Morgunblaðið - 03.10.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.10.1957, Blaðsíða 8
8 MOHCllTSfíf 4 ÐÍÐ Fimmtudagur 3. okt. 1957 Vilja að biskap sitji ólram í Reykjavák HERAÐSFUNDUR Borgarfjarð- arprófastsdæmis var haldinn að Hvanneyri sunnudaginn 15 sept- ember. Fundurinn hófst með guðsþjónustu. Prédikaði sr Jón M. Guðjónsson á Akranesi en sóknarpresturinn, sr. Guðmundur Þorsteinsson, þjónaði fyrir altari. Altarisganga fór fiam í guðs- þjónustunni. FORÐIZT 8LVSIN UMFEPÐARSLYS nr. 1294/1956. UM miðnætti mánudaginn 1. okt. 1956 var bifreið ekið eftir þjóð- veginum rétr fyrir ofan Kolviðar- hól, og var hún á leið til Reykja- víkur. Mætti hún þá annarri bifreið, sem kom úr gagnstæðri att og rákust bifreiðirnar saman. Um orsök slyssins segir ökumaður bifreiðarinnar er vestur ók að hann hafi ekið með ca. 40 km hraða. Hann hafi mætt tveim bifreiðum með skömmu millibili. Hafi Ijós fremri bifreiðarinnar verið eðlileg, en ljós þeirrar stð- ari verið mjög sterk, þó sérstak- lega annað ljósið. Telur ökumaöurinn sig fljót- lega hafa orðið fyrir óþægindum af ljósum þessum og LOKS BLINDAZT ALGERLEGA er um 20 metrar voru milli bifreiðanna. Hann telur sig hafa hemlað stnx og hann blindaðist, en þó vissi hann ekki fyrr til en bifreiðirnar lentu saman. Við þetta skemmdist bifreiðin á vesturleið svo mikið, að fá varð kranabíl tii að flytja hana til Reykjavíkur. Munið. að ranglega stillt ljós eru hættuleg og geta valdið stór- slysum. Látið athuga ljós bifreiðar yð- *r. Það er gert yður að kostnaðar- lausu á bifreiðaverkstæðunum í Reykjavík millj kl. 18 og 2? dag- Héraðsprófastur, sr. Sigurjón Guðjónsson í Saurbæ setti fund- inn og stjórnaði honum Minntist hann tveggja manna er látizt höfðu á þessu ári, Guðmundar Jónssonar á Hvítárbakka, er lengi hafði verið safnaðarfulltrúi Bæj- arkirkju og Jóns Sigurðssonar í Hraunsási, sóknarnefndarmanns í Stóra-Assókn. Heiðruðu fundar- menn minningu þeirra með því að rísa úr sætum. Prófastur gaf yfirlit um messu- gjörðir og altarisgöngur í Borgar- fjarðarprófastsdæmi fyrir árið 1956, og gat um helztu nirkju- lega viðburði innan prófasts- dæmisins á árinu, sem nú er að líða. — Þá ræddi hann nokkuð kirkjulögin frá 21. rnaí s.l. og lét í ljós ánægju sína yfir þeim. Sr. Guðmundur Sveinsson skólastjóri flutti guðfræðilegt er- indi: Meyjarfæðingin. í lok fundarins las prófastur ritningarorð og flutti bæn. Fundinn sóttu allir prestar pró- fastsdæmisins og flestir safnaðar- fulltrúarnir, auk gesta. Þessar ályktanir voru sam- þykktar: I. Héraðsfundur Borgarfjarðar- prófastdæmis, haldinn að Hvann- eyri 15. sept. 1957, lýsir sig and- vígan frumvarpi, er kom fiam á síðasta Alþingi, þess efnis að biskupssetur landsins verði flutt frá Reykjavík til Skálholts, og vísar til ályktunar sinnar frá 1955, að landinu verði skipt í þrjú biskupsdæmi. II. Héraðsfundur Borgarfjarðar prófastsdæmis, haldinn að Hvann eyri 15. sept. 1957 beinir þeirri áskorun til Alþingis, að árlegt framlag til kirkjubyggingarsjoðs verði hækkað til helminga frá því sem