Morgunblaðið - 19.10.1957, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 19.10.1957, Qupperneq 2
* 2 M O R C v 7V F? r 4 Ð 1Ð Laugardagur 19. okt. 1957 Fró Alþingi FUNDIR voru í gær í báðum deildum Alþingis. í efri deild flutti Bernharð Stefánsson stutta ræðu um frumvarp um áfram- haldandi innheimtu 50% eigna- skattsviðauka (Sjá Mbl. 12. okt.) Var því vísað til 2. umræðu og fj árha gsnefndar. í neðri deild var stjórnarfrum- varpi um jarðhita (sjá Mbl. í dag) vísað umræðulaust til 2. umr. og allsherjarnefndar. Karl Guðjónsson (K) flutti framsögu- ræðu um frumvarp um að undan þiggja skatti tekjur af eftirvinnu svo og nætur- og helgidagavinnu. Frumvarps þessa var getið í blaðinu í gær. í framsöguræðu sagði Karl Guðjónsson m. a. að verkalýðsfélögin hefðu fulla heimild til að banna eða tak- marka eftirvinnu og gripu þau til þess ráðs, myndi útflutnings- framleiðslan bíða mikinn hnekki. Frumvarpinu var vísað til 2. umr. og fjárhagsnefndar. Útbýtt hefur verið 3 nýjum þingskjölum. Ingólfur Jónsson og Sigurður Ó. Ólafsson fiytja til- lögu um eftirgjöf lána og Pétur Ottesen frumvarp um nýja skip- an á greiðslu kostnaðar við skóla, er ríki og sveitarfélög reka í sameiningu. Beggja þessara þing skjala verður getið sérstaklega í Mbl. Þá flytja Bernharð Stef- ánsson og Friðjón Skarphéðins- son tillögur um vegamál í Eyja- firði. ^ Vegir í Árnessýslu SIGURÐUR Ó. Ólafsson flytur tillögur á Alþingi um breytingar á vegalögum. Fjalla þær um 3 vegi í Árnessýslu: Sólheimavegur liggi af Biskupstungnabraut hjá Minni-Borg, um Sólheima, Kringlu og Bjarnastaði, á Bisk- upstungnabraut austan Svína- vatns. Skarðsvegur liggi af Gnúp verjavegi sunnan Geldingaholts, um Ásbrekku og Skarð, á Skeiða- og Hreppaveg hjá Laxárholti. Laxárdalsvegur liggi af Gnúp- verjavegi neðan Hamarsheiðar, hjá Mástungum og Skáldabúðum, að Laxárdal. Stúdentar STÚDENXARÁÐSKOSNING ARNAR eru í dag. Kosningaskrif- stofa Vöku, félags lýðræðissinn- aðra stúdenta, er í Vonarstræti 4, RÍmar 24477 og 10530. Listi Vöku er D-listinn Gullöldin okkar — síðasta sýning HIN snjalla revýa, Gullöldin okkar, sem búið er að sýna 64 sinnum við ágætar undirtektir, verður sýnd í síðasta sinn annað kvöld í Austurbæjarbíói. For- svarsmenn revýunnar hafa tjáð blaðinu, að þeir hafi viljað gefa sem flestum kost á að sjá þessa síðustu sýningu og þess vegna tekið Austurbæjarbíó, á þeim tíma sem öllum ætti að henta bezt, eða kl. 9,15. — Eins og kunnugt er fara með aðalhlut- verk í Gullöldinni þau Haraldur Á. Sigurðsson, Steinunn Bjarna- dóttir, Lárus Ingólfsson, Karl Guðmundsson, Sigríður Hannes- dóttir og Hjálmar Gíslason. Félagsmálaráðherra og liðsmenn hans reyna eflir mætti að spilla fyrir því að fólk greiði úlsvör sín lil bæjarsjóðs BORGARSTJÓRI svaraði á fundi bæjarstjórnar í fyrradag fyrir- spurn frá Þórði Björnssyni, bæj- arfulltrúa Framsóknarmanna, um innheimtu útsvara. Kom fram, að innheimtan hefur geng- ið betur til ágústloka á þessu ári en undanfarin ár. Um hver mánaðarmót nú hefur