Morgunblaðið - 20.09.1957, Side 8

Morgunblaðið - 20.09.1957, Side 8
8 MORGVHBLAÐIÐ Föstudagur 20. sept. 1957 UTAN UR HEIMI Dawson vill borga skuldir sínar með appelsínusafa Ctg.: H.t Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. ASamtstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktssor_ Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Öla, sími 33045 Auglýsmgar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsia: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 1.50 eintakið. „ÞAR SEM FÉLAGAR VERKALÝÐS- FÉLAGA ERU SKYNI GÆDDIR" IlINN af aðalhagfræðingum { kommúnista ritar í gær A grein í „Þjóðviljann" er ber fyrirsögnina: Er fjárfestingin of mikil? Kemst hann að þeirri niður- stöðu að „fjárfesting hérlendis hafi alls ekki verið óvenjulega mikil, miðað við fjárfestingu í öðrum löndum, þótt hún hafi ver- ið talsvert meiri en í meðallagi eftir því sem gerist í Vestur-Ev- rópu. Með sanni verði þessvegna ekki sagt, að fjárfesting hérlend- is hafi verið hlutfallslega meiri en gerist í öðrum löndum, né að það geti talist lausn á efnahags- legum vandamálum landsins, að draga úr fjárfestingunni11. Gagnstæðar yfirlýsingar í fyrradag ritaði hins vegar Lúðvík Jósefsson viðskiptamála- ráðherra grein um gjaldeyrismál- in í „Þjóðviljann“. Var hann þar eins og aftast áður á öllum átt- um, talaði ýmist um að gjald- eyrir væri nægur til þess að „tryggja allan þann innflutning, sem nauðsynlegur er“, eða aó nauðsyn bæri til þess að fara hægar „í ýmsar fjárfestingar- framkvæmdir eða að draga úr ýmiskonar gjaldeyriseyðslu". Af skrifum þessara tveggja framámanna kommúnista er þess vegna ekki gott að ráða, hver sé raunverulega stefna þeirra í fjár- festingarmálum. Hagfræðingur- inn segir í gær að það geti ekki „talist lausn á efnahagsvandamál um landsins að draga úr fjárfest- ingunni". Viðskiptamálaráðherr- ann segir í fyrradag í „Þjóðvilj- anum“, að ,fara verði hægar í ýmsar fjárfestingarframkvæmd- ir“. i raun og veru eru þessar tvær gagnstæðu yfirlýsingar tveggja kommúnistaleiðtoga táknrænar um vinnubrögð flokksins um þessar mundir. Allt stangast hvað á annað hjá leiðtogum kommúnista. Ýmist láta þeir „Þjóðvil.jann“ ham- ast gegn varnarliðinu og fram kvæmdum þess eða þeir Lúð- vík og Hannibal semja við hershöfðingjann á Keflavíkur- flugvelii um auknar vamar- liðsframkvæmdir og fjölgun íslendinga í vinnu við þær. Er nú svo komið að jafnvel menn í innsta hring kommúnista- flokksins vita ekkert, hvert leiðtogar þeirra raunverulega stefna, að öðru leyti en því, að þeir eru þess fullvissir* að þeim beri að halda áfram að dýrka Sovétríkin og hafa Moskvumenn að andlegum leiðtogum. Ný afstaða til kaupgjaldsmála í grein hagfræðingsins í komm únistablaðinu í gær kemur fram yfirlýsing um afstöðu kommún- ista til kaupgjaldsmála. Er vert að vekja athygli á henni, þar sem í henni kveður við töluvert ann- an tón en áður hefur tíðkazt hjá kommúnistum í þeim málum. — Kemst hagfræðingurinn þar að orði á þessa leið: „Þar sem félagar verkalýðsfé- laganna eru skyni gæddir, þarf það ekki að vera óhjákvæmileg afleiðing vinnuaflseklu, að born- ar verði fram kröfur um hækkað kaupgjald, þegar auðsætt er, að hvorki afkoma atvinnuveganna né greiðslujöfnuðurinn við út- lönd þola hækkaðar kaupgjalds- greiðslur. Þegar kröfur um hækk að kaupgjald eru bornar fram við þessar aðstæður, mun það fremur vera gert í þágu einhvers stjórn- málaflokks en af blindni á félags- legar staðreyndir". Verkföllin 1955 Þegar þessi ummæli eru lesin í blaði kommúnista, getur