Morgunblaðið - 29.10.1957, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 29. okt. 1957
MORGUNBT AÐIÐ
13
Handknattleikskeppni hatin:
Daufir leikir — en Valur, ÍR
og Víkingur sigruðu í M.fl.
KEPPNISTÍMABIL handknattleiksins er hafið. Hér í Reykjavik
hófst það fyrir alvöru um helgina og er það upphaf Reykjavíkur-
meistaramótsins, sem mun ljúka 8. desember en fram að þeim tíma
verður keppt hvert laugardafgs- og sunnudagskvöld. Mót þetta er
umfangsmikið en virðist af handknattleiksráðinu og handkhattleiks-
dcmarafélaginu vera vel skipulagt, ef áætlun stenzt. Svo verður og
að vera í þessari vinsælu og fjölmennu íþ-.óttagi-ein, sem æ fleiri
laðast að, þó þröngt sé um handknattleiksmenn.
Mynd frá Lahti, vettvangi heimsmeistarakeppn innar 1958 í norrænum skíðagreinum. Stökk-
pallurinn er byggður samkvæmt nýjustu stökkstílskröfum. Hann er 54 m hár. Húsið er „keppn-
ismiðstöðin“ þar sem eru starfsmenn, blaðamenn o. fl. Fyrir framan húsið er rásmark og enda-
mark í göngukeppnum. Er göngumennirnir koma að marki ganga þeir ofan hússins undir stökk-
pallinn þar sem auglýsingaskiltið „asko“ er, niður að áhorfendasvæðunum, og aftur að húsinu.
Hin fagra Lahti verður vettvangur
heiqismeistarakeppni í göngu og stökki
Forráðamenn vonast til að sjá
r
Islemlinga meðal keppenda
VORIÐ 1955 var svo ákveðið, að Finnland skyldi sjá um keppni í
norrænum greinum heimsmeistaramóts skíðamanna, þ.e.a.s. göngu
og stökki. Finnar ákváðu að bærinn Lahti skyldi vera keppnisstað-
urinn, en þar fór fram sams kohar heimsmeistarakeppni 1938. Undir-
búningi í Lathi er nú senn lokið og það því ánægjulegt að vera í hópi
norrænna íþróttablaðamanna er boðið var að skoða framkvæmdirn-
sr allar, en fundarmönnum á þingi norrænna íþróttafréttamanna var
boðið til Lahtis.
★ Vilja íslendinga með
Form. undirbúningsnefndarinn-
ar í Lahti Yrjö Kaloniemi og fram
kvæmdastjóri héimsmeistara-
keppninnar þar Arnold Rosen-
qvist tóku á móti hópnum og
skýrðu undi'tbúning. Þeir bentu
fyrst á fánastengur þar sem
blöktu fánar Norðurlandanna 5
í tilefni heimsóknar blaðamann-
anna. Þeir létu ákveðna ósk í ljósi
að þessir 5 fánar mættu standa
þarna meðan heimsmeistara-
kerpnin stæði sem merki um að
cll Norðurlöndin ætt.u kepuendur.
Var þessari ósk ei./kum bemt til
ísiendinga og Dana sem viðstadd-
ir voru, og henni er hér með
skilað til ísl. skíðaíþróttahreyf-
ir.gar.
★ Undirbúningur
Geysimikill og kostnaðarsamur
undirbúningur fór fram í Lahti
vegna heimsmeistarakeppninnar.
