Morgunblaðið - 19.10.1957, Page 7

Morgunblaðið - 19.10.1957, Page 7
I/augardagur 19. okt. 1957 MOJtCinSBlAÐlB f Þjóðdonsor kenndir í mörgum barna og STARFSEMI Þjóðdansafélags Reykjavíkur hófst miðvikudag- inn 16. okt. í Skátaheimilinu við Snorrabraut. Kennsla verður með ■vipuðum hætti og undanfarin ár og verður kennt í 11 flokkum barna og fullorðinna. Kennsla í barnaflokkum mun ▼erða á miðvikudögum og verður kennt í 5 flokkum. Aherzla er lögð á að kenna ýms undirstöðu- ■triði dansa. Jafnframt eru kennd ir fjölbreyttir barnadansar, gömlu dansarnir og í framhalds- flokkum og eldri flokk byrjenda «ru kenndir vikivakar og erlend- ir þjóðdansar. Aðsókn í barna- flokkana hefur verið mjög mikil, ■vo að færri hafa komizt að en þcss hafa óskað. Aðsókn drengja flokkum unglinga hefur farið vaxandi og má geta þess að í tveim flokkunn voru jafnmargir drengir og stúlkur sl. ár. Kennari yngstu barnanna (byrjenda) verður frú Matthildur Guðmundsdóttir kennari, en Svavar Guðmundsson kennari mun annast kennslu í öðrum barnaflokkum. Stefnt verður að sameiginlegrj sýningu fyrir for- eldra barnanna næsta vor, en vegna þrengsla var ekki hægt að koma við slíkri sýningu sl vor. Unglingaflokkur ^ (piltar og stúlkur) verður i Edduhúsinu á miðvikudagskvöidum. Sýningar- fiokkur félagsins verður einnig á miðvikudagskvöldum á sama stað. Nokkur breyting verður é starf- semi fullorðinsflokka. Byrjenda- flokkur í þjóðdönsum verður á miðvikudagskvöldum í Edduhús- inu. Hinir vinsælu flokkar í gömlu dönsunum svo og fram- haldsflokkur í þjóðdönsum verða í Skátaheimilinu á sunnudags- kvöldum. Kennt verður í þriggja vikna námskeiðum og er óilum heimil þátttaka. Einu sinni í mánuði verður skemmtikvöld fyrir alla flokka- fullorðinna og gesti. Auk þeirra kennara, sem önn- uðust kennslu hjá félaginu sl. vetur, en þeir eru frú Matthilóur Guðmundsdóttir, frú Sigríður Val geirsdóttir og Svavar Guðmunds- son, bætist félaginu nýr kennari frk. Minerva Jónsdóttir. Minerva Jónsdóttir, sem er iþróttakennari að menntun, var i sýningarflokki félagsins fyrstu starfsárin, en er nú nýkomin heim eftir þriggja ára nám við eina af þekktustu dansxennara- stofnunum Evrópu. Stundaði hún nám við Laban Art og Movement Centre í Englandi. íbúS til sölu Fyrsta hæð hússins nr. 24 við Sólheima. — Ibúðin er 156 ferm. að stærð og selst fokheld. Upplýsingar á staðnum og í síma 15694 á laugardag og sunnudag. ár Ufvegsmenn Útvegum eikarbyggða fiskibáta frá Danmörku, Noregi og Skotlandi. Verðið mjög hagstætt. Afgreiðslutími stuttur. IMagnús O. Olafsson Hafnarhvoii. Atvinna Hið mjúka Rinso þvæli skilar dósamlegum þvotti Hið freyðandi RINSO þvær allt og þvær vel. Og þvott- urinn er lifandi og sem nýr, og hendurnar mjúkar, eins og þær hefðu aldrei komið í vatn. Það er vegna þess, að Rinso freyðir sérstaklega vel, — og er milt og mjúkt og drjúgt. Þúsundir húsmæðra um allan heim vita, að Rinso ber af öllum þvottaefnum, af því að hið mjúka Rinso þvæli gefur alltaf fullkominn árangur og skilar fatnaðinum sem nýjum. Freyðandi Rinso er sjálfkjörið í þvottavélar. Nýja mógkonan hennar mömmu Þegar nýja mágkonan hennar mömmu heimsótti okkur í fyrsta skipti tjaldaði mamma því sem til var og bar á borð þær beztu kökur, sem hún hefur nokkurn tíma bakað. En það voru ekki kökurnar, sem vöktu mesta hrifningu, heldur mjallhvíti dúk- urinn á borðinu. Þegar mamma sagði, að hann væri þveginn úr Rinso, varð móg- konan ekkert hissa. „Ég kaupi sjálf alltaf Rinso. Þvotturinn verður svo lifandi", sagði hún. „Það jafnast ekkert á við það“. RINSO þvær betur — og kostor minno Ábyggilegur maður óskast til afgreiðslu- og skrifstofustarfa. Þarf að kunna vélrilun. Umsóknir ásamt meðmælum, ef til eru, leggist inn á vörubílastöðina Þrótt fyrir 24. þ. m. HafnarfjörSur Unglinga eða eldri mann vantar til að bera blaðið út í hálfan vesturbæinn. — Hátt kaup. Talið strax við afgreiðsluna Strandgötu 29. Barber — Greene Hleðslufæki Sparið mannafl; biðtíma og fé Barber-Greene hleðslutækin eru hraðvirkustu tæki sinnar tegundar þegar um mokstur á lausu efni er að ræða. — Auðveld í notkun. Enga æfingu þarf til að fara með tækin. Flutningur milli staða er auðveldur. — Hleðsluhraði á sandi, möl, kolum og öðrum efnum er allt að 2 teningsmetrar á mín- útu. — Tækin eru fáanleg á beltum og hjólum. í flutningi milli staða fer hjólavél með allt að 20 km hraða. LAUGAVEG 166.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.