Morgunblaðið - 26.09.1957, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 26.09.1957, Qupperneq 16
16 M ORGUTVBI 4Ð1Ð Flmmtudagur 26. sept. 1957 ÍA !___ ustan Edens eftir John Steinbeck 1401 um skrefum. Hann hélt krepptum hnefunum djúpt niðri í buxnavös- unum: — „Ég hata hana, vegna þess að hún fór frá pabba og — okkur Aroni“, sagði hann“. Hann var niðurlútur og röddin grát- klökk. Lee stökk á fætur. — „Hættu J>essu“, sagði hann æstur. — „Og nefndu aldrei móður þína við nokkum lifandi mann — allra sízt Aron bróður þinn. Ef þú ger- ir það, þá skal ég brjóta hvert einasta bein í þínum synduga skrokk". Þegar Cal var farinn, settist Lee aftur í stólinn sinn. „Hvað er eiginlega orðið af minni kínversku ró?“ hugsaði hann með sér,'dapur í skapi. 4. Uppgötvun Cals viðvíkjandi móður sinni var honum fremur staðfesting á gömlum grunsemd- um en ný vitneskja. Og afleiðing- in varð tvöföld. Hann kenndi nánast sigurgleði og gat skilið merkingu orða og athafna, skilið óljósar bendingar, jafnvel endurmyndað atburði hins liðna, en allt þetta mátti sín lítils á móts við þann sársauka, sem hin nýja vitneskja olli honum. Líkamlega séð stóð hann á tak mörkum bernsku og manndóms og sviptivindar kynþroskaáranna geisuðu í sál hans. Eina stundina var hann hreinn og saklaus, en aðra klúr og spilltur og þess á milli var hann yfirkominn af blygðun og sektarvitund. □--------------------□ Þýðing Sverru Haraldsson □--------------------□ Uppgötvun hans jók á allar þessar tilfinningar. Honum fannst, að hann, sem hlotiö hafði slíka arfleifð, hlyti að vera frá- brugðinn öllum öðrum. Hann átti erfitt með að trúa orðum Lees og því, að aðrir drengir hefðu við hið sama að stríða. Sirkusinn hjá Kate vék eklci úr huga hans. Stundum kveikti hugs unin um hann kynferðislegan funa í sál hans og líkama og stundum fyllti hún hann við- bjóði og ógeði. Hann gaf föður sín um nánar gætur og kannske sá hann dýpri sorg og sárari von- brigði hjá Adam, en raunverulega var. Og hjá Cal þroskaðist ástríðu full ást á föðurnum og óskin um að vernda hann og bæta honum það upp, er hann hafði orðið að þola. í hinum tilfinningaríka huga Cal virtust þessar þjáning ar óbærilegar með öllu. — Hann læddist inn í baðherbergiö, með- an Adam var að baða sig, sá hið Ijóta ör á öxl föður síns og heyrði sjálfan sig spyrja, þvert á móti vilja sínum: — „Hvaða ör er þarna á öxlinni á þér, pabbi?“ Adam greip um öxlina, til að hylja örið og sagði: — „Það er gamalt sár, Cal. Ég fékk það, þeg ar við börðumst við Indíánana. Ég skal einhvern tíma segja þér frá því“. Cal hafði horft á andlit Adams og sá hvernig hann greip til lyg- innar, til þess að bjarga sér með. Cal hataði ekki lygina, heldur hitt, að faðir hans skyldi neyðast til að Ijúga. Cal laug, til þess að öðlast eitt eða annað. Að vera neyddur til að Ijúga virtist hon- um smánarlegt. Hann langaði til að hrópa upp: —‘ „Ég veit hvern- ig þú fékkst það og það breytir engu. Mér þykir jafnvænt um þig fyrir það“. En í þess stað sagði hann. — „Mig langar mjög mikið til að heyra það“. Aron fékk líka að kenna á um- róti gelgjuskeiðsins, en tilhneig- ingar hans og hvatir voru hægari en hjá Cal. Kröfuóp líkama hans voru ekki eins hávær. Ástríður hans tóku trúarlega stefnu. Hann ákvað að verða prestur. Hann tók þátt í öllum guðsþjónustum í biskupakirkjunni og aðstoðaði við að skreyta kirkjuna með blómum og laufi á hátíðunum og var mörg um stundum hjá unga, hrokkin- hærða prestinum, séra Hrólfi. — Aron lærði um hættur heimsins hjá ungum reynslulausum manni og vandist þv! sjálfur á að álykta og úrskurða að hætti þeirra, sem enga reynslu hafa. Aron var fermdur £ biskupa- kirkjunni og hann söng með kirkju kórnum á hverjum