Morgunblaðið - 29.10.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.10.1957, Blaðsíða 16
MORGVNBI AÐIÐ J>riðjudagur okt. 1957 I I I I A ustan Edens eftir John Steinbeck 168 i i -□ Adam raðaði nýju seðlunum i bunka aftur, vafði blaðinu utan um þá og hnýtti silkiborðann. Svo leit hann á Lee með úrræðaleysi í *vipnum. Cal íann ógæfu og eyðileggingu liggja í loftinu og jamandi magnleysi yfirbugaði hann. Hann heyrði föður sinn •egja: — „Þú verður að skila pen- ingunum aftur“. Rödd hans sjáifs, sem hann þekkti varla aftur, svaraði: „Skila þeim? Skila þeim hvert? „Til fólksins, sem þú fékkst þá hjá“. „Til Brjtish Purehasing Ag- ency? beir geta ekki tekið þá aft- w. Nú borga þeir tólft og hálft •ent fyrir baunir, hvar sem þeir geta fengið þær“. „Þá verðurðu að skila þeim til bændanna sem þú snuðaðir", •agði Adam. „Snuðaði?", hrópaði Cal. — „Við sem borguðum þeim tveim- ur centum meira en markaðsverð Þýðing Sverrii Haraldsson □-------------------□ ig var. Við snuðuðum þá ekki“. Cal fannst hann svífa í lausu lofti og tíminn virtist alveg standa kyrr. Það leið góð stund áður en fað- irinn svaraði og það var eins og orðin kæmu með löngu millibili, eitt og eitt á stangli: — Ég sendi unga menn í stríðið", sagði hann. — Ég skrifa nafnið mitt undir, og þeir fara. Og sumir munu deyja og sumir liggja hjálparvana, handa og fótalausir. Enginn af þeim kemur aftur heim ósærður. Sonur minn, heldurðu að ég vilji hagnast á slíku?“ „Ég gerði þetta þín vegna“, sagði Cal. — „Ég vildi bæta þér upp þá peninga, sem þú misstir". „Ég kæri mig ekki um þessa peninga, Cal. Og hvag salatinu viðkemur, þá held ég að ég hafi ekki ætlað mér að græða peninga á því.Það var bara eins konar leikur og ég tapaði honum. Annað og verra var það ekki. Nei, ég vil alls ekki taka við þessum pen ingum". Cal horfði beint fram fyrir sig. Hann fann hvernig augu Lees cg Arons og Öbru stungu hann í kinnarnar. Hann leit ekki af vör- um föður síns. „Mér þykir vænt um að þú skyldir gefa mér gjöf“, hélt Adam áfram. — „Og ég þakka þér fyrir hugulsemina". „Eg skal geyma peningana", sagði Cal ákafur. — Ég skal geyma þá fyrir þig“. „Nei, ég mun aldrei taka við þeim. Mér hefði þótt vænt um, ef þú hefðir gefið mér-ja, það sem bróðir þinn hefur sýnt-áhuga í starfi og gleði yfir andlegum framförum. Peningar, jafnvel flekklausir peningar, jafnast ekkert á við það“ Hann hvessti augun á Cal og sagði: — „Hefi ég gert þig reiðan, sonur minn? Vertu ekki reiður. Langi þig til að gefa mér gjöf, þá-ja skaltu sýna það í verki að þú setjir þér hátt takmark í lífinu. Slíka gjöf kynni ég vissulega að meta“. Cal fannst hann vera að kafna. hafði saltbragð í muiminum. Svitinn rann af enninu og hann stóð svo snöggt á fætur, að stóllinn hans valt um koll. Svo hljóp hann út úr stofunni, með öndina í hálsinum. „Vertu ekki reiður, drengur minn“, kallaði Adam á eítir hon- um. Þeir létu hann afskiptalausan. Hann sat inni í herberginu sínu, með olnbogana á borðinu og and- litið í höndum sér, Hann hélt að hann myndi fara að gráta, en hann gerði það ekki. Hann reyndi að gráta, en tárin komust ekki framhjá hinu hvítglóandi járni í höfði hans. Smátt og smátt hægðist andar- drátturinn og hann fann hvernig hugurinn tók til starfa, hægt og varlega. Hann reyndi að bæla niður hinar hatursfullu hugsanir, en