ekki hjá því farið að mörgum virðist sem kommúnistar hafi skipt mjög um skoðun á síðustu mánuðum í kaupgjaldsmálum. í fyrrgreind- um ummælum hagfræðingsins felst í raun og veru þetta: Vitiborið verkafólk krefst ekki kauphækkunar þegar af- koma atvinnuveganna eða greiðslujöfnuðurinn við út- lönd þola ekki hækkað kaup- gjald. En hvernig er nú ferill komm- únista á undanförnum árum í þessum málum? Fylgdu þeir t. d. þessari reglu árið 1955, þegar þeir efndu til stórverkfalla og kröfðust allt að 64% kauphækk- unar? Sannarlega ekki. En kommún- istar voru þá í stjórnarandstöðu. Þeir efndu þá ekki aðeins til verk falla til þess að ná hækkuðu kaupgjaldi þrátt fyrir það að út- flutningsframleiðslan var rekin með tapi heldur kröfðust þeir þess jafnhliða að vera teknir í ríkisstjórn. Getur verið að þessar kröfur hafi verið bornar fram „í þágu einhvers stjórnmálaflokks“? Eru þeir endurfæddir? Þegar hagfræðingur kommún- ista lýsir því yfir í „Þjóðviljan- um“ að „skyai gæddir“ verka- menn eigi ekki að bera fram kröf ur „um hækkað kaupgjald, þegar auðsætt er að hvörki afkoma at- vinnuveganna né greiðslujöfnuð- urinn við útlönd þola hækkaðar kaupgjaldsgreiðslur", þá sætir það engri furðu þótt einstaka maður verði undrandi, og varpi fram spurningunni um það, hvort kommúnistar séu endurfæddir? Engin ástæða virðist þó vera til þess að ætla það. Kommúnist- ar reka í kaupgjaldsmálum sem öðrum hreina hentistefnu. Þeir hafa á undanförnum árum haft forystu um kaupkröfustefnu, sem ekkert tillit hefur tekið „hvorki til afkomu atvinnuveganna né greiðslujafnaðarins við útlönd". Þvert á móti hafa þeir miðað kaupgjaldsbaráttu sína fyrst og fremst við það að koma fram- leiðslunni á kné og hindra heil- brigt atvinnulíf og efnahagslegt jafnvægi í þjóðfélaginu. í dag eiga þeir sæti í ríkisstjórn. Þá telja þeir sér henta að látast standa gegn öllum kauphækkun- um, alveg án tillits til raunveru- legra hagsmuna verkafólks og annarra launþega í landinu. Það eru aðeins einir hagsmun- ir, sem kommúnistar taka alltaf tillit til og meta. Það eru flokks- hagsmunir kommúnistaflokksins. ILLA horfir nú fyrir Dawson hinum brezka, brotajárns- og fiskkaupmanninum fræga. Lán- ardrottnar hans hafa nú tekið sig saman og krafizt þess, að stjórnarvöldin lýsi hann gjald- þrota. Innheimtumenn sækja nú Dawson heim margir á dag, en þeim verður lítið ágengt. Daw- son getur ekkert borgað, enda þótt hann vilji ekki viðurkenna, að hann sé gjaldþrota. Skulda- kröfur á hendur honum nema nú 325.279' sterlingspundum að því er næst verður komizt, en senni- legt þykir, að öll kurl séu ekki komin til grafar. Sérstök rann- sóknarnefnd hefur nú verið skip- uð til þess að rannsaka fjárhag og greiðslugetu Dawsons og í henni eiga fjórir stærstu lánar- drottnarnir sæti. Enda þótt vit- að sé, að Dawson eigi ekki fyrir skuldum sínum, staðhæfir hann þrásinnis, að hann eigi eignir erlendis um tvær milljónir punda að verðmæti auk eigna í Englandi, sem hann metur á 75 þúsund pund. Dawson ekki af baki dottinn Á dögunum kröfðust lánar- drottnar Dawsons þess, að hann kæmi til fundar við þá og gerði reikningsskil. Dawson mætti á tilsettum tíma, akandi í gljáfægð- um Jaguar, sportbíl af nýjustu gerð. Hann var mjög snyrtilegur að vanda, klæddur gráleitum föt- um, í stífpressuðum buxum, með rauða rós í hnappagatinu. Fundur var settur og fulltrúi hins opinbera stjórnaði fundin- um. Spurningarnar dundu á Dawson og hann gaf stutt og greið svör. Hann fullyrti það hvað eftir annað, að hann mundi geta greitt allar skuldir innan þriggja vikna, einungis ef hon- um væri veittur frestur og friður til þess að fara í gegn um plögg sín. „Þolinmæði þrautir vinnur allar“ Fulltrúi hins opinbera skýrði svo frá, að Dawson hafi verið krafinn um skýrslu, sem leggja ætti fyrir rétt, því að lánardrottn ar hafi nú stefnt honum og heimt að hann dæmdan til fangelsisvist ar fyrir svik sín.’ Hann kvað Dawson vita þetta, en ekki hefði hann sent neina skýrsluna enn. Dawson bað þá manninn vera róle’gan. Skýrslan kæmi á endan- um, en eins og gæfi að skilja, ekki fyrr en hún yrði fullgerð. Fiskurinn sveik, en appelsínusafinn bjargaði ekki Dawson hefur stundað ýmiss konar brask allt frá því að hann var 15 ára. Honum hefur oft græðzt mikið fé, en stund- um hefur hann líka tapað miklu. Sagt er, að árið 1953, hafi hann átt 400,000 sterlingspund, en árið Dawson „Brugg í sinnepskrukku“ eftir tapaði hann öllu og 100,000 pundum betur, þegar hann rak fiskverzlun og iðnað. Síðar sama ár keypti hann fjór- ar milljónir lítra af appelsínu- safa, sem var talinn óhæfur til drykkjar fyrir börn. Dawson borgaði 20,000 pund fyrir safann og bjóst við að græða 100,000 pund á því að selja hann aftur. Þrjú fyrirtæki voru stofnuð til þess að vinna safann. Stjórnar- völdin létu loka tveim þeirra eftir skamman tíma. Annað hafði verið rekið með 40.000 punda halla, en hitt var komið í 22.000 punda skuld. „Þið getið fengið safa, en ekki peninga“ Þegar þetta var rifjað upp á fundinum greip Dawson fram í og kvaðst enn eiga mikið af app- elsínusafa. Hann gætu þeir feng- ið. Hann ætlaði annars að láta hann í tunnur og selja með 10,000 punda hagnaði. Hins vegar kvaðst Dawson eiga þriðjung hlutabréfa í fyrirtæki einu í Persíu — og hlutur háns væri einnar milljón punda virði. Hinir tveir eigend- urnir mundu fúsir til þess að kaupa hans hluta. Dauðsfall og gjaldþrot Fulltrúi hins opinbera, fundar- stjórinn, greip þá fram í og sagði að annar þessara manna væri nú látinn og kominn undir græna torfu, en hinn væri gjaldþrota og gæti ekkert keypt. Dawson neitaði harðlega, að um gjaldþrot væri að ræða, en ekki bar hann til baka, að þriðji aðilinn væri á brott úr þessum heimi. Hann lét það kyrrt liggja, en sagði, að annar meðeigandinn væri Persi, Salin að nafni, en hinn væri íranskur lögfræðingur. Hvað hann héti mundi Dawson ekki. Fundarstjórinn stóð þá á fæt- ur og sagði, að þessi eina milljón punda væri ekkert annað en „brugg í sinnepskrukku“, Meira höfum við enn ekki frétt af þessum skemmtilegu fundar- höldum. Holland og Noregur vlnna saman í kjarnorkunni HAAG, 18. sept. — NTB skýrir frá því, að hollenzka stjórnin hafi séð svo um, að samstarfið milli Hollendinga og Norðmanna á sviði kjarnorkurannsókna bíði ekki hnekki við myndun hinnar evrópsku kjarnorkustofnunar Eur atom. Þessi ummæli er að finna í fylg/skjali hollenzka utanríkis- ráðherrans, Josefs Luns, við fjár- hagsáætlun utanríkisráðuneytis- ins fyrir árið 1958. Minnir hann á, að Hollendingar hafi í ýmsum skýrslum látið í ljós, að æski- legt væri að samvinnan um frið- samlega nýtingu kjarnorkunnar héldi áfram. Bæði ríkin eru nú að rannsaka, hvaða áhrif Eur- atom kunni að hafa á samvinnu þeirra um kjarnorkumál. Þær eru ekki ýkjastórar nýjustu og hraðfleygustu orrustuþoturnar. Þessi mynd er af einni bandarískri og langi sívalingurinn, sem þið sjáið við hlið hennar, er *sams konar hreyfill og knýr hana. Það má því til sanns vegar færa, að þotan er lítið annað en hreyfillinn, því að stærðarmunur er lítill.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.