Morgunblaðið - 29.10.1957, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.10.1957, Blaðsíða 20
Vestan og- NV kaldi, él, en bjart á milli 245. tbl. — Þriðjudagur 29. október 1957 íþrótfir Sjá bls. 13 Vaxandi vöruskortur Uggvænlegt gjaldeyrisástand VÍÐSVEGAR að af landinu spyrjast nú fregnir um margskonar óþægindi vegna vöruskorts. Ástæðan til hans er hið hörmulega á- stand, sem nú ríkir í gjald- eyrismálunum. Eins og Morgunblaðið skýrði frá í ágústmánuði sl., versnaði gjaldeyrisaðstaðan raunverulega a m k. um 300 millj. króna á fyrsta valda- bæta skuldarupphæð ríkis- ins við Export-Import-bank ann 65 millj. krónum, sem notaðar voru til að borga greiðsluhalla bankanna við útlönd- Andvirði birgða af inn- lendum afurðum til útflutn ings var um 90 millj- krón- um lægra en á sama tíma í fyrra. Loks hefur enn stórlega gengið á birgðir af erlend- um vörum í landinu. Heild- arástandið er því nú sízt betra en var í júlí-lok í sum ar- Um þessar staðreyndir þegir stjórnarliðið, en hamp ar einstökum tölum, sem slitnar eru úr samhengi og gefa allsendis ófullnægj- andi mynd af hinu uggvæn- lega ástandi- 10 syslkini gáfu Sfaðarhraunskirkju fagra alfarisföflu við endurvígslu hennar ári V-stjórnarinnar. Ástand ið var þá svo alvarlegt, að mjög var dregið úr gjald- eyrisgreiðslum- Af þeim sök um hægðist nokkuð um í ágúst, en nú hefur aftur sótt í sama far. Samkvæmt þeim heim- ildum. sem Morgunblaðið hefur fengið, var ástandið í september-lok þetta: Nettóskuld bankana við útlönd var um 90 milljónir króna á móti 70 millj. kr- á sama tíma í fyrra. Aðrar skuldbindingar bankanna við útlönd eru um 6 millj. kr. hærri en á sama tíma í fyrra. Óinnkomnar erlend- ar innheimtur eru um 4 millj. kr. lægri en þá, m.ö.o. er aðstaðan óhagstæðari um 30 millj. kr. Við þennan halla ber að Orðsending trá Morgunblaðinn VEGNA inflúenaufaraldurs vantar börn til blaðburðar Meðan þannig stendur á þarf blaðið að fá börn og unglinga til að hlaupa í skarðið og taka að sér blaðburð Börn þau, sem vilja hjálpa til eru vinsamlegast beðin að hringja til afgreiðslu Morgun- blaðsins, sími 22480, eða koma og tala við afgreiðsluna Aðal- stræti 6. ___ SÍÐASTLIÐINN sunnudag var Staðarhraunskirkja í Ilraun- hreppi í Mýrasýsiu, endurvígð, og tekin í notkun, eftir gagn- gerða viðgerð. Kirkjan hefur ekki verið notuð í tvö ár. Athöfn þessa framkvæmdi séra Sigurjón Guðjónsson, prófastur að Saur- bæ, í veikindafjarveru biskups. Viðstaddir voru fjórir prestar. Við þetta hátíðlega taekifæri, afhentu 10 systkini frá Hítardal, kirkjunni forkunnar fagra altaris töfiu, málaða af Barböru Árna- son. Gjöfin er færð kirkjunni til minningar um látna foreldra þeirra Sigríði Teitsdóttur og Finnboga Helgason, sem bjuggu allan sinn búskap að Hítardal, og látinn bróður þeirra, Pétur. Gefendurnir eru, sem fyrr segir, börn þeirra hjónanna, Kristófer, Leifur, Teitur, Björn, Helgi, Kristján, Bergþór, Gunnar, Héð- inn og Kristín. Kristján Cuðmundsson er nú látinn KRISTJÁN Guðmundsson, Hóls- vegi 15, hér í bæ, sem aðfaranótt 19. þessa mánaðar varð fyrir bíl á Borgartúni og stórslasaðist, lézt af afleiðingum slyss þessa að- faranótt sunnudags í Lanadkots- spítala. Kristján, sem var 57 ára að aldri, komst