Morgunblaðið - 26.09.1957, Qupperneq 9
Fimmludagur 26. sept. 1957
MORGVHBT4Ð1Ð
9
Jens Sandfær magister sýnir kobalt-tækin í Hrísey. Kobaltið
er notað til að framleiða ísótópa. Það er mjög geislavirkt og er
það grafið í jörð niður.
geislavirkum áhrifum. Þarna er, leiðslu, önnur austan og hin vest-
líka landbúnaðartilraunastöð. — an Beltissunds.
tJtsýn yfir kjarnorkustöð Dana á Hrísey. Þar verður mikið at hafnasvæði fyrir kjarnorkutilraunir.
Páll Jónsson skrifar Kaupmannahafnarbréf
Kjarnorkustöð Dana við Hrísey
Kaupmannahöfn í september
1957.
FYRIR SKÖMMU var fyrsti
kjarnorkuofninn tekinn í notkun
í Danmörku. Þetta er að visu ekki
nema lítill tilraunaofn, en með
þessum viðburði eru Danir fyrir
alvöru á leið inn í atómöldina.
Þó varla með hröðum skrefum.
„Áður en við getum hagnýtt okk-
ur kjarnorkuna, verðum við að
afla okkur reynslu á þessu sviði,“
segir prófessor Niels Bohr, en
hann er formaður kjainorku-
nefndar þeirrar, sem danska ríkis
stjórnin skipaði fyrir tveimur
árum.
Danir eru sem kunnugt er að
reisa kjarnorkustöð á Hríseyjar-
skaga við Hróarskeldufjörð. Það
er fyrsti ofninn þar, sem nú er
tekinn í notkun. Danif ætla sér
ekki að koma sér þarna upp
kjarnorkuknúðu raforkuveri.
Hríseyjarstöðin á fyrst og fremst
að vera tilraunastöð. Hún á að
veita þeim, sem þar eiga að
starfa, nægilega fræðslu á þessu
sviði. Þarna eiga líka að fara
fram vísindalegar rannsóknir
viðvíkjandi notkun kjarnorkunn-
ar m. a. í þágu iðnaðarins, land-
búnaðar og læknislistarinnar.
Eitt kg af uranylsulfat nægir
í eitt ár
Þessi fyrsti ofn, sem nú hefur
verið settur upp á Hríseyjar-
stöðinni, er ekki fyrirferðarmik-
ill. Sjálfur ofninn er lítið stærri
en fótbolti. Eldsneytið, sem í
hann er notað, er „uranylsulfat."
Eitt kg er talið nægilegt til eins
árs. Orkan, sem ofninn íram-
leiðir, verður fyrst um sinn ekki
nema 5 watt. En seinna verður
sett í hann ný kælitæki. Verður
orkan þá 500 watt.
Þennan ofn á fyrst og fremst
að nota til að kenna starfsmönn-
um stöðvarinnar að meðhöndla
kjarnorkuofna. Hann er því í öll-
um aðalatriðum eins gerður og
stærri ofn, sem seinna verður
settur upp og notaður til vísinda-
legra rannsókna. í honum á m. a.
að framleiða geislavirka ísótópa.
Þessi stóri ofn er nú kominn til
Danmerkur og verður líklega
tekinn í notkun í lok þessa árs.
Hann er klæddur 9 mm þykk-
um alúmíníumsplötum. Kringum
þær er tveggja metra þykk stein-
steypa, sem er umlukt loftheldu
stálhylki. Hylkið er gert úr 6 mm
þykkum stálplötum, er 23 m hátt
og 24, 5 m að þvermáli. Á þennan
hátt verjast menn geislahætt-
unni.
Þrlðji ofninn á leiðinni
Þessa tvo ofna hafa Danir feng-
ið frá Bandaríkjamönnum. Þeir
eiga von á þriðja og stærsta ofn-
inum, sem líka verður settur upp
á Hríseyjarstöðinni þó líklega
ekki fyrr en að 1—2 árum liðnum.
Hann verður af brezkri gerð. í
honum verður notað þungt vatn
til að hægja á nevtrónunum. í
ráði er, að dönsk iðnaðarfyrir-
tæki taki þátt í smíði hans. til
þess að afla sér reynslu á þessu
sviði.
Á þessari dönsku kjarnorku-
stöð verða margar tilraunastofur
til vísindalegra rannsókna. Efna-
fræðislegar og eðlisfræðilegar til-
raunastofur eru þegar teknar til
starfa. Sérstök deild fæst við ráð-
stafanir til að afstýra hættulegum
Ylii 500 fadUráu á fnndi
Alþjóðcþingmanniisambandsms
Hið svokallaða gammasvæði er
tekið i notkun. Þar eru m. a. gerð
ar tilraunir viðvíkjandi verkun
gammageislanna á erfðaeinkenni
ýmsra plantna. Vegna hinna
geislavirku áhrifa skapast þarna
nýjar plöntutegundir, t. d. nýjar
korntegundir, blóm með nýjum
litum o. s. frv. Sumar af þessum
nýju plöntum verða ef til vill
nothæfari en móðurplönturnar,
aðrar aftur á móti að engu nýtar.