komið fram, að 2—3% meira hefur verið greitt í bæjar- sjóð en í sama mánuði fyrir ári. í september voru útsvars- greiðslur lægri en búizt var við. Allar líkur benda til þess að orsakirnar séu aðgerðir rikisstjórnarinnar og tilburðir og tilraunir Hannibals Valdi- marssonar til að ómerkja á- lagningu útsvara í Reykja- vík. Að vísu brugðust ýmsir þann- ig við tilræðinu, að þeir inntu greiðslur sínar fyrr af hendi en sl. ár, en því miður hafa of marg- ir dregið að greiða, og innheimtu aðgerðum vaTð að fresta. Hefur mjög verið að því unnið af sam- herjum ráðherrans að hvetja menn til að fara sér hægt í að greiða og til að kæra. Blöð birtu fyrirmyndir að kærum og ýmsir lögfræðingar, er stjórninni standa nærri, höfðu fjöldafram- leiðslu á kærubréfum. Afleiðingin hefur orðið sú, að um 4 milljónir kr. vantar á Ráðherranefnd f jallar uin fríverzlun PARÍS, 18. okt. — f dag lauk fundi Efnahagssamvinnustofnun- arinnar og sóttu hann fulltrúar 17 landa. Var fjallað um sam- eiginlegan Evrópumarkað og frí- verzlunarsvæðið svonefnda. Að undanförnu hafa nefndir serfræð- inga fjallað um þessi mál, en ráð- herrarnir, sem fundinn sátu, ákváðu nú að sérstök ráðherra- nefnd skyldi taka málið að sér. Formaður þessarar nefndar er brezki ráðherrann Maudling, sem hefur með höndum Evrópu- mál í brezku stjórninni. Honum hefur verið falið að semja spurn- ingalista til þess að fá fram hin ýmsu sjónarmði aðildarríkjanna um ýmis umdeild vafaatriði. Störfum sínum á hann að hafa lokið fyrir næsta ráðherrafund, sem verður í lok nóvembermán- aðar. Þau vandamál, sem hér er um að ræða. eru meðal annars andstaða Breta gegn því að frí- Biblíuskóli Fíladelf- íusafnaðarins EINS og undanfarin haust hefur Fíladelfiusöfnuðurinn Biblíu- skóla á þessu hausti. Skólinn hefst mánudaginn 21. þ. m. og lýkur þriðjudaginn 5. nóvember næstkomandi. verzlunin nái til landbúnaðar- vara — og krafa Frakka um að fríverzlunarsamnmgarnir verði sniðnir eftir samningum megin- landsríkjanna sex um sameigin- legan markað. Ekkert athugavcrt STOKKHÓLMI, 18. okt. — Vax- andi óánægju gætir í Svíþjóð vegna þess að sænsku stjórnar- völdin hafa ekki stöðvað sölu „Sangen om den röde rubin“ i bókaverzlunum landsins. Eru það aðallega kristileg samtök, sem hér um ræðir. Kristilega dagblað ið hefur að undanförnu ráðizt harkalega á stjórnarvöldin og sagt, að frá Svíþjóð væri sorp- inu nú dreift yfir Norðurlönd. — Fréttamaður NTB átti í dag tal við sænska dómsmálaráðherr- ann og spurði, hvort hann hefði í hyggju að banna bók Mykle. Ráðherrann sagði, að þessi bók sem allar aðrar hefði farið um hendur dómsmálaráðuneytisins — og þar hefði ekki fundizt neitt, sem bryti í bága við prentfrelsis- lögin. Snæddu með að útsvörin, er standa undir nær öllum íbúðabyggingum og öðrum framkvæmdum og útgjöldum bæjarins, hafi greiðzt jafnvel í bæjarsjóð í september og ráð var fyrir gert. Borgarstjóri ræddi nokkuð um fjárhag bæjarins að öðru leyti og minnti á hin stórkostlegu van- skil ríkissjóðs, er um sl. mánaða- mót