Morgunblaðið - 20.09.1957, Side 2

Morgunblaðið - 20.09.1957, Side 2
X HTOffCrnvnr Föstudagur 20. sept. 1957 Kynning skókn.anna: ^(^.^({1]. (flg Annb]orii uuðm. 1 KVÖLD verða biðskákir tefldar á stórmóti Taflfélagsins, m. a. biðskák Jngvars við Benkö, en sú skák vakti mikla athygli. 09 sjómannastoiu lagðir from Húsinu er ætlaður staður á uppfyllingunni vestan Loftsbryggju A mótinu eru meðal keppenda flestir sterkustu skákmenn ís- lands. Við höldum áfram kynn- ingu þeirra: Arinbjörn Guðmundsson er fæddur árið 1932. Vann sig upp í meistaraflokk tvítugur að aldri. Tafldi fyrir Islands hönd á skákþingi Norðurlanda 1955 og á Ólympíumótinu í Moskvu 1956, í bæði skiptin með allgóðum ár- angri Hann hefur alloft staðið sig vel í innlendum skákkeppn- um og er nú þriðji maður í landsliði. Arinbjörn er járnsmið- ur að iðn. Var Hitler alltaf veikur? BONN, 19. sept. — Felix Ker- sten, fyrrum nuddari Himmlers, en nú búsettur í Finnlandi, skýrði frá því á fundi með blaða- mönnum í bæ einum skammt frá Bonn, að Himmler hefði sagt sér það, að Hitler hefði þjáðst mjög af syfilis. Kersten sagði, að Himmler hefði sagt sér alla veik- indasögu Hitlers. Hann hefði fengið syfilis í fyrra stríðinu, þá ungur hermaður. Hann leitaði ekki læknis og sjúkdómurinn lék hann mjög grátt. Fyrst, þegar Hitler var nær búinn að tapa sjóninni vegna verkana sjúk- dómsins, leitaði hann læknis og voru honum þá gefin mjög sterk meðul — þar á meðal Sal- varsan, sem inniheldur arsenik. Enda pótt Hitler losnaði af sjúkrahúsi eftir tiltölulega skamman tíma, náði hann sér aldrei. Eftirstöðvarnar gerðu oft mjög. vart við sig — sérstaklega 1943. Hitler var aldrei heill heilsu, sagði Himmler. — Með kynnum sínum af Himmler tókst Kersten að bjarga þúsundum manna — og er hann frægur af. Á FUNDI bæjarstjórnar i gær var lagður fram tillöguuppdráttur að verkamannahúsi og sjómannastofu við Reykjavíkurhöfn. Einar Thoroddsen bæjarfulitrúi skýrði teikningar og ræddi um undirbún- ing málsins. Er hér um stóra 4 hæða byggingu að ræða, rösklega 4200 rúmmetra. Verða þar setustofur, ráðningarstofa, fatageymslur, veitingastofa og sjómannaheimili með gistiherbergjum fyrir 20 manns. Húsið á að standa við Tryggvagötu á uppfyllingunni vestan Loftsbryggju og Hafnarhvols. Uppdrætti hússins gerður þeir Einar Sveinsson og Aðalsteinn Richter. Undirbúningur málsins Einar Thoroddsen flutti á sín- um tíma tillögu um að unnið skyldi að undirbúningi byggingar verkamannaskýlis og að athugað skyldi, hvort ekki væri heppi- legt að hafa sjómannastofu í sama húsi. Tillagan var samþykkt í bæj arstjórn, og vann síðan 3 manna nefnd að athugun málsins. Slrip- uðu hana auk Einars þeir húsa- meistararnir Gunnar Ólafsson og Sigmundur Halldórsson. Nefndin hefur haft samráð við fulltrúa frá verkamannafélaginu Dagsbrún, Sjómannafélaginu svo og við for- stöðumenn sjómannastofunnar. Mismunandi skoðanir komu fram Spaak Framh. af bls. 1 og Spaaks, framkvæmdarstjóra Atlantshafsbandalagsins. Allir voru þessir ræðumenn sammála um, að Atlantshafs- bandalagið væri hin óhjákvæmi- lega undirstaða nánari samvinnu hinna frjálsu vestrænu ríkja, en meira