Morgunblaðið - 20.09.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.09.1957, Blaðsíða 6
€ MORGVNBI 4Ð1Ð Föstudagur 20. sept. 195V Eftirmaður Lester Pearsons S’ (NÖGG stjórnarskipti urðu í sumar í Kanada eftir óvænt úrslit kosninga. Frjálslyndi flokkurinn, sem far- ið hafði með völdin í 23 ár beið mikinn ósigur. Stjórn St. Laur- ent varð að fara frá völdum. Síðan hefur Diefenbaker foringi íhaldsflokksins verið að mynda stjórn. Nágranna og samstarfsþjóðir Kanada, sem þó vilja engan dóm leggja á þessar stjórnarbreyting- Sidney E. Smith ar, hafa harmað það, að með þeim fellur úr leik hinn ágæti utan- ríkisráðherra Kanada um margra ára skeið, Lester B. Pearson. Hann hafði getið sér gott orð á alþjóðaþingum fyrir sérstaka hug kvæmni, skarpskyggni og rétt- lætiskennd. Ótal margra hug- mynda hans í framfaraátt mætti minnast. Hann átti t.d. verulegan þátt í samstöðu Sameinuðu þjóð- anna í Kóreumálinu og einnig að því að vopnahlé komst á í þeirri styrjöld. En hámark feriis hans í al- þjóðamálum var þó, þegar hann samdi hina merkilegu skýrslu sl. ár um samstarf NATO-þjóðanna með þeim Halvard Lange og Gaetano Martino. Enn var það hann sem sl. haust bar fram á þingi S.Þ. hina merkilegu tillögu um stofnun gæzluherliðs S.Þ. við Súez-skurð. Með fjarvist Lester Pear- sons af alþjóðaþingum mun því mörgum finnast skarð vera fyrir skildi og ekki nema eðlilegt að menn skyggnist um eftir því, hver taki sæti hans sem utanríkisráðherra Kanada og fulltrúi þess ríkis hjá S.Þ. og NATO. Á Þegar Diefenbaker myndaði fyrst stjórn sína ákvað hann að fara sjálfur með utanríkismálin jafnframt forsætisráðherraem- bættinu. Það var þó vitað, að þetta myndi ekki verða til fram- búðar, heldur stafaði þetta miklu frekar af því, að Diefenbaker væri ekki enn búinn að koma auga á flokksmann sinn, sem verður væri þessa starfs. Síðan hefur Diefenbaker smámsaman verið að auka við stjórn sina, þar til nú fyrir nokkrum dögum að hann skipaði dr. Sidney E. Smith, sextugan skólamann í þetta embætti. Dr. Smith mun þó ekki strax geta tekið sæti í ríkisstjórninni, þar sem hann er ekki þingmaður, en ákveðið hef- ur verið að hann verði í fram- boði fyrir íhaldsflokkinn í auka- kosningum í Greenwood við Tor- onto, en það kjördæmi er talið öruggt fyrir íhaldsmenn. Verður núverandi þingmaður þess skip- aður fulltrúi í öldungadeild Kan- ada og losnar sætið þannig. Smith hefur þó þegar tekið að sér for- ustu sendinefndar Kanada á Allsherjarþingi S.Þ. ★ Skipun dr. Smiths hefur vak ið nokkra undrun í Kanada, einkum fyrir það, að maður- inn hefur engin afskipti haft áður af utanríkismálum. Að vísu er það ekki nema eðli- legt, að ýmsa nýja ráðherra íhaldsflokksins skorti reynslu, því að meira en tvo áratugi hefur flokkurinn verið utan ríkisstjórnar. I embætti utan- ríkisráðherra hefði þó mátt velja úr flokksmönnum, sem starfað hafa í utanríkismála- nefnd og oftsinnis setið á al- þjóðaþingum. En dr. Smith hefur ekkert nálægt þessum málum komið. Andstæðingar stjórnarinnar tala þvi um það, að Diefenbaker hafi skipað þennan mann í stöðuna til þess að geta sjálfur haft meiri hönd í bagga með utanríkis- málunum, heldur en ef hann hefði skipað vanari mann Dr. Sidney E. Smith er þriggja álna maður og vegur yfir 100 kíló. Hann er fæddur á Cape Breton eyju, sem er fiskveiði- pláss í Nýja Skotlandi, alveg vestur undir Nýfundnalandi. Hann nam lögfræði við háskól- ann