Morgunblaðið - 03.10.1957, Blaðsíða 12
12
MORCVNItLAÐlÐ
Miðvikudagur 2. okt. 1957
\
Sendisvein og
rœsfingakonu
vantar okkur nú þegar.
xuupimuu,
Hringbraut 49
Siúlka
Rösk og ábyggileg, óskast til afgreiðslustarfa
Skósalan
Snorrabraut 36
DÖmur athugið
Höfum fengið nýtt litar Shampoo og góðar
Permanent olíur
Hárgreibslustofan LIÐUN
Laugavegi 28 — Sími 33844
GeymiS auglýsinguna.
Frönskunámskeið
A&ðiance Francaise
hefst mánudaginn 7. október. — Kennt verður í fjórum
flokkum:
1. fl. (byrjendur), þriðjud. og föstud. kl. 6,10—7.
2. fl. mánud. og fimmtud. kl. 5,10—6.
3. fl. mánud. og fimmtud. kl. 6,10—7.
4. fl. þriðjud. og föstud. kl. 5,10—6.
Kennarar verða ungfrú Madeleine Gagnaire sendi-
kennari og Magnús G. Jónsson menntaskólakennari.
Kennslan fer fram í Háskólanum.
Innritun og nánari upplýsingar í Bókaverzlun Snæ-
bjarnar Jónssonar & Co., Hafnarstræti 9, sími 11936.
Véfritunarnámskeið
hefjast í byrjun næstu viku. — Uppl. í síma 13196
milli kl. 2—7.
íbúðir til sölu
3ja herbergja íbúðir á hæðum í húsi við Laugarnesveg.
Fyrsti veðréttur er laus. Á 2. veðrétti hvíla kr. 50
þús. Sanngjarnt verð. Tilbúnar undir tréverk. —
Nýtízku þvottavélar fylgja.
2ja og 3ja herbergja íbúðir í húsi í Hálogalandshverfinu,
sem nýlega er byrjað að byggja. Hagstætt verð. —
Andvirði miðstöðvarlagnar (án ofna) og utanhúss
múrhúðun lánað til 2ja ára.
Höfum til sölu íbúðir af ýmsum stærðum.
FASTEIGNA & VERÐBRÉFASALAN
(Lárus Jóhannesson, hrl.)
Suðurgötu 4 — Símar 13294 og 14314
70 manna norrænt Jið á leið til
keppni á írægum MþenuveJli
ÞAÐ eru nokkur ár síðan fyrst var farið að ræða um möguleika á
keppni í frjálsum íþróttum milli Balkanríkjanna annars vegar og
Norðurlandanna hins vegar. — Þannig var haustið 1955 búið að
ákveða keppnina þá um haustið, en pólitískar deilur á Balkan ollu
því, að keppnin féll niður.
Viljinn hjá frjálsíþróttasam-
böndum viðkomandi landa va:
áfram fyrir hendi, og á ráðstefnu
fulltrúa frjálsíþróttasambanda í
Evrópu, er fram fór í Lundún-
um í janúar sl., var svo samið á
ný um keppnina. Er nú endan-
lega ákveðið að keppnin fari
fram 4. til 6. október nk. á Pan-
athéneen-leikvanginum í Aþenu,
hinum sama leikvangi og Ólym-
píuleikarnir fóru fram á 1896.
Þrír keppendur frá hvorum að-
ila keppa í öllum einstaklings-
greinum, en þær éru allar lands-
keppnisgreinar auk maraþon-
hlaups, og ein sveit frá hvorum
aðila í boðhlaupum, en þau eru
4x100 m, 1000 m og 4x400 m.
Val Norðurlandaliðsins var
framkvæmt í Stokkhólmi 16
sept. sl. af fulltrúum frá Dan-
mörku, Finnlandi, Noregi og Svi-
þjóð. ísland taldi sér ekki kleift,
vegna þess hve fyrirvari var stutt
ur og þess hve kostnaðarsamt
það er, að senda fulltrúa til
Stokkhólms til að taka þátt í
þeim fundi. Stjórn FRÍ símsendi
því lillögur sínar til Stokkhólms.
Var lögð áherzla á Vilhjálm Ein-
arsson í þrístökki (15,92) og lang
stökki (7,46), Hilmar Þorbjörns-
son í 100 m hlaupi (10,3) og 200
m hlaupi (21,3) og Valbjörn Þor-
láksson í stangarstökki (4,40).
Pétur Rögnvaldsson í 110 m grhl.
(14,6) og Hallgrím Jónsson í
kringlukasti (52,56). Auk þess
var bent á sem mögulega kepp-
endur: í kúluvarpi Skúla Thor-
arensen (16,00 m) og Gunnar
Huseby (15,95), í kringlukast:
Þorstein Löve (51,57 m) og Frið-
rik Guðmundsson (50,20).
Aðeins þrír af þessum mönnum
voru valdir, þeir Vilhjálmur Ein-
arsson í þrístökki, Hilmar Þor-
björnsson í 100 og 200 m hl. og
4x100 m boðhlaupi og Valbjörn
Þorláksson í stangarstökki. —.
Stjórn Frjálsíþróttasambands Is-
lands telur, að í þessu efni hafi
ísland verið hlunnfarið og hefur
þegar mótmælt þessu, sérstaklega
gagnvart 110 m grindahlaupinu,
kringlukastinu og kúluvarpinu.