aldrei til meðvit- undar þá viku alla sem hann lá í sjúkrahúsinu eftir slysið. Kristján lætur eftir sig tvær Kirkjunni bárust einnig fleiri gjafir þennan dag, aðallega pen- ingagjafir. Prófasturinn sr. Sig- urjón Guðjónsson, þakkaði gjaf- irnar, og sérstaklega altaristöfl- una sem er stórrausnarleg gjöf. Fjölmenni var í kirkjunni. Kirkju kór Borgarness söng við undir- leik frú Stefaníu Þorbjarnar- dóttur. Hvassafell utan til viðgerðar í GÆR var SÍS-skipið Hvassafell tekið upp í slipp hér í Reykjavík til viðgerðar eftir strandið á Siglufirði á dögunum. Fyrri athugun sem fram fór á skipinu leiddi í ljós að botninn er mjög illa farinn og göt á honum. Viðgerðin sem nú fer fram á skipinu er þó aðeins til bráða- birgða því að ráðamenn útgerð- arinnar munu hafa ákveðið að láta fullnaðarviðgerð fara fram i erlendri viðgerðarstöð. Það mun taka 10 daga til hálf- an mánuð að gera Hvassafellið sjófært til millilandasiglingar. HAFNARFIRÐI — Inflúenzan herjar mjög hér í bænum og eru mikil veikindi meðal skólabarna. Hefir það ráð nú verið tekið að loka barnaskólanum um óákveð- inn tíma, en Flensborgarskólinn starfar enn. Gaf héraðslæknirinn, Ólafur Einarsson, blaðinu þær upplýsingar í gær, að veikin væri fremur væg, flestir fengju hita í tvo til þrjá daga, og ekki hefði enn borið á fylgikvillum. — G. E. Togaranum Karlsefni lagt upp í bili Stórfel It fap á veiðum fyrir innanlandsmarkað TOGARINN Karlsefni kom til Reykjavíkur sl. miðvikudag og hefur skipinu nú verið lagt upp í bili. Ástæðurnar fyrir því eru eftirfarandi: Þangað til í fyrra- haust hefur það verið þannig að togaraeigendur hafa fengið að ráðstafa ferðum sínum eftir því sem þeim þótti heppilegt vegna markaðarins, eins og hann er á hverjum tíma. En í fyrrahaust var sú regla tekin upp, að ríkis- stjórnin og þó sérstaklega sjávar- útvegsmálaráðherrann, sem hef- ur þessi mál með höndum, hefur skammtað togurunum ferðir þeirra á erlendan markað. Hafa aflabrögðin nú undanfarið verið mjög treg en markaður erlendis bins vegar mjög hár, þannig að þau skip, sem verið hafa í sigl- ingum hafa getað selt mjög sæmi- lega erlendis, þó að þau flest hefðu tiltölulega litla farma. — Einnig kemur það til greina að mjög mikið hefur aflazt af þeim fisktegundum, sem ekki eru vel séðar til vinnslu í frystihúsum hér heima og hefur því miklu minna en ella fengizt fyrir þann fisk, sem landað hefur verið til frystihúsa hér í landi. Sem dæmi um það, hve mikill er munurinn á innlenda og er- Ienda markaðnum nú, má taka það tilfelli, að togari, sem Iand- aði erlendis í síðustu viku og hafði J43 smálestir af fiski innan- borðs, sem er um það bil hálf- fermi, seldi í Vestur-Þýzkalandi fyrir 108 þúsund mörk, eða um 420 þús. ísl. kr. En fyrir þennan afla hefði togarinn fengið hér inn anlands aðeins um 120 þús. kr. Togarinn Karlsefni hefur farið 2 ferðir á erlendan markað í september og október, en sam- kvæmt fyrirmælum frá sjávarút- vegsmálaráðherra fær hann ekki leyfi til löndunar erlendis í nóv- ember. Þótti eigendum skipsins heppilegra, eins og aflabrögðin eru nú, að leggja skipinu í nóv- embermánuði, þar sem fyrirsjáan legt væri að hver veiðiferð til sölu á innlendum markaði mundi hafa í för með sér tap