þær smugu undan og héldu áfram að segja til sín. Hann barð- ist á móti þeim, en sífellt með veikari og veikari viðbrögðum, vegna þess að hatrið hertók allan likama hans og eitraði hverja taug. Hann fann hvernig hann fór halloka í þeirri baráttu. Loks kom að því, að öll mót- staða hans var brotin á bak aft- ur og hugur hans hrópaði í sárs- aukafullri sigurgleði. Hann greip blýantinn og krassaði marga, litla ferhyrninga á þerriblað, einn eftir annan. Þegar Lee kom inn til hans klukkustund siðar, skiptu þeir hundruðum og höfðu alltaf farið minnkandi. Cal leit ekki upp. Lee lokaði dyrunum hljóðlega á eftir sér: — „Ég kom með kaffi handa þér“, sagði hann. „Ég vil það ekki-jú annars, ég held að ég vilji það. Þakka þér fyr ir, Lee. Það var fallegt af þér, að hugsa um það. „Hættu þessu“, sagði Lee. — „Hættu þessu, segi ég”. ,Hætta hverju? Hvað er það sem þú villt að ég hætti við? „ Mannstu eftir því, þegar ég sagði þér að það væri allt i þér sjálfum, valið og ákvörðunin? Ég sagði þér, að þú gætir sjólfur stjórnað því-ef þú kærðir þig um það“. „Stjórnað hverju? Ég veit ekki um hvað þú ert að tala“. „Heyrirðu ekki hvað ég segi?“, sagði Lee. — „Hefurðu útilokað þig frá öllum skilningi, Cal, heyrirðu ekki hvað ég er að segja? „Jú, ég heyri til þín, Lee. Hvað ertu að segja?“ „Hann gat ekkert að þessu gert. Cal. Hann er svona gerður. Hann hafði ekki um neitt að velja. En það hefur þú. Heyrirðu hvað ég segi? Þú getur valið“. Ferhyrningarnir voru orðnir svo litlir, að blýantsstrikin runnu saman og afleiðingin vaið lítill, svartur depill á þerriblaðmu. „Ég held að þú gerir of mikið úr smámunum sem þessurn", sagði Cal rólega. — „Ég held næstum að þú sjáir ofsjónir Af orðum þínum að dæma gæti mað- ur haldið að ég hefði a.m.k orðið manni að bana. Blessaður hættu þessu rausi, Lee. Hættu þessu“. Það varð þögn í herberginu. Til samanburðar og minnis 12 manna matarstell, postulín, verð kr. 759.00 12 manna kaffistell, postulín, verð kr. 370.00. 12 manna matarstell, steintau, verð frá kr. 325.00. 12 manna kaffistell, steintau, verð frá kr. 290,00. 6 manna ölsett. — Verð frá kr. 95.00. 6 manna ávaxtasett, verð frá kr. 78.00 6 manna vínsett, verð frá kr. 59.60. Stök steikarföt, kr. 40. Stök bollapör, verð frá kr. 8,20. Stök bollapör með diski. Verð frá kr. 14.70. Mjólkurkönnur. Verð frá kr. 21.00. Hitabrúsar. Verð kr. 22.00. Krystall í úrvali. Stólborðbúnaður. Glervörudeild Rammagerbrinnar Hafnarstræli 17 Alýtízku bólstruð húsgögn eru nú aftur fyrirliggjandi. — Margar gerðir <>g fjölmargar fóðurtegundir. — Komið — Skoðið og reynið hina hagstæðu greiðsluskilmóia. Húsgagnaverzlun Guðmundar Guðmundssonar Laugavegi 166 Iðja félag verksmiðjufólks Félagsfundur Iðja, félag verksmiðjufólks, heldur fund í Iðnó þriðjudaginn 29. október 1957, kl. 8,30 e.h. Dagskrá: 1. Uppsögn samninga. 