Skíðasvæðið, þ. e. a. s. viðbragðs-
lína og mark í göngukeppni og
stökkpallurinn liggja í miðbiki
borgarinnar og mun það eins-
dæmi í sögunni. Stökfcpallurinn,
sem er 54 m að hæð blasir við
og sést langt að. Vegna breytinga
og bygginga hefur orðið að flytja
á brott eða færa til um 100.000
rúmmetra jarðvegs. Auk þess hef
ur verið grafið fyrir leiðslum ýms
um og frárennslisrörum Af ný-
byggingum má nefna „keppnis-
miðstöðina“, þar sem gott rúm fyr
ir starfsmenn keppninnar, blaða-
menn, útsendingarklefar fyrir út-
varpsmenn, herbergi dómara og
fl. Þá er heiðursgestahúsið, þar
sem m. a. er stúka fyrir forsetann,
veitingasalur og fyrir framan op-
ið svæði og sæti fyrir gesti og
áhorfendur. Þá hafa verið fcyggð
5 matsöluhús fyrir utan þau sem
íyrir voru, auk ýmissa smábygg-
inga til ýmislegra nota. Svæðið
fyrir áhorfendur rúmar um 150
þús manns.
Stökkpallurinn hefur verið er.d
urbættur á margan hátt, dómarar
hafa fengið nýjan klefa og ýmis-
legt verið gert til hagræðis fyrir
keppendur og starfsmenn.
Kostnaðurinn við byggingarnar
vegna heimsmeistarakeppninnar
námu er blaðamennnnir heim-
sóttu staðinn 30 millj. marka eða
um 600 þúsuod s. kr.
Mótið sjálft
Keppin í Lahtis fer íram dag-
ana 1—9 marz 1958. Þar verður
keppt í 15 km, 30 km og 50 km
göngu, auk göngu kvenna og boð-
göngu karla og kvenna og auk
þess í norrænni tvíkeppni og
skíðastökki, sem fram fer síðasía
keppnisdaginn. Búizt er við full-
skipuðum áhorfendasvæðum oft-
ast nær.
Geysilegan undirbúniug þarfn-
ast slík mót sem þessi en öll
áform Finna hafa staðist og hafa
þeir hlotið viðurkenningu alþjóða
skíðasambandsinS fyrir. Eitt má
nefna en það er heimsókn 5—600
blaðamanna, sem þurfa beztu skil
yrði til vinnu, og af stuttri heim-
sókn í hópi norrænna blaða-
manna mátti glögglega finna
óskipta ánægju þekktra skíða-
fréttamanna um aðstæður allar.
Sérstakur skóli mjög glæsilegur
, verður „pressu-miðstöðin“. Allt
er þegar skipulagt — og tilbúið.
★ Áhugi og skilyrði
Finnar eru meðal fremstu þjóða
heims í skíðaíþróttum einkum
göngu og stökki. Á síðari árum
hafa þeir áunnið sér konungs-
tignar í stökkinu. Þeir leggja og
mikið upp úr æfingum og keppni
skíðamanna. Þarna í Laliti — sem
þýðir vík — er stendur á flöíu
landi, hefur verið byggður glæsi-
legur stökkpallur. Stökkmetið er
78 metrar. f Lahti er frægasta
stökkfélag Finna. Á einum tíma
átti það 20 skíðastökkmenn í
keppni í 6 löndum á sama tima.
Þegar við komum þangað voru
ungir sem gamlir að æfingum.
Það var enginn snjór, en þeir
æfðu jafnvægið og stökkkra/t í
þar til gerðum dýnum. Þegar
snjórinn kemur þá er jafnvægið
komið — ekkert að gera nema
stökkva og stökkva.
Mættum við eignast smáa lík-
ingu að slíkum palli — og áhuga
í iíkingu við það sem þarna gat
að líta. — A. St.
Erfið og
dýr keppni
í HINNI nýútkomnu bók,
„Knattspyrna 1956—57“, svarar
formaður sænsku nefndarinnar.
er sér um heimsmeistarakeppn-
ina — eða úrslit hennar í Sví-
þjóð, nokkrum spurningum um
úrslitakeppnina, þar sem m. a.
kemur fram:
Á 7 millj. s. kr. verða að nást inn
fyrir aðgöngumiða ef keppn-
in á að bera sig.
★ Fyrsta miðapöntunin kom í
júlí 1955 (3 árum fyrir keppn-
ina og var frá Kaliforníubúa.
