Morgunblaðið - 12.10.1957, Síða 2

Morgunblaðið - 12.10.1957, Síða 2
2 MORCVTSBl AÐIÐ Laugardagur 12. okt. 1957 9 * X SjálfstœBismenn í bœjarstjórn skilja börfina á að fylgjast með þróuninni í opinberum rekstri Hagsýslustofa Reykjavíkur er sfoínuð með tordczmi og reynslu annarra borga í huga HÖFUÐBORGIR Norðurlanda hafa á síðustu tímum komið sér upp sérstökum stofnunum til að fylgjast með hinum umfangs- mikla rekstri borganna á ýmsum sviðum og gera tillögur um nýtt fyrirkomulag, sparnað eða aðrar breytingar. sem væru til bóta. Verkefni slíkra stofnana á veg- um höfuðborganna á Norður- löndum hafa í meginatriðum ver- ið þessi: 1. Að rannsaka starfsaðferðir og skipuleggja þær, svo að starfs- kraftar nýtist sem bezt. 2. Að stuðla að því að af- greiðsla mála í bæjarstofnunum valdi almenningi sem minnstri fyrirhöfn og tímatöfum. 3. Að fylgjast með því að á- kvörðunum um endurbætur og bætt skipulag sé framfylgt. 4. Að sjá um námskeið fyrir starfsmenn í þjónustu bæjanna. 5. Að meta tillögur, sem kunna að berast frá starfsfólki um bætt- ar starfsaðferðir. 6. Að láta í té umsögn um nauðsyn á nýjum stöðum, serrt til greina hefur komið að setja á fót. 7. Að hafa auga með möguleik- um á fækkun starfsmanna. 8. Að gera tillögur um aukna véltækni í bæjarrekstrinum. Þetta var rakið af Gunnari Thoroddsen borgarstjóra á síð- asta bæjarstjórnarfundi í sam- bandi við tillögu Sjálfstæðis- manna um að koma upp sams konar stofnun hér í Reykjavík. Borgarstjóri kvaðst hafa kynnt sér rekstur slíkra stofnana hjá höfuðborgunum á Norðurlöndum og samkvæmt þeirri reynslu, sem þar væri fengin væri rétt að koma upp svipaðri stofnun hér. Viðbrögð minnihlutans Eins og kemur fram í Tíman- um í gær reyna minnihlutaflokk- arnir að snúa út úr þessu máli. „Tíminn“ segir að sú stofnun, sem Reykjavíkurbær vill nú koma sér upp, að fordæmi ann- arra höfuðborga á Norðurlönd- um, sé „viðurkenning borgarstjór ans á gagnrýni minnihlutans“. Það er auðvitað hlægilegt, svo ekki sé sterkara að orði kveðið, að hér sé um nokkuð slíkt að ræða. Ýmsar þær borgir á Norðurlönd- Akureyri, 11. okt. f DAG fóru tveir menn í lítilli flugvél héðan frá Akureyri í eftir leit inn á öræfin í S-Þing. Voru þeir alls 4 klst. á flugi og fundu samtals 15 kindur. Klukkan 11,30 í morgun hófu þeir sig til flugs af Akureyrar- flugvelli Jóhann Helgason verzl- unarmaður, sem var flugmaður og hinn kunni fjallamaður Jón Sigurgeirssön frá Helluvaði, og voru í lítilli 3 sæta flugvél sem Jóhann á ásamt bróður sínum. Hugðust þeir í upphafi leita fram Bleiksmýrardal, sem er fram af Fnjóskadal, en fengu ekki gott skyggni þar. Héldu þeir þá áfram austur á bóginn og flugu austui norðan Dyngjufjalla og Herðu- breiðar allt austur að Jökulsá á Fjöllum. Síðastl. nótt haíði fallið lítils háttar föl fremst á öræfun- um og hafði jörð gránað og því erfitt að leita. Samt fundu þeir félagar nokkrar kindur á Jeiðinni austur á bóginn. Tvær sáu þeir við svonefnda Laufrönd, sem er skammt frá Skjálfandafljóti, frammi undir Vonarskarði. Þrjár fundu þeir fremst í Fijótsdal. Ekkert fé sáu þeir í Herðubreiðar lindum, né meðfram Jökulsá. um, sem komið hafa sér upp slík- um stofnunum hafa lotið stjórn svonefndra vinstri-flokka og eng inn orðað aðum væri að ræða eina eða neina játningu á gagn- rýni andstæðinganna. Því má svo bæta við, að „gagnrýni minnihlutans" og sparnaðartillögur hans, hafa ætíð verið mjög handahófskenndar og miðast fremur við pólitíska henti stefnu, en þörf bæjarfélagsins. Sumar „sparnaðartillögurnar" hafa verið svo fáranlegar að engu tali hefur tekið. Má t.d. á það minna, að í fyrra gerðu minni- hlutaflokkarnir tillögu um stór- felldan niðurskurð á fjárframlagi til tæknilegra stofnana bæjarins, svo sem skrifstofu bæjarverk- fræðings og skipulagsdeildar á sama tíma og þeir ætluðust til að þessar stofnanir hefðu með höndum stórlega auknar fram- kvæmdir. Á sama tíma og blöskrazt var yfir skorti á lóðum lagði minnihlutinn til að fækka því starfsliði, sem fæst við þau tækniverk, sem þurfa til úthlut- unar lóða! Ríkið sýnir enga viðleitni Það hefur verið margsannað að rekstarkostnaður ríkisins hefur vaxið hlutfallslega miklu meira en rekstrarkostnaður Reykjavík- urbæjar. En fjármálastjórn ríkis- ins, sem Eysteinn Jónsson hefur haft með höndum, óslitið í 7 ár, hefur enga viðleitni sýnt til bættra rekstrarhátta og sparnað- ar. Árið 1948 flutti þáv. fjármála- ráðherra Sjálfstæðisflokksins, Jóhann Þ. Jósefsson, frv. um ráðs mann ríkisins en í því fólst stofn- un, sem átti að gegna ekki ósvip- uðu hlutverki og sú stofnun, sem Reykjavíkurbær er nú að koma á fót. En Framsóknarmenn drápu það frumvarp. Þó gefizt hafi ýmis tækifæri til að leggja niður stöð- ur eða sameina embætti, hefur það ekki verið gert, heldur flokksmenn skipaðir umsvifa- laust í stöðurnar. Má í þessu sam- bandi minna á sendiherrastöður, mögulega sameiningu á einka- sölum tóbaks og áfengis og á em- bættum skipulagsstjóra og húsa- rneistara f íkisins. Nei — undir forustu Eysteins Jónssonar er engin viðleitni til Á leiðinni vestur fóru þeir mun norðar, eða skammt sunnan við Bláfell. Þar fundu þeir þrjár kindur, skammt framan við byggð. Tvær kindur fundu þeir á Breiðdal og síðast fimm í Timb- urvalladal. Þeir félagar sáu fleira á leið sinni en fé. Yfir Laufrandar- hrauni sáu þeir á flugi Sn—glu, en sá staður er eini varpstaður þessarar uglu sem vitað er um hér á landi. Ætlunin er að nú haldi Sigurð- ur Lúther á Fosshóli ásamt fleiri mönnum á bíl fram með Skjálf- andafljóti að vestan og sæki þær fimm kindur sem eru að austan verðu við fljótið. Verða þeir að vaða fljótið þegar fram eftir kem- ur og koma kindunum yfir, en þær verða síðan fluttar í jeppa- kerru til byggða. Aðrar kindur verða sóttar þaðan sem stytzt er til þeirra úr byggð. Slíkt eftirleitarflug og kostn- aður við fjárleit er greiddur úr sameiginlegum fjallskilasjóði Mý vetninga, Reykdælinga og Bárð- dælinga. í fyrra var sams konar eftirleit farin og gafst vel. — vig. sparnaðar, þótt rekstrargjöldin vaxi stórlega ár frá ári, Svo þeg- ar Reykjavíkurbær sýnir sjálf- stæða viðleitni að fordæmi ann- arra höfuðborga til hagsýni og sparnaðar í rekstri, þá er æpt um að slíkt sé játning á einhverri „gagnrýni“, sem auk þess hefur Iangsjaldnast verið nokkur eðli- leg eða heilbrigð gagnrýni, held- ur aðeins pólitískir tilburðir og vindhögg. Sjálfstæðismenn skilja nauðsyn þess að hafa vakandi auga með þróuninni í hvers konar opinber- um rekstri og stofnun hagsýslu- stofu Reykjavíkur er raunhæf viðleitni í þá átt og er þar stuðzt við reynslu og fyrirkomulag ann- arra höfuðborga. Hámark kosninga- baráttu STOKKHÓLMUR, 11. okt. — Á sunnudaginn fer fram í Svíþjóð þjóðaratkvæðagreiðsla um al- menn ellilífeyri og hvernig fjár skuli aflað til miklu víðtækari almannatrygginga en áður hafa þekkzt. í kvöld náði kosninga- baráttan hámarki með því að út- varp og sjónvarp vörðu allri dag- skrá kvöldsins í umræður um málið. Af skoðanakönnunum kemur það í ljós, að mikill hluti sænskra kjósenda er enn óráðinn hvaða afstöðu hann á að taka til máls- ins. Gífurlegum áróðri hefur ver- ið haldið uppi af stuðningsmönn- um þriggja tillagna sem kjósa skal á milli. 