nú er. III. Héraðsfundur Borgarfjarð- arprófastsdæmis þakkar biskupi, Alþingi og ríkisstjórn fyrir setn- ingu kirkjuþingslaganna frá 21. Á efri myndinni, sem birtist ný lega í íslendingi á Akureyri, sést safn Akureyringa rekið tii Glerárréttar s. 1. laugardag, og má af henni marka, að Akur- eyringar eru allmiklir búmenn, Neðri myndin er tekin, eftir að réttað var, og fjáreigendur standa í sundurdrætti. —Ljósm.: Gísli Ólafsson. Matreiðslunámskeið KVENFÉLAGIÐ í Stykkishólmi gekkst fyrir matreiðslunámskeiði fyrii húsmæður fyrir nokkrum dögum. Sóttu námskeiðið um 30 konui og var kennari Steinrnn Ingimundardóttir húsmæðraráðu nautur. — Á. Sýning Jóhann- esar Jóhaaiaaes- sonar ÞAÐ munu nú liðin tíu ár, frá því er Jóhannes Jóhannesson kom fyrst fram sem listamaður. Þá hélt hann stóra sýningu á verkum sínum í Listamannaskál- anum. Sú sýning var illa sótt, lít- ið seldist, og var síður en svo örvandi fyrir hinn unga lista- mann. En fall er farar heill. Síð- an hefur Jóhannes fyrir löngu vakið verðuga eftirtekt með verkum sínum og jafnan staðið, þar sem bardaginn var harðast- ur. Nú er nokkuð langt síðan hann hefur komið fram með einkasýn- ingu, en hann hefur tekið þátt í fjölda sýningá og unnið í kyrrþey að list sinni. Sú sýning, sem nú hefur verið opnuð á verkum Jó- hannesar í Sýningarsalnum við Hverfisgötu, er afrakstur sein- ustu ára af verkum hans. Við, sem fylgzt höfum með þessum listamanni, frá því er hann hélt sína fyrstu sýningu, er- um ekki lengi að gera okkur ljóst, hversu alvarlega listamað- urinn vinnur verk sín, hvernig honum tekst hægt og sígandi að ná öruggu valdi yfir viðfangs- efnunum. — Litsjónin hefur styrkzt og magnazt, og efnis- kennd verkanna er áberandi lif- andi og persónuleg. Myndbygg- ingin er oft nokkuð fjölþætt, en virðist stundum það vandamál er listamaðurinn glímir einna mest við. Jóhannes hefur nokkuð þrönga litsjón, sem honum verð- ur tamt að síendurtaka í verkum sínum. Hér er um svo ríkan þátt í persónuleika Jóhannesar að ræða, að maður mundi ekki kunna því vel, ef hann temdi sér annað. Flest verk listamannsins eru unnin í olíu, en nokkrar mjög litlar vatnslitamyndir eru á þessari sýningu, og vil ég vekja athygli á, hversu vel Jóhannesi hefur þar tekizt. Hér verður mað ur þess fullviss, að hann hefur sérstaka hæfileika til að gera frummyndir að glermynduih (gluggum), og er engu líkara en að Jóhannes hafi sérstaklega hugsað þessar litlu myndir sem slíkar. Það er ánægjulegt að sjá svo góða sýningu frá hendi Jó- hannesar Jóhannessonar, og ég vonast til, að þessi sýning lista- mannsins veki verðskuldaða eft- irtekt. Valtýr Pétursson. KVIKMYNDIR ,,Cirnd" í Stiornubíói ÞESSI ameríska mynd er byggð á smásögu eftir Zola, en stað- færð. — Hún gerist meðal járn- brautarstarfsmanna og segir fra manni, Carl Burcley að nafni, er sakir drykkjuskapar missir stöðu sína, en sendir konu sína til Johns Owens, áhrifamikils manns í stjórn járnbrautarfélagsins, til Nýtt póst- og símahús í Keilovík Keflavík, 30. sept. NÝLEGA var hafin smíði á húsi