Morgunblaðið - 27.10.1957, Síða 23

Morgunblaðið - 27.10.1957, Síða 23
Sunnudagur 27. okt. 1957 MQRGVNBl4Ð1Ð 2S 766 stúdentar í anum í vetur Háskólahátsbin var i gær HÁSKÓLAHÁTÍÐIN var haldin í gær, fyrsta vetrardag, að venju. Háskólarektor dr. Þorkell Jóhannesson flutti ræðu, og flutt var hátíðaljóð skólans eftir dr. Pál ísólfsson við ljóð eftir Þorstein Gíslason. Þorsteinn Hannesson og dómkirkjukórinn sungu undir stjórn dr. Páls. 179 stúdentar innrituðust nú í skólann, en nem- endafjöldi alls er 776. Viðstaddir hátíðina voru forseti íslands, ráðherrar, sendiherrar, ýmsir gestir, kennarar og stúdentar. í upphafi ræðu sinnar minntist I rektor dr. Jóns Jóhannessonar, I er andaðist 4. maí, með þeim orð- um m.a. að dr. Jón Jóhannesson hafi fortakalaust verið einn hinn fremsti fræðimaður í sögu ís- lands sem þjóðin hefur eignast um langt árabil. Hefur háskóli vor og ísl. fræði yfirleitt beðið þungt áfall við andlát slíks manns. Rektor rakti sögu hinna nýju háskólalaga er samþykkt voru á síðasta þingi en með gildistöku þeirra voru felld úr gildi 18 lög og lagaákvæði ný og gömul varð- andi háskólann. Drap hann og nokkuð á umræður þings um að takmarka aðgang að ýmsum deildum skólans og um eftirlit kennara með námi nemenda. Kvaðst hann vona að hér eftir sem hingað til muni samskipti háskólakennara og stúdenta mót- ast af velvild og trúnaði af beggja hálfu og að fráleitt væri að reisa þurfi með lögum þann múrvegg á milli þeirra sem hvorugir fái yfirstigið. Kennaralið * Með haskólalögunum voru stofnuð 3 ný prófessorsembætti — í eðlisfræði. í uppeldisfræðum og í lyfjafræði. Hefur verið skip- að í þessi embætti svo og embætti prófessors í lífeðlisfræði sem stofnað var 1955 en ekki skipað í fyrr. Hinir nýju kennarar eru: Davíð Davíðsson, próf. í lífeðl- isfræði, Kristinn Stefánsson, próf. í lyfjafræði, Matthías Jónasson, próf. í uppeldisfræði, Þorbjörn Sigurgeirsson, próf. í eðlisfræði. Ivar Danielsson dósent í lyfja- fræði lyfsala. Nýja kennara bauð rektor velkomna og árnaði heilla. Þá hvað hann dr. Halldór Hall- dórsson hafa verið skipaðan próf. eftir 6 ára starf sem dósent. í guðfræðideild varð sú breyting á kennararliði að próf. Þórir K. Þórðarson hefur fengið leyfi frá kennslustörfum en við starfi hans hefur tekið sr. Haraldur Sigmar. í heimspekideild hefur komið nýr sendikennari frá Bandaríkj- unum og einnig nýr sendikenn- ari frá Spáni, og nýtur til þess styrks frá ísl. ríkinu. Þessa kenn- ara alla bauð rektor velkomna til starfa. Heimsóknir Rektor gat gesta er heimsótt höfðu háskólann á árinu. Minnt- ist hann fyrst heimsóknar sænsku konungshjónanna og finnsku forsetahjónanna. Fyrir milligöngu British Coun- sil fóru fram skipti á prófessor- um til fyrirlestra. Próf. Einar Ól. Sveinsson fór til Englands til fyrirlestrahalds og dr. Franklin frá London hélt fyrirlestra hér. Þrír prófessorar komu fyrir milli göngu Evrópuráðsins til fyrir- lestra hér. Af öðrum heimsókn- um nefndi rektor heimsókn rektors Kaupm.hafnarháskóla