Samtals voru valdir 56 kepp-
endur í Norðurlandaliðið og
skiptast þeir þannig: 24 Finnar,
18 Svíar, 10 Norðmenn, 3 íslend-
ingar og 1 Dani. Auk þess verður
9 manna farastjórn — 3 frá Sví-
þjóð, 3 frá Finnlandi, 2 frá Nor-
egi og 1 frá íslandi — 1 læknir,
3 þjálfarar og 1 nuddari. Samtals
eru þetta um 70 menn. — Þess
skal getið, til þess að valda ekki
misskilningi, að áður en lið Norð-
urlanda var valið, hafði verið
ákveðið af hinum Norðurlöndun-
um að einn Islendingur skyldi
vera í farastjórninni án nokkurra
skuldbindinga um hvort nokkur
íslenzkur keppandi yrði valinn
eða ekki.
Þriðjudaginn 1. okt. fór Norð
urlandaliðið fara með flugvél frá
Norðurlöndum til Aþenu. En Is-
lendingarnir, að undanskildum
Vilhjálmi Einarssyni, sem stadd-
urlandaliðið með flugvél frá
mannahafnar hinn 30. sept. og
sameinuðust liðinu. Frá Aþenu
er svo ráðgert að fara sömu leið
til baka heim þann 7. eða 8. okt.
Balkanríkin kosta ferðir liðs-
ins Stokkhólmur—Aþena fram
og til baka og uppihald í Aþenu,
en ferðir innan Norðurlandanna
verða Norðurlöndin að greiða
sjálf.
Balkanríkin hafa nú þegar val-
ið lið sitt og er það skipað 17
Júgóslövum, 12 Búlgurum, 12
Rúmenum og 10 Grikkjum, eða
samtals 51 keppandi á móti 56
keppendum frá Norðurlöndum.
Bæjakeppni á sunnudag
Lið Reykiavíkur
valið
Á SUNNUDAGINN klukkan 4
e. h. fer fram bæjakeppni í knatt-
spyrnu milli Reykjavíkur og
Akraness. Lið Reykjavíkur hefur
KRR valið og er það þannig skip-
að:
Björgvin Hermannsson, Val,
markvörður, Hreiðar Ársælsson,
KR, h.bakv., Guðm. Guðmunds-
son, Fram, v.bakv., Páll Arons-
son, Val, h.framv., Halldór Hall-
dórsson, Val, miðvörður, Hinrik
Lárusson, Fram, v.framv., Dag-
bjartur Grímsson, Fram, h.úth.,
Árni Njálsson, Val, h.innh., Þor-
björn Friðriksson, KR, miðherji,
Guðm. Óskarsson, Fram, v.innh.
og Skúli Nielsen, Fram, v.úth.
Varamenn: Karl Karlsson,
Fram, Magnús Snæbjörnsson,
Val, Halldór Lúðvíksson, Fram,
Garðar Árnason, KR, Villiam
Sheriff, Þrótti og Sig. Sigurðs-
son.
í fremri röð Guðmundur Gíslason, Ágústa Þorsteinsdóttir,
Einar Kristinsson. t aftari röð, Pétur Kristjánsson, Helgi Sig
urðsson, ögmundur Guðmundsson og Ernst Backmann.
5 manna hópur sund-
fóSks í keppnisför til
Rostock
I GÆR fóru utan flugleiðis með Flugfélaginu fimm manna hópur ís-
ænzks sundfólks. Heldur hópurinn til Rostock í A-Þýzkaalndi og
tekur þar þátt í miklu sundmóti, 5. og 6. október, eða á laugar-
daginn og sunnudaginn.
Keppnisgreinar
Pétur Kristjánsson skýrði blað-
inu svo frá, að hér væri
um gagnkvæmt boð að ræða. 5
austur-þýzkir sundmenn komu
hingað á vegum Ármanns 1956.
Þá greiddi Ármann allan kostnað,
nú greiða Þjóðverjar kostnaðinn.
Þau sem fóru utan eru Ágústa
Þorsteinsdóttir, Á, sem keppir 1
100 m skriðsundi og 100 m flug-
sundi, Pétur Kristjánsson, Á, sem
keppir í 100 m skriðsundi, Einar
Kristinsson, Á, sem keppir í 200
m bringusundi, Guðm. Gíslason,
ÍR, sem keppir í 100 m baksundi
og 100 m skriðsundi, Helgi Sig-
urðsson, Æ, sem keppir í 400 m
skriðsundi. Karlmennirnir taka
svo þátt í 4x100 m fjórsundi.
Fararstjóri er Ögmundur
Guðmundsson, yfirtollþjónn og
utan fór einnág Ernst Backmann,
þjálfari.
Á þessu móti verða meðal þátt-
takenda sundmenn frá öllum
Norðurlöndimum auk Þýzka-
lands og ef til vill fleiri stöðum.
Það verður því mikil keppni og
hörð. — Heim kemur flokkurinn
10. október.
Vilhjálmur sigraði
í Fiimlandi
VILHJÁLMUR Einarsson keppti
sem gestur á móti í Finnlandi á
sunnudaginn. Keppti hann í þrí-
stökki og vann yfirburðasigur.
Stökk hann 15,74 metra. Enginn
annar keppenda fór yfir 15
metra. Vilhjálmur er nú á leið
til Aþenu í Norðurlandaliðinu,
ásamt Hilmari og Valbirni.