þyrfti til að koma en hern- aðarsamvinnan ein. Spaak rakti í ýtarlegri ræðu, nauðsyn á nánu samstarfi þess- ara ríkja. Ekki kvaðst hann gera ráð fyrir að þriðja heims- styrjöldin mundi brjótast út. Ár- ásarhættan kæmi einungis frá Rússum eða réttara sagt komm- únistastjórninni þar í landi. En hugsanlegur ávinningur komm- únista af nýrri heimsstyrjöld virt ist enginn á meðan varnir Atlants hafsbandalagsins væri jafnöflug- ar og nú. Kommúnistar ráðgerðu því að koma áformum sínum fram með öðrum hætti og þá fyrst og fremst með fjárhagsleg- um ráðum. Gegn sókn þeirra í þeim efnum yrði því nú að snú- ast til varnar. Krúsjeff hefði ber um orðum sagt æ ofan í æ, að framsókn kommúnismans yrði ekki stöðvuð, framtíðin væri hans. Að þessari þróun ynnu kommúnistar hvarvetna leynt og ljóst. Máttur lýðræðisþjóðanna til að koma góðu til leiðar væri þó miklu meiri en skaðræðisafl hinna, aðeins ef þær sofnuðu ekki á verðinum. Margt fleira athyglisvert kom fram á ráðstefnu þessari og verður e.t.v. færi á að geta um sumt af því síðar. Einar Thoroddsen. um það, hvar húsið væri bezt sett, en fyrir rúmu ári var svo komið, að gengið hafði verið frá frumáætlunum um að koma starf seminni fyrir á 2 hæðum í stór- hýsi, sem ráðgert var að reisa austan Hafnarhvols. Þessar hug- myndir mættu mótstöðu, og var horfið að því ráði, að húsið skyldi vera á lóð þeirra, sem fyrr er um getið, svokallaðri „Járnalóð" við Tryggvagötu niður undan Norður stíg. Frumteikningar voru tilbún- ar á s.l. vori, en að fengi.u áliti fulltrúa verkamanna- og sjó- mannafélaganna var þeim breytt og þá gerðir tillöguuppdrættir þeir sem nú liggja fyrir. Fyrirkomulag innan dyra Á 1. hæð hússins á að vera setustofa verkamanna, snyrti- herbergi og skápar fyrir föt, svo að menn geti haft fataskipti við höfnina, en þurfi ekki að fara heim til sín í vinnufötum. Á 2. hæð á að vera veitinga- salur, þar sem 140 menn geta setið til borðs í einu. Þar verða einnig eldhus og geymslur. Á 3. hæð er gert ráð fyrir sjó- mannastofu, — bæði setustofu og gistiherbergjum fyrir 20 menn. Ætluriin er að veitingar verði fram bornar í sjómannastofunni, en þær verði tilreiddar í eldhús- inu á 2. hæð og fluttar á milli í lyftu. — Á 4. hæð á að verða íbúð húsvarðar, og er þá gert ráð fyrir að hæðin nái aðeins yfir hluta af grunnfleti byggingar- inriar, en unnt er að stæka 4. hæðina að mun og taka til ann- arra nota. Uppdrættir að byggingunni hafa nú verið sendir skipulags- nefnd bsejarins. Bæjarfulltrúarnir Guðmundur Vigfússon og Þórður öjörnsson þökkuðu Einari Thoroddsen fyrir upplýsingar hans. Guðmundur tók sérstaklega fram, að hann teldi húsið vel staðsett, þar sem því er nú ætlað að rísa. Bretar liækka banka\exti LONDON, 19. sept. — Brezka stjórnin tilkynnti í dag, að banka vextir í Bretlandi mundu hækka úr 5% upp í 7% frá og með deg- inum í dag. Gerir stjórnin það til þess að tryggja gengi sterlings- pundsins og koma í veg fyrir brask ýmissa fjárglæframanna. Þessi ákvörðun brezku stjórn- arinnar getur haft mjög vítækar afleiðingar í atvinnulífinu og haft í för með sér nokkurn sam- drátt í byggingaframkvæmdum og verzlun. Rætt