Morgunblaðið - 20.09.1957, Blaðsíða 11
Föstudagur 20. sept. 1957
UORGVNBLAÐIÐ
lf
Cuðríður Cuðmundsdótfir
Minnlngarorð
FRÚ GUÐRÍÐUR Guðmunds-
dóttir, sem er í dag borin til graf-
ar í gamla Reykjavíkurgarði, var
fædd að Hvammsvík í Kjós, 24.
nóv. 1886. Hún var af gömlum
og góðum Kjósverjaættum, sem
rekja má til Orms sýslumanns í
Eyjum, og reyndar lengra og víð-
ar um Kjósarsýslu og Suðurnes.
Foreldrar hennar voru Guðmund
ur Guðmundsson frá Hvítanesi,
hagleiksmaður, söngvinn og list-
rænn, og Jakobína Jakobsdóttir
frá Valdastöðum, skörungur mik-
ill og góðkvendi. Þau hjón
bjuggu í Hvammsvík, en fluttust
til Reykjavíkur laust fyrir alda-
mót með börn sín, er urðu alls
tíu og komust sjö þeirra upp.
Bræður Guðríðar eru allir dánir,
þeir Guðmundur, skipstjóri; Gísli
gerlafræðingur og Loftur, ljós-
myndari og tónskáld, en þrjár
systur hennar lifa, þær Guðbjörg,
gift Páli Kolka lækni, Ingibjörg,
gift frænda sínum, Þorbergi
Guðmundssyni útgerðarmanni í
Garði suður, og Fríða, gift Baldri
Sveinssyni bankafulltrúa.
Guðríður heitin giftist 8. júní
1911 Jósep Gottfreð Blöndal
Magnússyni, trésmíðameistara, er
yngstur var þeirra Uppsala-
systkina í Reykjavík, og voru
eldri bræður hans þeir Sigurður
læknir á Patreksfirði, Ólafur
prestur í Arnarbæli og Kristinn
skipstjóri í Reykjavík, en for-
eldrar þeirra voru Magnús tré-
smíðameistari Arnason frá Stokk
hólma og Vigdís Ólafsdóttir
prests í Viðvík, Þorvaldssonar
prests í Holti. Jósef Magnússon
hafði numið iðn sína 1 föður-
garði og erlendis og var mikill
áhuga- og dugnaðarmaður, en
veiktist eftir vosbúð, sem hann
hlaut við slökkviliðsstörf 1 brun-
anum mikla í Reykjavík 1915,
náði aldrei eftir það fullri heilsu
og dó úr berklaveiki 1923. Ævi
Guðríðar varð því miklum erf-
iðleikum háð, því að dökkur
skuggi þessa sjúkdóms, sem þá
var miklu geigvænlegri en nú,
hvíldi yfir hjúskap hennar og
heimili, svipti hana manni henn-
ar og sýkti eitt barn hennar,
sem náði að vísu fullri heilsu
aftur. Hálfa ævi sína lifði hún
í ekkjudómi, framan af með börn
sín í ómegð, og missti hún þá
einnig Gísla bróður sinn, sem
verið hafði mörgum vandalaus-
um hollráður og hjálpsamur, og
þá ekki síður þessari systur sinni.
Þó hafði hún þá gleði að sjá börn
sín komast vel til manns, en
þau eru: Magnús, smjörlíkis-
gerðarmaður; Jakobína, gjald-
keri; Elín, gift Óskari Illugasyni
skipstjóra í Hafnarfirði og Guð-
mundur Vignir lögfræðingur,
skrifstofustjóri hjá Reykjavíkur-
bæ. Einn dreng, Gottfreð, missti
hún á fyrsta ári.
Vertu mitt ljós,
er dvínar dagur minn,
við dauðans sker.
Stýr minni för
að friðarströndum heim,
ó fylg mér, guð,
um andans dulargeim".
GUÐRÍÐUR var fædd 24. nóv.
1886 að Hvammsvík í Kjós.