sunnudegi. —- Abra var lengstum með honum. Hin kvenlega skynsemi hennar skildi að slíkt var nauðsynlegt, en ekki að sama skapi mikilvægt. — Það var eðlilegt, að Aron, sem svo nýlega hafði orðið fyrir slíkri hugarfarsbreytingu, reyndi að hafa áhrif á Cal. Fyrst bað Aron fyrir Cal, en að lokum talaði hann alvarlega um fyrir honum. Hann fordæmdi Guðleysi Cals og krafðist þess að hann bætti líf- emi sitt. Ef Aron hefði farið skynsamleg ar að ráði sínu, er mjög líklegt að Cal hefði reynt að þóknast honum. En Aron hafði náð stigi svo öfga- fulls skírlífis ogf hreinleika, að allir aðrir v«ru óhreinir og viður- styggilegir í hans augum. Eftir nokkrar siðaprédikanir fannst Cal hann vera óþolandi dygða- ljós og sagði honum það afdráttar laust. Það varð þeim báðum til mikils léttis, þegar Aron dæmdi hann eilíflega glataðan. Það fór ekki hjá því að- tr1’' Ar- ons sveigðist inn á kynferðisbraut- ina. Hann talaði við Öbru um nauð syn þess, að vera hófsamur og skír lífur og ákvað að lifa lífi sinu í algeru einlífi. Abra var svo skyn- söm að lýsa yfir samþykki sínu, því að hún vonaði og trúði því að hann myndi fljótlega skipta um skoðun í þessum efnum. Einlífið var það eina ástand sem hún hafði þekkt. Hún vildi giftast Aroni og ala honum mörg -börn, en sl{kt nefndi hún ekki við hann, að svo komnu máli. Hún hafði aldrei ver- ið afbrýðissöm fyrr, en nú fór hún að finna til ósjálfráðrar og kannske réttlátrar reiði gagnvart séra Hrólfi. Cal sá bróður sinn hrósa sigri yfir syndum, sem hann hafði aldrei drýgt. Hann hugsaði um það með kaldhæðni að segja hon- um sannleikann um móður þeirra, til þess að sjá, hvernig hann myndi taka þeim fréttum, en hann flýtti sér að vísa þeirri hugsun frá sér. Hann áleit Aron ekki nðgu sterkan til að þola slíkt áfall. 39. KAFLI. I. Með vissu millibili fóru vægir siðferðislegir jarðskjálftar yfir Salinas. Atburðirnir voru oftast mjög svipaðs eðlis. Einn kippur- inn var líkur öðrum. Stundum áttu þeir upptök sín £ prédikunar stólnum. Stundum olli þeim nýr metorðagjarn formaður £ kvenfé- lagi borgarinnar. Fjárhættuspil var ávallt iú syndin sem skilyrð- islaust varð að upprætast. Það var ýmislegt sem gerði viðureign ina gegn fjárhættuspili auðveld- ari. Maður gat talað um það op- inberlega, sem ekki var hægt, t. d. um skækjulifnað og hóruhúsa- rekstur. Spilahúsin voru augljóst þjóðfélagsböl og flest rekin af Kinverjum. Það var þvi litil hætta á að maður hyggi nálægt frænda eða vini, þótt ráðizt væri á slík spilavíti. Dagblöðin tvö, sem gefin voru út í Salinas, gengu þegar £ lið með kirkjunni og kvenfélaginu. I harðorðum ritstjórnargreinum var krafizt gagngerðra hreinsana. Lögreglan samþykkti fyrir sitt leyti, en afsakaði sig með þvf, hve liðfá hún væri, krafðist auk- inna fjárfestinga og ekki alltaf án árangurs. Þegar menn lásu ritstjórnar- greinar blaðanna, vissu allir, hvað f vændum var. Það sem á eftir fylgdi var framkvæmt með varfærni og gætni, eins og vel undirbúinn ballet. Lögreglan beið tilbúin. Spilavítin biðu tilbúin og blöðin birtu fyrirfram skrifaðar VERJIÐ TEIMNUR YÐAR SKEMMDIJM og látið ekki holur myndast! Farið reglulega til tannlæknis og spyrjið hann um NÝTT „SUPER“ AMM-I-DENT með hinu undraverða FLUORIDE hamingrjuóskir. Svo kom innrás- FjöBskylda ÞJóðanna Alþjóðleg ljósmynda- sýning. Opin daglega frá kl. 10 til 22. Aðgangur ókeypis. Iðnskólinn við Vitastíg. M A R K U S Ef tir Ed Dodd in, núkvæmlega undirbúin og skipulögð. Tuttugu til þrjátiu Kínverjar, innfluttir frá Pajaro, nokkrir rónar, sex til átta farand- salar, sem ekki höfðu fengið nein ar aðvaranir, vegna þess að þeir voru utanbæjarmenn, festust í neti lögreglunnar, voru fluttir á lcr-reglustöðina, settir