um lóðamál og útsvör BÆJARSTJÓRN Reykjavíkur hélt fund kl. 5 í gær. Var þar m. a. rætt um nýtt verkamanna- og sjómannahús og um hafnarmál, ein* og skýrt er frá á öðrum stöðum í blaðinu. Útsvörin, lóðamálin, olíuverð og stækkun Oddfellowhússins bar einnig á góma. Bárður Daníelsson, bæjarfull- 9:4 NEW YORK 19. september. — Dagskrárnefnd Allsherjarþings- ins afgreiddi í dag tillögu Banda- rikjanna um að ekki yrði tekin til umræðu nein tillaga um upp- töku kommúnista i Kína í sam- tök S.Þ. á næsta Alisherjarþingi. Tillagan var samþykkt með níu atkv. gegn fjórum. Mótatkvæði greiddu Ráðstjórnarríkin, Tékkó- slóvakía, Ceylon og Noregur. í Guatamala og Tunis sátu hjá. Rússneskur togari kannar flotadeild NATO undan Ausffjörðum Mikið um rússneska togara milli Fœreyja og Islands LONDON 19. september. — Flota æfingum Atlantshafsbandalags- ins var haldið áfram í morgun, en í æfingum þessum taka þátt 200 herskip, 600 flugvélar og sam tals 70,000 sjóliðar og flugmenn. Það bar til tíðinda við æfing- arnar í dag, að rússneskur tog- ari, sem bar nafnið Kalingrad, sigldi gegn um þéttan hnapp her- skipa, 50 að tölu. Átti þetta sér stað í góðu veðri á hafinu á milli Færeyja og íslands. —> Herskipin vöruðu togarann við að sigla svo nærri, en annað hvort virtist togaraskipstjórinn ekki taka eftir aðvörunarmerkj- um eða þá að hann hefur virt þau að vettugi. Talið er, að mikill fjöldi rússneskra fiskiskipa sé á þessu svæði, því að venjulega eru um 50—60 rússneskir togarar að veiðum þarna. Leggja þeir upp í móðurskip, sem fylgir þeim á miðin. Þá má geta þess, að Rússar hafa sams konar æfingar um þessar mundir — i norður-fs- hafinu. Talið er, að um 160 milur séu á milli fiotanna. Þetta eru stærstu og víðíæk- ustu æfingar Atlantshafsbanda- lagsins síðan 1953. ÖLL STÆRSTU HERSKIP BANDA- LAGSRÍKJANNA taka þátt í þeim — og má t.d. nefna banda- ríska flugvélamóðurskipið Forre- stal og kjarorkukafbátinn Nautilus. í dag var gefin út til- kynning þess efnis, að 20 kafbát- ar héldu sig nú umhverfis fslands og biðu eftir kjarna flotans, sem væri á leið til landsins. trúi Þjóðvarnarmanna, bar fram tillögu í þremur liðum um lóða- mál. Efni tillögunnar er þetta: 1) Húsbyggjendur taki þátt í kostnaði við að ganga frá lóðum. 2) Byggingarleyfi á lóðum, sem eru eftirsóttar fyrir skrif- stofu-, verzlunar- eða iðnaðarhús verði seld. 3) Undirbúin verði löggjöf til að auðvelda endurskipulagningu gamalla hverfa. Bárður fylgdi tillögu sinni úr hlaði. Hann taldi, að ekki væru nema tvö ráð til að gera svo margar lóðir byggingarhæfar, að eftirspurn yrði fullnægt: að hækka útsvör eða taka upp þær aðferðir, er hann leggur til. Bæj- arfulltrúinn sagði, að kostnaður við að ganga frá lóðum í nýja hverfinu við Hálogaland með vatns- og frárennslispípum og malargötum til bráðabirgða væri 10—15.000 kr. á hverja íbúð, en ætti að fullgera göturnar, mal- bika þær og helluleggja, yrði kostnaðurinn helmingi hærri. Auk þessa þyrfti rafveitan að kosta til um 10.000 kr. á íbúð vegna raflagna. Bárður tók fram, að hann ætlaðist ekki til, að af- gjöld þau, sem tillagan fjallar um, yrðu lögð á allar lóðir. Alfreð