og próf. Jan Petersen er var and- mælandi við doktorsvörn Krist- jáns Eldjárns. Þá gat rektor utanferða ísl. prófessora og ræddi um nauð- syn ferðalaga þeirra fyrir vís- indalegt og menningarlegt sam- starf við þær þjóðir er íslend- ingar standa næst. Þakkaði hann stuðning ríkisvaldsins við þess- ar ferðir. Húsnæðisskortur Þá ræddi rektor um húsnæðis- skort er háskólinn byggi við. Æ ofan í æ hefur skólanum verið neitað um leyfi til byggingar náttúrugripasafns og var því keypt hæð við Hlemmtorg. Er það til bráðabirgða en bætir úr brýnni nauðsyn. Háskólanum hef ur verið sagt upp húsnæði er not- að hefur verið til efnafræði- kennslu. Háskólaráð vill byggja Dr. Þorkell Jóhannesson háskólarektor. hæð við suðurálmu íþróttahúss til að koma upp fullkominni kennslu stofu í lífeðlisfræði. Neitað er um fjárfestingaleyfi og þó liggur þak álmunnar undir skemmdum af leka og úrbóta er nauðsyn. Mætti úr bæta með hinni nýju bygg- ingu, fengist leyfi. En það fæst ekki og horfir nú sem leggja þurfi í kostnaðarsama viðgerð. Fénu er því á glæ kastað. Háskólinn er vaxandi stofnun í þjóðfélagi og hætt er við að við drögumst aftur úr, ef ekki er betur að gætt, sagði rektor. Eng- in smuga er nú til í háskóla- byggingunni eftir að lífeðlis- kennarastóllinn og lyfjafræði- kennslan hefur fengið til umráða húsnæði það er Húsmæðrakenn- araskólinn hafði. Aðrar deildir verða að takmarka aðgang að námi meira en æskilegt er vegna húsnæðisskorts, t.d. tannlækna- deildin. Efnafræði- og eðlisfræði kennslan skortir húsnæði. Bók- hlöðu verður og að finna stað. Tillaga hefur komið fram um að byggja nýtt húsnæði fyrir lækna- skólann á lóð Landspítalans. Mundi þá batna hagur lækna- deildarinnar, en á því er full þörf, og einnig mundi rýmkast mjög í háskólanum sjálfum. All- ir sjá af 20 ára sögu háskólans á núverandi stað hve ör þróunin er og það er kannski að verða í seinustu lög að ákveða nú ríf- legra svæði undir byggingar skólans sem nægja muni framtíð- inni. Þáttur vísindastarfs og margháttaðra rannsókna og fræða í atvinnu- og menninga- lífi þjóðarinnar hlýtur að verða æ ríkari er tímar líða og slíku starfi verður að skapa rúm. Mikil verkefni bíða háskólans og skylda okkar er að ætla fram- tíðinni allt það svigrúm sem við höfum tök og efni á. Þá þakkaði rektor Alþingi og ríkisstjórn fyrir lög um visinda- sjóð. Sá sjóður getur unnið mest þjóðnytjaverk á þann hátt að gefa ungum efnilegum vísinda- mönnum tækifæri til að vinna að vísindastörfum, sem síðar gætu Háskól- orðið vísir mikilla og þarflegra umbóta í þjóðlífi voru. Nemendafjöldi. Síðar vék rektor að nemenda fjölda á kennsluári því, sem er að hefjast. 