Morgunblaðið - 20.09.1957, Page 9

Morgunblaðið - 20.09.1957, Page 9
Föstudagur 20. sept. 1957 MORGVISBI AÐIÐ 9 Umhleypingasamt sumar að kveðja í Svíþjóð ingu niður í útihús á bæ einum. Tókst með naumindum að bjarga gripum og íbúðarhúsinu, en öll uppskera ársins brann til ösku og fjöldi dýrmætra landbúnaðarvéla gerónýttist. Svona mætti lengi telja. „Þrumuveiki" og uppskerubrestur Afleiðingar þrumuveðranna hafa þó sem betur fer ekki alltaf verið svo slæmar, en fleiri minni háttar óþægindi hafa þau einnig í för með sér. Nokkuð hefur borið á svonefndri „þrumuveiki" ;neðal almennings, þegar verst hefur gegnt. Er það þrálátur höfuðverk ur,sem stafar af rafmagninu loftinu. Er hann þeim mun verri en annar höfuðverkur, að pillur koma að litlu haldi gegn honum, en hann hverfur líka jafnskjótt og sér til sólar. Alvarlegustu afleiðingar ótíð- arinnar eru þó þær, að uppskeru brestur er fyrirsjáanlegur í Elest- um landbúnaðarhéruðum Svíþjóð ar. Sakir vætunnar hefur komið Einnig er í ráði að skylda ný- útskrifaða læknakandidata, til að taka héraðslæknisstöður ein hvern ákveðinn tíma að afloknu embættisprófi. Þannig yrði að nokkru bætt ástandið í þeim hér uðum, sem verst eru stödd í þess- um efnum. Er þess að vænta, að þessum málum verði ráðið til lykta innan skamms. Réttur kvenna til prestsvígslu Hið árlega sænska kirkjuþing er háð um þessar mundir í Stokk- hólmi. Sitja þing þetta 43 biskup- ar og prestar og 57 leikmenn. Helzta málið, sem liggur fyrir þessu þingi, er það, hvort konur skuli fá sama rétt og karlar til prestsvígslu innan sænsku kirkj unnar. Er fylgzt með þessu máli af miklum áhuga um land allt og á hverjum degi má lesa í dag blöðunum rök áhugamanna með eða móti kvenprestum. Seilast menn einkum til Biblíunnar og frumkristninnar máli sínu til stuðnings. Hér eru ekki tök á að gera ýtarlega grein fyrir öllum þeim röksemdum, sem fram hafa komið, en til skýringar skai stikl- að á stóru. Þetta eru konurnar, sem sátu kirkjuþingið, Eva-Gun Junker t. v.) og frú Anna Wohlfart. Þær lögðust gegn því að konur tækju prestsvígslu. Starf prestsins, segja þeir, er fólgið m. a. í boðun orooins. skírninni og útdeilingu kvöldmál tíðarinnar. í því sambandi skír- skota nefndarmenn til þess, að Kristur útnefndi tólf karlmenn til postula og fól þeim að út- breiða kenninguna, skíra og halda í heiðri kvöldmáltíðina. Þeir hrekja þá röksemd, sem fram hefur komið, að Kristur hafi farið eftir sjónarmiðum sinn ar tíðar, er hann valdi eingöngu karlmenn til postula. Þeir ler.da á, hve miklu meir hann mat kon- una en þá tíðkaðist, Það féll t. d. í hlut konunnar að kunngera fagnaðarboðskapinn um uppris- una, og telja nefndarmenn það sönnun þess, að Kristur hafi ekki litið niður á konuna í þjóð- félaginu. En eigi að síður fól hann karlmönnum að hafa með höndum hin postullegu störf. Þá telur nefndin, að það nuni hafa of mikiar hættur í för með sér að veita konum prestsvígslu. Geti það leitt til óánægju i söfnuðunum og valdið klofningu innan kirkjunnar, og þanmg orð- ið örlagaríkt fyrir starf henoar í framtíðinni. Óttast þeir, að vigsla kvenpresta muni síður en svo auka kirkjunni starfskrafta, held ur verða þess valdandi, að marg- ir þeir, er nú stunda guðfræði- nám, muni hugsa sig tvisvar um, áður þeir taka vígslu, eigi peir á hættu að fá starfsbræður úr kvennahþpi. Aðeins tvær konur sitja kirkju þingið, sem skal ákveða hvort konur fái að vígjast. A. m. k. önnur þeirra er því mótfallin. Álitsgerð þessi var undurituð af 15 klerkum og 10 leikn.