Morgunblaðið - 03.10.1957, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 3. okt. 1957
MOttaUlSBLAÐlÐ
13
Hverjir ráðo skattpíningunni ?
í ræðu sirmi á fundi Sjálfstæð-
isfélaganna s.l. sunnudag, kom
Gunnar Thoroddsen nokkuð inn
á skatta- og útsvarsmál, og kvaðst
haf séð í Tímanum þann hinn
sama dag, ásamt mynd af sér, að
hann væri mesti „skattpíningar-
maður“ Sjálfstæðisflokksins og
hefði gengið „lengra í skattaálög-
um en nokkur annar vaidamaður
á íslandi fyrr og síðar“
Þetta kvað borgarstjórinn í
Reykjavík furðulega staðhæfingu’
þar sem útsvarsstiginn í Rvík
hefði lækkað en ekki hækkað á
síðasta ári og hefði ætíð verið
lægri en í ýmsum bæjarfélögum
öðrum, þar sem stuðnir.gsmenn
núverandi stjórnar hafi um langt
skeið farið með völd. Hins vegar
* kvað hann sig hafa reynt isamt
öðrum Sjálfstæðismönnum á Al-
þingi, að fá þungum útsvars-
byrðum létt af borgurum kaup-
staðanna með því að fá því fram
gengt, að söluskatturinn rynni að
einum fjórða hluta til bæja- og
sveitafélaga, þar sem hann væri
á lagður og eftir íbúatölu. Þessi
tillaga sín hefði fengið þær undir
tektir hjá Tímamönnum, að varð-
að hefði stj órnarslitum, ef fram
yrði knúin.
Það þarf ekki að eyða mörgum
orðum um, hver er mesti skatt-
píningarmaður hér á landi. Það
er sjálfur fjármálaráðherra Fram
sóknarflokksins. Með skattpín-
ingu ríkisins, sem hann gengst öll
um mönnum fremur fyrir, hefir æ
ofan í æ verið gengið svo á skatt-
stofna bæja- og sveitafélaga, að
til vandræða horfir. Með stríðs-
gróðaskattinum var það gert.
Með söluskattinum var það gert.
En í staðinn hefir bæja- og sveita
félögum ekki verið séð fyrir nýj-
um tekjustofnum, svo að þau
verða að ná svo til öllum tekjum
sínum í útsvörum. Þetta á ekki
einungis við Reykjavík, heldur
engu síður við Akureyri og önnur
bæjarfélög úti á landi.
Á kaupstaðaráðstefnunni á
ísafirði s.I. haust var einróma
samþykkt tillaga um, að bæjar
fél. værj heimilað að leggja
veltuutsvör á samvinnufélög
eins og annan rekstur. Þessari
tiliögu hefir ekki verið anzað
af stjórnvöldum. Enn munu
þau ætlast til, að samvinnu
félögunum sé hlíft við þeim
álögum, er allir aðrir verða að
bera. Enda verður hiut'ur
þeirra í gjaldabyrðum bæja-
og sveitafélaga minnkandi með
ári hverju.
Við lausn verkfallsins 1955 var
bæja- og sveitafélögum lögð ný
byrði á herðar. Hún var framlag
til Atvinnutryggingasjóðs og var
bæjarfélögum ekki lagður til
tekjustofn í staðinn. Hér a Akur-
eyri er þessi nýi gjaldpóstur á
fjárhagáætlun þessa árs 700 þús.
krónur. Alla þessa upphæð verð-
ur að taka með útsvarshækkun-
um á almenningi. Hið sama gildir
í Reykjavík nema þar má reikna
með, að þessi upphæð nemi a. m.
k. 5—7 millj. króna. Hvernxg get-
ur Tíminn fært slíkar hækkanir
bæjarútgjalda á kostnað borgar-
stjórans í Reykjavík eða bæjar-
stjórna á Akureyri eða Hafnar-
firði, og stimplað borgar- eða
bæjarstjöra mestu „skattpíningar
menn“ landsins af þexm sökum.
Tíminn ætti að sjá sóma sinn
í, að nota ekki orðið „skatta-
kóngur" um menn, sem vegna
skattpíningar ríkisins verða að
taka á bæjarfélögin álögur,
sem þeir hafa ekki beðið um.
