Morgunblaðið - 26.09.1957, Síða 15
Fimmtudafíur 26. sept. 1957
MORCVNBLAÐIÐ
1S
Björn Sigurbjörnsson segir:
„Ég hef ótakmarkaða trú á að hœgt
að grœða upp landið '
Sandgræðslan
hyggst kaupa flug-
vél til fræ- og
aburðardreifingar
BJÖRN Sigurbjörnsson lauk
magisterprófi í juríaerfða-
fræði frá Manitóbaháskóla sl.
vor. Hann hefur starfað und-
anfarið við Atvinnudeild Há-
skólans, en er nú á förum til
Bandaríkjanna, hyggst verja
doktorsritgerð við Cornell-
háskóla í íþöku um íslenzka
melgresið. — Mbl. hefur hitt
Björn að máli og spurt hann
nokkurra spurninga um sand-
græðsluna, notkun kjarnork-
unnar í þágu vísinda og sitt-
hvað fleira, og fer samtalið
hér á eftir:
Björn Sigurbjörnsson minntist
fyrst á sandgræðsluna og sagði,
að víðtækar tilraunir ættu að
fara fram á ýmsum þáttum henn-
ar á vegum Atvinnudeildar Há-
skólans. í sumar voru þessar til
raunir skipulagðar, en ekki er
fært að hefjá þær fyrr en á
næsta sumri eða síðar. Tilraun-
irnar eru mjög yfirgripsmiklar
og eru þær fólgnar í eftirfarandi:
1) Fyrst verður leitazt við að
ganga úr skugga um, af hverju
uppblásturinn stafar, hvérnig
stendur á sandfoki og við hvaða
skilyrði það verður. í stuttu máli:
hvað veldur landeyðingu? Einnig
verður lögð áherzla á að mæla
gróðurfar á afréttum, rannsaka
hvaða gróðurtegundir þar eru og
hve mikill afreksturinn er af
beitilöndunum. Með þessu er
hægt að sjá áhrif beitar á upp-
blásturinn.
2) Þá verður reynt að athuga,
hvaða aðferðir eru beztar til að
hefta uppblásturinn og einnig
hvaða tæki er bezt að nota.
Reyndar hafa verið ýmsar gras-
tegundir, einkum frá Norður-
Ameríku og Norðurlöndum, en
segja má, að þar sem sandfck er
í algleymingi, eins og t. d. á
Hólssandi, í Landeyjum og
Þorlákshöfn, þar hafi íslenzka
melgresinu einu verið stefnt
i I i
SKAK
i 1 i
Frá kjarnorkuskólanum í Oak Ridge. Dr. Akers sýnir Birni
Sigurbjörnssyni, hvernig foreindahylki er notað við mælingar
á gammageislum.
NÚ HAFA verið tefldar 8 um-
ferðir á stórmóti Taflfélags
Reykj avíkur, og er röð keppenda
þessi:
1. H. Pilnik 6% v. 2. Friðrik
6 v., 3.—4. Stáhlberg og Benkö
5Yz v. 5.—6. Guðm. P. og Ingi R.
5 vinninga.
Óhætt er að fullyrða að ekki
komi fleiri keppendur til greina
í fimm efstu sætin. Mér virðist
að Stáhlberg hafi nokkra mögu-
leika á efsta sætinu, þar sem
Pilnik á eftir að tefla við Frið-
rik, Benkö og Stáhlberg, en Frið-
rik á eftir að tefla við Pilnik og
Guðm. Pálmason. En einnig get-
ur svo farið að 2—3 keppendur
skipi efsta sætið.
Hvítt: G. Stáhlberg.
Svart: Ingi R. Jóhannsson.
Nimzo-indversk-vörn.
1. d4 Rf6
2. c4 e6
3. Rc3 Bb4
4. Bg5
(Stðhlberg stefnir út í flókið af-
brigði, sem hefur verið allmikið
notað upp á síðkastið af B.
Spassky),
4..... c5
(Tvímælalaust bezta leiðin fyrir
svartan).
5. d5 b5
(Hér er venjan að leika 5......
d6, en ég var ekki ánægður með
leikinn vegna 6. e3 og hvítur
heldur öruggu frumkvæði).
* 6. e4!? ....
(Venjulega leika menn 6. dxe6
fxe6 7. e3, en St&hlberg vill
flækja stöðuna sem mest).
6.............. h6
7. Bh4 d6
(Ég taldi óskynsamlegt að leika
7 .... g5 8. Bg3 Rxe4 9. Be5
O-O, þar sem ég áleit að Stáhl-
berg hefði kynnt sér þetta af-
brigði).
8. f3 exd5
9. cxd5 ....
(Ekki 9. Bxf6 Dxf6 10. Dxd5
Bxc3f 11. bxc3 Dxc3t 12. Kf2
Dxal 13. Dxa8 Db2t! 14. Be2
bxc4).
9.............. a6
10. Bf2 ....
(Fyrirbyggir að sv. leiki Bc5).