í Halifax og við Harvard- háskóla i Bandaríkjunum. Árið 1921 tók hann að leggja stund á málflutning í Nýja Skotlandi. Nýr þáttur hófst í lífi hans 1934, þegar hann var 37 ára að aldri skipaður rektor Manitoba- háskóla í Winnipeg. Varð hann með þessu yngsti háskólarektor Kanada. Varð hann vinsæll þar og bótti framkvæmdasamur. í þessu embætti kynntist hann mörgum Vestur-íslendingum, sem starfað hafa við háskólann. Það var m.a. í rektorstíð hans, sem farið var að hreyfa stofnun íslenzks kennarastóls við Mani- toba-háskóla og sýndi dr. Smith áhuga á þeirri hugmynd. Árið 1945 var Smith skipaður rektor stærsta háskóla" Kanada, í Toronto og hefur gegnt því þar til nú fyrir skömmu að hann tók boði Diefenbakers um að gerast utanríkisráðherra. Dr. Sidney E. Smith hefur aldrei áður gegnt pólitísku em- bætti. Hann hefur alla ævi ver- ið ákveðinn stuðningsmaður í- haldsflokksins. Árið 1942 munaði min'nstu að hann yrði valinn for- maður flokksins, en hann dró sig þá til baka fyrir John Bracken góðkunningja sínum, enda er Smith ekki sérlega metnaðar- gjarn. Hann er víðkunnur maður í Kanada og hefur notið vinsælda sem góður skólamaður og mennta frömuður. Yfir 3 þús. farþegar milli Ianda og nœr 11 þús. innanlands með vélum F.í. FLUTNINGAR með flugvélum Flugfélags íslands gengu mjög vel í ágústmánuði, enda var veð- ur hagstætt til flugs mestan Kvenfélogshafii í Silfurtunglinu ÞAÐ BEZTA, sem hægt er að gera fyrir menningu þessarar þjóðar, er að efla kirkjulegt starf. Á trúar- og siðferðislífi fólksins veltur gæfa þess og gengi. Úr öllum áttum er hrópað á hjálp til að bæta siðferðið og hjálpa ein- staklingunum til að öðlast heil- brigða lífsskoðun. En björgunar- skipið, sem innbyrðir oss, þeg- ar að því er komið, að vér drukkn um í andleysi efnishyggju og upplausnar, er hin kristna kirkja. Þetta er reynslan,-hvað sem hver segir. En þótt kirkjan berjist gegn efnishyggjunni, verður þó ekki hjá því komizt, að einnig hún þarfnist efnislegra verðmæta til að starfa — peninga. Sá hluti kirkjunnar, sem starfar í efnis- heiminum, þarf fjármuni, eins og hver önnur stofnun. Þess vegna ber oss að þakka þeim, sem safna fé til kirkjustarfsins. Sá aðili, sem duglegastur hefir" verið að safna fé til Hallgríms- kirkju í Reykjavík, er án efa kvenfélag safnaðarins. En kven- félagskonurnar hafa heldur ekki staðið einar uppi. Allur almenn- ingur hefir veitt hið bezt lið í þessu efni. Einn liðurinn í fjár- söfnunarstarfi kvenfélagsins er hin árlega kaffisala, sem jafnan hefir gengið mjög vel, og nú er það erindi mitt við þig, heiðr- aði lesandi, að minna þig á hið „gullna tækifæri“, er þú hefir á morgun, laugardaginn 21. sept. til að styrkja hið góða málefni með því að drekka kaffi í Silf- urtunglinu. — Staðurinn er vi_st legur, kaffið vafalaust gott, en málstaðurinn beztur alls. — Fyril fram þakka ég góðan stuðning við Hallgrímskirkju í Reykjavík, og húseigendum fyrir þann greiða, er þeir gera kirkjunni. Sérstök athygli skal vakin á því, að kaffisalan er að þessu sinni á laugardegi, en ekki sunnu degi, eins og verið hefir. Vona ég, að niðurstaðan verði sú sama. Jakob Jónsson. hluta mánaðarins. Fjöldi farþega milli landa jókst um 55,4% frá því í sama mánuði í fyrra. Þá voru fluttir 1975 milli landa en 3064 í ágústmánuði í ár. Innan- lands var einnig óvenju mikið flogið og voru fluttir 10829 far- þegar en í ágúst í fyrra vorU þeir 10229, en