Morgunblaðið - 20.09.1957, Side 15

Morgunblaðið - 20.09.1957, Side 15
rastudagur 20. sept. 1957 iif n n n n v n r a n i © 15 Mikill ábyrgbarhluti að svipta þjóðir heims voninni um varanlegan frið NEW YORK, 19. sept. — Dulles, utanríkisráðh. Banda- íkjanna, flutti ræðu á Alls- herjarþingi Sameinuðu þjóð- anna í dag og skoraði á aðild- arríki samtakanna að styðja afvopnunartillögur Vestur- veldanna og taka höndum saman og varna því að upp úr sjóði í ríkjunum fyrir botni Miðjarðarhafsins. Ræddi hann mikið um vígbún- aðarkapphlaupið og kvað nú vera hafna framleiðslu nýrra og geig- vænlegra vopna. — Engin leið væri að fylgjast með þessari vopnaframleiðslu nema með ströngu eftirliti. — Hann kvað Rússa hafa fullyrt, að hægt væri að framleiða kjarnorku- og vetnisvopn á laun. Allir samningar nm afvopnun væru því gagnslausir, ef ekki fylgdi mjög nákvæmt eftirlit. — Það væri hið eina, sem tryggt gæti þjóðum heims, að hættunni á skyndiárás væri bægt frá. Ekki væri hægt að treysta fögrum orðum og yfirlýsingum — og byggja á þeim. Þá ræddi Dulles nokkuð tillögu Eisenhowers um eftirlit úr lofti og kvað afvopnunartillögur Vest- urveldanna vera að miklu leyti byggðar á henni. Rússar hefðu nú hafnað tillögunum, en Bandarík- in vildu ekki sætta sig við það, að það hefði verið síðasta orð Rússa. Dulles kvaðst ekki vera von laus um að eitthvert sam- komulag næðist, enda væri það mikill ábyrgðarhluti af hendi Báðstjórnarinnar, að svipta þjóðir heims voninni um varanlegan frið, með því •ð skella skollaeyrum við •Ilri viðleitni Vesturveldanna til þess að ná samkomulagi við Ráðstjórnina. Dulles sagði, að Bandaríkja- menn mundu ekki slaka á fram- leiðslu og tilraunum með vetnis- og kjarnorkuvopn meðan málum væri háttað sem nú. Takmarkið væri að framleiða „hreinar“ kjarnorkusprengjur, sprengjur, sem engum yllu tjóni öðrum en þeim, sem þeim er beint gegn i styrjöld. Hann kvað Rússa hafa til- kynnt, að þeir ættu nú langdræg skeyti, sem gætu flutt kjarnorku sprengjur hvert á land , sem væri — og valdið mikilli eyði- leggingu. — Bandaríkjamönnum væri einnig kunnugt um hvernig þetta mætti verða, en stefna þeirra væri hins vegar að koma í veg fyrir að slíkt gæti nokkurn tíma átt sér stað. Þá vék Dulles að atburðunum fyrir botni Miðjarðarhafsins og sagði, að Ráðstjórnin hefði rask- að styrkleikahlutföllunum þar svo mjög með vopnasendingum sínum til Sýrlands og Egypta- lands, að ískyggilegt væri. Hann kvað Tyrki vera í herkví. Rússar ógnuðu þeim að norðan — og hefðu hervætt Sýrlendinga að sunnan. Alltaf væri sú hætta fyr- ir hendi, að þjóðir þær, er Ráð- stjórnarríkin hervæddu, leiddust til árásar. Bandaríkin væru reiðubúin til þess að styðja heilbrigða efna- hagslega þróun i löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins — við- komandi þjóðum til styrktar og aukinnar velmegunar. Franska stjórnin talin fallvölt PARÍS 19. september. — Stjórn, Maunourys hlaut mikið áfall í dag, er íhaldsmenn báru fram vantrauststillögu á hana á þingi. Saka íhalðsmenn stjórnina um að brjóta lög landsins og verða ekki við vilja mcirihluta þings- ins hvað viðvíkur landbúnaðar- málunum. Búizt er við því, að forseti þingsins muni vísa tillög- unni frá á þeim forsendum, að þingið hafi verið kvatt til auka- lundar til þess að ræða tillögu stjórnarinnar í Alsirmálinu. Enginn vafi leikur á því, að van trauststillaga þessi hafi veikt hina þriggja mánaða gömlu stjórn Maunourys mikið og ólíklegt er, að stjórnin verði langlíf, ef meiri hluti þingmanna er samþykkur vantrauststillögunni — enda þótt forsetinn vísi henni frá núna. t Framkoma tillögunnar er aðal- lega talin eiga rætur sínar að rekja til þess, að fjármálaráð- herrann, Gaillard, hefur ekki gengið nógu langt til móts við kröfur bænda um hærra verð á landbúnaðarafurðum. Ekki hefur framkoma ráðherr- ann heldur orðið til þess að efla trú manna á ianglífi stjórnarinn- ar. Forsætisráðherrann lét t.d. svo um mælt á dögunum, að arf- taki hans í forsætisráðherrastóln- um mundi fá allt annað en skemmtilegt viðfangsefni þar sem lausn Alsírmálsins væri. — Fjármálaráðherrann hefur einnig hætt við Bandaríkjaför — og virð ist ástæðan engin önnur en sú, að hann sé hræddur um að stjórn- in falli. Maunoury mun gera úrslitatil- raun til þess að fá þingmenn sem flestra flokka á sitt band á föstu dag, en þá hefur hann boðað leið toga allra flokka að kommúnist- um og Poujade-istum undanskild um á fund sinn. Verður Alsírmálið þá rætt.. Það