í varðhald, selctaðir morguninn eftir og síðan látnir lausir. Svo komst aftur kyrrð á í borginni, sem nú naut langþráðs flekkleysis og spilavítin töpuðu aðeins tekjum einnar næt- ur, að viðbætturr fjársektunum. Kvöld nokkurt, haustið 1916, stóð Cal og horfði á menn- spila fan-tan hjá Shorty Lime, þegar ein slík innrás var gerð og hann barst með hópnum, er handtekinn var. 1 myi'krinu veitti enginn hon um athygli og lögreglustjóranum brá ónotalega i brún, þegar hann fann hann í fangelsinu morguninn eftir. Lögreglustjórinn hringdi til Adams, sem var nýseztur við morgunverðarborðið. Adam gekk þegar til ráðhússins, sótti Cal, gekk yfir götuna að pósthúsinu, náði í póstinn sinn og svo fóru þeir báðir heim. Lee hafði haldið eggjum Adams heitum og steikt tvö handa Cal. Aron gekk í gegnum borðstof- una, á leið í skólann. „Viltu að ég bíði eftir þér?“ spurði hann Cal. „Nei“, sagði Cal. Hann leit ekki upp, en hélt áfram að borða egg- in. Adam hafði ekkert sagt nema: „Korndu", þegar hann gekk út úr ráðhúsinu. Síðan hafði hann ekki mælt orð af vörum. Cal neyddi sig til að borða mat- inn, sem hann hafði alls enga lyst á, og Öðru hvérju stalst hann til að gefa föður sínum hornauga. Hann gatt ekki ráðið neitt af svip Adams. Hann virtist allt í senn, ráðþrota og reiður, hugsandi og sorgbitinn. Adam starði niður £ kaffiboll- ann sinn og þögnin hélt áfram að vara, unz hún var orðin ægiþung sem heil öld og óbærileg þeim sem í stofunni sátu. Lees rak hausinn inn um dyrn- ar: — „Kaffi?“ spurði hann. Adam hristi höfuðið hægt og seinléga. Lee hvarf úr gættinni og lokaði nú eldhúsdyrunum á eftir sér. Þögnin var farin að gera Cal hræddan. Hann fann einhvern kraft sem hann hafði ekki vitað að væri þar til. Hann fékk nála- dofa í báða fætur, en þorði samt ekki fyrir sitt litla líf að hreyfa SHUtvarpiö Fimmtudagur 26. september: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Á frívaktinni', sjó- mannaþáttur (Sjöfn Sigurbjörns- dóttir). 19,30 Harmonikulög (plötur). 20,30 Úr sjóði minning- anna: Dagskrá Menningar- og minningarsjóðs kvenna, gerð úr ritum Ölínu Jónasdóttur. — Karó- lína Einarsdóttir og Valborg Bents dóttir velja efnið og búa til flutn- ings. Flytjendur aukþeirra: Halla Loftsdóttir og Andrés Björnsson. 21,30 Útvarpssagan: „Br.rbara“ eftir Jörgen-Frantz Jacobsen; VII. (Jóhannes úr Kötlum). —- 22,10 Kvöldsagan: „Græska og getsakir" eftir Agöthu Christie; XIII. (Elías Mar les). 22,30 Sin- fónískir tónleikar (plötur). 23,10 Dagskrárlok. SOON THE FIRE BEGINS TO EAT INTO THE PUNK. ON THE FOREST FUOOR AND HEAVY GREY SMOKE ENVELOPES THE SWAMP * SAY, I'D BETTER GET OUTA HERE...THIS SMOKE'S . GETTING THICKER/ Les price is so busy BUILDING A POLE CORRAL, HE FAILS TO NOTICE THE WIND HAS SUDDENLY CHANGED AND IS HEADING THE FIRE TOWARD HIM/ 1) Láki er svo önnum kafinn ▼Í8 að byggja kví kringum fol- aan, að bann veitir því ekki at- hygli, að vindáttin breytist og ste/nir nú að honum. 2) Eldurinn breiðist óðfluga út eftir skógarkjarrinu. 3) — Hvað hefur komið fyrir. Mér er ekk vsert lengur hérna. Kösiudagur 27. september: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Lesin dagsxrá næstu viku. 19,30 Létt lög (plötur). 20,30 „Um víða veröld“. — Ævar Kvaran leikari flytur þáttinn. 20,55 ís- lenzk tónlist: Lög eftir Skúla Hall dórsson (plötur). 21,15 Þýtt og endursagt: „Óþekkt orð Jesú“ grein eftir dr. Joachim Jeremias prófessor í Göttingen (Séra Magn ús Guðmundsson á Setbergi). —- 21,35 Tónleikar (plötur). — 22,10 Kvöldsagan: „Græska og getsak- ir“ eftir Agöthu Christie; XIV. (Elías Mar Ies). 22,30 Harmon- ikulög: Charles Demaele o. fl. leika (plötur). 23,00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.