Morgunblaðið - 29.10.1957, Side 2

Morgunblaðið - 29.10.1957, Side 2
s MORCVWBL 4Ð1Ð Þrlðjudagur 29. okt. 1957 Verða þessar vélar stöðvaðar vegna gjaldeyrisskorts? <Jr vclasal Dúkaverksmiðjunnar á Ak- ureyri. (Ljósm. vig.j AKUREYRARBRÉF Nokkur dæmi um ört versnandi ástand i gjaldeyrismálum. — Vöruskortur og stöðvun nauðsynjafyrirtækja framundan RÆÐA Hannibals Valdemars- sonar við 1. umræðu fjárlaga mun hafa vakið mikla athygli og mik- inn aðhlátur viða um land. Það mun vera harla erfitt að segja almenningi að ástandið í efna- hagsmálunum sé gott þegar menn þreifa á hinu gagnstæða. Það munu fáir hafa orðið þess varir að auðveldara sé nú að fá lán í bönkunum en áður var, þótt Hannibal haldi þvi nú fram að sparifjárinnstæður séu mun meiri en var á sama tíma í fyrra. Með hinni nýju aðferð félags- málaráðherra að taka innstæður á hlaupareikningi með sparifjár- innstæðum, telur hann sig hafa sannað bætt ástand. En það mun ganga treglega að fá fólk með fulla dómgreind til þess að trúa því að ástandið sé bætt og meira lánsfé fyrir hendi þegar það get- ur alls ekki fengið þetta fé að láni. En orsakirnar til þess að innstæður á hlaupareikningi hafa vaxið, kunna ef til vill að stafa af því, að nú ríkir mjög tilfinn- anlegur gjaldeyrisskortur og menn geta ekki leyst út vörur þær, sem þá vanhugar mjög um. Vissulega er innlent fjármagn •kki lagt í þær vörur, sem ekki cru fáanlegar. Vantar gler í barnaskólann Dæmi um gjaldeyrisskortinn gerast nú æ tiðari. Hér á Akur- eyri hefur það vakið mikla at- hygli að ekki er hægt að ljúka við nýja barnaskólabyggingu, vegna þess að ekki er hægt að fá gjaldeyri fyrir glerinu í bygg- inguna. Sömu sögu mun að segja um skólabyggingu á Húsavík. Gjaldeyrir Sá, sem þarf til þess að hægt sé að ljúka skólabygg- ingunni hér nemur aðeins sem svarar 23—24 þús. íslenzkra króna. En af þessu skapast að sjálfsögðu svo mikil vandræði og tjón, að ekki mun fjarri lagi að álykta að tjónið kunni um það er lýkur að nema marg- faldri þessari upphæð. í fyrsta lagi má heita að fram- kvæmdir við bygginguna séu stöðvaðar. Það hefur verið heglt timbur fyrir alla glugga húss- ins og pappalagt að innan svo að minni trekkur sé um glugg- ana. Með þessu móti er fært að hita húsið upp og vinna að nokkru við innréttingu þess. En að sjálfsögðu hlýtur hitatap allt- af að verða nokkuð mikið og það er fljótt að segja til sín í jafn stóru húsi og hér um ræðir. í öðru lagi verður skólinn að leigja sér húsnæði á fleiri en einum stað í bænum og kostar það að sjálfsögðu eitthvað og þó getur hann ekki starfað nema annan hvern dag og verður að fella niður nokkrar kennslu- greinar. Allir munu sjá hvort þetta bætir efnahagsástandið I skólamálum okkar Akureyringa. Munu þau mál þó bera hér ærinn kostnað fyrir. Gler það sem hér um ræðir mun kosta rúmar 60 þúsundir króna hingað komið með tollum og álögum. Það er ekki óeðlilegt að álykta að fé þetta liggi á einhverjum hlaupareikningi þar til það fæst greitt. Á meðan fær ríkissjóðúr ekkert af því upp í vanskilaskuldir sinar. Hér er að sjálfsögðu eitt lítið dæmi tekið. En það er svo slá- andi að menn geta ekki annað en ályktað: Hvernig er þá ástandið þegar um er að ræða ýmsar þýð- ingarminni vörur? Varla getur það átt sér stað að hátollavör- urnar séu látnar ganga fyrir um gjaldeyri? Ekkert sótthreinsað vatt í mjólkursigtin Annað örlítið dæmi má einnig taka. Ekki vegna þess að um sé að ræða mikla gjaldeyrisupphæð, heldur vegna geigvænlegra afleið inga, sem það getur haft að jafn ódýra og auðfengna vöru skuli nú algarlega vanta. Ástandið hér á Norðurlandi er nú svo, að ekki er nokkur leið að fá sótthreins- að vatt