Morgunblaðið - 27.10.1957, Page 12
12
MORGVHBI 4ÐIÐ
Sunnudagur 27. okt. 1957
atttiSitÞIðMfe
Eítg.: H.t Arvakur. Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðauitstjórar: Valtýr Steíánsson (óbm.)
Bjarní Benediktssor-
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Ola, simi á3045
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og algreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480
Askriftargjald kr 30.00 á mánuði mnaoiands.
t lausasölu kr. 1.50 emtakið.
NY LOFORÐ BÆTA EKKI
ÞAU SVIKNU UPP
Miðstjórn Alþýðusambands-
ins og efnahagsmála-
nefnd þess hafa gefið út
yfirlýsingu um að þessi samtök
leggi til að „samningum verði
ekki að þessu sinni sagt upp til
þess að knýja fram almennar
kauphækkanir". Segir ennfremur
i yfirlýsingunni að „augljósir og
miklir erfiðleikar steðji að árang-
ursríkri framkvæmd verðstöðv-
Unarstefnu verkalýðshreyfingar-
innar og almennar kauphækkanir
mundu eins og nú standa sakir
auka á þá erfiðleika“.
Það væri góðra gjalda vert, ef
kommúnistar, sem stjórna nú Al-
þýðusambandi íslands hefðu gert
sér ljóst, að hækkun kaupgjalds
felur enga kjarabót i sér fyrir
launþega, þegar framleiðsla þjóð-
arinnar getur ekki risið undir
henni og þegar hæklsun verðlags
fylgir jafnhax-ðan í kjölfar kaup-
hækkanna. Á undanförnum árum
hafa kommúnistar einmitt talið
slíkar kauphækkanir heillaráð
fyrir verkalýðinn. En þá hafa
þeir verið í stjórnarandstöðu.
Nú þegar kommúnistar eru í
ríkisstjórn segja þeir verkalýön-
um hins vegar að „almennar kaup
hækkanir“ „auki erfiðleika" hans
og leggja þess vegna til að samn-
ingum sé ekki sagt upp.
Auðvitað er þetta ein staðfest-
ingin á hinni póltísku misnotkun
kommúnista á verkalýðshreyf-
ingunni.
StórfelJdar verðlags-
hækkanir
„En við höfum stöðvað hækkun
veiðlagsins", segja kommúnislar,
og ætlast til að almenningur trúi
þeim. Sannleikurinn í málinu er
sá, að á þessu ári hafa orðið stór-
felldar verðlags hæKkanir. Hin
falsaða og niðurgreidda vísitala
hefur hækkað um 5 stig á árinu.
Niðurgreiðslur á verðlagi hafa ’
verið auknar um milljonatugi.
Hver borgar þessai milljónir?
Almenningur í landinu. Og hver
borgar þaer 300 milljonir króna,
sem efnahagsmálaráðstafanir rik-
isstjórnarinnar kröfðust um síð-
ustu áramót?
Auðvitað borgar almenningur
þessar 300 millj. kr. Hver einasta
5 manna fjölskylda verður að
borga 9500 kr. í nýjum sköttum
og tollum.
En blað kommúr.Ista og for-
seti Alþýðusambandsins scgja
að hækkun verðlagsins hafi
verið stöðvuð og kaupmátíur
launa tryggður. Svona hyldjúp
er fyrirlitning kommúnista
fyrir dómgreind fólksins.
Hver einasti maður veit og
finnur, nvernig siaukin dýrtíð
og auknar opinberar álögur
rýra laun hans.
Kapphlaupið heldur
áfram
Það er líka staðreynd, því mið-
ur, að kapphlaupið mlih kaup-
gjalds og verðlags heldur áfram
hröðum skrefum. V erkalýðsfé-
lög með um 14 þús. ineðlimi hafa
íengið kauphækkanii á þessu ári.
Jafnvel á meðan kauphækkanir
voru bannaðar með lögum siðari
hluta sl. árs reið Samband ís-
lenzkra samvinnufélaga, undir '
forystu Eysteins Jónssonar, á
vaðið og hækkaði kaupgjald
starfsmanna sinna um 8%
Síðan hefur hvert verkfallið og
kauphækkunin rekið aðra, blaða-
menn, farmenn, sjomenn, fiug-
menn, yfirmenn á kaupskipum,
verkfræðingar, verksmiðjufólk
og fjöldi annarra starfsstéttahafa
fengið kauphækkanir Margar
þessara kauphækkana hafa num-
ið um og yfir 10%. En mesta
hækkun fékk þó ein hæst launaða
stéttin. Það voru flugmennirnir,
sem fengu 30—40% hækkun.
Það er því reginblekking, sem
haldið er fram af hálfu vinstri
stjórnarinnar, að kapphlaupið
milli kaupgjalds og verðlags hafi
verið stöðvað. Það er því miður
í fullum gangi.
