Morgunblaðið - 26.09.1957, Síða 13
Fimmtudagur 26. sept. 1957
MORGVISBLAÐIÐ
15
leið, hvort við fengjum þá nokkr-
ar bækur frá þeim. Ég kvað svo
era. Þá sagði hún og að sig lang-
aði mjög mikið til þess að dvelj-
ast eitt ár í Englandi og full-
numa sig í ensku, en það væri
eins með það og bókaleysið,
gjaldeyrisskortur kæmi í veg
fyrir það.
„Hið opinbera getur sagt ósatt“
Hún kvað margt, sem við köll-
uðum sjálfsögð og jafnvel ómiss-
andi lífsþægindi fyrir vestan,
vera enn talið til munaðar í
Rússlandi, en þetta lagaðist allt
smám saman. Fötin, húsin, vöru-
gæðin, allt myndi batna. Enn
væri líka of snemmt að hætta að
hafa hönd í bagga með skrifum
og ræðum manna, allt of mikið
væri í veði, ef óæskileg öfl fengju
að spilla hugsunarhætti fólksins.
Ég spurði hana, hvort hún gæti
treyst valdhöfunum til þess að
hafa eftirlit með andlegri og
líkamlegri velferð almennings,
eftir þá glæpi, sem fyrirrennar-
ar hinna núverandi hefðu orðið
uppvísir að. Hún sagði svo vera,
enda væru þeir kosnir af fólk-
inu. „Voru hinir það ekki líka?“
spurði ég, og bað hana að viður-
kenna hreinlega, að almenningur
réði ekki hinu minnsta um það,
hvort Bería væri tekinn af lífi,
Molotov sendur í útlegð . s. frv.
Hún sagði, að margir gallar væru
enn á stjúrnarfarinu, en þeir
hlytu að hverfa. Eftir ræðu
Krjúsoffs um Stalín myndi fólk
vera betur á verði gagnvart mis-
tökum. Ég sagði, að fyrst gallar
væru á sjálfu stjórnarfarinu,
væru e. t. v. einhverjir mein-
bugir á sjálfum kommúnisman-
um, en því svaraði hún afdrátt-
arlaust neitandi. Hins vegar vissi
fólk nú orðið, að hið opinbera
gæti sagt ósatt, og því myndi það
lesa allar fregnir hér eftir með
meiri varkárni.
Fáir menn — mikil völd
Hún sagðist vita um fólk, sem
teldi það einna varhugaverðast
við framkvæmd sósíalismans, hve
fáum mönnum væru fyrsí í stað
falin mikil völd. Þess vegna væri
erfitt að sveigja stefnuna í sam-
ræmi við breyttar aðstæður, án
þess að ryðja mörgum úr vegi.
Hún sagðist álíta, að þetta fólk
hefði nokkuð til síns máls, en
samt væri nauðsynlegt að hafa
sterka stjórn í upphafi sósíalskr-
ar ríkisbyggingár, svo að kannske
væru kostirnir fleiri en gallarn-
ir. Ég spurði, hvort hún teldi
þessa uppbyggingu svo nauðsyn-
lega, að jafn miklu hefði verið
réttlætanlegt að fórna, manns-
lífum, andlegu frelsi o. s. frv.
Hún kvaðst vera viss um það, sós-
íalisminn væri eina von mann-
kynsins. Niðjar okkar myndu
þakka okkur og gleyma ýmsu
því, sem við ættum erfitt með að
sætta okkur við á líðandi sund.
Vissi ekki nóg um Ungverjaland-
Að lokum bað hún mig minn-
ast þess, að Sovétríkin vildu frið,
og her þeirra væri til þess að
vernda hann en ekki hefja árás-
ir. „Hvað um Ungverjaland?"
spurði ég. Hún sagði, að þar væri
glöggt dæmi þess, hvernig Sovét-
ríkin hefðu komið í veg fyrir
fasistiska gagnbyltingu. Ég
reyndi eftir beztu getu að skýra
henni frá staðreyndum í sam-
bandi við byltinguna. Hún við-
urkenndi, að hún vissi ekki nógu
mikið um þetta mál, og ég minnti
hana á fyrri staðhæfingu henn-
ar um að fólk læsi blöðin nú
með meiri varúð. Hún hét því að
reyna að afla sér upplýsinga
annars staðar frá um byltinguna,
t d. frá Póllandi, en hún vissi,
að Pólverjar líta ekki sömu aug-
um á atburðina og Rússar.