í mjólkursigti. Þetta ger- ir það að verkum að bændur verða nú að nota lítt sótthreins- aðar rýjur í sigti sín. Afleiðing- in verður svo auðvitað sú að skaðlegar bakteríur komast í mjólkina í mun stærri stíl, hún flokkast ver og menn fá fyrir hana minna verð. Segja má kannske að þetta valdi ekki tjóni fyrir neytendur mjólkurinnar hér á Akureyri þar sem hún er öll gerilsneydd en tjón framleiðenda er hið sama. En hvernig verður ástandið, þar sem engin mjólkur- samlög eru og engin tök á því að gerilsneyða mjólkina? Þar er að sjálfsögðu allt undir þrifnaði framleiðendanna komið. En nú er þeim algerlega meinað eitt þýðingarmesta tækið, þótt ekki sé stórt, til þess að viðhalda þess- um þrifnaði. Verksmiðjur að stöðvast af efnisskorti Og enn er hægt að halda áfram og taka nú stærri dæmi. Hér á Akureyri eru reknar spunaverk- smiðjur, sem vinna úr erlendu hráefni eingöngu. Skulu hér nefndar tvær, Dúkaverksmiðjan h. f. og Klæðagerðin Amaró. Ástandið hjá þessum verksmiðj- um er nú svo að Amaró hefur ekki verið starfrækt í allt sum- ar, en fékk fyrir nokkru litla úrlausn, sem þó er hvergi nærri til áframhaldandi rekstrar. Dúka verksmiðjan er nú á þrotum með efni og rætist ekki úr nú alveg á næstunni er ekki fyrirsjáanlegt annað en það verða að loka henni. Það er sýnu alvarlegra ástand- ið í Dúkaverksmiðjunni þar sem hún framleiðir hráefni fyrir aðr- ar verksmiðjur. Má þar til nefna vinnuvettlingaefni. Úr því er saumað af öðrum aðilum og á þessum tíma þegar vertíð fer í hónd er mikil eftirspurn eftir vinnuvettlingum, en verksmiðjan Vigfús Þ. Jónsson framkvæmdastjóri Dúkaverksmiðjunnar með eina tegund framleiðslu sinnar, fóður utan um dýnur. getur á engan hátt fullnægt efnis eftirspurninni. Tíminn er lika hlaupinn til þess að bæta þetta með innflutningi, enda furðuleg verzlunarpólitík að flytja inn efni, sem vélar og aðstaða er til að vinna jafngott eða jafnvel betra hér heima. Verði að loka þessum verk- smiðjum, eins og nú er fyrirsjá- anlegt missir fólk atvinnu sína. Það er að sjálfsögðu ekki mjög margt, þar sem hér er ekki um stór fyrirtæki að ræða, en þar munu þó vinna fast að 30 manm þegar full starfræksla er. Fæst ekki leyfi fyrir sjúkraflugvél Eitt dæmi skal tekið í viðbót. Hér er á Norðurlandi, sem og Framh. á bls. 19 Bátur ■ Hornafirði skemmist mikið af eidi HÖFN í HORNAFIRÐI, 28. okt,— I gærmorgun er verkamenn í Höfn í Hornafirði voru að fara til vinnu sinnar, veittu þeir því athygli, að reyk lagði upp með mastrinu á m.b. Helga, SF-50, þar sem hann lá við bryggju. Brugðu mennirnir við og opnuðu lúkarinn. Var hann þá eitt eld- haf. Slökkt eftir 114 klukkustund Reyndu mennirnir að slökkva eldinn með öllum tiltækilegum handslökkvitækjum og nærstadd ir bátar, Akurey og Hvanney dældu sjó viðstöðulaust í Helga. Eftir eina og hálfa klukkustund tókst að ráða niðurlögum elds- ins, Miklar skemmdir Báturinn er mjög skemmdur. T. d. brunnu fimm dekkbitar, þil á milli lúkars og lestar og dekk- ið allt að frsunan, aftur að frammastri og lúkarinn allur mjög mikið skemmdur. Kviknaði i út frá eldavél Helgi hefur stundað róðra undanfarið og aflað vel, 7—8 lestir í róðri. Lnginn maður var í lúkarnum en styrimaður báts- ins svaf í káetunni. Kviknað hafði í út frá eldavél. Helgi er nýr bátur, 56 lestir, byggður í Danmörku 1956. Mikil viðgerð Unnið var í gær að því að setja stoðir undir dekkið en farið verð- ur með bátinn til Neskaupstaðar til viðgerðar og er álitið að við- gerðin taki 1—114 mánuð. —Gunnar. —Sambandsþing Frh. af bls. 1. Geir Hallgrímsson (Reykjavík), Már Elísson (Reykjavík) og Vald- imar Kristinsson (Reykjavík), framsögumenn efnahagsmála- nefndar