Þýzkaland hefur pantað mest
af miðum eða 10 þús. Flest
lönd hafa eitthvað pantað,
jafnvel S-Ameríkuríkin, þó
fjarlæg séu. Verði fullt „hús“
á öllum 32 leikum úrslita-
keppninnar verða áhorfendur
samtals 1,200,00 (miðað við að
hver maður sæki aðeins einn
leik). Svíar geta þó ekki sleg-
ið aðsóknarmetið frá Brazilíu
1950 er úrslitakeppnin fór
þar fram.
★ Miðarnir kosta 5—50 krónur
(sænskar). Miðar á alla leik-
ina á Rásunda-vellinum í
Stokkhólmi, m. a. á úrslita-
leik, kosta 64 kr. ódýrast,
stæði, og allt að 225 kr. fyrir
dýrustu sæti.
Dauf byrjun
Upphaf þessa Reykjavíkurmóts
ber mjög keim af stuttum æfir.ga-
tíma fram að mótinu. Ekkert
meistaraflokksliðanna er á sunnu
dag kepptu sýndu þá leikni og
getu er liðin höfðu áunnið sér er
áleið sl. vetur. Það brá aðeins
fyrir fallegum leik, en heildar-
svipurinn er enn sem komið er
ekki góður. Vafalaust er ástæð-
unnar aðeins að leyta í stuttum
æfingatíma, enda er slíkt skiljan-
legt.
Víkingur — Ármann 13:11
Á sunnudagsKvöidið kepptu í
m-.fl. karla Víkingur gegn Ár-
manni. Leikuiinn yar daufur og
an tilþrifa að mesíu. Bezti upp-
byggjandi á vellinum var Sig.
Jónsson í Víking. Ármannsliðið
var nú daufara en í fyrra, skipu-
lagslítill er leikur þess og nú vant
ar það sem í fyrra gerði strik í
reikiningin — langskot eins og
Jón Erlendsson beitti svo árang-
ursríkt.
Víkingar náðu forvstu og höfðu
hana nær óslitið og unnu 13:11.
Virðist horfa bjartara hjá þeim
en áður, þó enn vanti á að leikur
liðsins ógni hinum sterkari lið-
um okkar. Vikingur hefur kallað
fram gamla jaxla t d. Axel Ein-
arsson. Þeir kunna leikmn og eru
styrkar stoðir í liðinu, þó æfingu
skorti. Ármannslið'ð er ósam-
stillt en góðir menn inn á milli
t.d. Hannes.Hali. — Mörk Vík-
ings skoruðu Sig. Jónss 6, Björn,
Axel og Sig Bj. 2 hver og Pétur
Bj. 1. Mörk Ármanns skoruðu:
Hannes Hall 5. Friðrik og Sig.
Jörgensen 2 hvor, Hallgrímur og
Kristinn 1 hvor.
★ Þróttur — ÍR 12:14
ÍR tók sem vænzt var forystu,
en hún var knöpp og Þýzka-
landsförunum gekk ver með að
opna vörn Þróttarmanna en búizt
var við. Langskot Gunnlaugs,
föst og örugg réðu því að í hálf-
leik stóð 7:4 ÍR í vil.
En í síðari hálfleik sóttu Þrótt-
armenn sig, komust undarlega oft
og tiltölulega fyrirhafnarlítið
gegnum ÍR-vörnina, bæði í horn-
unum og fyrir miðju marki. Stóð
um tíma 8:7 og síðar 9:8 fyrir ÍR.
En þá sýndu þeir aðeins lit og
komust í 14:9. Er það eini góði
kafli þeirra í leiknum, en brá oft
fyrir fallegum leik. En Þróttar-
menn hertu sig og mmnkuðu bilið
í 14:12. — Mörk ÍR skoruðu:
Gunnlaugur 6, Matthías 4, Óli
Örn, Þorleifur, Rúnar og Óli
Jónsson 1 hver. Mörk Þróttar
skoruðu: Bóbó 6, Grétar 3, Jón
Ásg. 2 og Björn 1.