Festivallok
Mótinu var slitið með sömu
ólátunum og það hófst á Lenin-
leikvangi. Ringulreiðin var þó
enn meiri en opnunardaginn.
Túlkurinn, sem átti að vísa mín-
um hópi til sætis, rataði ekki og
glataðí okkur í gífurlegri kös.
Nokkrum okkar tókst að brjóta
okkur leið undir og ofan á mönn-
um allt til sæta okkar. Þröngin
var svo mikil, að leið yfir fólk,
en aðrir flugust á eftir megni og
bölvuðu. Tvær stúlkur, hollenzk
og frönsk, sem fylgdust með okk-
ur, snöktu af hræðslu. Þegar á
bekkinn kom, sátu þar Rússar
fyrir, og neituðu að víkja, þótt
sætin væru tölusett og okkur
Bétluð. Einn okkar, myndarlegur
sjómaður, sagði þá: „Látum okk-
ur trukka helvítin út af“. Leizt
Rússum þá ekki á blikuna og
hypjuðu sig. Þá loks gat maður
farið að horfa á trúðleikana á
paðreimnum.
Heimferðin
Flestir héldu heim um Lenín-
grad og Múrmansk. í Leníngrad
var dalizt einn dag, og vildu
menn nota tækifærið sem bezt
til að skoða borgina. Eftir langa
mæðu tókst að útvega okkur bíla,
og önnur töf varð af villugirni
bifreiðarstjóra. Túlkurinn í mín-.
um vagni lét fyrst aka að húsi,
þar sem hann kvað Lenin hafa
setið og stjórnað byltingunni.
Síðan benti hann á bak við ribs-
runna í garðinum, og sagði bylt-
inguna hafa hafizt þar. Hann
sagði margt að sjá í Leníngrad,
en markverðastir væru staðir, sem
frægir væru úr byltingunni. Ég
stakk því þá að honum, að flestir
myndu vilja skoða gamlar bygg-
ingar, t. d. kirkjur, og einkanlega
Hermitage-safnið, sem er eitt
frægasta safn veraldar. Honum
þótti þetta kynlegur smekkur, en
þetta varð úr. Mestum hluta dags
ins eyddi ég í safninu, sem er
mjög ríkt af gömlum málverk-
um og öðrum listaverkum. Þá
fengum við að sjá mikið safn
skyþiskra gullmuna. Ekki gat
túlkurinn þó alveg setið á sér,
og síðar um daginn vildi hann
ólmur sýna okkur neðanjarðar-
brautina í borginni. Óratíma var
arkað með okkur fram og til
baka í iðrum jarðar til þess að
skoða „listaverkin", sem voru sizt
merkilegri en þau í Moskvu. Éinu
sinni gekk hann með okkur afar
langan gang á enda, en fyrir
stafni var mynd af Stalín. Hélt
túlksi langa ræðu um gamla
manninn, sem hann kvað einn
mesta mann aldarinnar. Þrátt
fyrir að reynt var að tala sem
minnst um pólitík í sambandi við
festivalið, gátu Rússar þó ekki
alltaf stillt sig. T. d. gengu um
fimmtíu þátttakendur frá Frakk-
landi, Mexíkó, Afríku og Banda-
ríkjunum út af þingi einu í Kvik-
myndagerðarskólanum í mót-
mælaskyni við áróður af hálfu
rússneskra stjórnenda.
Flenzan
Ekki má svo skiljast við þetta
mál, að ég minnist ekki á Asíu-
inflúenzuna og alls kyns pestir,
sem hrjáðu íslenzku þátttakend-
urna mjög. í Moskvu munu milli
20 og 30 manns hafa legið á
sjúkrahúsum, og enn aðrir á hótel
inu. Ég veiktist í Leníngrad og
ferðaðist í sjúkraklefa (venjuleg-
um fyrsta farrýmis klefa) norð-
ur til Múrmansk. Hjúkrunarkon-
ur og margir kvenlæknar létu
sér annt um okkur á leiðinni, en
helztu aðferðir þeirra voru að
þukla mann frá nafla og niður
úr. Þrýstu þær víða fast en klipu
þó hvergi. Þá kunnu þær og að
mæla hita. Eftir rannsóknina
dældu þær í okkur alls konar
sterkum lyfjum, að ógleymdu
penicillini, streptomycini og
auromycini, eða hvað þau nú
öll heita. Töflur voru okkur gefn-
ar til átu, og var fullyrt með
miklu stolti, að slíkar og þvílík-
ar fengjust nú ekki í heimalandi
okkar. Mér þótti ótvíræður skottu
lækningakeimur að ýmsum til-
tektum þessara indælu kven-
doktora, og komst ég að því á
skipinu, að mikill hluti lækna-
stéttarinnar er hálfmenntaður.