svo mikill farþega- fjöldi á einum mánuði var þá algjört einsdæmi í sögu félags- ins. Að GrænlandsferSir undanförnu hafa verið farnar leiguferðir til Grænlands, á vegum norræna námufélagsins og danskra heimskautaverktaka. Framundan eru leiguflug til Meistaravíkur, Thule og Ikateq. Akureyri—Reykjavík á 37 mínútum Síðastl. sunnudag (15.9.) fór Gullfaxi, önnur hinna nýju Vis- count flugvéla Flugfélags íslands, til Akureyrar og er það í annað sinn á skömmum tíma, sem hún fer áætlunarflug norður. Flug- farþegum þótti ferðin frá Akur- eyri til Reykjavíkur sækjast vel, þar sem Gullfaxi var aðeins 37 mínútur milli staðanna. Sangen om den rode rubin metsölubók í Reykjavík Kœrlighedens Billedebog nœst erl. bóka SÚ BÓK erlend, sem verið I koma með Gullfossi frá Höfn í hefir metsölubók hér á landi frá því um áramót er norska skáldsagan „Sangen om den röde rubin“ eftir norska rit- höfundinn Agnar Mykle. Bók þessi hefir vakið geysilegt umtal á Norðurlöndum og þessa dagana standa yfir mála ferli um hana í Noregi, en þar hefir saksóknari ríkisins stefnt Mykle og Harald Grieg, forstjóra norska Gyldendal, fyrir útgáfu bókarinnar. Ástæðan er sú, að bókin þykir í meira lagi klámfengin, ástar- lífslýsingar stórum berorðari en svo, að sæmilegt geti talizt, og megi jafnvel þekkja sumar sögu- persónurnar úr lifanda lífi. Bókin kom fyrir nokkru út í Danmörku og er nú uppseld þar en er væntanleg aftur bráðlega í nýrri útgáfu. íslenzkir bóksalar fengu bókina frá Danmörku fyr- ir allmörgum vikum, en fyrsta sendingin seldist þegar í stað upp. Síðan hafa komið nokkrar smærri sendingar, sem rokið hafa út hér í Reykjavík. Á mánu- daginn pöntuðu bóksalar rúm 100 eintök flugleiðis frá Osló. — Sama . kvöldið var öll sendingin uppseld í búðunum og sumir bóksalanua höfðu orð á að þeir gætu hver selt a. m. k. 500 eintök af bókinni, svo mikil er eftirspurnin! Verð bókarinnar er kr. 81.25. Næsta sending af þessari eftirsóttu bók átti að sbrifar úr daglega lífínu Skólamál VIÐ mæðurnar í Smáíbúða- og Bústaðavegshverfinu, sern eigum börn, er nálgast skóla- skyldualdurinn, höfum nokkrar áhyggjur út af því að eini smá- barnaskólinn, sem undanfarna vetur hefur verið starfræktur hér í hverfinu hefur verið lagður nið- ur, a. m. k. þetta skólaár. Það er erfitt og nærri ógjörningur að senda 6 ára börn um langan veg í smábarnaskóla, kannske allá leið niður í miðbæ. Vill nú ekki einhver kennari búsettur hér í hverfinu, athaga möguleika á því að koma á fót skóla fyrir óskólaskyld börn. Ekki þyrfti viðkomandi kennari að óttast að hann fengi ekki nægi- lega marga nemendur. Með einm lítilli auglýsingu gæti hann sann- færst um það. Við vonum að ein- hver kennar taki þetta til alvar- legrar yfirvegunar, hið allra fyrsta, og leysi vandann. Við mæðurnar yrðum afar þakkiátar fyrir slíka framtaksemi. Bókmenntagagnrýni ritstjóra Alþýðublaðsins HELGI Sæmundsson, ritstjóri Alþýðublaðsins og formaður Menntamálaráðs hefur látið ljós sitt skína, eins og hans er vandi, h 1 ' þegar stórviðburðir gerast á ís- landi. að þessu sinni er tilefrúð útkoma skáldsögunnar „Frelsið eða dauðann“ eftir gríska skáld- snillinginn Nikos Kazantzakis. Helga finnst sagan „harla lang- dregin og á köflum þreytandi af- lestrar“, og láir honum það eng- inn, sem veit í hve mörg horn ritstjórinn verður að líta. Hann kemst m. a. að þeirri nið- urstöðu við lestur bókarinnar, að „sá, sem njóta