Gíslason tók til máls og sagði, að hér væri um mikilvægt mál að ræða, sem þyrfti vand- legrar athugunar við. Var að lok um ákveðið að hafa tvær umræð ur um tillöguna, og var henni vísað til síðari umræðu. Ingi R. Helgason hóf umræður um útsvarsmálin. Þótti honum sú athöfn niðurjöfnunarnefndar heldur óviðkunnanleg að gefa út útsvarsskrána óbreytta, en ekki lét hann þess getið, hvort hann vildi, að útsvörin yrðu hækkuð um þá rúmu milljón, sem leyfi- legt er, eða hvort hann hefur annað í huga. Las ræðumaður all langan pistil um útsvörin, sem fulltrúar minnihlutans höfðu sett nöfn sín undir, og óskaði aftir því, að hann yrði færður til bók- ar. Enga tillögu báru minnihluta mennirnir fram, og ekki var gef- ið í skyn, að ný kæra til Hanni- bals væri væntanleg. Meðal þeirra sem skrifuðu undir pistil. inn, var fulltrúi Alþýðuflokks- ins, en fulltrúi þess flokks I nið- urjöfnunarnefnd greiddi atkvæðl með þeirri málsmeðferð, sem mótmælin beindust gegn. Alfreð Gíslason flutti tillðgu um olíuverð. Björgvin Frederik- sen mæltist til, að hann breyttl henni nokkuð, og féllst Alfreð á það. Var tillagan síðan samþykkt en í henni er þess farið i leit við verðgæzlustjóra, aS hann athugi með hverjum hætti hann telji unnt að lækka verð á olíu og benzíni. Er á það bent, að fjöldi húsa í Reykjavík sé hitaður upp með olíu. Nokkrar umræður urðu í til- efni af því, að byggingarnefnd hefur nýlega samþykkt að leyfa Oddfellowreglunni að byggja ris hæð ofan á hús sitt við Vonar. stræti. Kom fram, að húsið ligg- ur undir skemmdum vegna þak. leka, en leyfið er veitt með því skilyrði, að sú verðhækkun, er verður á húsinu vegna breyting- arinnar, verði ekki tekin til greina, komi til kaupa bæjar. sjóðs á því. Var að lokum ákveð- ið að staðfesta gerðir bygging- arnefndar. Gott samband UM sl. helgi birti kommúnista- blaðið Þjóðvtljinn langa áróð- ursgrein, sem rússnesk þota hafði flutt með hraðferð austan frá Moskvu. Sagði blaðið að grein þessi væri samtal sem Magnús Kjartansson, ritstjóri Þjóðviljans hefði átt við Andrei Gromyko á Keflavíkurfiugvelli. Hið sanna í málinu er það, að Magnús Kjartansson átti ekkert samtal við Gromyko á Keflavík- urflugvelli. Ritstjórinn fór suður á flugvöllinn aðeins til að taka við tilbúnu samtali, sem áróð- ursmiðstöð kommúnista í Moskvu hafði samið fyrir blaðið. Þessa Moskvugrein settist rit- stjórinn siðan við að þýða, alveg eins og hann er vanur að þýða orðrétt venjulegan áróður frá rússnesku Tass-fréttastofunnl, er hann hefur svo einkar gott sam- band við. En fleirl hafa gott samband við Tass-fréttastofiuna, því að sama daginn og áróðursgreinin birtist í Þjóðviljanum fóru út- varpsstöðvar austan járntjalda einnig að útvarpa samtali sem Gromyko hefði átt við íslenzka blaðið Þjóðviljann. Þannig hef- ur áróðurinn haldið áfram fram í miðja viku og þarf enginn aS fara í grafgötur um, hvar mið- stöð áróðursins er. Hún er austur í Moskvu. Tass fréttastofan hef- ur sent öllum áróðursdeildum sín um plaggið sem Magnúst Kjart- anssyni var skipað að birta í blaði sinu, sem samtal við Gromyko.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.