Þar áttu að vera fjórir læknar,
en einn bar af þeim öllum og
sagðist sjálfur vera eini almenni-
legi læknirinn um borð.
íbúðarhús á norðurslóðum
Á leiðinni norður var ekið um
marga bæi og þorp. Mjög var fá-
tæklegt um að litast þar, og sá-
um við víða fólk búa í gömlum
járnbrautarvögnum úr timbri.
Hafði íólkið reynt að tyrfa með-
fram hliðunum, gert glugga á
(þetta höfðu verið vöruflutninga-
vagnar), og sums staðar höfðu
einstaklingshyggjumenn smíðað
bíslag úr kassafjölum við heimili
sitt. Jafnvel í Murmansk sáum
við eitt slíkt hverfi, og var það
þó fjölbreytilegra að því leytinu,
að venjulegir skúrar og braggar
voru innan um. Enn virðist vanta
barnaheimili í þessum hluta
Sovétríkjanna, því að börnin
léku sér undir vögnunum.
Brotizt í gegn
Okkur sjúklingunum hafði ver
ið lofað, að við kæmúmst tafar-
laust um borð í skipið í Mur-
mansk. Við klæddumst því, en
vorum svo látnir bíða í kaldri
lestinni tímunum saman. Voru þó
sumir með háan hita. Túlkarnir
báðu okkur sí og æ að bíða and-
artak enn, en vildu ekki segja
okkur, hvað töfinni ylli. Að lok-
um brast einn úr fararstjórninni
þolinmæðina og ruddist hann
með ófögru orðbragði gegnum
túlkahjarðirnar og allt út í skip,
en við hinir fast á hæla honum.
Á skipinu nutum við svo hins á-
gæta aðbúnaðar alla leið.
Um leið og skipið var komið út
úr höfninni, var útvarpið stillt á
vestrænar stöðvar. Fyrsta lagið,
sem hljómaði úr hátölurunum
var „Stars and Stripes forever".
Að lokum
Fyrir mér var förin til Moskvu
bæði stórfróðleg og skemmtileg,
og hygg ég, að flestir ferðalang-
anna geti samsinnt því, a.m.k.
hinu síðarnefnda. Frá rússnesku
sjónarmiði er ég ekki viss um, að
mótið hafi verið eins vel heppn-
að. Tilgangurinn var fyrst og
fremst sá að sýna rússneskum
æskulýð fram á samstöðu vest-
rænnar æsku með þeim. Eftir at-
burðina í Ungverjalandi og ó-
þægilegar fregnir af þeim, sem
síazt hafa út heima fyrir, þurfa
Rússar mjög á góðri leiksýningu
að halda. Þegar rússneskir ungl-
ingar, sem hafa heyrt um við-
brögð vestrænna þjóða við at-
burðunum, gætu séð okkur dans-
andi, hlæjandi og syngjandi,
myndu þeir gleyma efasemdum
sínum. Það átti að láta ungt fólk
sem e.t.v. hefur ekki allt mikla
yfirsýn yfir hlutina, leika statista
hlutverk í tilraun Krjúsoffs við
lað breiða yfir einn mesta harm-
leik á þessari öld. Þetta fór þó
mjög á annan veg, þótt ekki
gleymdist að hylla unjjverska
AVÓ-kvislinga, sem mótið sóttu,
og beinlínis tekið fram.að þeir
hefðu barizt hetjulega fyrir frelsi
pjóðar sinnar sl. haust. Um fátt
mun nefnilega hafa verið meir
rætt manna á milli, og fengu
Rússarnir oft að heyra aðra út-
gáfu af atburðunum en þeir hafa
lesið í blöðunum, sem sögðu, að
almenningur í Búdapest hefði
grátið af þakklæti vegna afskipta
Rauða hersins. Ég var t. d. einu
sinni í vagni, sem fullur var af
Bretum og Rússum, og fræddu
hinir fyrrnefndu Rússana á öll-
um aðdraganda byltingarinnar
og endalokum hennar. Hinir síð-
arnefndu voru auðsýnilega mið-
ur sín og báru ekki við að verja
stjórn sína. Einn þátttakenda
stóð og flesta daga í Gorkistræti
og þuldi langa kafla úr Ungverja
Iandsskýrslu Sameinuðu þjóð-
anna á rússnesku, en þéttur
manngrúi tróðst þögull í kring-
um hann.