önn- um, og eru meðal þeirra roargir áhrifamenn. Eins og sjá má af framansögðu, er kvenprestamálið þegar orðið allmikið hitamál hér í Svíþjóð, og verður athyglisvert að fylgjast með, hvernig því lykt ar. Má gera ráð fyrir, að sú ákvörðun, sem tekin verður, hafi áhrif víðar en í Svíþjóð. Þrumur og eldingar valda tjóni og jafnvel dauða Stokkhólmsbréf frá Jóni H. Aðalsteinssyni NAUÐUGUR, viljugur verður maður að viðurkenna fyrir sjálf- um sér, að sumarið er liðið. Og þó hefur maður á tilfinning- unni, *að það hafi aldrei verið, rigningar, þrumuveður og aftur rigningar. Einmitt þess vegna er setzt niður og stritað við að hugsa, hvað hafi eiginlega af sumrinu orðið. Almanakið segir jú, að nú sé kominn september og haustið riðið í garð. Og úr sundurlausum endurminningum verður til hið „typiska“ Stokk- hólmssumar. Hér gildir sú gullvæga regla, að hver er sjálfum sér næstur. An tillits til þúsunda ferðamanna og þeirra borgarbúa, sem enn hafa á sér brag miðalda vinnuþrælk- unar, læsir forstjórinn sem kyrfi- legast á eftir sér dyrum öllum síðasta dag júnímánaðar, og allir, frá sendisveini og upp úr til- kynna, að nú fari þeir í frí. Og það er ekkert smáfrí. Okkur, sem þykjumst þurfa á þjónustu að halda, finnst fríið þeirra vara allt sumarið. Guð hjálpi þér, ef þú hefur ekki haft hugsun á, að láta sóla skóna þína fyrir Jónsmessu. Þitt eina heila skópar er sliti'ð upp til agna, þegar þú hefur geng ið um allan bæ að leita að skó- smið, sem ekki er í fríi. Ekki er heldur auðfundinn kaffisopinn. Allir þjónar fara líka í frí í einu. Litla vinalega bíóið á götu- horninu er lokað „vegna sumar- leyfa“ og skyrturnar þínar liggja í fimm heilar vikur í þvottahús- inu. Kannske hefurðu tekið ást- fóstri við eina kextegund og skyndilega er hún horfin af mark aðinum. Þú færð þá skýringu, að öll verksmiðjan sé í sumarfríi. Fátt er svo með öllu illt . . . pó — í aðra röndina — blessar þú þetta fyrirkomulag. Meir en helmingur allra bifreiða hverfur út á þjóðvegina og þér finnst þú aftur vera orðin manneskja og geta andað. Stokkhólmur er allt í einu orðinn vinalegur smábær. Trén, sem hafa staðið eins og illa gerðir hlutir víðs vegar um borg- ina yfir veturinn, eru nú orðin að fallegum lystigörðum, með gos- brunnum, blómabeðum og hljóm- sveit á palli. Friður og ró ríkir hvarvetna — En . .. einn morgun inn eru svo göturnar skyndilega yfirhlaðnar bílum, eins og þeir hafi sprottið upp úr jörðinni á einni nóttu og þú kemst ekkert, ert á svipstundu orðinn „robot“ í bíla- og mannhafi stórborgar. Þá veiztu, að haustið er konuð til Stokkhólms. Sumarveðráttan hefur verið umhleypingasöm hér í Svíþjóð. Sólskinsdagar hafa verið fáir, og þó séð hafi til sólar stund úr degi hefur það oft ekki verið nema skin milli skúra. í kjölfar þessara umhleypinga hafa tíðum siglt þrumur og eldiijgar, sem valdið hafa slysum á mönnum og eigna- tjóni. Eldingar valda dauða og ijóni Tveir menn sátu yfir kaffi í sumarbústað, er eldingu laust nið ur í útvarpsloftnet með þeim af- leiðingum, að annar þeirra lézt samstundis. Maður nokkur, ráð- snjall, bjargaði sér og fjölskyldu sinni með því að yfirgefa íbúðar- húsið um hánótt og setjast að í bifreiðinni, meðan drynjandi þrumuveður gekk yfir. Meðan fjölskyldan dvaldist í bifreiðinni, sló eldingu niður í húsið, sem brann til kaldra kola. Er þrumu- veður gekk yfir norðurhluta Hallands á dögunum, laust eld- rot og mygla í kornið og er talið, að væntanlegt kornfræ sé stór- skemmt. Blaðmygla herjar kart- öflugras. Það eina, sem