pósts og síma hér í Keflavík. Er hér um að ræða viðbyggingu við gamla stöðvarhúsið, er byggt var árið 1937, en það er um 120 ferm að stærð. Verður núverandi stöðv arhúsi gerbreytt í samræmi við ný bygginguna. í því verður öll póst- afgreiðslan og ennfremur skrif- stofur póst- og símstöðvarstjóra. Aðalinngangur verður hafður í gamla húsið og verður gengið inn af Hafnargötunni. Nýbygging in kemur vestan við stöðvarhús- ið meðfram Ránargötu. öll ný- byggingin verður um 1840 rúm- metrar. Nýbyggingunni er skipt þannig, að næst gamla stöðvarhúsinu kemur um 80 fermetra milli- bygging og verður aðsetur allrar símaþjónustu í þeim hluta húss- ins. Þá er vélasalurinn fyrir hina væntanlegu sjálvirku símstöð og er stærð hans 183 fermetrar. Tæki til hinnar sjálfvirku símstöðvar eiga öll að vera komin hingað á miðju ári 1959, en gert er ráð fyrir að sjálfvirka símstöðin geti tekið til starfa um áramótin 1959 —60. Teikningar af símstöi . :u'- húsinu gerði Gísli Halldórsson arkitekt. Það er Byggingarverk- taki Keflavíkur sem framkvæmd ir verksins hefur með höndum, en verkinu stjórnar Sigurbjörn R. Eiriksson trésmíðameistari. Á félagið að hafa lokið verkinu 1. september 1959. Jafnhliða þessu verki hefur Byggingarverktaki Keflavíkur einnig tekið að sér byggingu símstöðvarhúss í Garð- inum. Byggingarverktaki Kefla- víkur var stofnað á sl. vori og eru hluthafar þess nokkrir iðnmeist- arar hér í bæ. Formaður þess er Sigurður Jónsson trésmíðameist- ari, en með honum í stjórn eru þeir Halldór Guðmundsson tré- smíðameistari og Skúli H. Skúla- son byggingarfulltrúi. — Ingvar. þess að fá hann til að taka sig aftur í vinnu. — Ferð konunnar ber góðan árangur, en við það vaknar tryllt afbrýðisemi manns hennar, enda verður hún að játa að grunur hans sé á rökum reist- ur. Leiðir þetta til þess að Burc- ley myrðir Owens. Starfsbróðir Burcleys, Jeff Warren, kemst í kynni við konu Burcleys og verð- ur ástfanginn af henni og biður hana að skilja við Burcley, svo að þau geti gifzt. Hún kveðst ekki þora það og segir nú Warr- en frá glæpi manns síns, en eggj- ar Warren jafnframt á að myrða Burcley. Warren neitar því harð- lega og sér nú hvers konar konu hann hefur ánetjazt. Hann segir því skilið við hana, enda bíður hans ung og fögur stúlka, dóttir vagnstjórans Alec Simmons, sem er vinur hans. — En í öðru reiði- kasti og undir áhrifum víns myrð ir Burcley konu sina. — Spenna þessarar myndar er mikil og hún er prýðilega leikin. Glenn Ford leikur Jeff Warren, en Gloria Grahame Vickie Burcley. en mann hennar, Carl Burcley, leikur Broderick Crawford. Eru þessir leikarar gamalkunnir bíó- gestum hér og fara þeir allir á- gætlega með hlutverk sín. Ego. RÁÐSTJÓRNARRlKIN og leppstjórn þeirra Ungverja- landi hafa höggvið stórt skarff í æsku Ungverjalands. — 46.000 Ungverjar á aldr- . inum frá 12 til 22 ára hafa verið settir í fangabúðir í Ráðstjórnarríkjunum. ana 30. sept. til 3. október. maí s.l. Teikning af nýja póst- og símahúsinu 1 Keflavik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.