Þa var annar höfuðtilgangur
mótsins að hafa áhrif á útlend-
inga, láta þá hrífast af kommún-
Símim er:
22-4-40
BOKGAKBlLSTÖÐIN
ismanum. Þetta fór þó mjög á
aðra leið, eins og Rússar máttu
vita. Það voru fyrst og fremst
hinir erlendu gestir, se;n höfðu
áhrif á heimamenn. Klæðaburð-
ur gestanna og frjálsleg fram-
koma skipti einhverju máli í því
sambandi, en aðalárangur móts
ins voru samt áhrif af samtölum.
Rússarnir drukku þyrstir í sig
nýjar hugmyndir, fengu upplýs-
ingar, sem engin sovét-alfræða-
bók getur veitt þeim og kynntust
nýjum viðhorfum.
í fyrsta skipti heyrðu þeir mál
stað andstæðinga kommúnista
túlkaðan á óafskræmdan hátt.
Það eru þessi atriði, sem eiga von
andi eftir að hafa mikil og víð-
tæk áhrif. Pólverjar segja nú,
að áhrif festivalsins í Varsjá hafi
verið önnur og meiri en nokk-
urn grunaði þá.
Sá, sem punktar niður 10—20
helztu einkenni typisks aftur-
haldsríkis, sér, að flest þeirra eru
einkennandi fyrir Sovétríkin, sem
í rauninni eru einhver mestu aft-
urhaldsríki veraldarsögunnar, og
þar sem ríkiskapítalisminn er á
svipuðu stigi og var meðal Inka
í Perú. Það er því tragískt, að
margir þeirra, sem vel vilja og
telja sig róttæka, skuli hafa á-
netjazt hugmyndakerfi kommún-
ismanns. Margir hafa fórnað lífi
sínu og lífsstarfi til þess að berj-
ast fyrir stefnu, sem þeir héldu,
að væri vegurinn til þúsundára-
ríkisins. Það er því e.t.v. skiljan-
legt, að þeir eigi bágt með að
viðurkenna, hve hrapallega þeim
hefur skjátlazt. Þeir halda dauða
taki í bernskutrúna, þrátt fyrir
efann, sem hlýtur að naga þá.
Aðrir skilja ekki raunverulegt
eðli og inntak kommúnismans,
notfæra sér ekki þær upplýsing-
ar, sem þeim standa til boða, en
trúa í blindni á skrif leiðtog-
an'na. Mikill hluti þessara manna
trúir heiðarlega og ærlega á
kommúnismann, þeir eru sann-
færðir um gildi hans, hvað sem
á bjátar. Að minnsta kosti fara
þeir ekki að svíkja flokkinn sinn,
sem þykist þá gjarnan slaka á
línutryggðinni, ef bitarnir vilja
standa í óbreyttum liðsmönnum.
Fyrr eða síðar líður kommún-
isminn undir lok, því að hann ber
dauðann i sjálfum sér. Það er ó-
víst með öllu, að honum verði af-
neitað í orði kveðnu, heldur gæti
stjórnarfarið sveigzt smám sam-
an í áttina til lýðræðis, og úreltar
hagfræðikreddurnar orðið sveigj-
anlegri. Sj álfsagt gerist þetta með
rykkjum og skrykkjum, ráð-
herradrápum og útlegðardómum,
en er nokkuð fjarstæðukenndara
að hugsa sér í framtíðinni
„kommúnistaríki“ með lýðræðis-
stjórn heldur en konungsríki
með lýðræðisstjórn, lýðveldi með
fasistastjórn, eða kommúnistiskt
ríki með fasistastjórn?
Vatnsleiðslupípur
fyrirliggjandi.
Svartar pípur
%” _ %” _ i” _ iy4»
1%” — 2” — — 3”
Calv. pípur
%” — 2%” — 3”
Sindri h.f.
SÍMI: 19422.