getur bjargað uppskeru sumra héraða, er að tíð breytist til batnaðar í náinni framtíð. Annars staðar er tjónið fyrirsjáanlegt nú þegar. Læknaskortur tilfinnanlegur Eitt af málum málanna nér í Svíþjóð er læknaskorturinn, og hvernig bezt megi ráða bót á hon- um. Gengur mjög erfiðlega að fá lækna til að setjast að í afskekkt- um héruðum. Læknaskorturinn stafar fyrst og fremst af því, hve læknadeildir háskólanna tak- marka tölu þeirra nemenda, sem teknir eru inn á hverju ári. Þeir, sem útskrifast árlega, fullnægja því hvergi nærri eftirspurnir.ni. Mikill fjöldi útlendra lækna starf ar nú í landinu, meðal annars margt íslenzkra lækna, sem kunn ugt, er. Nú hefur Hedlund, innanríkis- málaráðherra, gert það að tillögu sinni að flytja inn allmarga aust- urríska lækna, til að bæta úr skortinum. Er svo ráð fyrir gert í tillögunni, að staðsetja þessa nýju lækna í sjúkrahúsum, þeg- ar þeir hafa lært málið. Er talið, að þá verði nægilegt framboð á sænskum læknum til héraðs- læknastarfa. Tillaga þessi hefur mætt nokk- urri andspyrnu, bæði meðal sænskra lækna, og þeirra út- lendu lækna, sem hér eru íyrir og enn hafa ekki hlotið sænskt lækningaleyfi. Benda þeir rétti- lega á, að nærtækara hefði verið að leita fyrst til þeirra, vegna þeirrar sænskukunnáttu, sem þeir hafa aflað sér, og telja þeir sig reiðubúna að taka að sér héraðslæknisstörf. Þeir, sem vilja að konur fái réttindi til prestsvígslu, benda á, að þegar í sköpunarsögunni komi það fram, að konan sé kóróna sköpunarinnar og manninum æðri. f frásögu 1. Mós. af sköpun- inni eru fyrst skapaðar hinar lægri verur, en síðar hinar æðri. Fyrst dýrin, þá maðurinn og loks konan. Hvað áhrif af syndafall- inu snertir, eru þau úr sögunni með lífi og dauða Krists, og gild- ir það eigi síður fyrir konur en karla. Þá benda formælendur sömu skoðunar einnig á, að ekki beri að taka alltof bókstaflega orð Páls postula í fyrra Kórintu- bréfinu um, að konur skuli pegja á safnaðarsamkomum. Er rétti- lega bent á, að á dögum Páls postula, var litið á það sem hneyksli og blygðunarieysi, ef konur létu að sér kveða á opin- berum vettvangi. Páll sá því ríka ástæðu til að forðast aiit. slíkt, enda gat það verið sama og leggja andstæðingum kristninnar vopn í hönd. Þeir ,sem mæla móti því, að konur taki prestsvígslu, itna einnig í Biblíuna og frumkristn- ina. Hjá formælendum þeirrar skoðunar kemur þó oft fram, að hér er um hreint tilfinningamál að ræða og kvenmaður í hempu er fyrirbrigði, sem menn geta ekki hugsað sér. Telja þeir, að konur geti gert ómetanlegt gagn með margs konar líknarstörfum innan kirkjunnar, án þess að til prestvígslu þurfi að koma. Nefnd sú, er kirkjuþingið valdi til að taka mál þetta til meðferð- ar, skilaði áliti sínu sl. laugardag. Er álit nefndarinnar á þá leið, að ekki sé rétt að vígja konur til prestsþjónustu, og styðja nefnd- armenn skoðun sína með ýmsum rökum. Rotarymóf Keflavíkurflugvelli 18. sept. TÍÐINDAMAÐUR Mbl., hitti ný- lega að máli, Sveinbjörn Guð- mundsson frá Akranesi, sem starfar hjá Flugmálastjórninni á Keflavíkurflugvelli. Var Svein- björn nýkominn heim af móti ungra rotaryfélaga, sem haldið var í Danmörku nýlega. Sveinbirni sagðist svo frá: Undanfarin 2 ár hafa dönsku rotary-klúbbarnir boðið ungling- um frá ýmsum löndum til hálfs mánaðar dvalar að International Studenter Center í Viborg á Jót- landi. Var nú í fyrsta skipti boðið þátttakanda frá fslandi og valdist ég til fararinnar sem fulltrúi rotary-klúbbsins á Akranesi. Ég flaug til Kaupmannahafnar 