fyrir út- gerðina, sem næmi ekki minna en 150—200 þús. kr. á hverja veiðiferð. Skólum lokað vegna inflúenzufaraldursins í GÆRMORGUN var sú ákvörðun tekin á fundi skólastjóra barna- og gagnfræðaskólanna hér í Reykjavík, að skólunum skyldi vera iokað fram yfir næstu helgi. Er þetta bein afleiðing hinnar skæðu inflúénzu, sem herjar hér í Reykjavík. Var ákvörðun þessi tekin í samráði við borgarlækni. Inflúenzan hefur nú verið um það bil vikutíma á farsóttarstig- inu. Á þessum tíma hefur gífur- legur fjöldi fólks hér í bænum tekið veikina. Hafa læknar skýrt svo frá að þeir geti'hvergi nærri annað öllum sjúklingunum. Virð- ist veikin enn vera í vexti. í gærmorgun var tala sjúkra nemenda í barnaskólum frá 25—35%, en í gagnfræða- skólum voru forföllin hærri, allt upp í 50%. — Forföll kennara voru í svipuðu hlutfalli. Inflúenza hefur herjað hér meira og minna ár hvert. Hún hefur ekki orðið janfskæð nú og síðan 1937. Þá varð að loka skól- um bæjarins vegna þess hve in- flúenzufaraldurinn varð skæður. í lok þessarar viku mun verða tekin ákvörðun um það hvort skólarnir hefji starfið aftur á mánudaginn kemur. Fer það að sjálfsögðu eftir því á hvaða stigi faraldurinn verður þá. Um helgina varð Þjóðleikhúsið að hætta sýningum á óperunni Tosca og eins Horft af brúnni, vegna þess hve margir af leik- endum eru veikir. „H*md dauðans“ í Þjóðleikhúsinu ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ hefur samið við Kristján Albertsson um rétt til þess að sýna leikrit hans ,Hönd dauðans“. VTorgunblaðið hefur frétt, að í ráði sé að sýna leikinn á næsta hausti, en þó sé ekki óhugsandi, að hann verði sýndur einhvern tima eftir nýár. Leikritið hefur vakið mikið umtal og hafa vafa- laust margir áhuga á því að sjá það á leiksviði. Þá hafa sjúkrahúsin í bænum eindregið hvatt fóik til þess, nú meðan inflúenzan er svona al- menn og skæð, að flók leggi sem allra minnst leið sína í sjúkra- húsin. Er þetta gert vegna sjúk- linganna fyrst og fremst, því að starfslið sjúkrahúsanna var þeg- ar í haust bólusett við veikinni. Á skipum, farmskipum og tog- urum, hefur veikin víða tekið allt að alla áhöfnina. Hafa togarar orðið að leita hafnar þar eð svo margir skipverja voru veikir. I gær fór togarinn Hvalfell á veið- ar ,en hann var búinn að liggja hér inni í upp undir viku. Hafði hann leitað hafnar vegna inflú- enzu. I gær kom togarinn Ingólf- ur Arnarson af veiðum. Hafði veikin herjað svo á skipsmenn, að tala manna á dekki á að hafa komizt niður í fjóra. Hellisheiðin þung SELFOSSI, 28. okt. — Hér i upp- sveitum Árnessýslu er kominn talsverður snjór. Um þessa helgi tóku bændur fé sitt á gjöf því að alveg er haglaust orðið. Færð á þjóðvegum er enn greið. Mjólkurflutningarnir yfir Hellisheiði hafa nokkuð tafizt því að þar er orðin þæfingsfærð fyr- ir hina stóru bíla, en ýtur hafa ekki verið þar. Hefur því umferð minni bíla verið um Krísuvíkur- veginn, sem er greiðfær. Hætt við hljóm- leika í kvöld FRAMKVÆMDASTJÓRI Sin- fóníuhljómsveitarinnar, Jón Þór- arinsson, sagði Mbl. í gær, að fresta yrði sinfóníuhljómleikum þeim, sem verða áttu í kvöld, Það er inflúenzan sem nokkrir af hljómsveitarmönnum hafa tekið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.