(„íslendingur" á Akureyri)
388 nemendur í Gagn-
fræðaskóla Akureyrar
AKUREYRI, 1. okt. — í dag
kl. 5 var Gagnfræðaskóli Ak-
ureyrar settur í samkomusal
skólans að viðstöddum fjölda
nemenda óg gesta svo sem
húsrúm frekast leyfði. — Jo-
hann Frímann, skólastjóri,
flutti setningarræðu.
Alls verða 388 nemendur í skól
anum, sem mun starfa í 4 bekkj-
um og 15 deildum. Er þetta 40
nemendum fleira en var í fyrra
og hefir verið fjölgað um eina
bekkjardeild. Verða þá 6 verk-
námsdeildir og níu bóknáms-
deildir. Sýnilegt er að á næstu
árum mun fjölgun verða í Gagn-
fræðaskóla Akureyrar en hann
er nú fjölmennasti framhalds-
skóli utan Reykjavíkur. Nýir
kennarar verða Sigursveinn Jó-
hannsson, sem áður var kennari
á ísafirði og Oddur Kristjánsson
húsameistari sem taka mun að
sér viðbótarkennslu í handa-
vinnu, og einnig annast smíða-
kennslu unglingadeilda Mennta-
skólans sem eru til húsa í Gagn
fræðaskólanum, svo sem verið
hefir að undanförnu.
Matreiðslukennslan mun mjög
verða aukin á þessu hausti, þar
sem nú verður öllum stúlkum
bæði í verklegum og bóklegum
deildum fyrsta bekkjar kennd
matreiðsla. Stafar þetta af því að
sú kennslugrein hefir verið felld
Tveir barnaskólar starfa
nú á Akureyri
Yfir 1000 born í þeim báðum
AKUREYRI, 1 okt. — 1 dag kl. 2 var Barnaskólinn á Akureyri sett-
ur í Akureyrarkirkju. Eins og kunnugt er skiptist skólinn nú x
tvennt með tilkomu hins nýja Oddeyrarskóla. Hefur Eiríkur Sig-
urðsson, fyrrum yfirkennari við Barnaskólann, verið ráðinn skóla-
Stjóri við hinn nýja skóla, en við starfi hans sem yfirkennara tekur
Tryggvi Þorsteinsson, sem lengi hefur verið kennari við skólann.
niður í barnaskólanum. Þrír
kennarar sem verið hafa laus-
ráðnir hafa nú verið skipaðir
fastráðnir, þau Kristbjörg Krist-
jánsdóttir, Þorbjörg Finnboga-
dóttir og Sigurður Óli Brynjólfs-
son.
Verið er að byggja við aðal-
álmu skólans en sú viðbót verð-
ur ekki fullbúin á þessum vetri.
Vegna þrengsla í skólahúsinu,
hefir Iðnskóli Akureyrar, sem
frá byggingu þessa skólahúss,
hefir starfað þar, nú orðið að
leigja sér húsnæði í húsi Hús-
mæðraskóla Akureyrar til bráða
birgða. Er þetta til nokkurs ó-
hagræðis þar sem flestir 1/nnar-
ar Iðnskólans eru jafnframt fasta
kennarar Gagnfræðaskólans.
Þá hefir Gagnfræðaskólinn
einnig orðið að leigja sér eina
kennslustofu í íþróttahúsi bæjar-
ins.
Alls starfa 23 kennarar við
skólann að meðtöldum skóla-
stjóra, þar af eru 17 fastráðnir og
sex stundakennarar. _ vig.
Hannes J. Magnússon skóla-
stjóri flutti skólasetningarræðu,
en Eiríkur Sigurðsson skólastjóri
lýsti kennslu við nýja skólann
sem ekki getur enn tekið form-
lega til starfa vegna þess að bygg
ingu hans er ekki lokið. Mun
kennsla þar fara fram í leigu-
húsnæði annan hvern dag fyrst
um sinn. Ker.nsla í sérgreinum
svo sem hand^vinnu, leikfinv og
teiknun fellut niður fyrst í stað.
Munu börmn þess í stað Ijúka
námi í skyldusundi.
Við setningu skólans flutti sr.
Kristján Róbertsson bæn svo sem
jafnan hefir verið siður síðan far
ið var að setja skólann í kirkj-
unni. Fjöldi nemenda og allmarg
ir aðstandendur voru við skóla-
setninguna.