Skömmu fyrir aldamótin fluttu
foreldrar hennar til Reykjavíkur
og hefir Guðríður átt þar haima
síðan. Þeir voru því áreiðanlega
orðnir inargir vinirnir og kunn-
ingjarnir, sem hún eignaðist á
þessu tímabili, og þá vináttu
hafði hún öðlazt, vegna sinnar
einstæðu framkomu á ýmsan
hátt. — Nú skilur leiðir, en
hún andaðist þann 16. þessa mán-
aðar eftir mjög erfiða sjúkdóms-
legu. Árið 1911 giftist Guðríður
Jósep Magnússyni, trésmíðameist
ara. Eftir að þau stofnuðu heimili
hefir Guðríður lengst af átt
heima á Túngötu 2 í Reykjavík.
Og þar hefir hún lifað bæði súrt
og sætt. Missti hún mann sinn
árið 1923. Þau eignuðust fimm
börn, en misstu eitt á fyrsta ári.
Þegar Guðríður missti mann sinn
stóð hún eftir með fjögur börn
innan við fermingaraldur, með
mjög lítil efni. Með guðs og góðra
manna hjálp tókst henni að koma
öllum börnum sínum vel til
manns, og mun það áreiðanlega
hafa verið fjarri skapi hennar
að gefast upp eða að kvarta á
nokkurn veg yfir kjörum sínum.
Og það er kunnugum vitað, að
eðli hennar og upplag var að
hjálpa öðrum fram yfir alla
getu. Þó að heilsa Guðríðar stæði
stundum völtum fæti, var hún
alltaf að hjálpa öðrum eftir því,
sem að getan leyfði, og jafnvel
fram yfir það, átti hún og til
þeirra að telja, enda sérstakiega
dugmikil kona, og trúi ég ekk'
öðru, þegar reikningarnir verða
gerðir upp, að leiðarlokum, en
að komi hún til með að eiga all-
mikið inni. Eða hvað mun þá um
okkur hin, sem minna höfum lagt
inn, og komum á hinar miklu
vogarskálar?
sem hana. Og Guðmundur faðir
þeirra, listhneigður, og smiður
góður, og hrókur alls faguaðar
á yngri árum og þeir bræour
báðir, Helgi á Hvítanesi. Guð-
mundur var fyrsti organleikari í
Reynivallakirkju og smíðaði hann
sitt eigið orgel. Guðríður hafði
laglega söngrödd og um eitt skeið
söng hún í Dómkirkjunm í
Reykjavík. Guðríður var að sumu
leyti sérstæð kona. Hún bjó yfir
nokkurs konar skyggnigáfu, sem
fáum mun gefin, en hún mun
ekki hafa flíkað því við alla.
Einnig bjó hún yfir töluveróri
kímnigáfu, eins og fleiri systkini
hennar. En mest einkenndi hana
góðvild hennar og gjafmildi. en
hennar hagur, það var aukaauiði.
Freistandi væri að minnast-Guð-
ríðar nokkru frekar, og hennar
fólks, en gert hefir verið hér, en
það eru takmörk fyrir því, sem
hægt er að segja í stuttri blaða-
grein. Systkini Guðríðar voru 9.
Eru nú aðeins 3 systur á lífi. —
Öll fædd í Hvammsvík nema
Fríða, yngsta systirin, en þau
voru þessi: Guðm. skipstjóri, Gísli
gerlafræðingur og Loftui ljós-
myndari, og eru þessir góðu
drengir allir látnir, eins og kunn-
ugt er. Kunnugir vissu, að þá
missti Guðríður mikið er Gísli
féll frá. Systur Guðríðar eru:
Guðbjörg Kolka, Ingibjörg í
Bræðraborg í Garði ólst hún upp
á Meðalfelli í Kjós, sú þriðja er
Fríða, eins og fyrr segir.
Þessum systkinum þarf ekki,
að lýsa fyrir kunnugum, enda
sumt af því landskunnugt gæða-
fólk og skemmtilegt og vel gefið
á marga lund.