★ Valur — Fram 12:11
Þessi leikur var einn af úrslita-
leikjum mótsins — fyrirfram
áætlað. Hann virtist og ætla að
verða jafn, en á fegurð cg tilþrif
skorti. Eftir um 7 mín. stóð 2:2.
Þá náðu Frammenn góðurn kafla,
einkum smaug Karl í gegn og
Rúnar. Forskot Fram varð meira
og meira og í hálfleik stóð 8:3
þeim í vil! Ýmsir munu hafa talið
leikinn afgerðan.
En Valsmenn komu ákveðnir
til síðari hálfleiks og tóku öll
völd á vellinum í sinar her.dur.
Það smá saxaðist á forskotið unz
það hvarf — 10:10 varð staðan.
Skoraði Ásgeir tvö síðustu mörk-
in er þurfti til að jafna og hann
hélt áfram og skoraði önnur tvö
svo að Valur hafði 2 yfir. Þá tókst
Rúnari að minnka svo leik lauk
með 12:11. Þessi síðari hálfleikur
var ákaflega spennandi. Vals-
menn áttu öruggan og góðan leik
og með þessari lokasókn þeirra
fékk kvöldið sem verið haíði
heldur dauft, skemmtilegri blæ.
Svona á að berjast í handknatt-
leik. „Gömlu“ Valsmennirnir
eins og Valur Ben. og Ásgeir
réðu úrslitum. Hinir yngri áttu
drjúgan þátt einkum Jóh. Gísla-
son. — Hjá Fram féll allt ein-
kennilega snögglega saman.
Sennilega hafa þeir í hálfleik tal-
ið leikinn unninn og kumið of
öruggir inn á aftur. Beztan leik
áttu Karl, Rúnar og Hilmar.
Mörk Vals skoruðu: Ásgeir 5, Jó-
hann 3, Geir 2, Valur og Hilmar
1 hvor. Mörk Fram skoruðu: Karl
4, Rúnar 3, Einar 2, Hilmar ól.
og Birgir 1 hvor.
Á laugardag urðu úrslit þessi:
2. fl. kvenna
Þróttur — Valur 4:4
Ármann A — Ármann B 6:4
M.fl. kvenna
Fram — KR 7:4
3. fl. karla A-lið
A-riðill: ÍR — KR 8:6
B-riðill: Árm. — Þróttur 8:13
2. fl. karla A-lið
A-riðill: ÍR — Þróttur 14:9
B-riðill: Víkingur — Valur 7:5
Á sunnudag kepptu í 3. flokki
karla B-lið:
Fram — KR 12:3 (KR vantaði
2 menn).
Þróttur — ÍR 8:6
Æfingar hafnar
HAFNARFIRÐI. — Nú eru æfing
ar íþróttafélaganna almennt «3
hefjast og verða í vetur hjá Sund
félagi Hafnarfjarðar, sem hér
segir:
Yngri flokkur á mánud. og
miðvikud. kl. 7—8 s d. — Eldri
fl. á sunnud. kl. 9 f. h., mánud.
miðvikud. og fimmtud. kl. 8,15
síðd. Dýfingar og sundknattleikur
er á mánudögum kl. 9 s.d.
Geta nýir félagar látið skrá sig
á ofangreindum æf'ngadögum.
Handknattleikur er æfður hjá
F.H. og Haukum öll.kvöld vikunn
ar í leikfimishúsinu og meistarafl.
F.H. æfir einu sinni í viku í Há-
logalandi. Eins og sagt hefir ver-
ið frá áður, hefir flokkurinn ver-
ið boðinn í keppnisför til Þýzka-
lands og mun halda utan 2. nóv.
n.k. Meistaraflokkurinn er nú I
mjög góðri æfingu, enda hafa
piltarnir lagt hart að sér síðustu
mánuðina. Núna fyrir skömmu
unnu þeir t.d. hraðkeppnina i
handknattleik. — G.E.