Vinstri stjórnin getur ekki
breytt yfir þessa staðreynd, með
því að halda því fram að rætur
vaxandi dýrtíðar liggi í efnahags-
málastefnu fyrrverandi ríkis-
stjórnar. Það er staðreynd, að á
tímabilinu 1952 tii miðs árs 1955
hækkaði vísitalan minna heldur
en á fyrsta valdaári vinstri stjórn
arinnar, þrátt fyriv gífurlega
aukningu á niðurgreiðslum verð-
lagsins. Það var verkfallsbrölt
kommúnista, sem hratt dýrtíð-
aröldunni á stað árið 1955.
Ný loforð
Eina úrræðið, sem vinstri
stjórnin á nú, eftir að hún hefur
gefizt upp við að finna nyjar
leiðir í efnahagsmálunum og eft-
ir að stórfelldar verðlagsha-kkan-
ir hafa orðið í landinu, er að gefa
ný loforð. Nú skýrir máigagn
kommúnista frá því að ríkis-
stjórnin hafi lofað verkalýðssam-
tökunum því að fella ekki gengi
krónunnar. Hins vegar hafi „ýms
ir ráðamenn AlþýðuflokKsins og
Framsóknarflokksins nalaið geng
islækkun mjög á lofti“
Þá er nú einnig lofað, ð ríkis-
stjórnin tryggi 40 millj. króna á t
næstu þremur mánuðum til íbuða '
lána, lækka tekjuslíatt á lág-
tekjum, lagfæra skattinnlieirctu
og hefja smíði stálskipa innan-
lands.
Þessi loforð, sem seunilega
verða einnig svikin, bæta ekki
upp svikin við gömlu lofoiðin.
Það er líka auðsætt að forsætis-
ráðherrann, sem ræðir i gær við
blað sitt um hin nýju loforð
ríkisstjórnarinnar, vill hafa allan
fyrirvara á um efndir þeirra.
Hann lýsir því yfir að stjórnin
vilji „beita sér fyrir lækkun
tekjuskatts á lágum tekjum, enda
reynist slíkt samrímanlegt af-
greiðslu greiðsluhallalausra fjár-
laga“. Þá segir forsætisráðherr-
ann að stjórnin vilji vinna að
því að tekjuskattur vcrði greidd-
ur af launatekjum jafnóðum og
þær falla til, „að svo miklu leyti,
sem hún telur að athuguöu máli
að það sé fært“.
Þannig er sjálfur forsætisráð-
herrann að útbúa smugur tii þess
að sleppa í gegnum frá hinum
nýju loforðum um leið og þau
eru gefin.P
Við hraða ljóssins stöðvast timinn
HÉR birtist síðari hluti grein-
ar I. M. Levitt um geimferðir
framtíðarinnar. Upphaf síðari
hlutans er miðað við árið 2500.
Þá verður farið að hugsa til
hreyfings til þess að fara lengra
og kanna reikistjörnurnar. Mars
verður þá fyrstur fyrir valinu.
Einhvers konar andrúmsloft virð-
ist umlykja Mars og sá sem þetta
ritar telur, að þar sé einnig lif-
andi verur að finna. Þar eð vxð
sjáum yfirborð Mars greinilega
mun verða hægt að lenda eld-
flaug þar. En reikistjörnurnar
sem við getum kannað í okkar
sólkerfi eru færri en a.'tla mætti,
því að Mercur virðist sá eini að
Mars undanskildum. Mercur er
það nálægt sólu og það lítill, að
andrúmsloftið, sem hefur hulið
hann, er fyrir löngu horfið. Þess
vegna verður jafnauðvelt að setj-
ast á hann i eldflaug og að setjast
á tunglið.
Xil annarra sólkerfa
Allar hinar reikistjörnurnar
eru huldar það þéttum „lofthjúp"
að ekki verður gerð tilraun til
þess að lenda á þeim. Ef til vill
verða einhverjir fylgihnettir
þeirra rannsakaðir. Þegar við höf
um numið „land“ á tunglinu og
tveim reikistjörnum mun enn
verða ráðizt í stórræði Þá mun
hefjast þriðji páttur geimferða
okkar og tækni þess tíma rnun
taka öllu því fram, sem snjöll-
ustu geimferðasögunöfuridar nú-
tímans hafa látið sig dreyma urn.
Þá verður hafinn undirbúningur
að för til annars solkerfis — í
leij að lífi. Stjörnufræðingar hafa
þegar komizt að raun um það, að
í okkar sólkerfi er ekki til neitt
líf hliðstætt lífinu á þessari jörðu.
Hins vegar leiðir það að sjálfu
sér, að á reikistjörnum annarra
sólkerfa getur þrifizt líf hliðstætt
lífinu hér, jafnvel mjög líkt.
Margt þykir benda til þess. Til
þess að leysa þessa spurningu
verðum við að senda mannað
geimfar til annars náiægs sól-
kerfis, en enn sem komið er virð-
ast slíkar fyrirætlanir draumóra-
kenndar.
Ónógur hraði
Hugsanlegt væri að byggt yrði
geysistórt geimfar til þessarar
ferðar, geimfar, sem yrði „Örkin
hans Nóa“ loftsins, ef til vill tíu
mílur að breidd. Geimfarið yrði
að verða stórt, því að ef til vill
tæki ferðin aðra Jeiðina 250 ár,
fram og til. baka 500 ár.