179 stúdentar hafa inn ritast í háskólann og skiptast þannig: 1 guðfræði 3, í læknis- fræði 35, í tannlækningum 3 og lyfjafræði og lyfsala 4, í lögfræði 24, í viðskiptafræði 18, í heim- spekideild 78 og í verkfræði 14. Tala stúdenta í deildum skólans er nú sem hér segir: í guðfræði- deild 40, í læknisfræði 346, (þar af 15 í tannlækningum og 6 í lyfjafræði lyfsala), í lagadeild 126, í viðskiptadeild 94, í heim- spekideild 220, í verkfræði 40. Alls eru því 766 stúdentar við háskólann. Á sl. ári útskrifuðust úr deild- um skólans 61 kandidat þar af 2 úr guðfræðideild, 18 úr laga- deild, 3 úr tannlækningum, 10 úr lagadeild, 11 úr viðskipta- deild, 12 úr heimspekideild og 8 úr verkfræðideild. Síðan sneri rektor máli sínu til nýstúdenta og bar saman rétt- indi stúdenta nú og fyrr, og hvað þau mjög hafa minnkað á seinni árum. Skyldurnar hafa hins veg- ar engan veginn minnkað heldur þyngst til drjúgra muna síðustu öldina eða svo. Háskólinn býður ykkur, nýstúdentar, aðstæðu til að nema þau fræði sem þið hafið kosið, þó sú aðstaða sé ekki í öllu fullkomin, t. d. að því er varðar bókakost, þá eigið þið við betri aðstæður að búa en t. d. þeir er luku prófi fyrir 30 árum. Gæta skulu menn að þeim er naumur tími mældur og ný verk- efni kalla að jafnskjótt og hverj- um áfanga er náð. Við íslend- ingar eigum því láni að fagna, að vera ung og vaxandi þ'jóð í stóru landi, sem hvergi nærri er numið. Miklu hefur þokað til betra horfs, en sá árangur er hverfandi hjá því sem ógert bíð- ur. Alls staðar blasa við ný verk- efni, ný tækifæri, nýir möguleik- — Bókmenntir Frh. af bls. 17 að stofna hér búnaðarskóla, en ritgerð Jóns um þetta efni birt- ist í „Nýjum Félagsritum" árið 1849. Síðar skrifuðu margir um málið og talsvert var um það rætt, en Þingeyingar urðu fyrst- ir til þess, að semja tillögur og semja bænaskrá um það, að stofnaður yrði hjá þeim búnað- arskóli. Aðrir komu á eftir. í Flatey á Breiðafirði var fengizt við búnaðarfræðslu, segir höf., veturinn 1857—1858. En stjórn- in tók öllum málaleitunum um skólastofnun dauflega. Loks kom þó tilskipun um stofnun búnað- arskóla, árið 1872. Dróst þó enn á langinn. Var fyrsti íslenzki búnaðarskólinn stofnaður í Ól- afsdal árið 1880 af Torfa Bjarna- syni. í sjötta kaflanum er ýtarlega rakin forsaga búnaðarskólans á Hólum, en hann var settur á stofn 14. maí 1882. í næstu köflunum er svo fjall- að um ýmislegt skólanum við- komandi, svo og bújörðina Hóla og byggingar á staðnum. En í ellefta kafla segir frá starfsliði skólans, allt frá byrjun, ævifer- ill skólastjóra og kennara rakinn í stuttu máli, og myndir af þeim öllam. Er sá kafli langur, að von- um. Þá er sagt skilmerkilega frá kennslunni, en því næst er nem- endatal. Loks eru kaflar um skólabúið og tilraunir ýmsar, vel ritaðir, og fróðlegir þeim, sem áhuga hafa á búskap. Síðast er þáttur um félagsmál og mann fagnað. Bókin er glæsileg að öllum búnaði, prýdd myndum, og vel frá henni gengið. ar. Framtíðin kallar á krafta okk ar. Hér búið þið ykkur undir ævistarfið og það hversu ykkur farnast, er ekki að litlu leyti und ir því komið, hversu trúlega þið vandið til verka ykkar hér. Tími ykkar hér á ekki aðeins að færa ykkur Iærdóm, heldur líka mennt un, andlegan og líkamlegan þroska. Notið tímann vel, því hann líður vel. Síðan hvatti hann til þátttöku í félagslífi