mun vera Mollet, fyrrum forsætisráðherra og leiðtogi jafn aðarmanna, sem hugmyndina átti að þessum fundi. Siðar í dag bárust fregnir þess efnis, að Gaillard fjármálaráð- herra hefði haldið ræðu í þing- inu þar sem hann bauð bændum hærra verð fyrir afurðir sinar, en kvað aftur stjórnina verða nauðbeygða til þess að leggja 7,000 milljóna aukaskatt á lands- menn til þess að vega upp á móti slíkri hækkun. Óliklegt er talið, að þessi boðskapur verði til þess að styrkja stjórnina — og full- víst er, að stjómin nýtur ekki stuðnings meirihluta þinglieims, þegar landbúnaðaráætlun hennar verður afgreidd. Ungling vanfar til blaðburðar við Lindargötu Byggingaframkvæmdir á Patreksfirði PATREKSFIRÐI, 19. sept. — Nýlega er hafin bygging prests- bústaðar á Patreksfirði. Búið er að steypa grunninn og leggja skólpræsi. Unnið verður við bygginguna eitthvað fram eftir hausti. Einnig er unnið að því að reisa olíutank við höfnina undir hrá- plíu fyrir ESSÖ. Verður þetta 500 tonna tankur. Skólabyggingin stendur yfir og miðar vel áfram. í Tálknafirði er verið að byggja nýtt hrað- frystihús, en þar brann frystihús í fyrra. Verður sú bygging komin undir þak í haust. — Karl. AIR-WICK L Y K T E Y Ð A N D I SILICOTE H Ú S G A G N A B í L A G L J Á I LNIKUM ★ ★ ★ Gólfklútar — borðklútar — plast — uppþvottaklútav fyrirliggjai.di ★ ★ ★ Ólafur Gíslason t Co. h.f. Simi 18370. Songgram landftótta Leitaði hælis í Kambodiu PNOM PEHN, Kambódíu, 19. sept. — Songgram, fyrrum for- sætisráðherra í Thailandi, var í dag veitt hæli í Kambódíu sem pólitiskum flóttamanni. Song- gram yfirgaf Bankok, höfuðstað Thailands, fyrir þrem sólarhring um, er herinn gerði stjórnarbylt- ingu í landinu og tók völdin í sinar hendur. Hélt hann þá þeg- ar af stað til Kambódíu og leit- aði þar hælis. Stjórnin í Kambódíu hefur veitt Songgram leyfi til þess að dveljast í landinu svo lengi sem hann vill með þeim skilyrðum, að hann blandi sér ekki í mál, sem geta stofnað hlutleysi lands- ins í hættu. Þá herma fregnir frá Bankok, að talsmaður Sarit Thanarats hershöfðingja, sem nú hefur tek- ið stjórn Thailands í sinar hend- ur, að hershöfðinginn mundi ekki setjast í forsætisráðherrastólinn. „Sarit hefur enga pólitíska metn aðargirnd. Hann vill starfa í anda óska þjóðarinnar" — sagði talsmaðurinn. Phumiphon Aduldet konungur hefur rofið þing og útnefnt 123 menn, sem flestir eru hershöfð- ingjar, til þess að sitja á þingi þar til næstu kosningar fara fram — eftir 90 daga. í dag hófst í Bankok fundur Suðaustur-Asíubandalagsins. — Fundinn sækja 64 fulltrúar frá öll um bandalagslöndunum. Ungverjalands- málið á dagskrá NEW YORK, 19. sept. — í dag var samþykkt í dagskrárnefnd Allsherjarþingsins með 13 atkv. gegn 2 að Ungverjalandsmálið yrði tekið á dagskrá Allsherjar- þingsins, sem hefst á þriðjudag- inn. Fulltrúar Ráðstjórnarinnar og Tékkóslóvakíu greiddu mót- atkvæðin. Utanrlkisráðherra Kadarstjórnarinnar mótmælti at- hæfinu og kvað það íhlutun i innanríkismál landsins. Öllum þeim, fjær og nær, einstaklingum og félögum, sem minntust mín á 70 ára afmæli mínu 6. sept. sl., með hlýjum kveðjum, höfðinglegum gjöfum og virðulegu samsæti, sem sveitungar mínir heiðruðu mig og f jölskyldu mína með, flyt ég hugheilar þakkir og bið þeim allrar blessuna. Jónas Helgason, Grænavatni. Hjartanlega þakka ég öllum þeim, er sýndu mér vin- arhug og kærleika á sjötugsafmæli mínu 9. þ.m., ög gerðu mér daginn ánægjulegan. Guð blessi ykkur öll. Jóhanna ísleifsdóttir, Sjafnargötu 9. Hjartanlega þakka ég öllum þeim, sem sýndu mér vin- áttu með heimsóknum, skeytum, blómum og gjöfum á 80 ára afmælisdaginn 16. þ.m. Guð blessi ykkur öll fyrir hlýhug og vinsemd og gefi ykkur góða framtíð. Kristín Magnúsdóttir, frá Glaumbæ. Þökkum innilega hluttekningu við andlát og jarðarför fóstursonar, stjúpsonar, bróður og mágs HAUKS MAGNÚSSONAR frá Oddgeirshólum. Einnig þá fræbæru ástúð og hjálp er honum var auð- sýnd í veikindum hans. Vandamenn. Öllum þeim, sem á einn eða annan hátt auðsýndu okkur vinsemd og samúð við andlát og jarðarför ÁRNA GÍSLASONAR færum við okkur innilegustu þakkir. Sigurbjörg Sigurðardóttir, Yngvi Þórir Árnason og aðrir ættingjar. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför ÞORSTEINS ÓLAFSSONAR Borgarnesi. Sigríður Þorstelnsdóttir, . Finnbogi Guðlaugsson. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför JÚLÍÖNNU HARALDSDÓTTUR Börn hinnar látnu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.