17. ág. og hélt samstundis áfram með járnbrautarlest til Viborgar, en þar hófst mótið daginn eftir. í Viborg var tekið á móti mér af hr. Fisher Möller varaforseta rotary-klúbbsins þar, og hafði hann aðalumsjón með dvöl okkar í Viborg. Þarna var samankomið ungt fólk, 8 piltar og 4 stúikur á aldrinum 17—22 ára, frá Noregi, Þýzkalandi, Belgíu, Hollandi, Svisslandi, Ítalíu, Bretlandi, fr- landi og íslandi. Aðaltilgangur þessara móta er að ungt fólk af mismunandí þjóð- ernum kynnist hvert öðru, skemmti sér saman óg ræði áhuga mál sín. Ennfremur var farið í stutt ferðalög um nágrennið og það markverðasta skoðað, t. d. klifu þátttakendur Himmelbjærg et og fannst íslendingnum það heldur lítilfjörlegt. Á kvöldin skiptust þáttt ikend- Slálrun hafin SELFOSSI, 14. sept. — Slátrun hófst á Minniborg á miðvikudag- inn hjá Garðari Gíslasyni. Verð- ur slátrað þar 3—4 þús. fjár. Á Selfossi hófst slátrun á fimmtu- daginn hjá Sláturfélagi Suður- lands og hjá- S. Ólafsson & Co. Áætlað er að slátrað verði 30 þúsundum hjá Sláturfélagi Suð- urlands. Réttir verða á fimmtu- dag og föstudag n. k. —P. Atkvœðagreiðslur um traust PARÍS, 17. sept. (NTB). Það var tilkynnt í dag, að franska stjórn in hefði ákveðið að atkvæða- greiðsla skyldi fara fram um Alsírmálin 28. september en um efnahagsmálin 30. september. í báðum þessum málum mun stjórnin krefjast traustsyfirlýs- ingar. Orðrómur hermir að landvarn arráðherrann, André Morice, hóti að segja af sér, ef samið verður um málamiðlun í Alsír- málinu, en það eitt myndi valda falli stjórnarinnar. unglinga ur á um að flytja erindi, hv^r um sitt land og voru erindi þessi flest flutt á ensku og esporanto. Eitt kvöldið flutti danskur menntaskólakennari erindi um danskar bókmenntir og taldi hann að Danir ættu dýrmæta fjársjóði í fornsögum sínum rituðum af Snorra Sturlusyni. Sveinbjörn flutti þarria smá erindi um ísland og var hann sér- staklega beðinn að ræða ekkí um handritamálið. Að lokinni hálfsmánaðardvöl í Viborg fóru þátttakendur til Kaupmannahafnar og dvöldu ; -?r í viku og bjuggu á heimilum danskra rotary-manna. Var fariö með þá víðs vegar um Sjáland og hið markverðasta skoðað, itl. a. kjarnorkurannsóknarstöð Dana að Rinsö skammt frá Hróars- keldu. Dvölin í Danmörku svo og öll ferðalög þar í landi voru kostuð af dönsku rotary-félögunum. Taldi Sveinbjörn að ferðin hefði öll verið hin ánægjulegasta. BÞ. Mikil ólíð í Borgar- lirði eystra DESJARMÝRI, Borgarf. eystra, 18. sept. — Stöðugir óþurrkar hafa verið hér frá því í síðustu viku ágústmánaðar. Hey eru enn- þá úti víða og gengur heyskapur seint um þetta leyti. Stórfelld úrkoma Á nokkrum bæjum á eftir aS slá bæði há og útengi. Nætur- frost hafa ekki verið undanfarið, en þau voru oft í sumar. Venju- lega er veðrið þannig að gengur á með skúrum á hverjum degi og stundum stórfelld úrkoma stöð- ugt. Hætt er því við að nýting heyskapar í september verði lé- leg. Lítil uppskera Uppskera í görðum er með lé- legasta móti. Kartöflur hafa sprottið illa vegna þurrkanna í sumar, sérstaklega í sandgörðum. Sangnamenn fá golt veður REYÐARFIRÐI, 18. sept. — Göng ur á Fljótsdalshéraði hófust í dag. Gangnamenn fá gott leitar- veður, þar sem léttskýjað er og sólskin, þótt dálítið sé kalt í veðri. Snjór er í efstu fjöllum og á hálendinu. Þykir gangnamönnum það kostur, þar sem þá er auðveld ara að rekja slóðir fjárins. Sláturtíð byrjar um helgina, og verður slátrað fleiru fé en undanfarin haust. — Arnþór.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.