Jörðin er nú sem óðast, að
skipta um lit, og klæðast í sinn
bleika hjúp, og allur hinn mikli
sumarskrúði að hverfa. Þetta
minnir á fallvaltleik þessa lífs,
en á bak við allt þetta, kemur
hið eilífa vor, sem engan fölva
ber í skauti sínu. Guðríður er
því, að síðustu kvódd með ein-
lægu þakklæti fyrir órofa tryggð,
og einlæga vinsemd, frá því
fyrsta, til hins síðasta. Undir þá
kveðju munu eflaust fjölmargir
taka nú við burtför hennar, sem
kvödd er í dag. Ég vil að lokum
senda einlæga samúðarkveðju til
allra vina og vandamanna henn-
ar, og biðja henni blessunar og
friðar. St. G.
Heyskap lokið
fyrir 2-3 vikiim
EYRARLANDI, 14. sept. — Hey-
skap er nú að fullu lokið fyrir
tveim til þremur vikum. Gras-
spretta var góð og hey nýttist
mjög vel.
Slátrun hefst eftir næstu helgi
og eru dilkar með bezta móti.
Slátrað verður um fimm þúsund
dilkum í haust í sláturhúsi Frið-
riks Friðrikssonar. —Magnús.
Guðríður heitin var trúuð kona,
góðgjörn og jafnan reiðubúin til
að leggja fram tíma og krafta,
þar sem hún taldi hjálpar við
þurfa. Hún gekk ung í Hvíta-
bandið og starfaði bar ailmikið
af fórnfýsi og áhuga. f ytra út-
liti var hún í meðallagi há, grann
vaxin, beinvaxin og mjög létt í
spori, skoljörp á hár með mógrá
augu, hafði hátt og mikið enni,
eins og faðir hennar, sem hún
líkist allmjög, var einarðleg á
brún og í fasi, fastmælt nokkuð
og hafði góða söngrödd á yngri
árum.
Jósep maður hennar hafði kom
ið þeim upp litlu húsi á Túngötu
2, eftir að heilsa hans bilaði, og
þar átti hún heima þaðan í frú,
þangað til fyrir einu ári síðan,
er hún kenndi þess sjúkdóms, er
dró hana til dauða. Húm lézt á
Bæjarspítalanum 16. þ.m.
Gefi henni Guð frið eilífan.
lífan.
P. V. G. K.
★
„Kærleikans guð,
eg flý í faðminn þinn,
er fjörið þverr.
Nokkru fyrir síðustu áramót
fór hún að kenna þess lasleika,
er nú hefir bundið endi á líf
hennar. Þessi sjúkdómur gekk
svo nærri henni að sjón, heyrn og
mál virtist alveg þrotið. Allt var
reynt að gera fyrir hana, til þess
að létta henni byrðina, bæði af
dætrum hennar og öðrum. Það
er sagt að sjaldan falli eplið langt
frá eikinni og má til sanns vegar
færa með Guðríði og systkini
hennar öll. Var móðir þeirra svo
góð og gjafmild kona, að fái eða
jafnvel enga hefi ég þekkt slíka
Jökulsárbrúin að
verða fullgerð
KÓPASKERI, 18. sept. — Jökuls-
árbrúin nýja er nú senn full-
gerð. Stendur nú til að fara að
reyna styrkleika hennar. Verð-
ur ekið á hana 150—160 lestum til
að reyna hana. Ennþá er ekki
fulllokið vegagerð að brúnni, en
þegar henni er lokið, verður brú-
in tekin í notkun. — Jósep.
Mý sending
dragtir — kjólar
Skólavörðustíg 17
Lokað í dag
frá kl. 12 á hádegi vegna útfarar
Magnúsar Vigfússonar fulltrúa.
SJúkrasamlag Reykjavikur
FROSTLÖG U R
Bílabúð SÍS, Hringbraut 119
Smurstöð SÍS, Hringbraut 119
Smurstöð SÍS, Kópavogshálsi
Dráttarvélar hf., Hafnarstræti 23