2. Onnur mól. Mætið vel og stundvíslega- Stjórnin. M ARKÚS Eftir Ed Dodd 1) — Markúa hefur lofað mér, — Ha? Hvað? N«i. Nei-nei. — •6 ég nuetti fara með ykkur ! Ánægjulegt. emðiferðina. Ég vona að þið haJ- M ekkert á mMi þvL 2) — Markús, við erum gamlirl 3) — Hann er hingað kominn félagar og því .ildi ég aðvara þig. | til að rannsaka starf þitt. Þú Vermundur hefur rekið kvern j skalt gæta þín að gera ckkcrt ttai fréttaritarana af eðrum. > hor.um mislikar. Að stundarkorni liðnu leit Cal upp og þá var hann einn í her- berginu. Það rauk upp úr kaffi- bollanum, sem stóð á borðinu. Cal drakk sjóðheitt kaffið og gekk svo inn í dagstofuna. Faðir hans leit afsakandi á hann. „Ég biðst afsökunar, pabbi“, sagði Cal. — „Ég vissi ekki hvernig þú myndir bregaðst við þessu. ,Hann tók seðlapakkarun af arinhillunni og stakk honum í brjóstvasann, þar sem hann hafði áður verið. — „Ég skal athuga hvað ég get gert við þá‘. Svo sagði hann, eins og af tilviljun: — Hvar er allt hitt fólkið?" „Oh, Abra varð að fara. Aron ætlaði að fylgja henni eitthvað á leið. Lee er hér einhvers staðar ekki langt frá“. 4. Nóvemberkvöldið var dimmt og hráslagalegt. Cal opnaði úti- dyrnar í hálfa gátt og sá höfuð og herðar Lee bera við hvitan vegg franska þvottahússins, hin- um megin við götuna. Lee sat á forstofutröppunum, sveipaður þykkum yfirfrakka. Cal lokaði dyrunum hljóðlega og gekk inn í stofuna. — „Mann þyrstir svo af kampavíni", sagði hann og hélt fram til eldliússins. Faðir hans leit ekki upp. Cal læddist út um bakdyinar og þvert yfir húsagarðinn. Hann klifraði yfir girðinguna, íann sér planka yfir skurðinn, sem var fullur af vatni og kom út á milli brauðgerðar Langs og blikksmiðj unnar í Castroville Street. Það an gekk hann svo yfir í Stone 'Street, þar sem kaþólska kirkjan var, beygði til vinstri, gekk fram hjá Carriaga húsinu, Wilsons hús inu, Zabala húsinu og Steinbecks húsinu. Þaðan hélt hann áfi arn út á Central Avenue og fram hjá West End skólanum. Espitrén fyrir framan skóla- garðinn voru næstum ber, en í kvöldgolunni þyrluðust nokkur gulnuð blöð til jarðar. Cal var bæði sljór og dofinn, svo að hann fann ekki til frost- nepjunnar, sem blés niður af fjöll unum. I nokkurri fjarlægð kom hann auga á bróður sinn, sem kom gangandi á móli honum. Hann þekkti hann á göngulaginu og limaburðinum og af þvi að hann vissi að þetta var hann. Cal hægði á sér og þegar Aron átti skammt ófarið til lians, sagði hann: — „Hallo, mér datt í hug að ganga á mótj þér“. ÍHlItvarpiö Þriðjudagur 29. oktúber. Fastir liðir eins og venjulega. 18.30 Útvarpssag bai-nanna. -—• 18.55 Framburðarkennsla í dönsku. 20.30 Daglegt mál (Árni Böðvarsson kand. mag) 20.35 Tón leikar Sinfóníuhljómsveitar Isl. í Þjóðleilthúsinu (fyrri hluti). 21.30 Útvarpssagan: „Barbara". 22.10 „Þriðjudagsþátturinn"! 23.10 Dag skrárlok. miðvikudagur 30. október. Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 Við vinnuna: Tónleik ar af plötum. 18,30 Tal og tónar: Þáttur fyrir unga hlustendur (Ingólfur Guðbrandsson náms- stjóri). T8.55 Framburðarkennsla í ensku, í sambandi við bréfaskóla Jlambands isl. samvinnufélaga. —• 19,05 Þingfréttir. — Tónleikar. —. 20.30 Lestur fornrita: Hallfi'eðar saga: I. (Einar Ól. Sveinsson prófessor). 20,55 Einleikur á pía- nó Edwin Fischer leikur (plötur), 21,25 Bréf úr myrkri, annar frá- söguþáttur eftir Skúla Guðjónsson bónda á Ljótunnarstöðum (Andrés Björnsson flytur). 21,50 Tónleik- ar (plötur). 22,10 Iþróttir (Sig- urður Sigurðsson). — 22,25 Frá íslenzkum dsegurlagahöfundum: Hljómsveit Kristjáns Kristjánsson ar leikur lög eftir Þórunni Frana og Valdimar Auðunsson. Sigrún Jónsdóttir og Ragnar Bjarnason syngja með hljómsveitinni. Kyr.n- ir þáttarins: Jónatan Ólafssoa. 26,19 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.