75 sérfræðingar
Kjarnorkunefnd ríkisins, sem
hefur yfirumsjón með Hríseyjar-
stöðinni, gerir ráð fyrir að ráða
þangað 75 verkfræðinga og eðlis-
fræðinga, auk margra annarra
starfsmanna, sem ekki hafa öðl-
azt háskólamenntun. Þótt mikið
sé talað í Danmörku um skort á
tæknifróðum mönnum, nefur
fram að þessu ekki verið vand-
kvæðum bundið að fá hæfa menn
til þessarar stöðvar.
Nálægt stöðinni er búið að
byggja nokkur íbúðarhús handa
starfsmönnum hennar og jöl-
skyldum þeirra, en flest starfs-
fólkið á að búa i Hróarskeldu.
Gert er ráð fyrir, að kjamorku
stöð þessi kosti 100 milljónir kr.,
þegar hún er fullgerð.
Notkun kjarnorku í iðnaði
Danir hugsa ekki eingöngu um
vísindalegar rannsóknir á sviði
kjarnorkunnar. Jafnhliða starfi
kjarnorkunefndar ríkisins hafa
nokkrir iðnrekendur gengist fyr-
ir stofnun félags, sem á að vinna ______
að notkun kjarnorkunnar í iðnað vandræði okkar,
Vegna þessara áforma varðar
Dani það miklu, hve mikið finnst
af úraníum á GrænlandL Niels
Bohr prófessor var bjartsýnn,
þegar hann kom þaðan í sl. mán-
uði. Hann sagði, að úraníum-
magnið í Grænlandi virtist ekki
vera minna en í öðrum löndum,
þar sem úranvinnsla borgar sig.
Rætist vonir Dana um auðugar
grænlenzkar úranium námur. þá
getur það gjörbreytt högum
dönsku þjóðarinnar.
Land sem skortir oliuliudir
Danmörk er engum orkulind-
um gædd af náttúrunnar hendi.
Danir fluttu i fyrra inn eldsneyti
fyrir 1.600 milljónir d. kr. þar af
kol fyrir 850 mUljónir kr. Raf-
magnseyðslan í Danmörku nem-
ur nú 3,5 milljörðum kw. og tvö-
faldast líklega á komandi 8 árum.
Eykst þá kolainnflutningsþörfin
um leið.
Ef Danir færa sér kjarnork-
una í nyt og geta fengið úraníum
frá Grænlandi, þá mundu þeir
spara milljarða króna í erlendum
gjaldeyri.
Um framtíðarhorfurnar skrif-
aði danskt blað fyrir skömmu:
„Þegar við eignumet kjarn-
orkustöðvar og fáum úraníum
frá Grænlandi, þá getum við
flutt inn á einu litlu .skipi elds-
neyti til eins árs þarfa. En nú
þurfum við meira en 1.000
„liberty“-skip til innflutnings á
kolum til eins árs. Grænienzkar
úraníumnámur og danskar kjarn
orkustöðvar geta leyst gjaldeyris
sem annars
XLVI FUNDUR Alþjóðabing-
mannasambandsins var að þessu
sinni haldinn í London dagana
12,—19. þ.m.
Fundinn sóttu 506 fulltrúar frá
48 ríkjum. Auk þess sátu fund-
inn áheyrnarfuUtrúi frá þjóð-
þingi Ghana, hins nýstofnaða lýð
veldis í Afríku, og alls 9 áheyrn-
arfulltrúar frá Evrópuráðinu,
Vísinda- og menningarstofnun S.
Þ., Alþjóðavinnumálastofnuninni
o. fl. alþjóðastofnunum.
Af hálfu íslands sátu fundinn
þingmennirnir Jóhann Hafstein
og Pétur Pétursson og Friðjón
Sigurðsson, sfcrifstofustjóri Al-
þingis.
í 1. gr. samþykkta Alþjóðaþing
mannasambandsins segir svo:
Markmið Alþjóðaþingmanna-
sambandsins er að stuðla að
kynnum milli þingmanna allra
þjóðþinga, og greinast þeir í
þjóðdeildir, og að sameina þá til
átaka í því skyni að tryggja og
efla fulla þátttöku ríkja þeirra,
hvers um sig, í stofnun og þró-
un lýðræðislegra stjórnarhátta
og til þess að efla störf að friði
og samstarfi þjóða í milli, eink-
um með samtökum allra þjóða.
