Morgunblaðið - 26.09.1957, Side 1

Morgunblaðið - 26.09.1957, Side 1
20 siður Fallhlífahermenn fylgdu sverfingjabörnunum í skóla Við borholuna við Fúlutjörn, þar sem boranir hófust í janúar. Vatnið þar er 88 stiga heitt og rennslið nær 15 sekúndulítrum. Framkvæmdir hefjast við Höfðahitaveituna WASMNGTON, 25. sept.: — íj dag fylgdiu fallhlífahermenn með brugðna byssustingi níu j svertingjabörnum í gagnfræða- skólann í Little Rock, en hingað til hefur þeim verið meinuð inn- ganga í skólann af æstum skríl Jhvítra manna. Börnunum var ekið að skólahúsinu í brynvörð- um bíl og síðan fylgdu hermenn- irnir þeim inn í húsið án þess að til tíðinda kæmi. — Skömmu síðar gerðu allmargir menn að- sókn að hermönnum fyrir fram- an skólann og var einn þeirra stunginn í handlegginn með byssusting, en annar fékk kylfu- högg í höfuðið. Fréttamenn segja, að svertingj ar séu meðal þeirra 1000 her- manna, sem sendir voru til Little Rock til að sjá svo um, að úr- skurði Hæstaréttar Bandaríkj- anna um skólavist hvítra og svartra barna sé framfylgt. Eins og kunnugt er, var úrskurð- urinn á þá leið, að ekki mætti skilja að hvít og svört börn í skólunum. . í>ess má geta, að allmargir hvít ir skólanemendur yfirgáfu skól- Ríkisstjórnin hefir tafið málið í mánuð ■4 annað hundrað hús fá heita vatnið Bann við tilraunum með kjarnorku- og vetnisvopn! ann, þegar svertingjabörnin fóru inn í hann. Hermennirnir gáfu þeim fyrirskipanir um að safnast ekki saman á almannafæri. sór hver skyldi fara til síns heima. — Hershöfðinginn, sem stjórnar aðgerðum bandaríska hersins í Little Rock, sagði í dag, að menn hans væru vel þjálfaðir og mundu þeir hindra óspektir og skrílslæti í borginni. Nixon varaforseti sagði í dag, að skrílslætin í Little Rock væru Faubus fylkisstjóra að kenna. — Stevenson sagði, að Eisenhöwer hefði ekki átt annars úrkosta en senda herlið til Little Rock, en það væri aðeins bráðabirgða- úrræði. 100 þúsund ítalir með Asíuveikina RÓMABORG, 25. sept. — Hell- brigðisyfirvöldin á ftalíu tll- kynntu í dag, að 15 menn hefðu dáið úr Asíuinflúenzunni, sem undanfarið hefur herjað í Ítalíu. Um 100 þús. manns eru nú með veikina, en læknar segja, að hún hafi náð hámarki og sé nú í rénum. Þess er einnig getið í frétt um frá Rómaborg, að 37 þús. her- menn hafi fengið veikina og af þeim létust 6. — NTB. Á FUNDI sínum á þriðjudaginn samþykkti Jbæjarráð sam- hljóða að fela liitaveitustjóra að hefja nú þegar fram- kvæmdir við lagningu hitaveitu um Höfðahverfi og skor- aði á ríkisstjórnina að veita strax fjárfestingarleyfi. Verður hitaveitan lögð í hús við göturnar Hátún, Mið- tún og Samtún, auk húsa við Laugaveginn innan Rauðarár- stígs. Hitaveitustjóri tjáði Mbl. í gær að allar vonir stæðu til þess að hitaveitan kæmist í þessi hverfi og framkvæmdum lyki í vetur. Ríkisstjórnin hefir nú tafið þetta mikla hagsmunamál fjölda bæjarbúa í um það bil mánaðartíma. Það var snemma í júlí, sem* bæjarráð samþykkti að leggja hitaveitu í Höfðahverfið. Var þá strax sótt um fjárfestingarleyfi og samþykkti Innflutningsskrif- stofan að veita leyfi til byrjun- arframkvæmda, fyrir 500.000 kr. En málið þurfti endanlegt sam- þykki ríkisstjórnarinnar sem önn ur fjárfestingarmál. Innflutnings- skrifstofan sendi málið 23. ágúst til ríkisstjórnarinnar en þar hafa engin svör fengizt og liggur mál- ið enn óafgreitt. Athyglisvert er þó, að er- lendur kostnaður við Höfða- hitaveituna mun allur vera um hálf millj. króna. En olíu- kostnaður þessa hverfis er á ári hverju hálf milljón króna svo í augum uppi liggur hve gífurlegur gjaldeyrissparnað- ur er af hitaveitunni. Er öll frekari töf þessa nauðsynja- máls mjög bagaleg þar sem vetur fér nú í hönd. Mikið vatnsmagn Það var á síðasta ári sem bor- anir hófust við Höfða og komið var þar niður á heitt vatn. í janúar í ár var byrjað að bora þar skammt frá, við svo kallaða Fúlutjörn og I ágúst var komið þar niður á heitt vatn. Úr þessum tveimur holum mun Höfðahverf- Framh. á bls. 2 Parnir sökk kk 2 á laugardag LUNDÚNUM, 25. sept. — Giinth- er Hasselbach er einn þeirra sex sjómanna af þýzka skólaskipinu Pamír, sem bjargað hefur verið. í