vill þvílíkrar bók- ar,þarf sennilega að verða sér úti um sérstaka menntun, en það er ekki allténd hlaupið að því í fljótheitum". Sökum þessa mennt unarleysis síns kvaðst formaður Menntamálaráðs ekki mundu lesa aðra skáldsögu „eftir þennan gáfaða sérvitring og tilætlunar- sama leiðsögumann“. Síðan víkur Helgi að frágangi bókarinnar og þykir hann slæm- ur. Til að undirstrika þessa stað- hæfingu segir hann orðrétt: „Meira að segja hefur skírnar- nafn höfundar misprentazt á á kápu og titilblað“. Að vísu má segja, að Helgi hafi afsakað þessi síðustu ummæli með yfirlýsing- unni um menntunarskort sinn, en ekki fær maður varizt þeirri hugs un, að bágt sé ástandið í menn- ingarmálum íslendinga orðið, þegar sjálfur formaður Mennta- málaráðs og ritstjóri ábyrgs dag- blaðs reynir að slá sig til ríddara á þekkingarleysi sínu einu sam- an. Skírnarnafn hins gríska höf- undar er Nikos, eins og það stend ur á kápu og titilblaði íslenzku útgáfunnar. Helgi hefur séð manninn kallaðan Niko í dönsku blaði, og þarf þá ekki framar vitnanna við! Nú má að vísu segja, að eitt „s“ skipti harla litlu máli, en það hefur þó í þessu tilfelli afhjúpað hroðvirkni og kæruleysi eins af „menningar- frömuðum" þjóðarinnar. Maður spyr ósjálfrátt, skrifar maðurinn af sama ábyrgðarleysi um bækur yfirleitt? Eftir „ritdóm“ hans um „Frelsið eða dauðann" finnst mér formaður Menntamálaráðs hafa miklu þarfara hlutverki að gegna í brúðkaupsþáttum en bók menntaþáttum. — G. J. gær. Þá var væntanleg með Gull- fossi hý og mjög umtöluð bók erlendis. Það er „The New Class“ eftir júgóslavneska komm únistaforingjann, Djilas, sem sit- ur í fangelsi í Júgóslavíu fyrir ádeilur sínar á þjóðskipulag kommúnistalandanna. Blaðið hefir fregnað að ein- hverjir framtakssamir bókaút- gefendur hafi í hyggju að þýða klámsögu þessa á íslenzku og gefa út hér. Önnur helzta metsölubókin er- lenda hjá reykvískum lesendum er skv. upplýsingum innkaup- sambandsins „Kærlighedens Bill- edbog“, sem fjallar um svipað efni og „Sangen om den röde rubin“. Svo sannarlega má segja, að einhæfur sé smekkurinn á erlent lesefni og vægast sagt ærið sér- stæður. Snjóaði á Fjarðar- heiði SEYÐISFIRÐI, 18. sept. — Síð- ustu daga hefur verið hér kalsa- veður en úrkoma ekki mikil. Um daginn snjóaði á Fjarðarheiði en snjóinn hefur nú tekið upp aftur. Ekki var ófærðin meiri en það, að stórir bílar komust alltaf yfir. Heyskap er alveg lokið hér. Seinnisláttur var fremur lítill því fyrrisláttur var sleginn seint. Hey verkuðust vel og lítið um hrakn- ing á þeim. Eftir hálfan mánuð hefst slátr- un hér. Þá verða réttir og slátr- unin hefst um leið. Leitarmenn af Héraði eru nú á öræfum. Leit- arveður er gott, glaða sólskin. — Benedikt. Daufur þurrkur ÁRNESI, S.-Þing., 18. sept. — Nokkur þurrkur hefur verið hér síðustu þrjá dága, þó daufur, og hefur komið að litlum notum. Beztur þurrkur er í dag, og útlit fyrir þurrk á morgun. Næturfrost eru hér stöðugt. Mikið er úti af heyjum ennþá. — Hermóður. REYÐARFIRÐI, 18. sept. — Und- anfarið hefur verið kalt í veðri en í dag er hlýrra. Heyskap er nú að mestu lokið. Hey hröktust ekkert að ráði og er heyfengur góður. — Arnþór. DESJARMÝRI, 18. sept. — Ekki er ennþá búið að ákveða réttir hér og er því ekkert farið að hyggja að fé. Sennilega verð- ur réttað seint í þessum mánuði og hefst slátrun þá um leið. — Ingvar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.