4,9 milljónir manna hafa at- kvæðisrétt. Skoðanakannanir sýna, að um 40% kjósenda hefur ekki enn tekið afstöðu í málinu. Búizt er við að kjör- sókn verði miklum mun lak- ari en við venjulegar þingkosn ingar. Þjóðaratkvæðagreiðslan er að- eins ráðgefandi til að veita sænska ríkisdeginum upplýsingar um almenningsálitið. Ef ein af umræddum þremur tillögum fengi mikinn meirihluta má þó telja víst að ríkisdagurinn byggi lagasetningu á þeim úrskurði. B&M smiba risaskip KAUPMANNAHÖFN, 11. okt. — Ákveðið er að stækka verulega skipasmíðastöð Burmeister & Wain, sem m. a. smíðaði Gullfoss. er ætlunin að byggja þar allt að 70 þúsunda smálesta skip. Skipa- smíðastöðin verður á sama stað og hún er nú, en dráttarbrautir verða lengdar til austurs út í sjóinn. Áætlað er að stækkun þessi verði fullgerð 1961 og verði þá hægt að smíða risaskip í Dan- mörku. Burmeister & Wain er mjög eftirsótt skipasmíðastöð fyr ir vandaða vinnu sína. Elnkum þykir hún standa framarlega í gerð dísil-véla. Verður konu stefnt sem barnsföður? KAUPMANNAHÖFN, 11. okt. — Óvenjulegt mál hefur komiö fyrir dómstól í Árósum. Kona hefur verið stefnt fyrir rétt í barnsfað- ernismáli og þess krafizt að hún gapgist við faðerni barns. Forsendur málsins eru þær, að kona þessi var áður karlmaður, en var fyrir skömmu breytt í konu með læknisaðgerð. Móðir barnsins kveðst hafa verið með manninum á dansleik og farið með honum heim í herbergi sití. En karlmaðurinn sem nú er orð- inn kona neitar faðerninu alger- lega. f eftirleit í lífilli flugvél lé sœ©sts (iæmdlr fiyrir að aha feiireið ölvaðii? Fjársekfir hækkaðar ÞRÁTT fyrir látlausa áeggjan til ökumanna um að aka ekki undir áhrifum áfengis, þá er það stað- reynd að ölvun við akstur hefur farið mjög vaxandi hér í bænum að undanförnu. I þessari viku hafa 16 ökumenn, þar af ein koná, verið dæmdir fyrir að hafa ekið bíl undir áhrifum áfengís. Nýlega er það gengið í gildi að fjársekt fyrir ölvun við akstur hefur verið hækkuð. Lægsta sekt verður framvegis fyrir slíkt brot 2000 krónur, en lækkun var gerð í þessari viku, þannig að sumir þeirra sem nú voru dæmdir var gert að greiða 2000 kr., en aðrir „sluppu" með 1200 krónur. Refsingin sem ökumennirnir voru dæmdir í var auk ökuleyfis- sviptingar, frá 1200 kr. sekt til 15 daga varðhalds óskilorðisbundið. Ökuleyfissviptingin var frá 4 mánaða til lífstíðar missis ölcu- réttinda. f hópi bílstjóranna voru nokkrir atvinnubílstjórar og eru þeir meðal þeirra sem sviptir voru ævilangt ökuleyfi. Þessi eina kona sem dæmd var fyrir að aka undir áhrifum áfengis, hafði ekki heldur ökuleyfi. Þýzkir vísiíidaMeim telja að hverimir hér geti oröið miklir heilsubrunnar Miki'ð hefur verið m þeffa ræi! í þýikum biöðum FYRIR nokkru voru hér á ferð^ þýzkir sérfræðingar, þeirra er- inda að athuga og kynna sér leir og gufuhveri hér á landi, í þeim tilgangi, að hagnýta mætíi þá og taka í þjónustu læknavísindanna. Skömmu eftir að þeir héldu héð- an fór Gísli Sigurbjörnsson, for- stjóri, til Þýzkalands til skrafs og ráðagerða um þessi mál. Er hann nýlega kominn heim úr þeirri ferð. Mikið um för vísindamannanna rætt Gísli kvað fólk í Þýzkalandi mik- ið hafa rætt um för vísindamann- anna hingað, en þeir voru frá há- skólabænum Giessen. í för með þeim var ritstj. blaðsins Giessen er Anzeiger, og ritaði