dag birtist samtal við hann í Þýzkalandi. Hann segir, að Pam- ír hafi sokkið kl. 2 síðd. á laug- ardag. Björgunarbát með 21 manni var skotið út skömmu áður en skipið sökk. Það var eini björgunarbáturinn, sem hægt var að nota á þeirri stund, en skömmu eftir að skipið var sokk- ið flaut annar björgunarbát- ur, sem 15 sjómenn komust í. — Aðeins 5 af þessum 15 skipbrots- mönnum voru á lífi, þegar björg- unarbáturinn fannst, 9 höfðu drukknað og 1 dáið. Skipbrotsmönnunum sex bar saman um, að Pamír hafi sokkið svo snögglega, að ekki hafi verið unnt að setja gúmmíbátana á flot. ★ í gærkvöldi var tilkynnt, að bandariskt björgunarskip nefði bjarðað nokkrum skipbrotsmönn um af Pamir í viðbót. Ekki var skýrt frá því, hve marga menn hér væri um að ræða. NEW YORK, 25. sept. — Ind- verski fulltrúinn hjá S.Þ. lagði í dag fram tillögu á fundi Allsherj- arþingsins, þar sem þess er kraf- izt, að aðildarríkin hætti nú þegar og skilyrðislaust öllum tilraunum með kjarnorku- og vetnisvopn. Ennfremur er gert ráð fyrir því, að aðildarríkin tilkynni þegar í stað til aðalitara S.Þ., ef þau Rússar sprengja vetnissprengjur LUNDÚNUM, 25. sept. — Rússneska stjórnin tilkynnti í dag, að Rauði herinn hefði sprengt kjarnorku- og vetn- issprengjur á flotaæfingun- um, sem Rússar halda nú á Barentshafi. Frá Washington berast þær Stúdenfaóeirð- ir í Tókíó LUNDÚNUM, 25. sept. — í dag kom til alvarlegra átaka á milli 1000 stúdenta og lögreglumanna í Tókíó og gat lögreglan ekki kom ið á kyrrð í borginni, fyrr en hún hafði dreift sér um miðborgina í herbílum. Stúdentarnir fóru í kröfugöngu til að mótmæla hand- töku 54 manna, sem teknir voru úr umferð, þegar þeir æstu til ófriðar um helgina vegna stækk- unar á bandarískri flugstöð við Tókíó. verða þess var, að sprengdar hafi verið vetnis- eða kjarnorku- sprengjur. — f tillögunni segir, að fullvíst megi telja, að bann við tilraunum með kjarnorku- vopn mundi draga úr kalda stríð- inu og koma á meira jafnvægi í hciminum. — Gromyko ptanrik- isráðherra Rússa flutti líka til- lögu um bann við kjarnorkutil- raunum. kjarnorku- og *----------------------- fregnir, að Rússar hafi sprengt kjarnorkusprengju í gær. Rúbíninn í 60 þús. eintökum Ó'SLÓ, 25. sept. — Réttarhöldun- um yfir norska rith. Agnar Mykle var haldið áfram í dag. — Það vakti mikla athygli, að ung lækn- isfrú skaut allt í einu upp kollin- um í réttarsalnum. Hún kom alla leið frá Danmörku og hafði farið til Noregs án þess að maður henn ar vissi af. Hún sagði, að ástæðan til ferðalags síns væri sú, að hún væri hneyksluð á, að engin kona léti álit sitt uppi á máli þessu. Þegar dómarinn vildi ekki hleypa henni í vitnastúkuna, tók hún af honum orðið, en þá var réttarhöldunum frestað. Tnga læknisfrúin las af handriti sínu, en viðstaddir virtust ekki mjög forvitnir og innan skamms heyrð- ist ekki mannsins mál í réttar- salnum. Rödd konunnar hafði ekki enn heyrzt í Myklemálinu. Það kom fram í réttarhöldun- um í dag, að Söngurinn um rauða rúbíninn hefur selzt í 60 þús. ein- tökum í Noregi. Atlas-svar Banda- ríkjanna WASHINGTON, 25. sept. — Bandaríkjaher hyggst nú byrja tilraunir með eldflaug af Atlas-gerð, en hún á að geta farið heimsálfa á milli. Þetta skæða vopn verður svar Bandaríkjamanna við þeirri fullyrðingu Rússa, að þeim hafi tekizt að framleiða eld- flaug, sem hægt er að skjóta tii hvaða staðar á hnettinum sem er. — í dag skutu Banda- ríkjamenn Atlas-flugskeyti 1500 metra í loft upp. — Það gerðist í Florida. Flugslys við NATO-æfingar WASHINGTON, 25. sept.: — Það hefiur verið tilkynnt að 10 banda rískir flugmenn hafi farizt í tveimur árekstrum, sem urðu i dag, þegar fjórar herflugvélar rákust á fyrir utan Noregsströnd. — Þær tóku allar þátt í NATO- æfingunum, sem fara fram á At- Iantshafi um þessar mundir. Annað slysið varð, þegar tvær orrustuvélar frá flugþiljuskip- inu Saratoga rákust á, skömmu áður en þær ætluð að lenda, en hitt slysið varð, þegar tvær sprengjuvélar frá flugþiljuskip- inu Essex rákust á, þegar þær voru á eftirlitsflugi. í hvorri vél voru 4 menn og fórust þeir allir. v m

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.