skuldaði bæjarsjóði um 23 millj. kr. Þórður Björnsson veittist með gífuryrðum að borgar- stjóra fyrir að minnast á skipti rikis og bæjar í fjármálum. Af því tilefni tók Jóhann Haf- stein til máls og kvaðst undrast mjög framkomu Þórðar. Hann notaði bæjarstjórnarfundi til að lesa blaðamönnum Tímans fyrir og þættist nú bíða frétta af fjár- hag bæjarins í ofvæni. Þórður ætti þó sæti í bæjarráði, er væri raunverulega fjárhagsnefnd bæj- arstjórnarinnar, og hann væri því ekki að biðja um neitt, sem honum væri ókunnugt um eða hann ætti ekki þegar aðgang að. Hluti ríkisins í skolakosfnaði Frumvarp Péturs Ottesen PÉTUR Ottesen flytur frumvarp á Alþingi varðandi greiðslu kostn aðar við skóla, sem reknir eru sameiginlega aí ríki og sveitafé- lögum. Efni frumvarpsins er þetta: Ríkissjóður greiði 90% af stofnkostnaði heimavistarskóla gagnfræðastigs svo og húsmæðra- skóla — í stað 75%, eins og nú er. Ríkið greiði einnig 90% (í stað 75% nú) af hitakostnaði þessara skóla, ef þeir njóta ekki jarðhita. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir meiri þáttöku ríkisins í greiðsiu þess kostnaðar við fyrr- nefnda skóla, sem ekki er sér- staklega nefndur í lögum. Frumvarp þetta er flutt með hliðsjón af tillögum sem samdar voru haustið 1956 á fimdi full- trúa nokkurra sýslufélaga er standa undir kostnaði af héraðs- skólum og húsmæðraskólum 1 sveitum. I greinargerð er sagt, að skóla- kostnaður sveitafélaga sé mjög misjafn, sum sveitafélög greiði ekkert til skólahalds, önnur þurfi að kosta marga skóla. Hins vegar séu menntastofnanimar yfirleitt ekki nema að litlu leyti sóttar af nemendum úr þeim sýslum, er kostnaðinn bera. Þegar tillit er tekið til þessa, telur flutnings- maður sanngjarnt að gera þæf breytingar á núgildandi lögum, sem fram koma í frumvarpi hans. Frumvarp samhljóða þessu var flutt í fyrra, en mætti mótstöðu stuðningsflokka rikisstjórnarinn- ar og náði ekki fram að ganga. Æskulýðsfulltrúi í KVÖLD býður Hjálpræðisher- inn s.major Arvid Strand vel- kominn til íslands með móttöku- samkomu, er haldin verður í sai Hj álpr æðishersins. S.major Arvid Strand er yfir- maður æskulýðshreyfingar Hjálp ræðishersins á Islandi, Færeyjum og í Noregi. Hann er þekktur atorkumaður innan æskulýðs- starfs Hjálpræðishersins á Norð- urlöndum. A morgun heldur majórinn til Akureyrar. Hann mun einnig heimsækja Siglufjörð og Isafjörð í þessari ferð. Að lokum heldur hann sam komur í Reykjavík frá sunnudegi 2. nóv. til föstud. 8. nóv. Dulles Ingolf Kolshus. Biblíulestrar verða daglega kl. 2, 5 og 8,30. Sunnudaga, fimmtu- daga og laugardaga verða þo vakningarsamkomur kl. 8,30. Söfnuðurinn hefur lagt áherzlu á að fá valdan kennimann til að vera aðalkennara skólans í ár sem undanfarið. Er það Ingolf Kolshus frá Ósló, sem er vel þekktur kennimaður innan Hvítasunnuhreyfingarinnar. Auk hans kenna innlendir forstöðu- menn og trúboðar. Eins og áður er öllum heimill aðgangur jafnt að Biblíulestrun um og vakningarsamkomunum, meðan húsrúm leyfir. Biblíuskólinn