum. STOKKHÓLMUR, 19. sept. — Illa horfir nú með kornuppskeru Svía. Búizt er við ,að um þriðj- ungur uppskeru brauðkorns muni eyðileggjast, ef ekki bregð- ur þegar til betri veðráttu. Við- búið er, að milljónatap muni þess vegna verða á uppskerunni. Kommúnistar samir við sig Faubus neitarað mæta LITTLE ROCK, 19. sept. — Faubus fylkisstjóri í Arkansas neitaði í dag að mæta sem vitni í fylkisdómstólnum, sem fella mun dóm í deilunni um skóla- löggjöfina. Kvað Faubus dóm- stólinn ekki geta þvingað hann til þess að mæta þar eð hann er æðsta framkvæmdavald fylksins- ins. Talið er, að neitun Faubusar gefi til kynna þá stefnu sem hann ætlar að halda fast við, þegar Krúsjeff á í vök að verjast NEW YORK, 19. sept. — Víða um heim hefur mikið verið rætt um yfirlýsingu japanska stjórn- málamannsins, sem nú er nýfar- inn í boðsferð til Ráðstjórnar- ríkjanna. Sagðist hann ætla að fara þess á leit við Krúsjeff, að hann hætti að drekka áfengi. Eitt New York blaðanna hefur látið svo um mælt, að sjaldan hafi einn maður færzt eins mikið í fang og japanski stjórnmálamað- urinn. Telur blaðið þetta svo merkilegt, að Japaninn yrði verð ur friðarverðlauna Nobels, ef hann færi ekki erindisleysu til Kreml og tækist að fá Krúsjeff til þess að ganga í stúku. Vodka og vindill LONDON. — Kvöldstund eina hittust nokkrir þátttakendur á þingi alþjóða þingmannasam- bandsins og röbbuðu um daginn og veginn í klúbb einum í Lon- don. Umræðuefni kvöldsins var: Hvað hefur haft mest áhrif á gang heimsmálanna — vindill Churchills, vodka Krúsjeffs eða golf Eisenhowers? Svissneskur þingmaður ræddi málið og full- yrti, að vindill Churchills hefði ekki haft eins mikil áhrif á hann eins og vodka Krúsjeffs hefði haft á hinn síðarnefnda. hann kemur fyrir dómstólinn sem verjandi á morgun. Þá mun dóm- stóllinn taka fyrir kröfu stjórn- arinnar í Washington um úrskurð þess efnis, að fylkisstjórinn hefði ekki vald til þesS að blanda sér inn í framkvæmd hinna nýju laga um skólagöngu miðskóla- barna. Þjóðvarnarliðið stendur enn vörð um miðskóla í Little Rock og meinar negrabörnum inn- göngu samkvæmt skipun Faubus- ar. Heyrzt hefur, að Eisenhower Bandaríkjafgrseti, vilji gjarnan eiga fund með Adam Powell, eina negranum á Bandaríkjaþingi og fá hans álit á deilumálum þessum. Enn hefur fundartími ekki verið ákveðinn. OSLO, 19. sept. — Enn var Myklc fyrir réttinum í dag og voru leidd fram tvö vitni í máli hans, dómsmálinu um „Sangen om dem röde Rubin“. Vitnin voru prófessor Francis Bull og Sigurd Hoel. Bull kvað síðustu kaflana vera meistaraverk, eitt hið bezta, sem sézt hefði i ó- bundnu máli. Hoel varði Mykle og kvað rithöfundinum heimilt að velja hvaða yrkisefni sem væri. WASHINGTON 19. september. — Bandaríski varnarmálaráðherr- ann, Charles Wilson, gaf út þá skipun í dag, að fækkað skuli í bandaríska hernum um 100 þús- und fyrir 30. júní næsta ár. Svip- uð fækkun hafði áður verið ákveð in — og eftir júnílok næsta ár munu því um 2,6 milljónir Banda ríkjamanna verða undir vopnum. ÓSLÓ, 19. sept. — Síðustu fregnir herma að heilsu Há- I konar Noregskonungs hafi I hrakað mjög. Þessi mynd gæti heitað „Brandari". Hún er ein af mörgum ljósmyndum sem lýsa þjóðlífi um víða veröld á Ijósmynda- sýningunni „Fjölskylda þjóðanna", sem verður opnuð á morgun í Iðnskólanum á Skólavörðuholti. Mynd þessi sem er tekin í Frakklandi er í þeirri deild sýningarinnar, sem lýsir geð- brigðum mannsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.