10.......... 0-0
11. Rge2 Rbd7
12. Rg3 Re5
13. Be2 He8
(Betra var sennilega 13.
Bxc3).
14. 0-0 Hb8
15. h3 Rg6
16. Dcl Ba5
(Betra var 16........Bxc3).
17. Rdl c4?
(Mjög slæmur leikur, sem gef-
ur hvítum frumkvæðið. Betra
var 17......h5. með hótuninni
h4, Rxd5 t.d. 18. Bd3 h4 19. Re2?
c4 og Rxd5. Eftir þetta missti ég
tökin á skákinni og átti mjög í
vök að verjast).
18. b3. cxb3
19. axb3 Bb6
20. Kh2 h5
(Leikur sem kom of seint).
21. Bxb6 Hxb6
22. Bd3 h4
23. Re2 De7
24. Rf2 Re5
25. Dd2 Hb8
(Ekki 25......Rxd5 vegna 26.
exd5 Rxd3 27. Dxd3. Dxe2 28.
Hael Dxel 29. Hxel Hxel og hvít-
ur getur leikið Re4 eða Dc3).
26. Ha2 Bb7
27. Hc2 Hbe8
28. Hfcl Hxc2
29. Hxc2 Bc8
(Til öruggs taps hefði leitt Hc8).
30. Rd4 Reg4t.
31. Kgl
(Ekki 31. Rxg4 Rxg4j- 32. hxg4
De5j- 33. f4 Dxd4 og svartur
stendur betur).
31..... De5
32. hxg4 Dxd4
33. Dc3 De3
34. Kfl.
(Ekki 34. Dxc8 vegna Delt).
Nú féll ég á tíma, vegna þess
að erfitt var að sjá nákvæmlega
hvað tímanum leið vegna fallvís-
isins. Eðlilegur leikur er hér 34.
.... Bd7 , en hvítur stendur eigi
að síður betur.
— Ingi R. Jóh.
TÓKÍÓ, 24. sept. — Fyrrverandi
yfirmaður japanska flotans, So-
emu Tojoda aðmíráll, lézt í fyrra-
dag, 72 ára gamall. Eftir síðari
heimsstyrjöld var Tojoda dreg-
inn fyrir herrétt bandamanna
sem stríðsglæpamaður, en var
sýknaður í september 1949. Hann
var hinn eini af háttsettum jap-
önskum herforingjum, er sóttir
voru til saka fyrir stríðsglæpi,
sem var sýknaður af öllum ákær-
um.
gegn því. Melgresið hefir lítt
verið rannsakað og ekki einu
sinni vitað, hvaða tegundiv af
melgresi hér er einkum að finna.
Þó mun aðallega vera um tvær
tegundir að ræða, en samkvæmt
bráðabirgðarannsóknum, sem
gerðar hafa verið víðs vegar um
landið í sumar, virðist önnur teg-
undin þó vera ríkjandi hér.
Allmiklar mælingar hafa verið
gerðar á melgresinu til að ganga
úr skugga um, hvaða eiginleikum
það býr yfir og er það gerttilþess
að hægt verði að velja úr og kyn-
bæta afbrigði af melgresi, sem
fullnægir þeim kröfum, sem
sandgræðslan gerir. Þótt íslenzka
melgresið sé að mörgu leyti vel
til þess fallið að hefta sandfok,
eru á því ýmsir agnúar, sem gera
það erfitt í meðförum, t. d. hafa
flestar plöntur tilhneigingu til
að vaxa upp í stóra melhóla, sem
geta orðið allt að tveim mann-
hæðum. Þegar svo er komið, fer
að blása úr þessum hólum aftur
og auk þess er land óhentugt til
ræktunar eftir að sandfokið hefur
verið stöðvað.
3) f þriðja lagi verður a'thugað,
hvernig bezt er að nýta það land,
þar sem uppblásturinn hefur ver-
ið stöðvaður. Haga verður nýt-
ingu þess með þeim hættx, að
ekki sé hætta á uppblæstri aftur
og verða í þessu sambandi gerðar
tilraunir með ýmsar grastegund-
ir, belgjurtir, kornteg., o. fl., sem
rækta mætti á þessum svæðum.
Auk þess verður gerður saman-
burður á áhrifum sauðfjárbeitar
og stórgripabeitar á gróinn sand-
jarðveg.
— Hefur þú mikla trú á því,
að hægt sé að græða upp land-
ið?
— Já, ég hef ótrakmarkaða trú
á því, þetta hefur gengið svo vel.
— Er t.d. hægt að græða upp
svæði eins og Reykjanesskaga?