í þessu augnamiði ber Alþjóða-
þingmannasambandinu einnig að
athuga og reyna að leysa öll
vandamál, sem alþjóðleg eru í
eðli sínu og hægt er að ráða fram
úr með þingræðislegum ráðstöf-
unum, og skal það gera tillögur
um þróun lýð'ægislegra stjórn-
arhálta með það fyrir augum að
efla framgang slíkra stjórnar-
hátta og skapa þeim aukna virð-
ingu.
Elísabet drottning Bretaveldis
og Harold Macmillan forsætis-
ráðherra fluttu ræður, er fund-
urinn var settur með hátíðlegri
athöfn í Westminster höll. Sel-
wyn Lloyd utanríkisráðherra
Breta flutti og ræðu á fundinum.
Þessi mál voru rædd:
1. Skýrsla aðalritara þing-
mannasambandsins um starfsemi
þess og horfur í alþjóðamálum.
2. Flóttamannavandamálið.
3. Áhrif þjóðþinga á og eftirHt
með ríkisstjórnum.
4. Festing verðlags á hráefnum.
Mestar umræður urðu um
skýrslu aðalritarans. Miklar um-
ræður urðu einnig um flótta-
mannavandamálið. Forseti ráð-
stefnunnar varð að takmarka um
ræður.
Fram komu tillögur um að
bæta á dagskrá ráðstefnunnar:
stofnun alþjóðalögreglu,- tak
mörkun á framleiðslu og tilraun
um með kjarnorkuvopn. Var fellt
að taka tillögurnar á dagskrá,
einkum með tilvísun til þess, að
ekki mundi vinnast tími til að
ræða fleiri mál en þau, sem fyrir
voru á dagskránni.
í lok fundarins fór fram kosn-
ing forseta þingmannasambands-
ins og tveggja manna í fram-
kvæmdanefnd þess. ítalinn Giu-
seppe Codacci-Pisanelli var kos-
inn forseti í einu hljóði. Fráfar-
andi forseti Stansgate lávarður
var kosinn heiðursforseti.
Skrifstofustjórar þinga þeirra,
sem eru í þingmannasambandinu
hafa stofnað sérstakt félag innan
þingmannasambandsins. Félag
þetta hélt fundi dagana 12.—18.
þ.m.
Þessi mál voru rædd:
1. Skýrsla forseta.
2. Spurningar um það í hversu
ríkum mæli þing ýmissa landa
stjórni framkvæmdavaldinu.
3. Endurskoðun starfsreglna
félagsins.
4. Skýrsla um fjárlög aðildar-
ríkja.
5. Skýrsla um breytingartillög-
ur.
Til skýringar skal það tekið
fram, að árlega eru samdar
spurningar um eitt eða fleiri mál
varðandi starf þinga. Þessar
spurningar eru síðan sendar skrif
stofustjórum þinganna og svör
við þeim send þar til kjörnum
manni, sem vinnur úr svörunum
og semur skýrslu um þau. Eftir
að skýrslan hefur verið rædd og
leiðrétt, ef því er að skipta, er
hún birt í tímariti þingmanna-
sambandsins. Tilgangurinn með
þessu er að safna skýrslum um
ýmsar greinar í starfi þinganna.
Að fengnum þeim upplýsingum
getur hver um sig reynt að gera
sér grein fyrir, hvort hann geti
ekki lært af reynslu annarra.
Sendisveinn
röskur og ábyggilegur óskast
Eggert Kristjánsson & Co. hf.
inum. 38 stærstu iðnaðarfyrir-
tseki landsins standa nú að þess-
um félagsskap.
Þetta félag á fyrst og fremst
að athuga, hvar í landinu sé
heppilegast að reisa kjarnorku-
knúin orkuver, hvaða kjarnorku-
ofnar séu Dönum hentugastir og
hvers konar kjarnorkuofna Danir
geti framleitt sjálfir. Hugmyndin
er sú, að reistar verði tvær kjarn-
orkustöðvar til rafmagnsfram-
verða líklega ævarandi."
Páll Jónsson
Sigurgeir Sigurjónsson
hæstaréttarlögmaftiir.
Aðalstræti 8. — Sírai 11043.
Gís/i Einarsson
héraðsdöinslögmaður.
Málflutningsskrifstofa.
Laugavegi 20B. — Sími 19631.
KEFLAVÍK
VILJUM RÁ9A STRAX
KEFLAVÍK
Verzlunarstjóra
við verzlun okkar í Keflavík. Uppl. í verzl. Banka-
stræti 10, Reykjavík. —
Véla og Raffækjaverzlunin hf.
Skrifstofuhúsnœði
3—4 skrifstofuherbergi óskast nú þegar eða síðar.
Tilb. merkt: Heildverzlun —6726 sendist
afgreiðslu Morgunblaðsins.