og sagði: Saga stúd- enta síðasta aldarfjórðung er auður af mikilfenglegum kosn- ingasigrum, en hún er einstak- lega fátæk af flestu því er miðað gæti að því að bæta aðstöðu stúd entanna sjálfra. Taldi rektor að hin pólitíska eyðimerkurganga Stúdentaráðs hafi hafizt fyrir 25 árum og kvaðst ekki trúa því, að það væri eintóm tilviljun að síðan hefði lítið miðað að fram- þróun hagsmunamála stúdenta. Ipó bað hann engan skilja orð sín svo að stúdentar ættu ekki að hafa afskipti af stjórnmálum. Slíkt er sjálfsagt, en þeir yrðu að standa saman er kæmi að málum stúdenta sjálfra. Það vant ar félagsheimili er eflt gæti fé- lagslíf stúdenta og stúdentar verða að hafa foringja. Kannski dylst í ykkar hópi, nýstúdentar, maður eða menn á borð við Lúð- vík Guðmundsson, er hafði for- göngu um byggingu fyrsta stúd- entagarðsins. Hið forna merki stúdenta þarf að reisa og þá mun ekki standa á stuðningi alþjóðar. Látið skilninginn á aðstöðu og hlutverki landnámsmannsins vera ykkar leiðarljós hér í skól- anum og viðhorfi til ævistarfsins síðar. Minnist orða Stephans G.: „Það að vaxa og verða að liði mannsins hæsta hlutverk er“. Síðan afhenti rektor nýstúdent- um háskólaborgarabréf sín. Hjartans þakkir færi ég öllum þeim, er heiðruðu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 70 ára afmæli mínu 19. okt. sl. GuSjón Brynjólfsson, Vegamótum, Isafirði. Maðurinn minn og faðir okkar IBSEN GUÐMUNDSSON frá Súgandafirði, andaðist að Landakotsspítala laugar- daginn 26. þ. m. Lovísa Kristjánsdóttir og börn. Faðir okkar BJARNI SIGURÐSSON skrifstofustjóri, andaðist 26. þ.m. SigurSur Bjarnason, Eiríkur Bjarnason. Eiginmaður minn GUÐBJARTUR PÉTURSSON andaðist að Elliheimilinu Grund, 23. okt. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju 30. ókt. kl. 1,30. Fyrir mína hönd, barna og annarra vandamanna. Kristjana Kristjánsdóttir, Óðinsgötu 25. Útför konu minnar RAGNHEIÐAR BLÖNDAL LÁRUSDÓTTUR fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 29. okt. kl. 10,30 árdegis. Athöfninni verður útvarpað. Blóm vinsamlegast afbeðin. Guðmundur Guðmundsson, Selfossi. Útför föður okkar og tengdaföður ÓSKARS BJARNASEN Mmsjónarmanns Háskólans, fer fram frá Fríkirkjuruú, þriðjudaginn 29. okt. kl. 2 e.h. Athöfninni verður útvarpað. Börn og tengdaböm. Þökkum hjartanlega auðsýnda hluttekningu vináttu við andlát og jarðarför ÓLAFAR HAFLIÐADÓTTUK Alveg sérstaklega þökkum við hjónunum í Stórholti 24, er buðu henni sjúkri að dvelja á heimili sínu, og voru henni svo óendanlega góð. Sigurður Hafliðason Klara Tómasdóttir, Hafdís Sigurðardóttir, Vigdís Sigurðardóttir, Klara Sigga Árnadóttir. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför konu minnar, móður okkar og systur VALBORGAR KARLSDÓTTUR frá Seyðisfirði. Michael Sigfinnsson, Karl Michaelsson, Jónína Michaelsdóttir, Laila Michaelsdóttir, Ásta Michaelsdóttir, Linda Michaelsdóttir, Ingibjörg Karlsdóttir, Svavar Karlssoo, Dóra Jóhannesdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.