— Já, hví ekki það? Það þarf
ekki annað en áburð og fræ,
stundum áburð eingöngu eða þar
sem hýjungsgróður er fyrir. —
Þegar landssvæðið er eins og á
Reykjanesskaga, getur að vísu
verið erfitt að rækta landið með
þeim tækjum, sem við höfum
yfir að ráða. Landslagi er víða
þannig háttað hér á landi, að
venjulegum áburðardreifurum og
dráttarvélum verður ekki komið
við. Sandgræðslan hefur í hyggju
MINNING
í DAG verður til moldar borinn
Gestur Gunnarsson, Suðurlands-
braut 75. — Gestur er sonur
Gunnars Guðmundssonar, húsa-
smiðs og Huldu Gestsdóttur konu
hans. Þungbær er sorg þeirra
við fráfall síns elskulega litla
sonar, er lézt á sjúkrabeði 20.
þ. m. eftir langvarandi sjúkra-
legu. — Gestur litli fæddist 2.
marz 1955, og var því á þriðja
ári er hann hvarf á braut úr
þessum heimi. — Guð blessi minn
ingu hans og veiti ástvinum hans
styrk. — Við vinir og vanda-
menn sendum þeim innilegustu
samúðarkveðjur. — M. G.
að feta í fótspor Nýsjálendinga
og annarra, sem við svipaða erfið
leika hafa að glíma og við, að
kaupa flugvél, sem með sérstök-
um útbúnaði getur leyst þetta
starf af hendi í landi, sem er
erfitt yfirferðar.
— Þú minntist á belgjurtir,
hverjar áttir þú aðallega við?
— Ýmsar belgjurtir koma til
greina, en þó einkum tvær teg-
undir, sem byrjað verður að gera
tilraunir með á næsta vori. Önn-
ur þeirra er íslenzkt baunagras
(Lathyrus maritima), sem vex
t.d. í Þykkvabænum ásamt mel-
gresi, hitt er lúpínutegund, sem
skógrækt ríkisins flutti frá
Alaska fyrir nokkrum árum. —
Flestar lúpínutegundir eru eitrað
ar og verður fyrst gengið úr
skugga um, hvort sú tegund, sem
hér um ræðir, er eitruð, áður en
hún verður tekin til ræktunax.
— Að lokum langar okkur að
spyrja þig um Bandaríkjaför
þína. Þú fékkst tækifæri til að
kynnast kjarnorkuvísindum þar í
landi. Hafa þau verið tekin í þágu
jurtakynbótanna?
— Já, svarar Björn og bætir
við: — Ég var boðinn til Banda-
ríkjanna á vegum Efnahagssam-
vinnustofnunar Evrópu og var
ferðin farin í því skyni að kynn-
ast notkun kjarnorku í þágu land
búnaðarins. Ég var i hópi 20 sér-
fræðinga frá 9 Evrópulöndum.
Var þátttakendum gefinn kostur
á að dveljast við ýmsar stofnanir
og kjarnorkustöðvar í Bandaríkj-
unum og kynna sér, á hvern hátt
hægt er að nota geislavirk efni
við tilraunir á sviði landbúnaðar.
Geislavirk efni eru notuð við
jarðvegsrannsóknir, fóðurrann-
sóknir, dýralækningar, jurtakyn-
bætur og einnig matvælageymslu.
— Auk þess stunduðu þátttakend-
urnir í förinni nám í meðferð og
mælingu geislavirkra efna við
kjarnorkuskólann í Oak Ridge,
Tennessee. Er í ráði að Atvinnu-
deild Háskólans notfæri sér
þessa nýju tækni við ýmis rann-
sóknarstörf landbúnaðarins hér á
landi og verður e.t.v. hafizt handa
um þessa starfsemi næsta vor i
samráði við fyrirhugaða geisla-
mælingastofu.
Glæsileg húseign í Kópavogi
er til sölu. Húsið er einstakt steinhús 83 ferm. að
stærð, og getur bæði verið sem einbýlishús eða 2
íbúðir. — Bílskúr 66 frm. fylgir eigninni. Lóðin er
girt og frá henni gengið mjög vel.
Tilboð sendist undirrituðum.
EgiU Sigurgeirsson hrl.,
Austurstræti 3, sími 1-59-58.
Húsnœði til sölu
Glæsilegt einbýlishús í smíðum á eftirsóttum stað í
bænum. Húsið er 8 herbergi, eldhús, bað, hall, íor-
stofur og miklar geymslur.
2ja og 3ja herbergja íbúðir í húsi í Hálogalands-
hverfinu, sem verið er að byrja að byggja. Hagstætt
verð. Andvirði miðstöðvarlagnar (án ofna) og ut-
anhúss múrhúðunar lánað til 2ja ára.
Vönduð 5 herbergja risíbúð við Bugðulæk tilbúin
undir tréverk. Lán á 2. veðrétti kr. 50.000.00.
3ja herbergja íbúðir á hæðum í húsi við Laugarnes-
veg. Fyrsti veðréttur er laus. Á 2. veðrétti hvíla kr.
50.000.00. Sanngjarnt verð. Tilbúnar undir tréverk.
Nýtízku þvottavélar fylgja.
Fasteigna & Verðbréfasalan,
(Lárus Jóhannesson, hrl.)
Suðurgötu 4, símar 13294 og 14314.