Talsverðar breytingar verða
nú á kennaraliði skólanna. Gamli
skólinn mun leggja hinum nýja
til kennslukrafta í leikfimi, en að
öðru leyti hefir Oddeyrarskóli
sjálfstætt kennaralið. Þar munu
Höfnm kaupendur
á hendinni að eftirtöldum
bifreiðum:
(■ injiiM Chevrolet '53, ’54,
1955. —
Volkswatfen ’55—’58.
Ford Consul, Zephyr
Zodia - ’55.
Skoda Statii-n ’55—’57.
og að vörubílum ’53-
Athugið, höfum til sölu yfir
500 bíla af flestum gerðum.
Verð vU allra hæfi. Leitið
tii okkar áður en þér festið
kaup annars staðar.
eða
-’57.
auk skólastjóra starfa fimm kenn
arar. þeir Eiríkur Stefánsson,
Theódór Daníelsson, Hilmar Jó-
hannsson og tveir nýir kennarar
Guðmundur Ólafsson og Sigurð- !
ur Flosason. Á þessu hausti j
hætta þrír gamalkunnir kennar- ;
ar sem starfað hafa við Barna- j
skólann sumir um fjölda mörg |
ár. Eru það þeir Helgi Ólafsson, (
Einar Þorvaldsson og Elín
Bjarnadóttir. Eftirtaldir nýir
kennarar taka til starfa við
gamla Barnaskólann: Elín Sig-
urjónsdóttir, Jón Gunnlaugsson,
Jóhann Sigvaldason og Jens Sum
arliðason.
Alls munu starfa 25 fastráðnir
kennarar og einn stundakennari
við skólann sem er í 29 deildum.
Þetta er í fyrsta sinn í fjölda
mörg ár sem gamli bai-naskólinn
kemst af með eigin húsnæði, en
þá er hann líka fullsetinn. Alls
eru um 800 börn í gamla barna-
skólanum en um 240 í Oddeyrar- |
Afgresðslustúlka
óskast strax
UUisimidi,
Langholtsvegi 49
Sendisveinn
Röskan sendisvein vantar okkur nú þegar.
Vinnutími kl. 6—12 f. h.
JHiprgimblaMh
Sími 2-24-80
Sendisveínn
óskast fyrir skrifstofu okkar.
Helgi Magnússon & Co,
Hafnarstræti 19
Trésmíðaverkstæði til solu
Vér höfum til sölu trésmíðaverkstæði, hús og margar
trésmíðavélar af fullkomnustu gerð ásamt smærri verk-
færum. Eignin er á 1300 ferm. leigulóð í nágrenni
Reykjavíkur. — Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar.
Málflutningsskrifstofa Áka Jakobssonar og
Kristjáns Eiríkssonar — Sími 11453
(Sölum. Bjarni Pálsson, heimasími 12059)
Hafnarfjörður
Hæð og ris í timburhúsi til sölu. — 3 herb. og eldhús
á hæð og 1 herb. og eldhús í risi. Laust nú þegar.
Útb. kr. 35—45 þúsund.
Bifreiðasalan Bókhloöust. 7. íáxmi 49168. > | Guðjón Steingrímsson hdl, Reykjavíkurvegi 3, Hafnarfirði Símar 50960 og 50783
j 1
Iðnaðarfyrirtæki Nú liggur fyrir að stað- setja iðnfyrirtæki í Boi-gar nesi. Þeir, sem óska eftir að gjörast meðeigendur, gjöri svo vel að senda afgreiðslu blaðsins tilboð með fram- lags-upphæð ca. og nafni, merkt: „Einkamál — 6818“ fyrir 15. október. Glœsileg íbúð til leigu nú þegar í alveg nýju húsi. Sér hitaveita og öll nýtízku þægindi. — íbúðin er 4 herbergi og eldhús, sérstaklega vönduð og falleg. — Fyrirframgreiðsla. — Tilboð er greini fjölskyldustærð sendist Mbl. fyrir föstu- dagskvöld, merkt: „Útsýni — 6824“.
^ Ljósprentun | Getum aftur tekið að okkur ljósprentun teikninga: Afgreiðum oftast teikningarnar meðan þér biðið. Tökum einnig afrit af ógagnsæum fyrirmyndum. Landstólpin Ingólfsstræti 6 — Sími 22760
Til leigu ibúð Ný og nýtízkuleg 2 herbergi og eldhús með þvottahúsi, á hæð, ca. 70 ferm. Leigist sanngja.nt gegn góðu láni. Tilboð merkt: , Hagkvæmt — 6834“, sendist Mbl., fyr- ir 5. þ. m.