I ferðum milli reikistjarnanna
í okkar sólkerfi veröur tíu mílna
hraði á sekúndu talinn ósköp
hæfilegur, en það samsvarar
36.000 mílna hraða á klukku-
stund. En þessi hraði mundi
hvergi nægja okkur til bess að
komast til nálægustu stjörnur.nar,
sem nefnd er Alpha Centauri.
Fjarlægðin til hennar er á
fimmta Ijósár (25.000.000.000.000
mílur). Með geimfavi, sem færi
með tíu míina hraða á sekúndu
yrðum við því 80.000 ár að kom-
ast til Alpha Centauri.
Á 6.000 milna hraða á sek.
í 250 ár
En við verðum að gera okkur
grein fyrir því, að einn goðan
veðurdag munum við sigrast á
þeim hindrunum, sem nú eru í
vegi okkar hvað hraöanum við-
víkur. Þá munum við sennilega
eiga loftskip sem farið geta með
6.000 mílna hraða a sekúndu, eða
21.600.000 mílur á klukkustund.
Með þessum hraða yrðum við 133
ár að komast til Aipha Centauri.
Stjörnufræðingar hafa hins vegar
ekki mikinn áhuga á þessari
stjörnu miðað við aðrar tvær, 61
Cygni og 70 Ophiuchi, sem þeir
segja að liggi í miðhluta sólkerfa-
hópsins. Með sarca hraða yrðum
við hins vegar 250 ár að komast
þangað.
Niðjarnar koma til baka
Meðalaldur mannsins er um 70
ár. Hvernig dettur okkur þá í hug
að hægt verði að leggja upp í 500
ára geimferð? Geimfararnir
mundu allir verða ellidauðir áður
en þeir væru komnir hálfa leið
til áfangastaðar. Visind.amenn
hafa leyst málið á þann hátt, að
byggt verði risastórt geimfar, sem
flutt geti margar fjölskyldur og
í geimfarinu verði allt, setn fólk-
ið þarfnast sér til viðurværis og
menntunar samkvæmt nútíma-
kröfum: Nytjadýr, nytjajurtir,
bókasöfn, háskólar og þar fram
eftir götunum. Síðan getum við
látið geimfarið sig a sinn sjó,
segja þeir. Það keinur til baka
með niðja hinna upphaflegu
geimfara.
Kynslóðir sem aldrei
líta móður jörð
í þessari nútíma „Nóa-örk“
mundu því börnin fæðast, vaxa
upp og deyja í elli, kynslóð fram
af kynslóð. Hinir upphaflegu
stjórnendur geimfarsins mundu
kenna börnum sínum að fara með
tækin, mennta þau og gera þeim
tilgang fararinnar ljósan. Þegar
til áfangastaðar kæmi mundu
■þeir látnir fyrir löngu — og
þegar geimfarið kæmi aftur
til jarðarinnar mundu margar
kynslóðir hafa lifað lífi sínu I
því án þess að hafa nokkru sinni
litið móður jörð augum.
Geimfararmr yiðu að vera
sjálfum sér nógir í öllu. Eftir að
lagt væri af stað mundi nkki vera
um neitt annað að ræða en halda
ferðinni áfram hvað sern fyiir
kæmi. Nytjadýr yrði að ala innan
borðs og nytjajurtir yrði einnig
að rækta innanborðs. Kjarnorka
yrði orkulind alls — og nieira
segja yrði sólarljósið, sem jurt-
irnar þarfnast í svo ríkum mæli,
framleitt með kjarnorxu
Ykkur finnst slíkt ferðalag ef
til vill fjarstæðukennt og hugsið
sem svo, að ferðalangarnir, geim-
fararnir, yrðu ekki öfundsverðir.
Þegar tíminn stendur í stað
En við getum farið aðra leið.
Það er fræðilegur möguleilci á
því, að mannleg vera geti ferðazt
um geiminn í 100 ár, en þegar
til jarðarinnar kemur aftur sé
hún ekki nema þrem árum eldvi
en þegar hún fór — einungis ef
hún fer nógu hratt.
Er þetta byggt á hinni almennu
afstæðiskennmgu Einsteins. Kenn
ingin gerir og ráð fyrir því, að
rúmmál efnisheildar vaxí i réttu
hlutfalli við hraðann — og þegar
hraða ljóssins er náð, 186.282 míl-
um á sekúndu, er rúmmál efnis-
heildarinnar ótakmarkað. Þetta
gætum við kallað „ljósmúrinn“.
Önnur niðurstaða kenningar-
innar er sú, að stærð hlutar í
hreyfiáttina fer minnkandi með
auknum hraða — og þegar hraða
ljóssins er náð hefur hluturinn
enga stærð í hreyfiáttina. Og að
lokum: Klukka, sem væri í geim-
Framh. á ols. 19
P rá tunglinu. Búizt til ferðar aftur til jarðarinnar. Teiknarinn gefur þessari mynd ártalið 2000.