verður settur mánudaginn 21. þ. m., kl. 8,30. Foringjar ræðast við LONDON, 18. okt. — Fullvíst er talið, að Adenauer kanslari sæki Macmillan heim í næsta mánuði til þess að ræða við hann um við- horfin á alþjóðavettvangi. Mac- millan fer vestur um haf til víð- ræðna við Eisenhower í næstu viku — og geta þeir Macmillan og Adenauer þá borið saman bækurnar með hliðsjón að því, sem Eisenhower hefur lagt til máianna. Gegn ísrael TEL AVIV, 18. okt. — Ben Gurion, forsætisráðherra fsraels- ríkis, réðist í dag harkalega á Ráðstjórnarríkin í ræðu er hann flutti á fundi flokks síns. Kvað hann Rússa nú gera allt, sem í þeirra valdi stæði til þess að egna Arabaríkin gegn ísrael. Áróður gegn ísrael væri daglegt brauð i blöðum Ráðstjórnarinnar — og hann væri ætlaður til þess að gera Arabaríkin enn hliðhollari Rússum — og opna þeim leiðina inn I löndin fyrir botni Miðjarð- arhafsins. WASHINGTON 18. okt. — Eisen hower forseti sæmdi Filip prina í dag gullorðu bandaríska land- fræðifélagsins með sérstakri við- höfn í Hvíta húsinu. Síðar sat Filip fund með vísindamönnum og var honum þá m.a. sýnt líkan af gerfitungli því, er Bandaríkja- menn ætla að skjóta út í geim- inn. Síðar í dag var móttaka I brezka sendiráðinu Elísabetu og Pilip til heiðurs. í kvöld sátu þau kvöldverðarboð Dullesar utan- ríkisráðherra og konu hans. OTTAWA, 18. okt. — Yfirforingi Kyrrahafsflota Kanadamanna lét svo um mælt, að Kanadamenn mundu granda hverjum þeim ó- kunnum kafbát, sem sýndi sig innan landhelgi Kanada. Undan- farið hefur orðið vart ókunnra kafbáta við Kanadaströnd. í f angelsi ? OSLÓ, 18. okt. — Norska stjórn- in hefur enn einu sinni snúið sér til sýrlenzku stjórnarinnar og beðið um upplýsingar um norskan ríkisborgara, sem hvarf í Sýrlandi í sumar — 'og ekkert hefur síðan spurzt til. Hefur norska stjórnin haft veður af því, að maður þessi, Helleren að nafni, sé í haldi hjá Sýrlending- um. Það var í júlí s. 1., að Heller- en fór yfir sýrlenzku landamær- in — frá Tyrklandi. Var hann í einkaferð um löndin fyrir botni Miðjarðarhafsins. Norska stjórn- in hefur hvað eftir annað innt sýrlenzku stjórnina eftir mann- inum, en ávallt fengið sama svar- ið: „Við vitum ekkert um þenn- an mann“. Skiptar skoðanir NEW YORK, 18. okt. — Fulltrúi Hollands í stjórnmálanefnd Alls- herjarþings S. Þ. lét svo um mælt í ræðu í dag, að það væri skoðun hollenzku stjómarinnar, að gagnkvæmt samkomulag um að tilraunum með kjarnorkuvopn yrði hætt, mundi ekki tryggja heimsfriðinn á neinn hátt. Hann kvað djúpið nú svo mikið milli stórveldanna, að slíkar skuldbind ingar þeirra yrðu harla léttvæg- ar. Það yrði að fást örugg trygg- ing fyrir því að samkomulagið yrði haldið. Ráðstjómarríkin, Indland og Japan eru fylgjandi slíku banni, en íulltrúar Breta og Bandaríkja- manna telja, að slíkt bann, eða samkomulag, komi einungis til greina sem liður í allsherjaraf- vopnunarsamkomulagi, sem og næði til framleiðslu kjarna- kleyfra efna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.