og Bragi Hannesson (Reykjavík), framsögumaður skipulagsmálanefndar. Aðrir ræðumenn voru: Jóhann Ragnarsson (Reykjavík), Baldur Bjarnason (Vigur), Árni Grétar Finnsson (Hafnarfirð.), Jósafat Arngrímsson (Keflavik), Eyjólf- ur K. Jónsson (Reykjavík), Finn- bogi Arndal (Hafnarfirði), Pálmi Jónsson (Skagafirði), Ásgeir Pét- ursson (Reykjavík), Pétur Sæm- undsen (Reykjavík), Guðmund- ur H. Garðarsson (Reykjavík), Valgarð Briem (Reykjavik), Jó- hannes Árnason (Patreksfirði), Sverrir Bjarnason (Reykjavík), Einar Þ. Mathiesen (Hafnarfirði),. séra Jónas Gíslason (Vik í Mýr- dal), Halldór Þ. Jónsson (Reykja vík), Ólafur Jensson (Reykjavík) Sigurður Helgason (Reykjavík), Kári Jónsson (Sauðárkróki), Eyvindur Ámundsson (Mýra- sýslu), Barði Friðriksson (Reykja vík) og Jón Ragnarsson (Reykja- vík). Stjórnarkjör og þingslit Á lokafundinum fór fram stjórnarkosning. Við formanns- kjör var stungið upp á Geir Hall- grímssyni hæstaréttarlögmanni og Sverri Hermannssyni við- skiptafræðingi Geir Hallgríms- son var kosinn formaður, en aðrir í stjórn: Árni Grétar Finnson stud. jur. (Hafn- arfirði), Baldvin Tryggvason lög- fræðingur (Reykjavík), séra Jón- as Gíslason (Vík, Mýrdal), Magn- ús Óskarsson lögfræðingur (Ak- ureyri), Sigurður Heigason lög- fræðingur (Reykjavík) og Þór Vilhjálmsson blaðamaður (Rvík). í vara-stjórn voru kosnir: Björn Þórhallsson viðskiptafræðingur (Reykjavík), Bragi Haimesson stud. jur. (Reykjavík), Grétar Símonarson bóndi (Goðdölum, Skagafirði), Hreinn Kristinsson bóndi (Bakkagerði, N-Múlasýslu) Jóhannes Árnason stud. jur. (Patreksfirði). Að stjórnarkjöri loknu tók fráfarandi formaður, Ásgeir Pét- ursson til máls. Óskaði hann hin- um nýkjörna formanni og með- stjórnendum hans heilla og þakk- aði þingfulltrúum samstarfið á þinginu og á kjörtímabili frá- farandi stjórnar. Geir Haligríms- son, hinn nýkjörni formaður, mælti einnig nokkur orð, þakk- aði fyrir það traust, sem honum og stjórnarmönnum hafði verið sýnt, og ávarpaði síðan Ásgeir Pétursson, sem nú hverfur úr samtökum ungra Sjálfstæðis- manna. Þakkaði Geir honura mikið og óeigingjarnt starf um langt árabil, en Ásgeir hefur ver- ið formaður S. U. S. sl. 2 ár, og hafði áður verið formaður Heim- dallar og látið til sín taka í sam- tökum ungra Sjálístæðismanna á ýmsan annan hátt. Kl. 9 á sunnudagskvöld hófst þingslitahátíð í Sjálfstæðishús- inu, og sleit þá Geir Hallgrímsson þessu 14. þingi S. U. S. með ræðu. Sagði hann m. a., að þetta þing hefði starfað vel og þar hefði ríkt mikill áhugi fyrir hugsjónum og stefnu Sjálf- stæðisflokksins, Kvaðst hann von ast til, að sá áhugi yrði fulltrúum og öðrum ungum Sjáifstæðis- mönnum hvatning til þróttmik- illa starfa í þágu Sjálfstæðis- flokksins. Frá Alþingi STUTTIR fundir voru í gær i deildum Alþingis. í efri deild fór frumv. um á- framhaldandi innheimtu ýmissa álaga á tolla til 3. umr. eftir að framsögumaður fjárhagsnefndar hafði gert grein fyrir áliti nefnd- arinnar. í neðri deild var frumv. um á- framhaldandi gjaldheimtu af benzíni o. fl. afgreitt til efri deild ar eftir 3. umr. Jón Sigurðsson á Reynistað hafði framsögu um frumv. til breytinga á vegalögum, sem flutt er af þingmönnum Skagfirðinga. Kvað hann frumv. fram komið vegna þess, að mikið vantaði á, að vegamál Skagafjarðarsýslu væru komin í það horf, sem mjólkurframleiðslan og aðrir framleiðsluhættir krefjast. 1 frumv. er lagt til að sett verði ný ákvæði í vegalög um eftirtalda vegi: Sæmundarhlíðarveg, Hér- aðsdalsveg, Austurdalsveg, Kjálkaveg, Norðurárdalsveg, Hegranesveg vestri, Hjaltadala- veg, Sléttuhlíðarveg og Sléttu- veg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.