hann langa grein í blað sitt um förina til ís- lands. Miklir möguleikar í grein þessari skýrir ritstjór- inn Karl Brodhacker, frá áliti vísindamannanna um það hvern- ig megi nota gufu- og leirhveri á fslandi, en þeir athuguðu mest hverfasvæðið umhverfis Hvera- gerði. í greininni segir m.a.: Leir- og gufuhverirnir á íslandi virð- ast gefa mikil tækifæri til ýmis konar lækninga, t. d. á vöðva- og taugagigt og þá ekki hvað sízt á lömunum, bæði af völdum slysa og mænuveiki. Notaðir til hitunar gróðurhúsa Á öðrum stað í greininni segir: Nú sem stendur, eru hverir þess- ir flestir aðeins virkjaðir til bráðabirgða og einkum til hitun- ar gróðurhúsa. Til þess að gera þá nothæfa í þágu læknavísind- anna, þarf að byggja í kring um þá og útiloka þannig hvers konar óhreinindi. í þessu efni þaif þó að gæta þess, að vatnsmagnið eða leirmagnið minnki ekki og haldi öllum sínum eðlis- og efna- fræðilegu eiginleikum. Skýrslur um athuganir Gísli Sigurbjörnsson, kvað nú skýrslur um athuganir vísinda- mannanna hér væntanlegar innan skamms tíma. Hann kvaðst álita að það mál ætti langt í land, að þessar „heilsulindir“ yrðu tekn- ar til notkunar í þágu læknavís- indanna, en það yrði gert fyrr eða síðar. Þetta mál eins og mörg önnur bíði síns tíma. Hann lét vel af för sinni ytra. EIÍSABET Bretadrottning og eiginmaður hennar, Filippus hertogi af Edinborg, lögðu snemma í morgun af stað í Vesturálfuför sína. Þau fljúga í einum áfanga frá Lundún- um til Nýfundnalands í nýrri farþegaþotu af gerðinni Bristol Britannia. Töflur gegn inflíienzu LONDON, 11. okt. — Fréttir ber- ast stöðugt úr öllum löndum Vestur-Evrópu af inflúenzufar- aldrinum sem nú herjar þar. 1,3 milljón manns á Ítalíu hafa tekið veikina og eru öll sjúkrahús í Milano yíirfull. Veikin breiðist óðfluga út um Frakkland og er æ fleiri skólum lokað þar í landi. í herbúðum í Bajaralandi eru 20% hermannanna sjúkir. Tilraunir hafa verið gerðar að undanförnu í Bretlandi með bólusetningarefni, sem tekið er inn í töflum. Hefur það gefizt vel m.a. í verksmiðj um. Hver maður fær átta töfl- ur og tekur þær inn með viss- um millibilum sem dreifast jafnt yfir einn mánuð. Pinay reynir stjórnarmyndun PARÍS, ll.'okt. — Eftir að René Pleven hefur gefizt upp við stjórnarmyndun talaði Coty for- seti í dag við Antoine Pinay for- ingja „Óháða íhaldsflokksins" og bað hann freista stjórnarmynd- unar. Pinay féllst á að reyna það. Hann er alveg nýkominn heim úr miklu kynningarferðalagi í Asíu- löndum. Honum hefur ekki verið settur neinn ákveðinn frestur til verksins. Á morgun (laugardag) mun hann hefja viðræður við foringja annarra stjórnmála- flokka og leggja fyrir þá nýja efnahagsmálaáætlun. Pinay var forsætisráðherra 1952 og gat sér þá góðan orðstír fyrir viðleitni sína til að varðveita gengi frank- ans. Er einmitt þörf slíkra manna í stjórnarsætið nú. — NTB. — Rúbininn Framh. af bls 1 Gyldendal því yfir að hann áfrýj aði dóminum til Hæstaréttar. Dómurinn yfir Mykle hefur komið á óvart meðal norsks al- mennings. Það hafði komið í Ijós við réttarhöldin að allir færustu bókmenntafræðingar landsins voru þeirrar skoðunar að bókin hefði mikið listrænt gildi. í sam ræmi við þetta taldi almenningur að bókin yrði leyfð, þar sem kyn- ferðislýsingar eru listrænar. Dómstóllinn viðurkennir að Rauði rúbíninn sé mikið listaverk' En það breytir ekki hinu, að höf- undurinn hefur með oókinni far- ið út fyrir takmörk alls velsæm- is. t

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.